Alþýðublaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 5
Sunnudag'iir 4. marz 19áá fllþýSublagia Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: I. RÚTSSTAÐA-SUÐURKOT er lítil jörð í Flóanum. Það stendur á víðáttumiklu lág- lendi. Þaðan sér ekki til sjávar.. En þegar veður geisa og brim- garðurinn framundan fjarlægri strönd faldar hvítu. sér á hann ■ yfir láglendið, vekur furðu barns og gefur huganum vængi. Að öðru levti er útsýni af hlaði kotsins mikið og fagurt, allur fjallahringurinn frá Hlíðartá til Seljalandsmúla: Reykjafjöllin, Ingólfsfjall, Vörðufell, Hest- fjall, Bláfell, Hekla, Þríhyrn- ingur, Eyjafjallajökull og Mýr- dalsjökull, svo að helztu fjöllin séu nefnd. Stundum eru fjöllin grá og dö'kk, svipþung og ógn-1 vekjandi, en oft mjúkblá og i heillandi eða mjallhvít við blá-' an himin. — Sjálfur Flóinn er flatur, en grösugur og grænn, hlý jörð og frjósöm, tún og mýr ar með lóékjum og vötnum, ein hver frjósamasta sveit á ís- landi. Þegar vetur ríkir í nátt- J úrunni, er Flóinn mjallhvítur, hjarn yfir að líta svo langt sem j augað eygir og skafrenningur- I inn eins og hvítt kögur yfir land ið að sjá. Engin hæð, allt ein 1 slétta. Þegar veður geisa er hvinur í lofti, ekki aðeins hvin- ur stormsins, heldur og fjarlægl ur og þungur niður, jafnvel langt upp í sveit: brimhljóð, hörpusláttur ólgandi hafs, sem brotnar við gljúfurbarm ein- hvers staðar í djúpinu skammt frá ströndinni. Það eru því miklar andstæður í náttúrunni, þó að í miðjum og flötum Flóa sé, en. við andstæður skapast sérkennin, spinnast þræðir, tiæmir og ómandi við áslátt langs lífs, óbilgjarnar langanir, sem brjóta hefðir og hrekja barn sitt af troðnum slóðum, jafnvel inn á ókannaðar braut- ir, knýja það til að fórna öllu fyrir þær, sem áður hefur verið talinn heilagur sannleikur og sjálfsagður hlutur. Það er eftirtektarvert, að f.jórir mestu listamenn okkar á þessari öld hafa átt ætt sína, bernsku og uppvaxtarár í Ár- nessýslu: Einar Jónsson, Ás- grímur Jónsson, Páll ísólfsson, Tómas Guðmundsson. „Það er Bolholtsætt og Bergs ætt,“ segir Ásgrímur Jónsson, Nestor íslenzkra listmálara. Hann svarar þannig spurningu minni. Ég sit í stofu hans að Bergsstaðastíg 74 af tilefni átt- ræðisafmælis hans 4. marz. II. Rútsstaða-Suðurkot hverfur næstum því í flatan Flóann, þarna, sem það kúrir skammt fyrir ofan Gaulverjabæ. Ég veit ekki hvernig húsum er háttað þar nú, en mér skilst að árið 1876 hafi baðstofan verið sam- gróin litlu hæðinni, sem hún stóð á. Þá bjuggu þar hjónin Guðlaug Gísladóttir og Jón Guðnason. Hún var frá Vatns- holti í Flóa, komin af Bolholts- ætt, ljúflynd og söngvin, for- söngvari á mörgum kirkjum, en það var óvenjulegt að konur veldust til þess starfs. Hann var Þingeyingur. Kom suður á land og gerðist heimilismaður í Haga í Gnúpverjahreppi. Hann var dugmikill bóndi og stund- aði sjó meðfram eins og þá var títt. Hann reri úr Loftsstaða- sandi, fór til sjávar að heiman á morgnana og kom heim á kvöldin. Það var moldargólf í bað- stofunni í Rútsstaða-Suðurkoti og þar var oft þ’röngt í búi. Þar var lítið skjól annað en mjúk- ar móðurhendur og fang dug- mikils föður. Það var lágt til lofts o'g þröngt milli veggja. — En unp úr moldargólfi baðstof unnar óx kynlegur kvistur með svo sterkum og óvenjulegum hæfileikum, að hann braut all- ar reglur, teygði síg í ókunna heirna. hlýddi eðlisávísun eins og strokuhestur, sem stefnir þeysandi yfir hraun og klung- ur til upphafs síns. . . . Ásgrímur Jónsson fæddist í Rútsstaða-Suðurkoti 4. marz ‘ 1876 og var næstelztur átta systkina. III. „Ég var í raun og veru hepp- inn. að foreldrar mínir voru fá- tækir. Hefði ég átt ríka foreldra,1 þá eru allar líkur til, að reynt hefði verið að koma í veg fyrir það, að ég hlýddi köllun minni. Ekki þar fyrir, það hefðu ekki haldið mér nein bönd, ég hefði íarið samt, ekki getað annað. Ég var þegar í upphafi ekkert annað en listhneigð mín. .. .