Tíminn - 20.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 20. marz 1965 ____________TIMINN---------------------- -------------------------- s Gtgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánssón, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrifstofur • Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti ' Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasim) 19523 Aðrar sknfstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán mnanlands - í lausasölu fcr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Kauphækkun og stytt- vinnutímans Samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins var haldinn fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 16. þ.m. til að ræða iim viðhorf í launa -og kjaramálum, þegar júnísamkomu- laginu lýkur. Félagið hafði áður skipað tólf manna nefnd til þess að íhuga þessi mál og voru valdir þrír framsögumenn úr hópi þeirra, þeir Eggert Þorsteins- son, Óskar Hallgrímsson og Guðjón B. Baldvinsson. Samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins var það niðurstaða allra þessara ræðumanna, að ekki væri hægt að vænta nýs samkomuiags, án hækkaðs kaups og styttingar á vinnutíma. Alþýðublaðið hefur þetta eftir Eggert Þorsteinssyni: „Að lokum sagði Eggert, að það væri hættuleg sjálfs- blekking að hugsa sér að ekki þurfi kauphækkun eða tilstilli ríkisvaldsins til að ná samkomulagi í vor.” Alþýðublaðið hefur þetta eftir Óskari Hallgrímssyni: „Óskar sagði að lokum, að í vor yrðu beinar kaup- hækkanir að koma til. ef samningar ættu að takast.” Þá segir Alþýðublaðið, að þeir Óskar Hallgrímsson og Guðjón B. Baldvinsson hafi sérstaklega rætt um vinnutímann og bent á, að hann væri orðinn alltof langur, og því yrði að gera raunhæfar ráðstafanir til að stytta hann. Af hálfu Tírnans er sérstök ástæða til að fagna þessum skoðunum sem komið hafa fram á fundi Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur, og eru í fullu samræmi við það, sem hér hefur verið haldið fram. Dýrtíðin, sem hefur hlotizt af völdum ríkisstjórnarinnar, er vissulega orðin slík, að nokkur kauphækkun er orðin óhjákvæmileg. Jafnhliða verða að koma þær breytingar á stjórnarstefnunni, að atvinnuvegunum verði fært að rísa undir þessari kaup- hækkun, án þess að þær komi tafarlaust inn í verð- lagið. Þetta er hægt að gera með lækkun vaxta, lækkun vissra tolla, minni lánsfjárhömlum o.s.frv. Af öllu því ískyggilega, sem leitt hefur af stjórnarstefn unni er ekkert uggvænlegra en hinn langi vinnutími. Vegna dýrtíðarinnar hafa menn neyðzt til að lengja stöðugt vinnutíma sinn, ef þeir hafa átt að hafa sæmilega afkomu. Svo er nú komið, að þessi lani vinnutími gengur fullkomlega ur hófi fram. í öðrum löndum hefur verið unnið að því að stytta vinnutímann, en hér hefur hann stöðugt verið að lengjast. Af bálfu stjórnarblaðanna hefur það verið kallað ábyrgðarleysi af hálfu stjórnarandstöðunnar, þegar hún hefur verið að minna á, að vinnutíminn væri of langur og kaupið of lágt. Það er vel, að innan stjórnarflokk- anna skuli vera til menn, sem játa, að það sé ekkert ábyrgðarleysi að minna á þetta, heldur verði hér að koma veruleg breyting til bóta í sambandi við næstu kjarasamninga. Hækkun kaupsins og stytting vinnutímans eru þau atriði, sem leggja verður megináherzlu á í sambandi við kjarasamningana í vor. önnur atriði, þótt mikilvæg séu, hverfa '1 skuggann hjá þessum tveimur. Svo að- kallandi eru þau. HARRY SGHWARTZ: Fundur kommúnistaflokkanna varð mikill ösigur fyrir Rússa Hann hlýtur að leiða til verulegrar stefnubreytingar Er Krústjoff afttur Harry Schwartz, höfundur eftirfarandi greinar, skrifar að staðaldri í New York Times um málefni Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja. Ann ar af sérfræðingum New York Times, varðandi mál Sovétríkj anna, Harrison E. Salisbury, sem lcngi hefur dvalið í Moskvu, telur ekki ósennilegt, að Krústjoff komi við sögu að nýju vegna ófara hinna nýju valdhafa í deilunni við kín- versku leiðtoganna. Salisbury dregur þetta m.a. af því, að Krústjoff var látinn sýna sig opinberlega við kosningar í Moskvu