Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1956, Blaðsíða 4
4 Alþýðubia&fg Fimmíudagxir 19. janúai* 1956 Útgefandi: AlþýðuflokþtriMM. Ritstjóri: Helgi Scrmundsso*. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjáltmrsmt. Blaðamenn: Björgvin Guðmundst** *g Loftur Guðmundsson. Augiýsingastjóri: EmiUa Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10. Asþriftarverð 1530 á mánuði. t lattsasðlv lflO. Skaðleg venja TÍMINN ra&ðir í forustu- greín sinní 1 gær dráttinn á lausn deilunnar milli ríkis- stjómarinnar og útvegs- manna um rekstur bátaflot- ans og segir, að róðrar myndu yfirleitt að hefjast þessa dagana, ef allt væri með felldu, og hver dagur- inn, sem líði úr þessu, án þess að flotinn haldi úr höfn, valdi þjóðarbúinu miklu tapi. Ennfremur víkur blaðið að því, að samningar milli útgerðarmanna og sjómanna um fiskverðið falli úr gildi 1. febrúar, en viðræður um nýja samninga muni enn ekki hafnir. Gagnrýnir Tím- inn réttilega þetta sleifarlag og kemst að orði á þessa lund: „Þetta mál er annars gott dæmi um þá skaðlegu venju, sem hefur skapazt í samningum verkalýðsfé- laga og atvinnurekenda og sem báðir aðilar virðast jafnsekir um. Hún er sú, að draga að hefja samn- inga fyrr en verkfall er al- veg yfirvofandi. Báðir aðil- ar virðast trúa því, að slík- ur dráttur skapi þeim betri samningsaðstöðu. — Slíkt er hins vegar hreinn mis- skiiningur, þvi að oftast er örðugra um samninga und- ir þessum kringumstæðum en ella, því að mönnum er þá hlaupið kapp í kinn og láta metnað og þráa frem- ur ráða gerðum sínum en sanngirni. Sami óvani er það, að sáttaumleitanir á vegum þess opinbera eru yfirleitt ekki hafnar fyrr en í óefni er komið og sáttanefndir og sáttasemjari draga það svo vikum saman að koma með nokkrar miðlunartil- lögur. Þess má geta, að dr. Björn Þórðarson beitti ekki þessari vinnuaðferð, þegar hann var sáttasemjari rík- isins, heldur bar mjög fljótt fram sáttatillögur. Rögg- scmi hans má það vafa- laust þakka, að löng verk- föll voru mun fátíðari með an hann var sáttasemjari heldur en þau hafa verið í seinni tíð.“ Það er rangt hjá Tíman- um, að verkalýðsfélögin séu sek í þessu efni eins og at- vinnurekendur. Þess munu engin dæmi, að þau hafi skor azt undan samningaviðræð- um lengri eða skemmri tíma, en slíkt mun auðsannanlegt á gagnaðilann. Að öðru leyti er gagnrýni Tímans rétt- mæt og tímabær. Iðulega fara mikil verðmæti forgörð um í verkföllum af því að samningaviðræður eru dregn ar von úr viti og málið látið fara í hnút. Þetta er að nokkru leyti sök sáttasemj- ara eins og Alþýðublaðið hef ur áður vikið að, þó að sjálf- sagt sé að viðurkenna jafn- framt, að Torfi Hjartarson tollstjóri hafi ýmsa góða kosti til að bera sem mála- miðlari. En meginábyrgðina verður að færa á reikning at- vinnurekendanna og ríkis- stjórnarinnar. Þeir aðilar hafa gert þessa skaðlegu venju að eins konar reglu. Kœrleiksheimilið MORGUNBLAÐIÐ útlist- ar í gær mörgum orðum hvert vandræðaástand það verði, ef vinstri stjórn setjist að vöidum. Það líkir tilhugs- uninni við mæðiveiki, afla- brest og óþurrka rétt eins og siíkur mótgangur þekkist ekki, ef Ólafur Thors fer með stjórn þjóðarskútunnar. Og ástæðan er sú, að Framsókn- arflokkuxinn sé ósamstarfs- hæfur öllum öðrum en Sjálf- stæðisflokknum, sem ekki geti spillzt í samstarfinu við maddömuna. Hann getur með ö-ðrum orðum ekki versn að að dómi Morgunblaðsins! Vissulega væri Morgun- blaðinu sæmst að spara sér þessar umræður, en lýsa í þess stað núverandi kærleiks heimili þeirra aðila, sem stjórna landinu. Það er mál íhaldsins. 