Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 3

Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 TIMJNN 3 .ss xs- <s y v w sssv^vss s s^ Dómsmálaráðherrar ræða löggjafarmál Nýlega kom nýr bátur til Akraness, er það ms. Sigurfari AK £6, eign Fiskivers h/f. Bátur þessi er byggður úr eik, hjá Marstal Træskibsværft í Qanmðrku. Mesta lengd báts- íns er 94 fet eða sama lengd og er á 170 RL stálskipi, aðal- vél skipsins er 495 hestafla Blackstone Lister dieselvél og með Liaanen vökvaskrúfuút- búnaði. í bátnum eru öll nýj- ustu fiskileitartæki, Kelvin Huges radar ásamt Arkas sjálf stýringu. Vistarverur eru hitað ar upp með rafmagni. Yfir- bygging úr alúminium, möstur og annað jám ofanþilfars málmhúðað. Ganghraði skips ins er rúmlega 12 sjómílur, Teikningar af skipinu gerði Ágúst G. Sigurðsson, skipa- tæknifræðingur Samtök sveitarfél. í Reykjanesumdæmi EJ.-Reykjavík Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Reykjanesumdæmi var hald inn 13. marz í þinghúsinu á Garða holti í Garðahreppi. Formaður samtakanna, Hjálmar Ólafs- son, bæjarstjóri í Kópavogi, flutti skýrslu stjómarinnar, en samtök þessi voru stofnuð í nóvember s.1. og eiga öll sveitarfélög í um- dœminu, 15 talsins, aðild að þeim Ríkisskattstjóri, Sigurbjörn Þor bjömsson, flutti erindi um tekju- stofna sveitarfélaga, en gest- ir fundarins vom auk hans Ævar fsberg, skattstjóri Reykjanesum- dæmis, og Unnar Stefánsson, full- trúi hjá Sambandi ísl. sveitarfé- laga. Nokkrar tillögur voru einróma samþykktar á fundinum, m.a. um „Brýna nauðsyn þess að þjónusta skattstofunnar í umdæminu verði stórum bætt“ og ítrekaði fundur- inn þau tilmæli til fjármálaráð- herra, að hann hrindi í fram- kvæmd þeim tillögum, sem skatt- stjóri umdæmisins hefur gert til úrbóta. Stjóm samta'kanna var endur- kjörin, en hana skipa: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, formaður, Ólafur G. Einarsson, sveitarstjóri í Garðahreppi, gjald- keri, og Þórir Sæmundsson, sveit- arstjóri í Miðneshreppi, ritari. Dómsmálaráðherrar Norður- landa komu saman til fundar í Bergen 10. þ. m. Til umræðu voru á fundinum ýms löggjafar- málefni, sem til meðferðar eru hjá Norðurlandaráði og milliríkja samningar, sem Evrópuráð hefur gengizt fyrir. — Ennfremur voru til umræðu ýms fleiri lögfræði-, leg efni, sem em ofarlega á baugi. | Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-1 herra, sat fundinn og með hon-j um Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri, og Ólafur W. Stefánsson, fulltrúi. Af málum þeim, sem fjallað var um, má nefna: Framhald lög- gjafarsamvinnu á sviði skaðabóta réttar, athugun möguleika á lög bundinni ábyrgðartryggingu á af- mörkuðum sviðum og ýmis fleiri málefni varðandi fjármunarétt- inn. Þá var fjallað um framhald á samstarfi við endurnýjun og frekari samræmingu á sifjaréttar- löggjöf landanna, en á þessu sviði hefur samræming norrænnar lög- gjafar náð einna lengst og hefur enda staðið frá því nokkru fyrir síðustu aldamót. J Um einn þeirra" Evrópuráðs- samninga, sem til umræðu voru, má geta þess, að það var sérstak- lega tekið fram af íslands hálfu, að ekki gæti komið til mála aðild íslands að þeim samningi, en hann varðar rýmkun réttar at-: vinnufyrirtækja til starfsemi í öðru aðildarríki. Rætt var um ályktun Norður-j landaráðs á Reykjavíkurfundin- um í febrúar, um athugun á mögu leikum á frekari samræmingu á lagalegum viðbrögðum við mis- notkun áfengis í umferðinni (ölv- un við akstur.) Erfiðleikar í þessu efni eru aðallega í sambandi við það, að í Svíþjóð, Noregi og ís- landi er lögbundið tillit til ákveð- ins mælds áfengismagns í blóði við ákvörðun sektar og refsingar, en í Danmörku og Finnlandi er mat dómstóla á ölvun og stigi hennar óbundið af slíkum föst- um mörkum, og eru erfiðleikar á að