Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 8
8
ÞINGFRETTIR
TÍMINN
ÞINGFRETTIR
FIMMTUDAGUR 25. marz 1965
Létta verSur brezku höml-
unum af landhelgismálinu
Fram var haldið í gær umræðu
um þingsályktunartillögu þeirra
Hannibals Valdimarssonar og Sig-
urvins Einarssonar um útfærslu
fiskveiðilandhelginnar fyrir Vest-
fjörðum, en umræðan um málið
hófst fyrra miðvikudag. Umræður
um málið stóðu allan fundartíma
sameinaðs Alþingis í gær og yarð
ekMlokið.
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, sagði það rétt, að Vest-
firðingar hefðu ekki haft eins
mlklar hagsbætur af útfærslu land
helginnar og aðrir. Eftir Genfar-
ráðstefnumar hefði 12 mGna fisk-
veiðilögsaga verið viðurkennd de
facto, í raun. Ekki væri um afsal
réttinda að ræða í landhelgis-
samningnum við Breta frá 1961.
íslendingar gætu ekki verið mót-
faHnir því að láta dóm skera úr
málinu, ef Bretar vilja ekki sam-
þykkja útfærslu. Rétt að málinu
sé vísað tií nefndar og menn beri
saman ráð sín og athugi það í ró
og næði. Þá sagðist ráðherrann
telja farsælast að hin almenna
lögsaga yrði látin verða jafn víð-
tæk og fiskveiðilögsagan og væri
það mál í athugun.
Matthías Bjarnason sagði að
þingmönnum Vestfjarðakjördæm-
is hefði gefist of naumur tími til
að ákveða, hvort þeir vildu vera
meðflutningsmenn að tillögu
Hannibals og Sigurvins. Ræddi
hann um hið uggvænlega ástand
á Vestfjörðum og nauðsynlegt
væri að athuga málið gaumgæfi-
lega og hefja það yfir flokka-
drætti.
Luðvik Jósepsson spurði ríkis-
stjómina, hvaða leið hún vildi
fara til útfærslu landhelginnar.
Engin von sé til þess, að Alþjóða-
dómstóll dæmi okkur rétt til frek-
ari útfærslu og er þá meiningin,
að við hlítum úrskurði dómsins.
Hugsanlegt væri að fara þá leið
að banna togveiðar á vissum svæð
um utan 12 mílnanna — líka ís-
lendingum. Ríkisstjómin verður
að svara því, hvernig hún hyggst
vinna að stækkun landhelginnar.
Nú sé sami tónn í sumum og var
1958, þ.e. að bíða eigi átekta og
ekki fara geyst og helzt ekkért
gera nema fyrirfram samþykki
Breta liggi fyrir. Ef við fæmm
ekki út einhliða og ef afhenda
á valdið Bretum er engin von til
þess að landhelgin stækki. Engin
alþjóðalög eða hefð er til um víð-
áttu landhelgi og engin von til
þess, að alþjóðadómstóll geti
dæmt okkur frekari útfærslu. Við
verðum að koma okkur saman um
hvaða leið við eigum að fara.
Davíð Ólafsson sagði, að hafa
yrði allt landið í huga í þessu
sambandi, en ekki aðeins Vest-
firði.
Sigurvin Einarsson sagði, að
aflaskortur væri áberandi á Vest-
fjörðum og uggvænlega horfði um
framtíð sumra byggðarlaga á Vest
fjörðum, ef ekki yrði að gert. Er-
lendir togarar hrúgast á miðin
fyrir Veatfjörðum. 12 mílna lín-
an liggur um miðbik helztu mið-
anna og vestfirzku bátamir yrðu
að hrekjast með veiðarfæri sín
út fyrir togáratorfuna. Málið
snertir þó ekki aðeins Vestfirð-
inga, því að hinn mikla ágang
erlendra togara á Vestfjarðamið-
um má telja þátt í minnkandi
fiskigöngu fyrir Norðurlandi og
þeim aflabresti, sem þar nú ríkir
og er að leggja atvinnulíf sumra
sjávarplássa þar í rúst. Sigurvin
sagðist vilja spyrja dómsmálaráð-
herrann að því, hvemig eigi að
afla viðurkenningar á rétti okkar
til landgrunnsins, ef rangt er að
farið með þessum tillöguflutningi.