'Hitt er óviðkom- andi, hvort öðrum flokkum gengur vel eða illa að stjórna landinu, ef til kemur. Brott- rekinn skipstjóri ber engan veg eða vanda af fleytunni. ólafur Thors á að sýna hvað lann getur, meðan hann er i brúnni. Hitt er hlægilegt, if Morgunblaðið ímyndar sér, að hann eigi að verða þar eilífur augnakarl af því að ella fari allt í vitleysu. Sá, sem horfir upp á áflog og meiðingar í húsi sínu, ætti ekki að tala um kær- ieiksheimili. Slíkt er líkast því að tala um snöru í hengds manns húsi. Biekuv og höfundar: Sagan af þóru frá Ragnheiður Jónsdóttir: Að- sónur. Þau eru hvert um sig gát skal höfð. Helgafeil, yjátt áfram minnisstæð. En það er samt sem áður unga folkið í ÁRIÐ 1954 kom út skáldsaga sögunni, sem gætt er sterkustu eftir frú Ragnheiði Jónsdóttur, iífi. barátta þess, ástir, sorgir, sem hét: Ég á gull að gjalda. Á sigrar, vonbrigði og árekstrar, titilblaði stóð einnig: úr minn- meginatriði bókarinnar og uppi isblöðum Þóru frá Hvammi I/-5 Auðsætt var að von var á fram haldi og framhald sögunnar er bók sú, er að ofan greinir. Ég er ekki handviss um að skóld- konan ætli sér að hafa þarna sögulok: „Við drekkum þá kveðjuskál að þessu sinni,“ seg ir Árni, stúdentsbróðir og unn- andi Þóru, á næstsíðustu blað- síðu bókarinnar. Hérna má svo sem „hafa amen eftir efninu", eins og Sigvaldi prestur mælti. En hér mætti líka halda áfram að spinna söguþráðinn, og skipt ir þó ekki miklu máli hvorn kostinn skáldkonan tekur af. Því hún er komin þangað, sem hún ætlaði sér með frásögninni um Þóru í Hvammi, ófríðu, rauðhærðu telpuna, sem er ein- fari og draumkona, en ber í sér vizkuþrá og vaxtar, sem verður ákvarðandi fyrir örlög hennar. Og það er ekki nóg með það, að skáldkonan sé komin alla leið. Henni hefur tekizt að leysa erfitt og vandasamt verkefni stöður. Og á þessum vettvangi fimlega og kunnáttusamlega af þarf frú Ragnheiður engan að hendi. Þess vegna er sagan um biðja afsökunar á vinnubrögð- Þóru frá Hvammi hugnæm og um sínum. Þar stíga ekki aðrir heillandi skáldsaga, sem ber í svipinn öruggari fótum, af höfundi sínum vott um næman því að um völundarhús ungra og djúpfærinn mannskilning og sálna gengur hún af næmri sam æfðan hæfileika til þess að Iifun — og kærleika. Án mann- greinarálits. Það er t. d. ein- staklega hressandi að rekast á bók í þessu landi, sem er tröll- riðið af smeðjulegri verkalýðs- hræsni og gegnumlognu alþýðu dekri, þar sem kaupmannsson- urinn er ærleg manneskja og elskulegur drengur í þokkabót. birta hann í lifandi og sérkenni legum persónum. Ég vil ekki segja að þessa gæti einkum þar sem hún lýsir ungu fólki, því það vantar ekkert á, að foreldr- ar Þóru, svo ólík sem þau eru, amman, gamla þvottakonan og fleiri séu duglega gerðar per- Það þarf blátt áfram frumleik og hugrekki til þess að rita svo, af því að fram að þessu man ég ekki til að íslenzkir höfundar stórir eða smáir hafi haft mann rænu í sér til þess að bregða út af forskrift meistarans Gests I Pálssonar í Grími kaupmanni, þegar um það var að ræða að lýsa slíku fólki. Vera má, að þetta sé ekki mikilvægt atriði, en'það horfir þó í rétta átt til þeirrar heilbrigðu raunsæi, sem þorir að horfast í augu við veru leikann, eins og hann er. Og bökk sé Ragnheiði fyrir það. Hún hefur þorað að gera sér lióst, að þa.