síðastl. sunnudag. Með fylgjandi mynd var tekin af Krústjoff við það tækifæri. Hefst svo grein Schwartz: UM og eftir síðast liðin mán aðamót hafa mennirnir við stjórnvölinn í Moskvu orðið fyrir meiri auðmýkingu en nokkur dæmi eru til áður í sögu heimskommúnismans. Ekki er svo ýkja langt síðan að orð forustumanna í Moskvu giltu sem lög fyrir alla komm únista, hvar sem var í heim inum. Fyrir aldarfjórðungi var einfaldast að skýra, hver væri kommúnisti með því að segja, að það væri maður, sem hugs aði eins og Sovétleiðtogarnir segðu honum að hugsa. Stalín hóf kommúnistaleiðtoga til vegs eða steypti þeim af stóli hvarvetna um heim. Stundum komst hann upp með að leysa upp heila flokka, eins og til dæmis í Póllandi. Rússar voru fyrr meir mjög voldugir á þessu sviði og aftur förin í því efni er ótrúlega mikil. Tuttugu og sex kommún istaflokkum var boðið til ráð stefnunnar, sem haldin var í Moskvu um síðastliðin mán- fe aðamót, en 7 þeirra létu ekki svo lítið að þiggja boðið. Þessi staðreynd nægir þó hvergi nærri til að sýna, hve valda- rénunin er mikil. Sé gægst bak við tjöld tölulegra staðreynda kemur í ljós, að hið fyrra vald leiðtoganna í Moskvu hefir rénað miklu meira en tölumar gefa til kynna. ATHUGAVERT er, að komm únistaflokkarnir, sem vanræktu að senda fulltrúa á ráðstefn- una, undir forustu kommúnista flokks Kína, hafa innan sinna vébanda meirihluta fiokksbund inna kommúnista í beiminum. Samanlögð flokksmannatala þeirra nemur 22 milljónum, en samanlögð tala flokksbundinna manna í flokknum, ,sem þátt tóku í ráðstefnunni, er ekki nema 19 milljónir. Það hefir með öðrum orðum fengizt stað- fest opinberlega, að yfirráð valdhafanna í Kreml ná ekki til helmings flokksbundinna kommúnista í heiminum. Frá sjónarmiði sovétleiðtog- anna mun þó hitt enn verra, að til þess að tryggja þátt- töku kommúnistaflokkanna 19. sem þátt tóku í ráðstefnunni þurfti ýmist að grípa til veru legrar undanlátssemi eða beita áleitnum ýtingi. Brezkir komm únistar tóku ekki endanlega á- kvörðun um þátttöku fyrr en á síðustu stundu. Áður en kúb- anski kommúnistaflokkurinn ákvað þátttöku sína sendi hann Che Guevera til Peking, til þess að skýra fyrir leiðtogum Kína, hve stórkostlega efna- hagsáhættu það gæti haft í för með sér fyrir Kúbu að tefla á tvísýnu um stuðning Rússa _með því að hafna þátt töku. ítalski kommúnistaflokk urinn lýsti því opinberlega yf- ir, áður en hann ákvað þátt töku, að hann ætlaði ekki að láta segja sér fyrir verkum. EN þessa örlagaríku daga urðu valdamennirnir i Kreml einnig fyrir þungum áföllum víðar en á ráðstefnunni, eða í beinu sambandi við hana. í kosningum í Kerala-hérað inu í Indlandi bar sá hluti- kommúnistaflokksins, sem fylg ir Kínverjum að málum, sig ur úr býtum. Hinn hluti flokks ins, sem fylgir Sovétríkjunum. beið alvarlegan ósigur. Ef til vill er betta eitt alvarlegasta áfallið Sovétleiðtogarnir hafa haldið því fram í áróðri sínum, að þeir armar kommúnistaflokk- anna, sem fylgja Kínverjum að málum og skotið bafa upp koll á uppleið? inum að undanförnu til og frá um heiminn, væru aðeins lítilvæg klofningsfyrirbæri. Kjósendurnir í Keralahéraðinu kollvörpuðu þessari kenningu gersamlega. ÓEIRÐIRNAR við banda- ríska sendiráðið í Moskvu juku stórlega á erfiðleika leið toganna í Kreml. Kínverjar og vinir þeirra hvarvetna um heim hampa óspart myndum af sovézkum hersveitum og lögreglu í bardaga við kröfu- göngumenn frá Asíulöndum. Haldið er fram, að myndirnar séu óræk sönnun þess, að í raun ág veru séu Rússar fylgj andi árásum Bandaríkjamanna í Norður-Víetnam. Þegar rússneskir leiðtogar efndu til mótmælagöngunnar að sendiráði Bandaríkjanna virðast þeir hafa anað beint í gildru, sem Kínverjar lögðu fyrir þá af miklum klókindum Komið hefir skýrt í Ijós hvað eftir annað, að kínverska sendi sveitin í Moskvu hefir mjög öruggt vald yfir kínverskum stúdentum, sem stunda nám þar í borg. Valdhafarnir í Kreml ætluðust ekki til að kröfugöngumenn gerðu annað en að sýna hófsamlega andúð gegn Bandaríkjunum. En Kín- verjum tókst að gera úr þessu Framhald af bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.