Tíminn - 20.03.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.03.1965, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 20. marz 1965 TÍMINN Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Fækkun svartbaks Það er staðreynd, að svartbök- um hefur fjölgað geysimikið síð- ustu áratugi. Og til þess eru marg- ar ástæður og auðskildar. f fyrsta lagi hefur fæðuskortur tæplega hamlað þroska þeirra á uppeldis- skeiðinu, eins og stundum á með- an móðir náttúra var hér einráð. Úrgangur frá verstöðvum — víða um land — bjóða þeim oft alls nægtir. Og þar við bætist, að þeir éta líka svo úldinn úrgang og annan ómat, að furðu gegn- ir. f öðru lagi h^fa lögin, um eyðingu svartbaks, frá 23. júní 1936 og einnig breyting á þeim lögum frá 31. marz 1962, ekki megnað að hamla gegn fjölgun hans, hvað þá að fækka honum. Það þurfti heldur ekki við því að búast. Meðan lögin ganga ekki Iengra en skylda ábúendur jarða — þar sem svartbakar verpa — að eyða eggjum hans, er ekki von að stofninum fækki, því egg- in eru afbragðs matur og vel úti látin. Mikið svartbaksvarp eru þ* í ósvikin hlunnindi. Og að ætlast svo til að hinir sömu varpeigend- ur drepi unga svartbakanna — án endurgjalds — á meðan þeir eru ófleygir, hygg ég að sé of- raun mannlegu eðli, í tvennum skilningi. Slík frammistaða, að láta foreldrana eiga sig, þætti líka heldur bágborin og ámælis- verð, ef á sama hátt væri unn ið að eyðingu refa og minka. Það neyðarlegasta við víðustu laga- setningu 1962, er þó ákvæðið um að: „Ríkissjóði er eigi skylt að greiða nema krónur sex fyrir hvern skotinn svartbak.“ Ætlast er til að sýslusjóður og tilsvar- andi hreppur borgi sama gjald, svo að skotmaður fái tólf krónur fyrir hvern skotinn fugl. Góð byssuskot, á svartbak, kosta í dag ekki minna en 11—13 krónur. Og það hygg ég, að hver skot- maður mætti vera ánægður með að hafa einn svartbak, — sem venjulega er ekki hægt að skjóta nema á flugi — á móti hverjum tveimui skotum. Getur þá hver séð áhugann, bjartsýnina og „höfð ingsskapinn," sem liggur á bak við þessi lagafyrirmæli. Rétt er að taka strax fram, að oft verður að skjóta á svartbak á löngu færi og vængbrotni hann eða sýni glögg lífsmerki. efti> að hann er kominn til jarð- ar, hikar vanur veiðimaður ekki við að skjóta á hann öðru skoti á næsta augnabliki. I þriðja lagi þarf hver sýslu- nefnd — eða bæjarstjóm — að gera samþykktir um eyðingu svartbaks í sínu umdæmi „ef fimm, eða fleiri æðavarpseigend ur, búsettir innan sýslunnar, eða í kaupstaðnum, krefjast þess.“ Ef nú þessir fimm æðarvarpseig- endur. eða leigutakar. verða nú ekki á eitt sáttir og — ef surn- ir þeirra treysta sér sjálfum oezt . að verja sín varplönd, — eða ef æðavarpseigendur væru ekki nema tveir eða þrír í sýslunni, þá geta allir séð, að þessi árans EF setja allt í strand. Að öllum líkindum fæi þvi svartoskurinn að lifa kóngalífi áfram, eins og hingað til, þrátt fyrir þessi laga-j fyrirmæli. Annars er nú þetta | kóngalíf ekki alltaf eins beysið í og við ætlum. í fjórða lagi eru svo ýmsir stað-! ir, í næsta nágrenni við þéttbýli — við getum nefnt Reykjavík, ísafjörð og Akureyri, — þar sem bannað er að hleypa af skoti. Sumir slíkir staðir eru hreinasta , nægtabúr fyrir svartbakinn, sem í lætur þar afl ráða, í viðskiptum, | við aðra fugla. í lögunum stend- i ur þó, í 1. grein: „Hvarvetna skal | svartbakur réttdræpur." Hér þarf I áreiðanlega breytinga við. Og svo > er annað: Um svartbakavarpið á Akrafjalli, og kröfur landeigenda til þess, heíur t d. orðið tals : vert umtal og handagangur. Og það er heldur engin furða Ekki i veit ég betur en einhvers staðar standi í íögum eftirfarandi: Eignarétturinn er friðhelgur. • Engan má skylda til að iáta af| hendi eign sína nema almennings! þörf krefji. Þarf til þess lagafyrir-j mæli og komi fullt verð fyrir.