“ Hann horfir beint í augun á mér meðan hann talar við míg, háleitur, dökkur yfirlitum,sterk ir drættirnir, brúnir loðnar, augun björt og heið í áttræðum manni. Hann hefur verið sjúk- ur lengi undanfarið og gistir sjúkrahús á hverri nóttu, en fer heim á daginn . .: ,.Eins snemma og ég get til að vinna. Ég á svo erfitt með að sætta , mig við valdboð. Aldrei getað . sætt mig við neins konar höft.' Ég man hve mér varð illa við fvrr meir þegar ég fékk ekki ráðið við ólman reiðskjóta, ég reiddist. Eins var með áfengi. , Ég hef aldrei átt í höggi við Bakkus, en ég fann það hvernig hann gat tekið af manni sjálfs- stjórnina og leikið sér að | manni. Þá sagði ég strax að fullu skilið við þann einræðis- segg. . ..“ — Manstu eftir fyrstu mynd- inni þinni, eða hvernig list- hneigð þín vaknaði? „Hvernig hún vaknaði? Nei, það man ég ekki, ekki fremur en maður man hvernig eða hvenær maður lærir að segja fyrsta orðið. Maður man aldrei upphaf þess, sem er manni með fætt. Listhneigð mín er ætt- gangur arfur. Ég man, að það kom umslag á heimili mitt, þá mun ég hafa verið fimm ára. Það var blátt letur á -umslag- inu. Ég fór með það út á hlað og bar bláa litinn saman við.lit austurfjallanna. Hvers vegna' ég gerði það? Það veit ég held- J ur ekki. Ég fór mjög snemma J að teikna, að krota myndir, ég held, að ég hafi byrjað með kfítarmola og taubláma, ,,blákku“, eins og gömlu konurn ar kölluðu það. Þegar ég var j barn, dreymdi mig marga ( drauma, ég sat úti og horfði á fjöllin, ég sá sól stafa glugga í hlíðum Reykjaf jalla og við Ing, ólfsfjall. Það voru fallegir geislar. Og ég fór snemma að skera út, skar allt út, sem ég komst höndum undir. . . .“ | — Höfðu foreldrar þínir ekki ,áhyggjur? | „Þarna kemur það einu sinni | enn! Nei, þau virtust ekki hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki sagt það sama um foreldra mína eða vini þeirra, sem margir lista menn og „skrítnir fuglar“ eins og fyrri tíminn kallaði oft slíka menn, hafa sagt. Einu sinni þegar faðir minn skoðaði smá- mynd, sem ég hafði gert, sagði hann: „Já, þetta er gott hjá þér. Þú verður að læra að mála.“ Og móðir mín hvatti mig ekki síð- ur. Já, ég skar út úr ýsubeinum fugla og ýms dýr. Mér þótti mjög mikið varið í að fá gott og stórt ýsubein í lófann. Það voru myndir í Biblíusögunum. Ég teiknaði eftir þeim. Ég man eftir því, að bændur komu í heimsókn til okkar og sáu myndir mínar. Þeir báru lof á þær. Einnig þeir hvöttu mig. Þér finnst kannski að þetta hafi verið ólíkt íslenzkum bænduni fyrir aldamót. Það má vel vera. En svona voru bændurnir í Fló- anum þá. . . . En jafnhliða því, sem ég var heillaður af mynd- list var ég snemma mjög hrif- inn af hljómlist — og hún hefur verið mitt annað líf frá upp- hafi. Það kom orgel 1 Villinga- holtskirkju áður en það kom í Gaulverjabæ. Ég fékk að fara til kirkjunnar, og ég sá hvorki né heyrði annað en hljómlíst- ina og sönginn, man að minnsta jkosti ekki eftir neinu öðru úr þeirri ferð. Það var gróandi í þjóðlífinu þegar ég var að alast upp. Fram komu ungir menn, sem var margt til lista lagt. Ég man vel bræðurna í Meðalholtum, Jón og Guðmund. Þeir voru hinir mestu völundar. Þeir smíðuð.i orgel, þeir gerðu við úr og ldukkur og höfðu ekkert lærí.. Þeir voru ágætir söngmenn. Þeir fórust báðir með Bjarna í Götu á Stokkseyri föður Frio- í’iks tónskálds, föðurbróðu." Páls tónskálds. Bjarni hefur víst safnað í skipsrúm sitt söng mönnum einvörðungu. Annars var hann óyenjulegur maður, organleikari, sörigvari, leikrita- höfundur og fleira. Ungur mao ur. sem heima átti að Vorsabæ í Ölfusi, fór að smíða hús meo öorum hætti en