Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 5
.11’- f , , 1 \ * ' . f« M M r ' 1 » I • ' f ■ FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 TIMINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Hitstjórar: Pór.irinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson, Fulltníi rltstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: SteingrlmuT Gislason Ritstj.skrifstofuT ■ Eddu búsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt! • Af greiðslusiml 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknfctofur. siml 18300. Askriftargjald kr 90.00 á mán. tnnanlands - í lausasðlu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Að læra af reynslunni í nýútkominni bifreiðaskýrslu vegamálaskrifstofunnar er þann fróðleik m.a. að fá, að bifreiðaeign landsmanna hafi tvöfaldazt á tíu árum. Bifreið er eitthvert nauðsyn- legasta tæki í eigu hvers manns .Á næstu tíu árum verður yafalaust önnur tvöföldun bifreiða. Vegakerfi landsins stynur undan þessum mikla umferðarþunga og kallar, á æ hærri f járhæðir til vegagerðar og varanlegrar uppbygg ingu. En það er ekki eina vandamálið, sem af bifreiða- fjöldanum stafar. Umferðaröryggið sjálft, slysahættan, sem af þessum tækjum stafar og krefst æ fleiri manns- lífa, er vandamál, sem vex okkur yfir höfuð og kallar á skjótar aðgerðir, ekki sízt í höfuðborginni, sem er að verða stórborg að umferðarþunga og býr við of lélegt gatnakerfi til að þola hann. í borgarstjórn Reykjavíkur urðu mjög gagnlegar og merkilegar umræður um umferðarmálin fyrir skömmu. Var þar bent á mjög athyglisverðar staðreyndir, sem okk ur ber skylda til að læra af. Eins og kunnugt er, gerir lög reglan nú orðið ár hvert sérstakar ráðstafanir í desember- mánuði til þess að auka umferðaröryggið. í þessum dimmasta mánuði ársins, sem er um leið einn mesti umferðarmánuður í borginni vegna fjörsins í viðskipta- lífinu, er eftirlitið stóraukið á götum og sérstakar ráð- stafanir gerðai- til þess að minnka slysahættuna. Sé litið í skýrslur lögreglunnar kemur 1 ljós, að tvö síðustu árin liefur bifreiðaslysum mjög fækkað 1 desember og engin dauðaslys orðið í umferðinni. Það er starblindur maður, sem ekki viðurkennir þá staðreynd, að hér hlýtur stór- aukið umferðareftirlit að eiga gæfuríkan þátt í breyt- ingunni. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins fluttu því tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem á þetta er bent og mælzt til, að borgaryfirvöld læri nokkuð af þessari reynslu. Sé hægt að ná þessum merkilega árangri í um- ferðinni með auknu eftirliti í desember, ætti það að vera hægt aðra mánuði ársins. Að sjálfsögðu er nokkur kostnaður þessu samfara, en hér er svo mikið í húfi og til svo mikils að vinna, að ekki má eingöngu horfa á hann. Einsætt virðist og raunar skylt að læra af þessari reynslu og auka umferðareftirlitið, þreifa sig áfram til heppi- legrár skipuriar, en horfa ekki aðgerðalaus á, að fólk farist í umferðinni. Nú brá hins vegar svo kynlega við, að flokkur sá, sem fer með völdin í Reykjavík taldi sig ekki þurfa að læra af þeásari reynsíu. Hann hafnaði tillögu Framsóknarmanna og bar helzt við kostnaði. Varla er von að vel fari þegar stjórnendur hcfuðborgarinnar neita að læra af svo mikil- vægri reynslu, sem hér blasir við. Mannréttindavika Æskulýðssamband íslands, sem félög ungra manna allra stjórnmálaflokka standa að meðal annars, gengst [yrir svonefndri mannréttindaviku, sem hófst s.l. sunnu- dag, en þann dag voru liðin 5 ár frá Sharpeville-morðun um svonefndu í S-Afríku. Mannréttindanefnd Æskulýðs- sambandsins gengst fyrir því, að dagblöðin í landinu ræði þessi mál og birti fræðandi gremar um þau með sérstakri hliðsjón af ástandinu í S-Afríku. Vissulega er það réttmætt, að beina huganum að þessum málum. ekki aðeins í S-Afríku, heldur víða um heim, og þá einnig hér á landi og hafa þá í huga, hversu mannréttindaskrá S.