“j Ekki virðist mér hægt að lá þeim, j sem land eiga á Akrafjalli, þóttj þeir vilji sjálfir sitja að sínum hunangseggjum. Þeim er sam- kvæmt lögum skipað að tína þau — ef þess er kostur, en láta sér auðvitað í léttu rúmi liggja, þótt þeir skjóti ekki svartbakinn, sem lögin fara heldur ekkert fram á. Tilgangur minn, með þessum línum, var annars sá, að koma á framfæri nokkrum tillögum, sem miða að því að fækka svart- baksstofninum, svo að um muni. Hann er orðinn svo stórtækur ræningi í öllu fuglalífi, sömuleið-! is í stofnum laxa og silunga, að j ekki verður lengur við unað. Þeg- ai svo þai /ið bætist að keppi nautur hans — minkurinn — læt- ur ekki sinn hlut eftir liggja, viu þann sama veiðiskap. er eðlilegt að okkur renni í skap. Og gömlu svartbakarnir mun vera þar mestu I skaðvaldar. Því hef ég sjálfur þreifað á. Ýmsir, sem haft hafa miklu betri aðstöou en ég, til að veita því eftirtekt, fullyrða það einnig. í þvi sambandi nefni ég aðeins þrjú nöfn: Fyrst er að telja Jón á Laxamýri, sem allir kannast við, og syni hans. Þá, Njál Friðbjarnarson á Sandi, sem hefur skrifað mér margt merkilegt um hátterni svartbaka. Hann skaut á tímabili marga svart baka, sem notuðu hvert tækifæri til að grípa æðarungana, á Laxa- mýri, þegar mæður þeirra fóru með þá til sjávar, niður svo- nefnda Mýrarfossa. Síðast en ekki sízt, er það svo Gísli V. Vagns- son, bóndi á Mýrum í Dýrafirði. Athuganir hans á öllum aðförum þessa óvinar æðarfuglsins. eru svo ríkar af skilningi, að af ber. Það væri mikið happ ef heilsa hans leyfði honum að vera með í ráðum. þegar ákveðin verður aðför að svartbökum. Það. sem ■ ’ r,«t að- kallandi, er að semja ný lög, sem stefna að því að stórfækka -tofni hans, á svipuðum grundvelli ag lög um eyðingu refa og minka. í því sambandi vil ég minna á eftirfarandi: .1 að hvarvetna á landinu sé skylt að eyða svartbak með skot um. 2. að aðeins úrvarls skyttum, völdum af þar til kvöddum mönn- um, sé leyft að skjóta svartbaka, á friðlýstum svæðum. 3. að ákveða með lögum hvaða aðferðir skuli notaðar við fækk- un svartbaka á varpstöðvum hans. 4. að fyrir hvern skotinn fugl sé greitt ákveðið gjald og sömu- leiðis fyrir ófleyga unga. 5. að sumar hvert sé farin ein ferð um helztu varpstöðvar svart- baka, áður en ungar eru orðnir fleygir. 6. að kostnaður við fækkun svartbaka, verði greiddur af sömu aðilum og í svipuðum hlutfölium — og kostnaður við eyðingu refa og minka. 7. að trúnaðarmaður ríkisins taki kvittun, hjá skotmanni, við hverja greiðslu. Næst eru þá nokkur orð til skýringar þessum tillögum: 1. Með þessum fyrirmælum á að koma í veg fyrir. að svart- bakur geti nokkurs staðar ver ið óáreittir Allir fuglar — og þá ekki sízt svartbakar og hrafnar skynja fljótt hvar þeir hafa frið- land, og þyrpast þangað. Mörgum Framhald á bls. 13. „Varið ykkur Rætt við Karl Ágústsson, sem starfrækir þjónustufyi irtæki á Akureyri, hestaleigu Hestaleiga nefnist þjónustu fyrirtæki, sem Karl Ágústsson afgreiðslumaður rekur, og er til heimilis að Litla-Garði hér í bæ. Undirritaður skrapp í heimsókn og rabbaði við Karl um iþessa starfsemi, og fer samtalið hér á eftir.. — Ertu búinn að starfrækja þessa hestaleigu lengi, Karl? — Eg er búinn að vera með hana í tvö sumur og hefi haft í þessu, átta hesta, sem telj- jast hæfir til slíikrar þjón- ustu. Auk þess hefi ég