Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 31. marz 19C5 Þriðjudagur, 30. marz. NTB — Kaupmannahöfn. — Danska þjóðþingið samþykkti í dag fjárlög fyrír árið 1965— ‘66. 150 þingmenn af 179 greiddu atkvæði með fjárlög unum, enginn greiddi atkvæði á móti, en Sosíalistisk Folke- partl og Óháðir greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin eru fyrir fjárhagsárið, sem byrjar 1. apríl í ár. NTB-Karlsruhe. — Frú Hildi gard Helbig vltnaði í dag gegn manni sínum, Erich Helbig sem er ákærður fyrir njósnir, en þau eru nú skilin að borði og sæng. Helbig, sem var skrif stofustjóri í vestur-þýzka for- sætisráðuneytinu í tíð Aden- auers, er ákærður fyrir að hafa njósnað í þágu ónafn- greinds ríkis í Austur-Evrópu um árabil. Kona hans sagði í réttinum í dag að hann hefði oft fengið send peningabréf en hún vissi ekki frá hverjum þau voru, og hún sagði einnig frá ýmsu öðru grunsamlegu í fari hans. Helbig, sem er 53 ára, grét í réttinum, þegar kona hans vitnaði gegn honum. I Hann telur að hér sé um að ræða eins konar hefndarráð. stöfun af hendi konunnar, sem sagði, að hann hefðl rætt um að flytja til Austur-Þýzkalands. NTB-Stokkhólmi. — Lögreglan í Gautaborg hefur komizt yfir mesta magn af marijuana, sem nokkru sinni hefur fundizt í Svíþjóð, eða alls þrjú kíló. Fjór ir menn hafa verið handteknir fyrir að hafa smyglað eitur- lyfjum þessum frá Marokkó, þrjá stúdenta og einn rithöfund Þeir greiddu um 66 þúsund ísl. krónur fyrir þessi þrjú kg. í Marokkó, en hefðu getað selt eiturlyfin fyrir tugi þúsunda í Svíþjóð. Um leið handtók lög reglan ungan mann með 7000 narkotikatöflur, sem hann reyndi að selja á götu í Gauta borg. Hann keypti þær á Spáni fyrir lítið verð, en hefði getað selt þær fyrir um 100 þúsund krónur ísl. í Svíþjóð. Virðist Svíþjóð vera orðin eins konar miðstöð fyrir eiturlyfjasmygl, og hefur lögreglan beðið ríkis stjórnina um leyfi til þess að láta fara fram allsherjar rann sókn á smygli, sölu og neyzlu eiturlyfja í Svíþjóð. NTB-Saigon. — 12 manns létu lífið, þegar sprengja sprakk fyr ir utan sendiráð Bandaríkjanna í Saigon í dag. 10 hinna látnu voru Suðurvíetnemar en tveir BatwJaríkjamenn, þar af ein kona. 150 særðust, þar á mfeð al aðstoðarsendiherrann, Alex- is Johnson. Er talið, að styrk- leiki sprengjunnar hafi verið 90—113 kg. TNT. Hervörður hefur mjög verið styrktur við öll bandarísk mannvirki og herbækistöðvar í Suður-Víet- nam og bandarískir leiðtogar þar hafa fengið lífverði. Talið er í Saigon, að Bandaríkjamenn muni hefna þessa atburðar með víðtækum loftárásum á Norður Víetnam. Sökuð um 48 lögbrot KJ—Reykjavík, þriðjudag. f morgun hófst í sakadómi Reykjavíkur málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn nokkrum forsvarsmönnum Eimskipaféiags Reykjavíkur, en rannsókn í mál inu hófst 16. marz 1961, og var þá gerð húsrannsúkn á skrifstof um fyrirtækisins, og einum aðal- forsvarsmanni þess. Reis mál þetta vegna gruns gjaldeyriseftir litsins um að ekki væri allt með felldu hvað varðaði gjald- eyrisskýrslur fyrirtækisins, og einnig skrifaði einn af fyrrverandi starfsmönnum þess til dómsmáia AB-bók um Kína Reykjavík, þriðjudag. Eilefta bókin í bókaflokknum Lönd og þjóðir, sem Almenna bókafélagið gefur út, barst blað inu. í dag og er um Kína. Þýðing una gerði Sigurður A. Magnússon. Höfundurinn er Loren Fessler. Kína-bókin fjallar að upphafi um forna sögu og einstæðan menn Framhald á 14. síðu ráðuneytisins, og benti á misferli í rekstri Eimskipafélagsins Reykja víkur. Þegar farið var að rann saka bókhald og rekstur fyrir- tækisins kom í ljós að innheimt höfðu verið of há fargjöld hjá farmeigendum, vanrækt hafði ver ið að standa skil á gjaldeyri vegna afgreiðslu erlendra skipa hér við land, gefnar höfðu verið rangar gjaldeyrisskýrslur vegna bygginga kostnaðar m. s. Öskju, og van- rækt hafði verið að gefa gjaldeyr iseftirlitinu réttar skýrslur um margskonar flutninga til landsins. Er mál þetta mjög umfangsmikið, svo sem sjá má af því að mál- flutningi var hvergi nærri lokið í dag. Um er að ræða 48 brot, gjald eyrisbrot og bókhaldsbrot. Þórður Bjömsson yfirsakadóm ari hefur haft rannsóknina með höndum frá upphafi, og situr hann í dómarasæti nú. Sækjandi af hálfu ákæruvaldsins er Jónatan Þórmundsson fulltrúi saksóknara ríkisins, en verjendur eru hæsta- réttarlögmennimir