Ráðherrann yrði að svara því,
hvort hann vilji að tillagan nái
efnislega fram að ganga eða ekki
hún er, en ríkisstjómin hefði
synjað Framsóknarflokknum svo
mikið sem fylgjast með þessum
málum og síðast í fyrra var flokkn
um synjað um að eiga fulltrúa í
sendinefnd á ráðstefnu um land-
helgismál í Lundúnum, þar sem
fsland var aðili. Ef við hefðum
nú einhliða rétt til útfærslu
myndi vera tiltölulega auðvelt nú
að færa út landhelgina fyrir Vest-
fjörðum. Bretar hafa nú sjálfir
lýst yfir 12 mílna landhelgi og
að þeir eigi öll auðæfi landgrunns
TÓMAS KARLSSON RITAR
og skoraði hann á ráðherrann að
svara þessu skorinort. Las hann
að lokum bréf frá Alþýðusam-
bandi Vestfjarða, þar sem skorað
er á Alþingi að samþykkja tillög-
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, sagðist vilja að menn bæm
saman ráð sín um það, hvaða leið-
ir væru vænlegastar til árangurs.
Þórarinn Þórarinsson sagði, að
dómsmálaráðherra hefði það eitt
fram að færa að benda á þá leið,
að menn eigi að bera saman ráð
sín í málinu. Út af fyrir sig er
sú tillaga ráðherrans góð og ber
sérstaklega að fagna henni, því að
síðan 1960 hafa stjórnarflokkarn-
ir síður en svo viljað bera ráð
sín saman við aðra í landhelgis-
málinu. Hefði það verið gert,
myndi aðstaða okkar til frekari
útfærslu ekki vera eins slæm og
Bretlands og reynsla þeirra af
herskipaævintýrinu eftir útfærsl-
una 1958 var slík, að ekki yrðu
þeir áfjáðir í slíkt að nýju. Út-
færsla við Vestfirði ætti þvi að
vera tiltölulega auðveld, ef við
værum ekki bundnir af landhelg-
issamningnum frá 1961. Á síðasta
ári gerðu Bretar landhelgissamn-
ing við aðrar þjóðir. í honum eru
skýr uppsagnarákvæði, þ.e. að
samningnum megi segja upp eft-
ir 20 ár Sá samningur varpar
skíru Ijósi á óheppilegasta atriði
samningsins við Breta 1961, þ.e.
að í honum eru engin uppsagnar-
ákvæði, við og næstu kynslóðir
eru bundnar af samningnum um
alla framtíð, ef honum fæst ekki
breytt og inn í hann tekin upp-
sagnarákvæði. í deilunum um bók-
ina um Hannes Hafstein og upp-
kastið frá 1908 skrifaði Bjarni
Benediktsson í Mbl. um mikilvægi
þess, að í milliríkjasamningum
væru uppsagnarákvæði og kallaði
þau „úrslitaorð." Eina undan-
tekning frá samningum þeim, sem
íslendingar hafa gert sem full-
valda þjóð hvað uppsagnarákvæði
snertir er landhelgissamningur-
inn við Breta 1961. í honum eru
engin uppsagnarákvæði, enda er
á þau lögð megináherzla í samn-
ingum allra sjálfstæðra þjóða.