nokkra hesta í þjálfun og alls eru tuttugu og einn hest ur á fóðrum hjá mér í vetur, en ekki á ég von á því að allir verði nothæfir fyrir almenning eða fái þjónustuskírteini. Þeir eru of fjörugir og henta ekki hverjum sem er. — Notfæra bæjarbúar sér hestaleiguna. — Já. Aðallega eru það þó menntskælingar, sem hafa áhuga á útreiðartúrum núna og sækja það talsvert fast og segja má að áhuginn fari vax- andi. Hverjir eru aðalviðskipta vinir þínir? — Því er fljótsvarað. Útlend- ingar eru þar í miklum meiri- hluta. Og það má nefna það, að síðastliðið vor var starf ræktur hér reiðskóli á veg- um Æskulýðsráðs og Hesta- mannafélagsins - og vár j starf semin staðsett hér hjá ' mér, en kennari var Ingólfur Ár- mannsson. Alls voru hestarnir sem til þessarar kennslu voru notaðir 12, og af þeim átti ég sex. Nemendur voru alls 36 og varð því að skipta hópn- um í þrennt. Kennslan stóð yf ir allan daginn og námskeiðið stóð í þrjár vikur. Þetta tókst allt saman mjög vel og var gaman að sjá andlitin á litlu börnunum ljómandi af gleði og ánægju. — Ertu einn með alla þessa hesta og eru þetta ekki hja verk hjá þér? — Nei, ekki er ég einn. Eg er svo heppinn að eiga mjög duglegan og mikinn hesta- mann. Að vísu er hann ekki nema tíu ára, en hann gerði mest af því í sumar að ná í hesta og útbúa þá og vers síðan fylgdarmaður í flestum ferðum. Það hafði sín áhrif, þvi sumir voru litlir hesta- menn og kvörtuðu þá við dreng inn yfir því að hestur sinn væri óþekkur og léti illa að stjórn. Tók þá Guðmundur, en svo heitir snáðinn, við hest inum, en lét sinn hest eftir, og mátti þá sjá suma skammast sín er snáðinn lék sér að þeim hesti sem kvartað var yfir. Já, þetta eru alger hjáverk j| hjá mér. Eg vinn sem af- greiðslumaður í Skógerðinni Iðunni. — Hefur ekki sitthvað skemmtilegt komið fyrir í ferða lögunum? . — Eg minnist þá sérstaklega Þjóðverjanna, sem ég fór með í fjórtán klukkutíma ferðalag. Þeir voru mjög skemmtilegir ferðafélagar. Farið var um Bíldsárskarð, inn á Timbur- valladal, þá var farið inn að Rifkelsstöðum í Eyjafirði, það an út veg að Klauf og komið að gróðurhúsinu á Brúnlaug. Þaðan var haldið niður að Eyja fjarðará, en þar hagar þannig til að riðið er fram með háum, gömlum uppgreftri úr skurði og þar var punturinn svo há- vaxinn að hann náði hestun um í kvið. Þegar við riðum meðfram uppgreftrinum, spratt eitthvað svo snöggt upp úr grasinu að allir hestarnir fæld ust. Þjóðverjinn, sem á undan fór öskraði upp: „Varið ykk ur, ljón!“ En þegar betur var að gáð var þetta bröndóttur kálfur eða yetrungur sem týnzt hafði af bæjunum þarna fyrir ofan. Alllangan tíma tók að sefa hest ana, en að því loknu fóru menn að henda gaman að þessu og mest hló Þjóðverjinn, sem hrópaði „ljón“ Hann sagðist oft hafa séð ljón og skotið þau suður í hitabeltinu, og liturinn á kálfinum hefði verið svo neyðarlega líkur og litur á ljóni, að í fátinu hefði sér dottið ljón í hug. Þá er vert að geta þess, að yfirleitt hafa þeir útlendingar, sem fengið hafa einhver kynni af íslenzka hestinum, sagt að hann væri það bezta, sem hægt væri að bjóða ferðafólki, og ætti að gera miklu meira að því en gert er. — Og að lokum, Karl. Gæt- irðu hugsað þér að vera hest laus? — Nei, hesturinn hefur ver ið minn leikfélagi frá bernsku fram á þennan dag og er þann ig mitt hálfa líf. Nei, ef ég væri hestlaus, væri það ekkert líf. — H.S. Guðmundur Karlsson aS leggja af stað. í útreiðatúr með tvelm piltum. Guðmundur er lengst til haegri, til vinstri eru Haraldur og Jagob Haraldssynir. )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.