Guðmundur Ásmundsson, Egill Sigurgeirsson og Ragnar Jónsson. Jón og ein mynda hans af hafinu. Sýnir málverk af sjó og landi GB-Reykjavík, þriðjudagur. Fyrir helgina opnaði Jón Gunn arsson frá Hafnarfirði málverka sýmingu í Bogasal Þjóðminjasafns !ins, sýnir hann 20 olíumyndir af Myndin er af Brian Holt fulltrúa í brezka sendiráðinu, Wallace Clark, Anglíu og Má Elíassyni. Þorsteini Hannessyni formanni (Tfmamynd KJ..) HELDUR FYRIRLESTUR HÉR FB—Reykjavík, þriðjudag Hér á landi er nú staddur írinn Wallace Clark, sem árið 1963 stjórnaði siglingu 13 manna frá r Derry í írlandi til Iona í Skot | landi. Ferð þessi var.farin til minningar um heilagan Colomba, sem árið 563 fór þessa leið með 12 munkum sínum, og \ar ætlun þeirra að boða trú í Skotlandi. Ferðin sem Clark stjórnaði var Umræðufundur um stóriðju og er- lent fiármagr Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskóla íslands efna til almenns umræðufundar um stóriðju og erlent fjármagn ann að kvöid, fimmtudagskvöld að Hótel Borg. Hefst fundurinn kl. 8.15. Framsögumenn á fundin- um verða ritstjórarnir Magnús Kjartansson og Eyjólfur Konráð Jónsson Fundarstjóri verður dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri. Á eftir framsöguerindum verða frjálsar umræður. Er líklegt, að marga muni fýsa að hlýða á þess ar umræður Stóriðjumálir hafa verið ofarlega á baugi að undan förnu og líklegt að akvarðanir verði teknar í málinu áður en langt um líður Öllum er heimill aðgangur að fundi þessum. hrein eftirlíking á ferð Heilags Colomba, bátur var smíðaður sem líkastur þeim báti, sem dýrðlingur inn hafði notið, og mennirnir 13, sem tóku þátt í þessari minningar siglingu voru klæddir á sama hátt og munkarnir voru endur fyrir löngu- Clark er einn af_ færustu sport siglingamönnum í írlandi og varð hann því fyrir valinu sem stjórn | andi þessarar minningarsiglingar. Nú er hann nýkominn frá Banda ríkjunum og Kanada, þar sem ! hann hefur haldið sex fyrirlestra i um siglingu þessa, og er ætlunin, |að hann haldi fyrirlestur hér á ! morgun miðvikudag, klukkan hálf I sex í fyrstu kennslustofu Háskól- i ans, og sýnir einnig litskugga- i myndir. Hér er Clark á vegum i Anglíu. \ landi o*g sjó, og hafa hlnar síðar nefndu þó vinninginn. Það er engin tilviljun, að Jóni sé hugleikið að mála úfið haf og menn með sjóhatta og hendur fram úr ermum á þilfari eða lút andi út yfir borðstokk, því að Jón var ekki kominn langt yfir fermingu, þegar hann fór fyrst til sjós og var síðan mörg ár á togurum, líkt og sveitungi hans, Sveinn Björnsson, en síðar létu þeir loks undan þeirri köllun að verja öllum tómstundum til að tjá hug sinn með pentskúf á léreftið. Þegar Jón afmunstraðist af tog- aranum, gekk hann í Handíða- og myndlistarskólann og var þar tvo vetur við nám, Jón lagði árar í bát hvað sjómennskuna snertir, þótt hugurinn hvarfli löngum þangað, en síðar tók hann að læra prentmyndagerð, eins og ann ar sveitungi hans og kollega í myndlistinni, Eiríkur Smith, og eru þeir raunar vinnufélagar í sömu prentmyndagerðinni hér í borg. Og þeir og fimm aðrir hafn firzkir málarar héldu samsýningu þar syðra í fyrra. Þar opnaði hann og sína fyrstu sýnihgu fyrir fjór- um árum, en hefur nokkrum sinn um átt myndir á samsýningum hér í borg. Sýning Jóns í Bogasalnum verð ur opin daglega kl. 2—10 síð- degis til sunnudagskvölds 4. apríl. Daginn, sem sýningin var opnuð, seldist helmingur myndanna, og eru nú tólf myndir seldar. f FRAMSÓKNARVIST í SÚLNASAL Framsóknarvist verður í Súlnasalnum í Hótel Sögu á fimmtudaginn, 1. apríi. Þetta er þriðja kvöldið i þriggja kvölda keppninni, en auk verð launa, sem veitt verða fyrir hæsta samanlagðan slagafjölda þessi þrjú kvöld, verða veitt sjálfstæð verðlaun þeim sem beztum árangri ná þetta eina kvöld. Að framsóknarvistinni lokinni flytur séra Sigurður Haukur Guðjónsson ávarp. Þá koma þær Áshildur Emilsdótt ir og Björg Ingadóttir fram með nýjan skemmtiþátt, undir leikari er Jón Sig’urðsson. Að lokúm verður stiginn dans- Hljómsveit Svavars Gests leik- ur undir, söngvarar Ellý Vil- hjálms og Ragnar Bjarnason. Stjórnandi Frams-vistarinnar verður sem fyrr Markús Stef- ánsson. Húsinu verður lo'kað kí. 20-30. Áríðandi er að sækja miðapantanir í dag þar sem nær uppselt er á vistina. Björg Áshildur J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.