Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 2

Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 Miðvikudagur, 24. marz. NTB-Intrepid. — Geimfar- arnir tveir, Virgil Grissom og John Young, leið mjög vel í dag um borð í USS Intrepid á Atlantshafi. Þeir gengust und ir læknisskoðun í dag og sögðu vísindamönnum nákvæmlega frá því, hvað fyrir þá bar með- an á geimferðinni stóð. NTB-Saigon. — Bandarískar og suður-víetnamískar flugvél- ar gerðu enn í dag sprengju- árásir á Norður-Víetnam, og er það fjórði dagurinn í röð, sem slíkar árásir eru gerðar. Voru árásirnar gerðar á radar- stöð rétt hjá Dong Hoi, og eyði- lagðist stöðin að mestu. Fjór- um herskipum, sem voru í höfn- inni í Dong Hoi, var sökkt. NTB-Bukarest. — Chivu Stoica, fyrrverandi forsætisráð herra, var í dag kjörinn for- seti Rúmeníu — aðeins nokkr um klukkustundum eftir að fyrrverandi forseti, Gherorghiu -Dej, var borinn til grafar rétt fyrir utan Búkarest. Forsetinn er kjörinn af þinginu og var kosningin í dag samhljóða. Margir háttsettir menn voru viðstaddir útförina í dag, þar á meðal Anastas Mikojan, for- seti Sovétríkjanna, og Chou En Lai, forsætisráðherra Kín- verska Alþýðulýðveldisins. NTB-Bonn. — Ludwig Er- hard, kanslari Vestur-Þýzka- lands, hefur þegið boð um að heimsækja Noreg, að því er Einar Gerhardsen, forsætisráð- herra Noregs, tilkynnti í dag. NTB-Rabat. — Blóðug átök hafa átt sér stað i Casablanca, stærstu borg Marokkó. Hefur allt samband við borgina verið rofið í rúman sólarhring. Það munu vera stúdentar, sem stóðu að mótmælaaðgerðum gegn ríkisstjóm landsins, og enduðu þær með blóðugum átökum í dag. NTB-London. — Brezki íhaldsflokkurinn vann í dag í aukakosningum í Saffron Wald- en, og bentu úrslitin til þess, að litlar breytingar hafi átt sér stað frá fyrri aukakosningum fyrir sjö vikum síðan. Auka- kosningamar í gær staðfestu því ekki skoðanakönnunina, sem gerð var fyrir skömmu og sem sýiuti, að Verkamanna- flokkurinn hafði 9% fylgi yfir íhaldsflokkinn. Er því talið líklegt, að kosningar verði ekki haldnar í bráð í Bretlandi. NTB-Washington. — Sam- band bandarískra visinda- manna segir í yfirlýsingu í dag, að það fordæmi alla notk- un gass í styrjöldinni í Suð- austur-Asíu, og sé það siðferðis lega óverjandi fyrir Bandarík- in að nota slík vopn. Er hér átt við gas það, sem notað hef- ur verið í Suður-Víetnam nokkr um sinnum. NTB-Washington. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði *. dag, að Banda ríkin hyggðust ekki hefja neina gasstyrjöld í Víetnam, enda væri gasið, sem notað hefði verið þar, af sömu teg- und og lögregla margra land-a notar til að bæla niður óeirðir. RANGER-M YNDIRNAR LEYSA RÁÐ- GÁTUNA UM YFIRBORÐ TUNGLSINS NTB-Pasadena, miðvikudag. Ranger 9. lenti á nákvæmlega fyrirhuguðum stað í gígnum Alphonsus á tunglinu í dag, og síðustu 16 mínútumar áður en Ranger skall á tunglinu, sjónvarp aði hann myndum af tunglinu Ferðafélagið byrjar ferö- ir sínar n.k. sunnudag GB-Reykjavík, miðvikudagur. Ferðafélag íslands hefur gefið út ferðaáætlun þessa árs, verður fyrsta ferðin farin n. k. sunnudag, en síðasta áætlunarferðin verður 18. september. Fleiri eins dags ferðir verða farnar nú en áður, og lengsta ferðin stendur í þrettán daga. í höfuðdráttum skíptast ferðirn ar sem hér segir: Þrjár páska ferðir, 5 og 3 daga. Þrjár hvíta- sunnuferðir, 2V& dags. Sumar- leyfisferðir 21, 4—13 daga. Fast ar helgarferðir 46, IV2—2% dags. Sex ferðir um verzlunarmanna- helgina, 2% dags, og 48 aðrar helgarferðir, 1—2 daga. Jín að auki verða fjórar miðvikudagsferð ir í Þórsmörk í júlí. Nú verða teknar upp nokKrar flugferðir til fjarlægra staða, en frá þeim verður svo ferðast í bílum um sveitir og gengið á