samræma refsimat án sam- ræmingar á þessum undirstöðu- reglum. Víðtæk sérfræðileg nefnd- arstörf fara fram í Svíþjóð á þessu efni og munu hin löndin fylgjast með þeim störfum og síðan ræða framhaldsaðgerðir. Þá var rætt um nokkur vanda- mál í sambandi við framkvæmd Framhald a ti siðu Eigendur niðursuðuverk- smiðja stofna félag. Eigendur og forráðamenn 11 helztu niðursuðuverksmiðja á landinu hafa bundizt samtökum og stofnað með sér Félag ís- lenzkra niðursuðuverksmiðja. Á fundi að Hótel Borg miðvikudag- inn 17. þ.m. voru samþykkt lög félagsins og gengið frá stjórnar- kjöri. Eftirtaldir fimm menn hafa ver ið kjömir í stjóm: Björgvin Bjamason (formaður), Andrés Pétursson, Kristján Jónsson, Bjami Magnússon og Tryggvi Jónsson. Meiraprófsnámskeið PE-Hvolsvelli, miðvikudag. Nýlega er meiraprófsnámskeiði fyrir bifreiðastjóra hér í Hvols- velli. Nemendur voru 41 þar af ein stúlka, Þuríður Guðmundsdótt ir frá Akri, og stóð hún sig með mikilli prýði. Kennarar vom Þor- geir Gestsson héraðslæknir, sem kenndi hjálp í viðlögum, Þorlák- ur Sigurjónsson bifvélavirkja- meistari, sem kenndi um vélina og Guðmundur Jóhannesson, sem kenndi umferðarlögin. Þetta er í annað skipti, sem slíkt námskeið er haldið hér á Hvolsvelli og þykir það til mik- illa þæginda að fá þessi réttindi hér heima, í stað þess að leggja niður vinnu um sex vikna skeið og dveljast í Reykjavík, en kennsla fór fram á kvöldin, svo að nemendur gátu verið í fullu starfi. Aðalfundur FÍK Aðalfundur F.Í.K. var haldinn nýlega, lesinn var skýrsla stjórn- arinnar um starfsemina á líðnu ári. Reikningar félagsins voru lesnir, skýrðir og samþykktir sam hljóða. Skýrt var frá kosningu stjórnar. Stjórn félagsins skipa nú, Formaður Arnþór Einarsson, varaf. Jens Cr. Klein, ritari Geir M. Jónsson, gjaldk. Ólafur B. Þórðarson, og meðstjórnandi Þór- ir Jóhannsson. Félagið opnaði skrifstofu á ár- inu, að Stórholti 19, sér hún um alla innheimtu og rekstur sjúkra sjóðs félagsins, skrifstofan er op- in alla fimmtudaga kl. 5 til 7 e.h. Sjúkrasjóður félagsins hóf bóta- greiðslur 1. janúar s.l. Fullgildir félagar era nú 45 að tölu. Vorboðahappdrætti Bamaheimilisnefnd Vorboðans hefur efnt til happadrættis til ágóða fyrir starfsemi sína. Sum- ardvalarheimili Vorboðans í Rauð hólum hefur nú starfað um 30 ára skeið og nú síðustu ár hafa dvalið þar yfir 80 Reykjavíkur- börn tvo mánuði á sumri. Húsnæði og innbú heimilisins þarf árlega að endurbæta og við- halda og hefur nefndin því séð sig knúða til að fara út í fjáröfl un og því gefið út happdrættis- miða, er kosta 25 krónur og era vinningar yfir 30. Happdrættis- miðar fást á skrifstofu Verka- kvennafélagsins Framsókn og hjá öllum nefndarkonum. fteykjaneskjördæmi Vegna óviðráðanlegra ástæðna verður árshátíð Framsóknarfélag- anna í Kjósarsýslu, sem fyrirhug- að var að halda að Hlégarði 3. aprfl n. k., frestað tfl 10. aprfl. Nánar auglýst síðar. I0SL0 MÓTMÆLA Á fundi Félags íslenzkra náms- manna í Osló, sem haldinn var laugardaginn 13. marz 1965, sam- þykkti fundurinn samhljóða, eft- irfarandi ályktun: Vegna skoðana um kjör ís- lenzkra námsmanna, sem fram komu í umræðum um ný lækna- skipunalög á Alþingi, leyfir Félag íslenzkra námsmanna í Ósló sér að vekja athygli á eftirfarandi: Meðal námskostnaður í Osló, auk ferða til og frá heimalandi nemur samkvæmt nýgerðri rann- sókn, sem Hagstofa Noregs (Statistik sentralbyrá) hefur framkvæmt, kr. 66.000.00. Al- menn lán og styrkir, sem mennta- málaráð úthlutar nema aðeins 26.000.00 kr. eða ca. 39% af náms- kostnaði, sem er lægri hlutfalls- tala en norskir námsmenn hljóta. Mismuninum kr. 40.000.00., verða íslenzkir námsmenn að mæta með vinnu í sumarfríi sínu, sem er að- eins tveir og hálfur mánuður. Fram hefur komið í umræðum, að eigi sé nokkurt böl fyrir