Þ. hin nýja frelsisskrá mannkynsins, er haidin. Stefan Jónsson, prentsmiðjustjóri: Leikur sérfræðin í efnahags- málum tveimur skjöldum? Stjórnarblöðin hafa að undan förnu. beint spurningu til les enda sinna, sem er eitthvað á þessa leið: Með hvaða peningum á ríkis sjóður að greiða launahækkun opinberra starfsmanna ef hvorki á að hækka skatta né draga úr opinberum fram- kvæmdum frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi fjárlögum fyrir árið 1965? Eg er kaupandi að öllum dagblöðum stjórnarflokkanna og vildi því gjarnan sýna þeim þann velvilja, að svara þessari spumingu frá mínu sjónarmiði, en til þess að slíkt sé auðið, þarf ég að fá svar við annarri spurningu, sem hljóðar þannig: f hvaða hlutfalli við almenn ar launahækkanir hækka tekj ur ríkissióðs ef gildandi fjár lögum er ekki breytt til lækk unar, miðað við krónutölu þeirra? Mér er Ijóst, að þessi spurn ing mín snertir atriði í „sér- fræðilegri viðreisn" Iíðand'i stundar og vil ég því gera stutta grein fyrir henni. Meginhlutinn af tekjum rík issjóðs er innheimtur sam- kvæmt sérstökum lögum sem hundraðshlutagjald (prósénita) af verði vöru. og þjónustu, og þar með bæði beint og óbeint af launahækkunum á hverjum tíma. Launagreiðslur skapa í meginatriðum viðskiptaveltuna i landinu og viðskiptaveltan er í aðalatriðum háð því hve margar krónur eru greiddar í laun á hverjum tíma. Gjald- heimta, sem byggist á liundraðs hluta af viðskiptaveltugrunni hækkar því í krónum, ef við- skiptaveltan eykst vegna hækk unar á vöru og þjónustu. Af þessum sökum er þörf rík issjóðs til að hækka ‘ skatta eða lækka fjárveitingu til op- inberra framkvæmda, vegna al mennra launahækkana, hlið stæð þörf kaupmannsins til að hækka prósentuálagningu eða draga úr þjónustu við viðskipta menn sína ef laun verzlunar manna hækka í krónutölu, en laun verzlunarmanna og laun opinberra starfsmanna fylgja öðrum launum í landinu sam- kvæmt lögum og samningum, að því er prósentuhækkun snertir. Öll fyrirtæki, sem byggia tekjur sínar á prósentu af vöruveltu og þjónustu, eins og ríkissjóður gerir, þurfa því að fá svör við sömu spurning unni, sem stjórnarblöðin bera fram fyrir hönd ríkissjóðs. STEFÁN JÓNSSON Stjórnarblöðin virðast minn ug á fortíðina og horfa meira til hennar en framtíðarinnar er þáu rökstyðja sín mál. Eg vil hér fylgja þeirra fordæmi og nota rökstuðning frá lið- inni tíð til réttlætingar spurn ingu minni hér að framan. Fyrir all mörgum árum starf aði hér opinbert verðlagsráð, sem skipað var þremur hag- fræðingum: Gylfa Þ. Gíslasyni, Ólafi Björnssyni og Sveinbirni Finnssyni. f tíð þessa verð- lagsráðs skaut sú krafa upp kollinum, að leyfð yrði veru- leg hækkun á verzlunarálagn- ingu vegúa launaliækkana hjá verzlunarmönnum, sem og ann arra launþega. Þessu synjaði ráðið, og bókuðu hagfræðingarn ir rök sín fyrir þeirri ákvörð un, efnislega eitthvað á þessa leið: Verzlunarálagning, eða inn- heimta til að mæta verzlunar- kostnaði, þarf yfirleitt ekki að breytast þótt laun hækki að krónutölu og er ástæðan sú, að álagningin til að mæta verzlunarkostnaði byggist á hundraðshluta af vöruverði og þjónustu. Aukin krónuvelta í sölu á vörum og þjónustu leys ir málið sjálfverkandi því að