Handritasýningu lokið Aðils-Khöfn. Sýningunni á íslenzku handrit- unum í Ríkislistasafninu í Kaup- mannahöfn lauk fyrir nokkm, og komu 2400 manns á sýninguna síðasta daginn. Geysileg aðsókn hefur verið að sýningunni og hafa alls sótt hana um 30.000 gestir. Áhugi manna á sýningunni hefur verið mjög mikill um allt land, og til þess að gefa almenningi utan Kaupmannahafnar tækifæri til þess að sjá hana, verður henni komið upp, eins og áður hefur ver ið sagt frá, í nokkrum stærstu borgunum utan Kaupmannahafnar. fjöll. Þá er og áformuð ferð til Grímseyjar um sólstöðurnar, far ið í bíl til Siglufjarðar og þaðan með skipi til Grímseyjar og eyjan skoðuð. Síðan með skipi til Dal- víkur, ferðast um Svarfaðardal, Hörgárdal, Inn-Eyjafjörð og Skaga fjörð, þá haldið vestur sveitír og suður um Kaldadal. Tekur sú ferð fimm daga. Einnig verður gerð önnur sólstöðuferð, um Hornstrand ir, farið með bíl til ísafjarðar, á bát um Jökulfirði og gengið norð ur á Hornstrandir, tekur sú ferð níu daga. Ferðirnar um verzl unarmannahelgina verða til Þórs merkur, til Landmannalauga, í Breiðafjarðareyjar og kringum Jökul, til Kerlingafjalla og Hvera valla, í Hvanngil á Fjallbaksveg syðri, og inn í Jökuldal við Sprengisand. Eins og undanfarin sumur verða haldin skíðanámskeði í Kerlingafjöllum undir stjórn íþróttakennaranna Eiríks Haralds sonar og Valdimars Örnólfssonar, lagt upp frá Reykjavík á þríðju dagsmorgun í júlí, komið aftur á sunnudagskvöld, og hefjast þær ferðir 6. júlí. En, sem áður segir, efnir félagið til fyrstu ferðarinn- ar á árinu, n. k. sunnudag, og verður það göngu- og skíðaferð á Kjöl. i Allar nánari upplýsingar eru I gefnar í skrifstofu Ferðafélags ís- | lands, sem nú hefur fengíð nýjan I samastað, að Öldugötu 3, fyrstu hæð, símar 19533 og 11798, en ! framkvæmdastjóri er Einar Þ. i Guðjohnsen. beint til jarðar og horfðu m'illj- ónir Bandaríkiamanna á myndim ar í sjónvörpum sínum. Myndirn ar eru þær beztu, sem hingað til hafa verið teknar af tunglinu, og segja vísindamenn, að þær muni afhjúpa leyndardóminn um yfir borð tunglsins. Ranger-skotið heppnaðist full- komlega, að því er vísindamenn segja. Tunglfarinu, sem er 360 kg. að þyngd, var skotið upp frá Cape Kennedy s. 1. sunnudag og það féll niður í gíginn, sem er 105 km. breíður, kl. 13.08 í dag að íslenzkum tíma. Ranger 9. var búinn sex myndavélum, sem sendi myndir niður til jarðarinnar. Þetta er þriðja Ranger-farið, sem tekið hefur myndir af tungl- inu, og sendi Ranger 9 um 4000 í myndir til jarðar. í gær var stefna Rangers þann- 1 íg, að hann hefði lent um 640 km. I fyrir norðan gíginn, en í morgun j var stefnunni breytt með merkj um frá jörðunni. Gígurinn Alphonsus hefur aldrei áður verið myndaður, og hafa vísindamenn grun um, að einhver eldsumbrot eigí sér stað í honum. Hann er umlukinn fjöllum, sem sums staðar eru allt að 3000 metr ar á hæð. Lyndon B. Johnson, forseti, sendi í dag heillaóskir til allra þeirra, sem stóðu að þessu vel- heppnaða tunglskoti. Thorvaldsensfélagið verður nírætt í haust GB-Reykjavík, miðvikudagur. Thorvaldsensfélagið í Reykja- vík, sem verður nírætt á hausti komanda, hélt aðalfund 17. þ. m. að Hótel Borg og kaus nýja stjórn til næsta árs. Svanfríður Hjartardóttir lét nú af formennsku að eigin ósk eftir langt og farsælt starf í stjórn félagsins. Fyrst átti hún sæti í stjórn Bamauppeldissjóðsins óslitið 1923—1943, en þá tók hún við formennsku félagsins og hef ur gegnt því síðan að fráskíldum þrem árum, er hún dvaldist er- lendis. Formaður í hennar stað var nú kjörin Unnur Schram, en með henni í stjórn: Svanlaug Bjarnadóttir, Sigurlaug Eggerts- dóttir, Júlíana Oddsdóttir og Bjarnþóra Benediktsdóttir. Thorvaldsensfélagíð hefur frá stofnun