ð er unnt að verða skáld á íslandi, án þess að drepa ljósið í sinni eigin sál til þess að gera myrkur annarrá ennþá svartara. Erfiðasti áfangi á leið höf- undar er sá, að ná tökum á sín- um eigin stíl, verða einsöngv- ari í Bragasal, þó að röddin sé ekki ýkja míkil, kunna að velja sér viðfangsefni, sem láta að þessari meðferð. Ragnheiður Jónsdóttir hefur fyrir löngu sýnt, að henni er þetta Ijóst, og henni hefur mjög vaxið örvggi og kunnáttusemi hin síðari ár. Þessar síðustu bækur hennar bera vitni svikalausri vinnu, hörku við sjálfa sig og aga. Hún hefur vaxið af verki sínu og á enn eftir að vaxa, ef hún held- ur svo fram. Og skrifar um ungt fólk, drengjaslána og gelgjutelnur, sem eru kannski hálfgerður kross á heimilum meira og minna fullkominna foreldra, og vonarpeningur í augum afa og ömmu, en bera i sér örlög frá bví þau vappa sín fyrstu spor, örlög, sem verður að lifa og örlög, sem eru ívafið í voð framtíðarinnar. Sigurður Einarsson. TJtan úr heimi: Sovétfjárlö herkostna ÞAÐ hefur vakið athygli um heim allan hve friðsæll fund- ur æðstaráðsins í Kréml varð, sá er haldinn var á milli jóla og nýárs. Skýrsla þeirra Kru- chevs og Bulganins um Asíu-* 1 förina vakti að sjálfsögðu mikla athygli og sömuleiðis fjárlaga-1 ræða Zverevs fjármálaráð- ( herra. Eins og kunnugt er, lét hann frá því sagt, að dregið yrði úr útgjöldum til hervarna ! svo að unnt væri að auka framlög til almennra fram-1 kvæmda. Heildarframlag til hers og landvarna er áætlað 102.5 milljarðir rúblna eða um það bil 500 milljarðir króna.: Er það nokkru lægra en fram-1 lagið síðastliðið ár, , en hins vegar 2,2 milljónum rúblna hærra en framlagið 1954. Sov- étyfirvöldin hafa þó þegar auglýst þessa lækkun sem spor stigið af þeirra hálfu til að draga úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu og styrjaldarhætt- unni í heiminum og til efl- ingar friðsamlegri sambúð þjóðanna. Hálfsögð sagan. Ýmsar staðreyndir eru þó í þessu sambandi, sem vert er að athuga. Fyrst og fremst veita fjárlög Sovétveidanna mjög ófullkomna heildarmyná af raunverulegri tilhögun fjárframlaga í Sovétveldun- um. í raun réttri eru fjárlögin þar aðeins áreiðanleg að einu leyti — þau sýna nefnilega aldreí réttar upphæðir. Fram- Iögum til hernaðar er dreift dreift víðs vegar innan um hina ólíkustu gjaldaliði, — ýmist dulbúin sem framlög til þungaiðnaðarins, flugsam- gangna eða flutninga. Eða framlaga er alls ekki getið, vegna þess að um leyndar hernaðarframkvæmdir er að ræða og framlögunum því haldið- duldum af ásettu ráði. Þess vegna er óhætt að full- yrða að hernaðarframlögin í ár eru hærri í Sovét en nokkru sínni fyrr, og um leið þau hæstu, sem sögur fara af þar á friðartímum —• enda kemur það beinlínis fram í rússnesk- um hagskýrslum. Væri þó ekki einsdæmi. Þar að auki væri það í sjálfu sér ekki neitt merkilegt þótt Sovétveldin drægju úr framlögum til hervarna í raun og veru. Vesturveldin hafa þegar dregið til muna úr slík- um framlögum, án þess þó að þau hafi um leið hafið gífur- yrtan áróður fyrir friðarvilja sínum í því sambandi. Bretar minnkuðú til dæmis framlag sitt til hervarna um 5 milljarð- ir króna árið sem leið. Það sem fyrst og fremst er athyglisvert við. þessa lækk- unarblekkingu Sovétvaldhaf- anna er það, að. hún er auð- sjáanlega fram borin í þeim tilgangi að fullvissa alþýðu landsins — og þáeinn ig í öðr- um löndum um það að Sovét- leiðtogarnir geri ráð fyrir frið- aröld fram undan, það skulu þegnar þeirra, og um leið allar þjóðir víta. Óhyggilegt væri því að láta áróðurinn í sambandi við lækkuð hernaðarframlög aust- ur þar hafa nokkur áhrif á af- stöðu Vesturveldanna til Sov- étveldanna, enda þótt ekki þurfi að efa að kommúnistar í öllum löndum muni hagnýta sér þessa ímynduðu lækkun til að hrópa hástöfum um friðarvilja Rússa. Þeir munu síður en svo láta sannfærast þótt hernaðarsérfræðingar bendi á það með óyggjandi rökum, að Rússar hafi aldreí verið jafn hernaðarlega sterkir og nú og aldrei lagt meíra kapp á síaukinn vígbúnað. Tölurnar frá Kreml eru þeim heilagar tölur. Þar_ með er ekki sagt að (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.