náms- menn, þó að þeir að sumri til þurfi að vinna fyrir sér. Félagið álítur hóflega sumarvinnu eðli- lega og sjálfsagða, en það er álit okkar, að svo gífulegur mismun- ur, sem hér þarf að kljúfa með sumarvinnu sé algert böl. Auk þess bendir félagið á að náms- menn jafnt og aðrir landsmenn, þarfnist orlofs frá vinnu og námi. Félagið telur rangt að gera ráð fyrir aðstoð aðstandenda náms- manna því að mjög eru möguleik- ar til slíkrar aðstoðar misjafn- ir og oftsinnis engir. Félagið ítrekar því fyrri kröf- ur sínar, að styrkir og lán til námsmanna séu aukin og að- staða þeirra bætt. Er það von fé- lagsmanna að með endurskoðun á námslánakerfi íslenzkra náms- manna, sem nú fer fram og vænt- anlega verður lagt fram fyrir næsta reglulegt Alþingi, leiði til bættra kjara til íslenzkra námsmanna. Fram hefur komíð í frumvarp inu um ný læknaskipunalög að tekin verði upp ríkislán til handa læknastúdentum gegn skuldbind- ingu þeirra að þjóna læknishér- aði um nokkurn tíma að námi loknu. Félagið bendir á að sízt er minni skortur á dýralæknum og vísar í því sambandi til nýlegrar samþykktar búnaðarþings um það efni. Beinir félagið því til Alþingis, að dýralæknanemum verði gefinn kostur á sams konar ríkisláni. F.h. Félags fslenzkra námsmanna í Osló. Ólafur Einarsson. fannaður Á VÍÐAVANGI Klipið af vaxta- sprotanum. Dagur á Akureyri segir svo um niðurskurð ríkisstjórnarinn- ar á framkvæmdafé ríkisins til skóla, vega, brúa, sjúkrahúsa, hafna o.s.frv.: „Þegar fjárlög voru afgreidd fyrir 1965 samþykkti meirihluti Alþingis að veita ríkisstjórn- inni heimlid til að fresta, ef nauðsyn bæri til, að meira eða minna leyti verklegum fram- kvæmdum ríkisins, sem fé er veit til á þessu ári, svo og greiðslum ríkisframlaga til framkvæmda á vegum annarra aðila. f þessu fólst, að stjórnfn gæti án leyfis þingsins, ef til kæmi, lækkað þær upphæðir, er fjárlagafrumvarpið sagði þó fyrir um . Nú er svo komið, að rflds- stjórnin beitir því niðurskurð- arvaldi, sem henni var fengið, og hefur tilkynnt það í prent- uðu þingskjali, að hún hafi á- kveðið að lækka þær upphæðir sem veittar voru, um 20%. Seg ir í þingskjalinu, að þær fjár- upphæðir, sem telja megi veitt ar úr ríkissjóði til verkiegra framkvæmda, séu samtals um 600 millj. króna. Hér er að sjálfsögðu um fjölda margar fjárupphæðir að ræða og af ýmsu tagi. En þegar búið verð 'ur að klípa einn fimmta hluta af hverri upphæð, nema klíp- umar, sem stjórnin ætlar að halda eftir, hvorki meira né minna en 120 millj. kr.“ Hver verður klípu- töngin. Og enn segir Dagur um betta: „Mörgum þykir þetta, sem vænta má, stór tíðindi og ill. Sú skoðun virtist almenn meðal þingmanna við afgreiðslu í vet ur, að framlögin til verklegra framkvæmda víðs vegar um land, t.d. vega, brúa, hafna, skóla, sjúkrahúsa, rafvæðingar o.fl. mættu ekki m'inni vera. Þeir, sem framkvæmdanna eiga að njóta, hafa yfirleitt á þeim tíma gert sér vonir um, að ekki yrði það aftur af þeim tekið að verulegiun hluta, sem búið var að samþykkja f fjár- lögunum, og að stjómin myndi þegar til kæmi ekki nota vald sitt til slíks. Menn treystu því a.m.k., að stjórnin myndi ekki klípa af því fé, sem verja átti til framkvæmda, sem beint og óbeint stuðla að jafnvægi f byggð landsins. En nú er svo komið. Stjórnin segist vera í fjárþröng. Áður var hún búin að gefa út 59 spamaðarloforð, sem Iítt eða ekki tðkst að efna. Nú hefur sextugasta loforðið verið gefið út, og mun verða framkvæmt þegar f stað. Og á því munu margir fá að kenna á næsta sumri. Gunnar Thor- oddsen hefur nú ákveðið að yfirgefa ráðherrastól sinn. Eft- irmaður hans fær það óþurftar verk að vinna að klípa af fram kvæmdafénu.* Menn spyrja því: Hver verð ur klfpitöng ihaldsins á ráð- herrastóli Gunnars?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.