unnið að mannúðar og menningarmálum. Fyrir tveim ár- um afhenti það Reykjavíkurborg til eignar og umráða Vöggustof- | una að Hlíðarenda, sem er ein hin fullkomnasta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Sem áður segir, j á félagið 90 ára afmæli í haust, j og er afmælisdagurinn 19. nóv- i ember. Dr. Kristinn við útför Rúmeníu- forseta Ákveðið hefur verið að dr. Krist inn Guðmundsson, ambassador ís- lands í Rúmeníu, verði viðstaddur útför Rúmeníuforseta, sem full- trúi forseta íslands og ríkisstjórn arinnar. Útförin fer fram í dag í Búkarest. Utanríkisráðuneytíð, Reykjavík, 24. marz 1965. 3 Knudsen-myndir í Gamla bíói Góður afli Patreks-| fjarðarbáta i SJ-Patreksfirði, föstudag. Afli Patreksf jarðarbáta fyrri helming þessa mánaðar hefur ver ið miög góður og alls hafa borizt hingað frá 1. til 15. marz um 830 lestir. Afli þessi skiptist þann ig- að fjórir netabátar hafa lagt hér upp 776 lestir, einn bátur sem róið hefur af og til með línu, hefur lagt upp 12 lestir og að- komubátar 43 lest’ir. Aflahæsti báturinn á þessu tímabili er Sel- ey með 287.4 lestir í 12 sjóferð- um, Dofri hefur fengið 247.2 lest- ir i 11 sjóferðum, Helga Guð- mundsdóttir 241.4 lestir í 8 róðr um og Sæborg 195.4 lestir í 10 róðrum. Alls liafa borizt hingað frá ára mótum til 15. marz 2212.7 lestir og er Seley aflahæst með 591.2 iestir en næstur er Dofri með 580.3 lestir. í gær lönduðu þrír bátar hér tæpum 100 lestum. GB-Reykjavík, miðvikudagur. f dag voru fréttamönnum sýnd- ar þrjár kvikmyndir, sem Ósvaldur Knudsen hefur tekið og unnið að í nokkur ár og hefur sýningar á n. k. föstudag í Gamla bíói. Mynd- irnar heita Svipmyndir, Svcitin milli sanda og Surtur fer sunnan, sú síðastnefnda nýjust af nálinni, síðustu atriðin tekin fyrir nokkr- um vikum og sýnir þvi myndin Surtsgosið eins og það er í dag, sagði dr. Sigurður Þórarinsson í nokkrum formálsorðum við frétta- menn á undan sýningunni í d-ag. Hann kvað Ósvald Knudsen hafa unnið mikið þjóðþrifastarf með gerð margra kvikmynda á undanförnum árum, þar væri að finna ,,lifandi“ myndir af mörg- um þjóðlegum minjum, siðvenj- um, atvinnuháttum og byggðum, sem óðum væru að hverfa að fullu eða breyta um svip. Mætti þar til nefna hina einstæðu kvikmynd frá Hornströndum og þá frá Ör- æfum, sem nú verður sýnd, Sveit- in milli sanda, en frá henni var sagt nokkuð ítarlega í viðtali við höfundinn hér í blaðinu í vetur. Einnig kvað dr. Sigurður kvik- myndina Svipmyndir merka heim- ild um marga þjóðkunna menn, sem sumir væru ekki lengur í lif-| Vilhjálmur Knudsen, sem leggur enda tölu. Þá væru eldgosakvik-; stund á kvikmyndatökunám í myndir Ósvalds hinar heillegustu ! London. sem hér hefðu verið gerðar, Heklugosið, Öskjugosið og nú síð- ast Surtsgosið, sú mynd sýndi bet- ur þróun gossins og myndun Surts eyjar en nokkur önnur, enda hefði hann varið öllum tómstundum sínum og meira til að festa það á filmu. Eldgosi væri ekki hægt að gefa fullnægjandi lýsingu með orðum, þar væri kvikmyndin sú heimild, sem talaði skýrustu máli. Höfundurinn semdi myndirnar fyrst og fremst sem heimildarkvik myndir, en leitaðist þó við að sinna listrænum kröfum. Tónlistina við kvikmyndirnar hefur samið Magnús Bl. Jóhanns- son, sem hann kvað elektróniska í Surtseyjarmyndinni að því leyti, að hljóðfærin væru óþekkjanleg sem slík, en hljóðfæri væru samt eingöngu notuð. í Öræfamyndinni flytur söngkonan Ellý Vilhjálms músíkina að miklu leyti og leysír það erfiða verk undravel. Nú hef- ur í fyrsta sinn ”erið settur tónn 1 erlendis við kvikmyndir Ósvalds,! hjá fyrirtækinu Colour Film1 Services í London, og hefur að- stoðað við það sonur höfundar,1 Ósvaldur Knudsen

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.