áður hafði tíðk,- azt. Nei, ég vissi ekki af nein- um, sem fékkst beinlínis vio myndlist, en ýmsír gátu teikn- að og teiknuðu ágætlega. Ég man til dærriis eftir Kristni á Litlu-Háevri, bróður Jóno sterka, og Guðmundi Guc- mundssyni á Eyrarbakka. Þeir teiknuðu báðir ágætlega, mér fannst þeir teikna betur en ég. Þeim var margt til lista lagt. Kristinn dó rétt fjnrir aldamót- in. Guðmundur á heima á Se3- fossi. Hann var mikill glímu- maður. Ég var hvorki glíminn né sterkur. Þegar þeir vildu glíma við mig flýtti ég mér ab láta þá fella mig, ég nennti ekki siíkum áflogum. ... Já, það voru margir efnismenn uppi þá, en ýmislegt snerist fyrir þá. Ég einn stefndi beinl af augum út á hina grýttu brau- listarinnar. . . . Ég hlakkaði mik ið til að fara í barnaskóla aö Gaulverjabæ. Það var eingönga vegna þess. að gert var ráð fyr- ir teikningu, en þegar til kom var engin teikning. Það urðu mér sár vonbrigði. Ég var alltaí að föndra með liti. . . . Þegai' ég yar fjórtán ára fór ég ao heiman til þess að vinna fyrir mér — og ég lenti á góðum stað. Faðir minn lánaði mig í Ilúsið á Eyrarbakka til snúr- inga. Þá var þar jEaktor Peter Nielsen, eldri Nielsen, ágætur maður og menningarsvipur á öllu. Þar voru hljóðfæri, mjögi leikið á þau og mikið súngio. Húsið er enn frægt fyrir söng og hljómiist. Svo voru þarna danskar bækur og dönsk tíma- rit með mýndum af listaverk- um. Ég man eftir tímaritinu ,,Ude og hjemme“. Ég lá yfir þessum myndum öllum stunö- um og teiknaði eftir þeim. Fakt orshjónin skoðuðu myndir mín- ar og dáðust að þeim. Frú Nieí- sen fór einu sinni til Reykja- víkur með mynd, sem ég hafði gert til þess að sýna hana og fá að vita hvort ég byggi yfir hæfi leikum. Framhuld á 7. síðu. r r r Asgeir Asgeirsson, forsefi Islands; MÉR er það bæði ljúft og skylt, að senda Ásgrími Jóns- syni kveðju og þökk á áttræðis- afmælinu. í dag minnist öll þjóðin hans með þakklæti og virðingu. Áttatíu ár er löng mannsævi, en stutt listasaga. Ég minnist hans fvrstu sýninga í Vina- minni fvrir fimmtíu árum. Það var viðburður í þá daga. Við unglingar gátum tekið undir með gamla manninum skaft- fellska, sem sagði, að „kórtin" hjá Ásgrími væru betri en hjá dönsku landmælingamönnun- ura. Þjóðin var auðug að nátt- úrufegurð og snilld:u Jegum lýs- ingum í ljóði, og nú steig Ás- grímur fram, fullþroska á ung- um aldri, og leysti landvættí fossanna, fjallanna og jöklanna úr álögum. Skilningur hans jók oss skilning, og það sem Bakka- bræðrum tókst ekki, að bera Ijósið inn í húsið í skjólum, varð nú kleift með nýrri tækni. Ljós og litir og línur landsins var fest á dúk, og borið inn í hús og á heimili til jmdis og ununar í skammdeginu. Það er ótrúleg breyting, sem orðin er á þessum fimmtíu ár- um, og Ásgrímur er brautryðj- andinn. Listaverk skreyta nú íslenzk heimili í ríkara mæli en þekkist með öðrum þjóðum. Málaralistin er almenningseign eiris og bókmenningin áður. Nafn Ásgríms stendur sjálf- stætt, án nokkurs titils, föstum fótum í íslenzkri listasögu, og minnir á hið mikla nafn Hall- gríms. Ásgrímur er einn af stór meisturum sinnar. samtíðar. Og vel hefur hann skilið, að það er eitthvað í íslenzkri náttúru á sólbjörtum sumardegi, sem næst bezt með vatnslitum, hið tæra loft, hin léttu fjöll og; skæru litir. Mikinri yndisarf skilur hann þjóð sinni eftir. Og skylt er að þakka sérstaklega hina miklu gjöf, sem hann hef- ur ánafnað ríkinu sjálfu. Vér íslendingar erum fá- menn þjóð, og því stoltari a:< hverjum samlanda, sem reynist hlutgengur á heimsmælikvarða. Miklar gáfur og óþreytandi elja gefa list Ásgríms það „Langa- . líf“, sem eru þessa heims beztu | laun. í dag hyllum vér einn aí! I beztu sonum íslands, Ásgrím Jónsson! , ÁSGEIR ÁSGEIRSSON,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.