Taldi Þórarinn, að hefja þyrfti
áróður fyrir því, að inn í land-
helgissamninginn frá 1961 fáist
uppsagnarákvæði og ættu Bretar
erfitt með að standa gegn því,
þar sem þeir hafa 20 ára uppsagn
arákvæði í þeim landhelgissamn-
ing, sem þeir gerðu við aðrar þjóð
ir um landhelgi Bretlands. Ef
brezka haftið fæst_ ekki afnumið
er hætt við, að íslendingar fái
ekkert fram í landhelgismálum
sínum.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra sagðist mótmæla því, að
það sé fyrirfram víst, að alþjóða-
dómstóllinn myndi ekki fallast á
frekari útfærslu landhelginnar, en
meta yrði það, hvenær ákvörðun
um frekari útfærslu á að taka og
með hvaða hætti. Ekki má rasa
um ráð fram. Allir eru sannfærð-
ir um það, að frekari útfærsla
sé nauðsynleg, en þeir, sem vilja
taka upp baráttu gegn stórveld-
um eru að leika sér að fjöreggi
íslenzku þjóðarinnar. Kallaði for-
sætisráðherra Þórarin Þórarins-
son ofstækismann og glópalda.
Engin uppsagnarákvæði væru í
aðildarsamningi okkar að Samein-
uðu þjóðunum.
Afla verður lánsfjár til auk-
innar vegagerðar '65 og '66
Nefndarálit og breytingartillög
ur fjárveitinganefndar Aiþingis
nm tiUögu ríkisstjórnarinnar til
vegaáætlunar vair lögð fram á Al-
þingi í gær. Komu fram tvö nefnd
arálit. Fulltrúar stjórnarandstöð,-
unnar skiluðu minnihlutaáliti,
vegna þess að felld var tUlaga
Framsóknarmanna í nefndinni um
30 milljón króna aukið fé til vega
gerða í þjóðbrautum og lands-
brautum 1965 og 1966, hvort áxið
um sig. Hins vegar varð ekki á-
gre'iningur í tiefndinni um skipt-
inigu á því fé, sem til skipta var,
enda ekki komið fram aðrar skipt
ingartillögur frá þingmönnum
hinna einstöku kjördæma.
I nefndaráliti minnihlutans, en
undir það rita þeir Halldór E. Sig
urðsson, Halldór Ásgrímsson, Ingv
ar Gíslason og Geir Gunnarsson,
segir meðal annars:
Minni hlutinn vill með örfáum
orðum gera grein fyrir þörf á
auknu fé til vegaframkvæmda
í því sambandi viljum við vitna
til greinargerðar frv. til vegalaga,
en þar var m.a. gerð svofelld grein
fyrir þörf á auknum framkvæmd-
um í vegagerð:
„1) Bifreiðaeign landsmanna i
heild jókst um 100% frá 1950 til
1960, og ekki er ólíklegt, að aukn
ingin nemi öðrum 100% til 1966
(sjá mynd) Þar að auki hefur fjölg
Vegaáætlun afgreidd frá fjárveitinganefnd.
að stórum og þungum bifreiðum,1
sem slíta vegakerfinu mikið og
krefjast breiðari vega.
2) Enn eru ófullgerðir mikilvæg
ir kaflar í vegakerfinu, jafnvel
höfuðvegir milli landshluta, og
mikið vantar á, að nægilega greitt
samband sé milli ýmissa stórra
landbúnaðarhéraða.
3) Enn eru óbrúaðar hátt á ann
að hundrað ár á þjóðvegum. Að-
kallandi er að endurnýja margar
stórar brýr. Aðeinns á einum stað
eru jarðgöng á vegi í notkun.
I
4) Þar sem umferðin er mest,;
er nú svo komið að illmögulegt er
að halda gömlu malarvegunum
sómasamlega við Erlendis er byrj
að pð setja varanlegt slitlag á
vegi, þegar umferð nær 200—
300 bifreiðum á dag. Hér er rétt
byrjað að gera varanlega vegi.“
Þetta látum við nægja til að
sanna hvað pörfin er brýn á
auknum framkvæmdum í vega-
gerð. En þessu til viðbótai um
þörf á auknu te til vegagerða vilj
um við benda á framkvæmdamátt
fjárins til vegagerða, en þar hefur
hreyfingin orðið sem hér segir.
frá því að vegalógin voru afgreidd
í árslok 1964:
Kostnaðarvísitölur í vegagerð:
Vegagerð Vegaviðh. Brúarg.
