Alþýðublaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 4
■ ~T' AlþýSublaðlð Sunnutlagur 4. marz 185 Útgefandí: AlþfóvflofötiriMH. Ritstjóri: Helgi Stcmundu**. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjdlnunr/sem. Blaðamenn: Björgvin Guðmttndtton »g Loftur GuðmundssoB, Avglýsíngastjóri: EmUía Samáehéáitéf, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimk 4900. /iskrtítarvcrð 15.00 A ménuði. í Íéws&sHm IM. Alþýðuprentsmiðjan, HverfisgSm i—16. Kvöldmáltíðin mikla ALÞÝÐUBLAÐIÐ heíur undanfarið rætt nokkuð þau tíðindi, að stefna og starf Stalíns sætti harðri gagnrýni á nýafstöðnu þingi rússneska kommún- istaflokksins. Þjóðviljinn fæst ekki til málefnalegra umræðna af þessu tilefni. Hins vegar reyndi hann á dögunum að glefsa að Stef- áni Péturssyni, fyrrverardi ritstjóra Alþýðublaðsins, r.étt eins og hann beri á- byrgð á orðum Mikojans, Malenkovs og Molotovs! Þannig er sálarástand kom- múnistablaðsins, meðan það bíður þess, að Kristinn E. Andrésson og Eggert Þor- bjamarson komi heim frá Moskvu með nýju línuna. í þessu sambandi er fróð- legt að rifja upp, hvor aðil- inn hefur haft rétt fyrir sér, Þjóðviljinn eða Stefán Pét- ursson og aðrir gagnrýn- endur rússneska stjórnar- farsins í hópi íslenzkra og erlendra jafnaðarmanna. Kommúnistablaðið hér het'- ur undantekningarlaust loi'- sungið allt athæfi Stalíris eins og heittrúarsöfnuður guðlega forsjón. Sérhver gagnrýni hefur verið stimpi- uð Rússanið og sósíalfas- ismi. En nú gerast allt í eínu þau tíðindi, að valdhafar Rússa viðurkenna meginat- riði þessarar gagnrýni. Þeir eru með öðrum orðum orðn- ir svikarar við málstað só- síalismans í heiminum, ef taka á alvarlega afstöðu Þjóðviljans hingað til! Hér er ekki um nein smá- atriði að ræða. Stalín er fundinn sekur um ofsóknir í garð gömlu byltingaríem ingjanna. Þar með er viður- kennt, að mennirnir, sem Stalín ruddi úr vegi, hafi verið drepnir saklausir. Jafnframt er hann ásakaður um glópsku í sambandi við framkvæmd sósíalismans í Rússlandi og hættulega ut- anríkisstefnu. Einmitt þessu hefur Stefán Pétursson og aðrir jafnaðarmenn haldið fram, en Þjóðviljinn veg- samað öll óhæfuverk ,,bónd- ans í Kreml,“ sem nú er kastað dauðum út í yztu myrkur. íslenzkir kommún- istar eru þannig af sam- herjum sínum í Rússlardi sviptir átrúnaði sínum og dæmdir til þess hlutskiptis að éta ofan í sig allt, sem þeir hafa sagt og skrifaö i rösklega þrjátíu ár. Það er vissulega mikil kvöldmál- tíð. Nú segir Þjóðviljinn, að Sósíalistaflokkurinn þjóni einvörðungu hagsmunum ís- lenzkrar alþýðu. Hér er eitt ágreiningsatriðið enn. Orsök þess, að verkalýðsflokkarnir voru ekki sameinaðir 1938, var sú, að kommúnistar kröfðust skilyrðislausrar af- stöðu með Rússlandi og vildu ekki fallast á lýðræðis- kenningar jafnaðarmanna um valdatöku alþýðunnar. Aðdáunin á Stalín var lát- in ráða úrslitum þess, að sameining verkalýðsins fórst fyrir. Slík og þvílík er þjón- usta Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar við hagsmuni íslenzkrar alþýðu í ljósi staðreyndanna. Þessi viðhorf vill Þjóðviljinn ekki ræða af skiljanlegum ástæð- um. En Sósíalistaflokkurirm verður áreiðanlega látinn standa reikningsskap ráðs • mennsku sinnar s&mt. Halaklipptir hundar MORGUNBLAÐIÐ hefur misst stjóm á skapsmun- um sínum vegna gagnrýn- innar á ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson flutti á Óðinsfundi síðastliðinn suimudag. Forustugrein þess í gær vitnar um fautalegan ofsa, sem bitnar á Tímanum og Framsóknarflokknum. Þar segir orðrétt: „Framsókn er að svíkjast undan, hún er á flótta und- an sjálfri sér. Hún veit ekk- ert hvað hún vill. Hún hef- ur aðeins fengið í þriðja eða fjórða skiptið undarlegt kast, einhvern ómótstæði- legan vílja til að leggja nið- ur rófuna eða skjótast eins og halaklipptur hundur eitt- hvað út í buskann.“ Framsóknarmenn eru þannig að dómi Morgun- blaðsins halaklipptir hundar. ef þeir una ekki vistinni á heimili íhaldsins. Þvílíkt orðbragð! Þvílík blaða- mennska! Hringurinn (Frh. af 8 síðu.) og með sameiginlegu átaki ætti okkur að geta auðnazt að tryggja þar litlum, sjúkum ís- lendingum hina beztu aðbúð, sem völ er á. TILFINNANLEGT RÚM- LEYSI Á SJÚKRAHÚSUM. Rúmleysið á sj úkrahúsum bæjarins hefur löngum verið til- finnanlegt. Með því að vinna ötullega að stofnun Barnaspít- alans, og með því að safna fé til kaupa á tækjum og húsbún- aði fyrir barnadeildina á efstu hæð Landsspítalans, vill Hring- urinn gera sitt til þess að bæta úr þessum vandræðum. j MIÐAR SELDIR UM HELGINA. i Nú um helgina mun bæjar- búum gefast kostur á að sjá hina stórglæsilegu Mercedes Benz bifreið á götunum. Happ- drættismiðar kosta 50 krónur og munu seldir í bifreiðinni, svo og hjá öllum Hringskonum. Aðrir útsölustaðir munu aug- lýstir á öðrum stað í blaðinu. | Hringurinn þakkar bæjarbú- um og öllum góðum íslending- um fyrirfram fyrir góðar undir-' tektir. Minnumst litlu, sjúku barn- anna, sem leita þurfa athvarfs sem fyrst á Barnaspítalanum og í „litlu hvítu rúmunum"! Framhald af 1. síðu. ILIVITSKY EINNIG FRAMARLEGA. Ilivitsky er ekki eins þekktur og Tamainov, en þó hefur hann einnig verið framarlega í Sovét ríkjunum. T.d. varð hann 3.—6. ásamt Petrosian, Spasski og Botvinnik s.l. ár. SPENNANBI MÓT. Væntanlegt mót með þátttöku þessara frægu rússnesku skák- ! snillinga verður vafalaust spenn andi og mikið sótt. Fer það fram í Sjómannaskólanum. Gerlst áskrifendiir blaðslns. Alþýðublaðið Kvikmyndaþæftir HINN 26. janúar c.l. var stórmyndin Helena af Tróju frá Warner Brothers kvik- myndafélaginu, sem gerð er eftir hinni frægu Hómers- kviðu, frumsýnd í 130 borg- um 50 landa, og voru áhorf- endur rúmlega 50 milljónir. Er þetta í fyrsta skipti í sögu kvikmyndaiðnaðarins, að kvikmynd er frumsýnd á svo alþjóðlegum vettvangi. O O O Columbia Pictures kvik- myndafélagið hefur tilkynnt, að félagið hafi ákveðið að gefa sjónvarpsstöðvum kost á að kaupa 104 kvikmyndir og fjölda aukamynda úr safni sínu. Nokkrum dögum áður hafði RDO-kvikmynda félagið selt sjónvarpsstöð- ínni C & C Super Corpora- tion 740 kvikmyndir og 1000 aukamyndir. — Paramount kvikmyndafélagið hefur og gert samninga við sjónvarps stöðvar víðs vegar um heim um sölu á 1600 kvikmyndum og 2100 aukamyndum úr kvikmyndasafni félagsins. Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune fer lofsamlegum orðum um þessa samvinnu kvikmynda- félaga og sjónvarpsstöðva og segir, að hér sé e. t. v. fund- inn grundvöllur fyrir því, að þessar tvær greinar geti blómgazt og dafnað hlið við . hlið og jafnvel rétt hvor annarri hjálparhönd, en við tilkomu sjónvarpsins leit þannig út um tíma, að það myndi ríða kvikmyndaiðnað- inum að fullu. o o o Italska leikkonan Sophia Loren hefur verið ráðin til þess að Ieika á móti Cary Grant og Frank Sinatra í kvikmyndinni „The Pride and the Passion“ (Stolt og ástríða). Handritið að mynd- inni skrifaði Stanley Kram- er, og er það byggt á skáld- sögu C. S. Forester, „The Gun“. Loren mun fara þar með hlutverk spænskrar hefðarkonu, sem tekur þátt í smáskæruhernaði gcgn her- mönnurn Napóleons. Myndin verður tekin á Spáni á veg- um United Artists kvik- myndaféiagsins. Stjórn kvikmyndagagnrýn enda í Bandaríkjunum hefur kjörið Anna Magnani beztu leikkonu ársins 1955’fyrir leik hennar í Paramount- myndínni „The Rose Tatt- oo“. Kvikmyndin, sem byggð er á samnefndu leikriti eftir Tennessee "Williams, var einnig kjörin ein af 10 beztu myndum ársins. Humphrey Bogart, sem lilaut Akademíuverðlaun fyr ir meðferð sína á hlutverki Captain Queeg í myntlinni „Thc Caine Mutiny“, mun leika í myndinni „The Good Shepherd“, sem Columbia kvikmynclafélagið lætur gera. Fer hanrt þar með hlut- verk bandarísks flotafor- ingja, sem stjórnar skipalest bandamanna á leið yfir At- lantshafið í síðustu heims- styrjöld. Myndin er gerð eft- ir sögu C. S. Forester, en stjórnandi er Ronald Mac- Dougall. Verður hún tekin á hafi úti til þess að sem bezt unegi túlka viðburðarás bókarinnar, sem er talin sí- gilt lisíaverk, að því er snertir nútíma sjóhernað og persónulýsingar. BARNASFÍTALASiOÐUR hrsngsins Vinningar: 1. Bíll (Mercedes Benz 22D) 2. Þvottavél 3. Flugferð tií Hamborgar. 4. Broiler, rafmagnssteikaraofn Miðarnir fást h]á eftirtöldum aðilum Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar, Bankastræti 5. Skóverzlun Hvannbergsbræðra, Pósthús- stræti 2. Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar, Laugavegi 3. Bakarí Gísla Ólafssonar, Bergsfaðastr. 48. Verzlunin Aðalstræti 4 h.. Verzlunin- Jón Hjartarson h.f. Bláa Búðin, Laugavegi 11. Holts Apótek, Langlioltsvegi 84. Bókaverzlun Lárusar Blöndal. Bókabúð Helgafells, Laugaveg 100. Ingólfs Apótek, Aðalsræti 2. Austurbæjar Apótek, Háteigsvegi 1. Verzl. Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Skóla- vörðustíg«24. Dregið verður fyrsta sumardag og að eins úr seldum miðum. Hjálpumsf öll að búa upp llllu hvítu rúmin I spílalann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.