kauphækkunin breytir tekju- grunninum og eykur veltuna í krónum. Almenn hækkun á prósentuálagningu vegna kaup- hækkana einna, væri því opin ber aðgerð í verðbólgu átt og með öllu óþörf til að tryggia óbreytta þjónustu. Þessi var afstaða hagfræðing anna í verðlagsráði þá. Þess má og geta til stuðnings þess ari afstöðu þeirra, að síðan hef ir verzlunarálagning yfirleitt ekki hækkað að hundraðshlut- um þótt laun og verðlag hafi ca. 20 faldast á því tímabili sem síðan er liðið. Þjónustan liefir ekki heldur verið rýrð. Nú stendur þannig á, að e'inn af þessum hagfræðingum, sem á sínum tíma hafði framan- greinda afstöðn, er í dag við- skipta- og verðlagsmálaráð- herra í landi voru, og annar er alþingismaður í stjórnarliðinu og þess utan prófessor og kennari í viðskiptafræðum við Iláskóla íslands. Verður því að virða mér til vorkunnar þótt ég varpi fram þeirri spurningu, sem að framan greinir, enda virðist einhver skekkja í reikn ingsdæminu nú um lækkunar- þörfina ef fyrri reikningsað- ferð nefndra sérfræðinga hef- ir verið rétt, sem ég raunar tel að reynslan hafi þegar sannað. Verðbólgan, sem nú er búið við, dregur að sjálfsögðu úr opinberum framkvæmdum þótt fjárveitingin til þeirra sé óbreytt í krónutölu. Enginn getur heldur fullyrt, að sá við bótarsamdráttur opinberra framkvæmda sem felst í veru legri krónutölulækkun til þeirra frá gildandi fjárlögum þýði minni fjárfestingu í land inu, því að verðbólgan með sinni gengisfellingarhættu örf- ar vitanlega alla vafasama einkafjárfestingu, en slík fjár festing þykir nú ekki gefa til- efni til opinberra afskipta, sem kunnugt er. Spurning stjórnarblaðanna um, hvar eigi að taka peninga til að greiða Iaunahækkun op- inberra starfsmanna, án skatta hækkana eða útgjaldalækkun til opinberra framkvæmda, væri raunhæf ef þannig væri ástatt, að ísl. krónan væri nothæfur verðmælir, en með því að svo er ekki, verður spumingunni tæpast svarað án þeirra upp- lýsinga, sera um er beðið í spumingu minni. Ef fyrirtæki með bundna prósentuálagningu á vöru og þjónustu þurfa ekki að lækka útgjöld vegna verðbólguhækk- unar á kaupi, hlýtur að orka tvímælis um þörf ríkissjóðs til lækkana, þar sem tekiustofn- inn er hliðstæður. Viökvæmni menntamálaráðherra Þegar undirbúningur að starfs- fræðslu hófst í Reykjavík árið 1951 var gert ráð fyrir að fljót- lega tækist samvinna um málið milli ríkis og borgar. Nokkrar samningaviðræður fóru fram, en ekki leiddu þær til neins árang- urs, enda munu a m. k. sumir þeirra, sem um málið fjölluðu, hafa haft næsta takmarkaðan áhuga á farsælli lausn þess. Þegar gagnsemi starfsfræðslunn | ar fór að verða góðviljuðum ogí hugsandi mönnum augljós, beittu' forustumenn atvinnu- og fræðslu- mála utan Reykjavíkur sér fyrir starfsfræðsludögum og leituðu þá jafnan aðstoðar fagmanns Reykja- víkurborgar. Fyrir rúmum þremur árum var í fyrsta sinn veitt nokkurt fé á 16. grein fjárlaga til starfsfræðslu utan Reykjavíkur. Eigi alllöngu síðar voru gerð frumdrög að samn ingi um samstarf ríkis og borgar um málið. Þegar að þvi kom, að gengið skyldi endanlega frá samningi þessum, kom í ij(>s að staðfesting hans myndi hafa mjög truflandi áhrif á tilfinningalíf eins mikils valdamanns ríkisins. Var þá horf- ið að því ráði að láta málið dank- ast eftir sem áður og varðveita þannig heimilisfriðinn. Þáttar þessa valdamanns og nokkurra undirmanna hans í að vinna málefninu tjón verður nán- , ar getið síðar. Við þáttaskil þau, sem nú hafa orðið, er mér ríkast í hu? að Framhald á 11. síðu. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.