1963 412 417 452
1965 466 489 544
Hins vegar mun fé tii fram-
kvæmda í vegagerð verða sam-
kvæmt tillögu meirihluta fjár-
veitinganefndar heldur minna nú
en sl. ár og fara enn minnkandi
á næsta ári. Minni hlutinn telur,
að við það verði ekki unað. Hann
telur. að tilgangur vegalaganna
hafi verið sá að auka stórlega
framkvæmdir í vegagerð og þess
vegna hafi alþingismenn samein-
azt um að leggja ca. 100 millj. kr.
nýja skatta á landsmenn til vega-
mála, en elcki til þess að létta
útgjöldum af ríkissjóði Þá vill
minni hlutinn benda á það, að en
þá heldur rikissjóður sérskatti á
umferðina, sem er leyfisgjöld af
bifreiðum. Er áætlað. að þau gefi
á árinu 1965 í tekjur ti! ríkissjóðs
ca. 150 millj. kr Öll rök mæla
með því, að þessi tekjustofn eigi
að ganga bekit til vegagerðar í
landinu eins og aðrir sérskattar
á umferðina, eins og fjármál vega
kerfisins eru nú uppbyggð Þá
mun 20% skerðing ríkissjóðs á
framkvæmdafé kosta vegagerðina
ca. 8 — 9 millj. kr. minni fjárveit
íingu úr ríkissjóði á yfirstandandi
ári.
I Minni hlutinn leggur til í tillögu
. sinni, að aukins fjár verði afláð
þannig til vegaáætlunar á árunum
! 1965 og 1966, að lán verði tekið á
árinu 1965 til vegagerða t þjóð
jbrautum og landshlutum, og lýsir
stuðningi sínum við lagasetningu
iþar að lútandi, þar sem fjárlög
eru nú afgreidd fyrir það ár, en
hins vegar verði hækkuð fjárveit
!ing samkvæmt fjárlögum á árinu
11966 til vegaframkvæmda.
Minni hlutinn gerir ekki tillögu
um breytingu á árunum 1967—
1968, þar sem vitað er, að vega
áætlun verður endurskoðuð fyrir
þau ár og viðhorf geta þá orðið
verulega breytt.'-
Húsbruni í Hverageröi
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Klukkan 9:45 kom upp eldur í
húsinu Laufskálar 9 í Hveragerði,
en þar bjó Sigurbjörn Ármanns-
son múrari með konu sinni og
þremur börnum. Þau hjón voru
frammi í eldhúsi. þegar þau urðu
þess allt í einu vör, að eldur
myndi vera kominn upp í húsinu,
og þegar þau gættu nánar að var
svefnherbergið orðið fullt af reyk.
Slökkvilið Hveragerðis kom strax
ó vettvang en réði ekki við eld-
inn, enda var allhvasst. Brann hús
ið því til kaldra kola, og bjargað-
aðist ekkert sem í því var að und
anteknu smávegis úr stofu. Innbú
var ekki vátryggt. Grunur leikur
( á að kviknað hafi í út frá raf-
I mágni.
Lamb ogfolald
i FB-Reykjavík, miðvikudag.
í dag höfðum við tal af Magnúsi
Finnbogasyni, Lágafelli í Landeyj-
um, en hjá honum kastaði hryssa
í nótt. Folaldið var jarpstjörnótt
’ hryssa undan jarpri 12 vetra
hryssu, og sagði Magnús, að það
, væri mjög óvanalegt, að fá fol-
; öld svona snemma vors.
| í fyrrinótt bar svo ein ærin hjá
Magnúsi hvítri gimbur, og hefur
hann aldrei fengið lamb jafn-
snemma.