Alþýðublaðið - 12.06.1957, Side 6

Alþýðublaðið - 12.06.1957, Side 6
6 Miðvikudagur 12. júní 1957 AlþýSublagiS Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. AfgreiSslusími: 4900. Prentsmiöja Alþýðublaðsins, Hverfisgðtu 8—10. JJ p peldismála þing í DAG verður sett á Ak- ureyri almennt uppeldismála þing, sem boðað er til af báð um allsherjarsamtökum kennarastéttarinnar, Sam- bandi. íslenzkra barnakenn- ara og Landssambandi fram- haidsskólakennara. Yerður á þessu þingi fjallað um ýmsa þætti skóla- og uppeldismála, eins og venja hefur verið á þessum þingum. Almenn uppeldismála- þing hafa nú um nokkurt árabil verið háð annað hvert ár, oftast í Reykja- vík. Að þessu sinni hefur þó verið breytt til, og er þingið nú haldið á Akur- eyri. Er það vel farið. Norð lenzkir kennarar hafa jafn- an lagt drjúgan skerf til uppeldis- og skólamála, enda hafa verið og eru í þeirra hópi margir ágætir skólamenn. Á Norðurlandi hafa líka jafnan verið hinar merkustu menntastofnanir. Hitt er aftur á móti til íliugunar, hvort þessi al- mennu uppeldismálaþing séu ekki helzt til tíð. Ekki ,svo að skilja þó, að ekki séu ávallt fyrir hendi nóg umræðuefni í uppeldis- og skólamálum. en hætt er við, að þingin veki minni athygli með þjóðinni, ef þau eru of oft haldin. Það væri illa farið. Þjóðin þarf að vita um þessi þing, fylgj- ast með umræðuefnum, sem þar eru kljáð, leggja hlustir við tillögum og ályktunum, sem þar eru til lykta leidd- ar. Séu þingin haldin of oft, er hins vegar hætt við, að verið sé að velkjast þing eft- ir þing með sömu tillögur, sem stundum verða dauður bóbstafur, fluttar og ræddar vegna þess eins, að þing er háð. Þá hættir almenningur að leggja eyrun við. En þótt þessi þing séu að sjálfsögðu haldia öðrum þræði vegna kennaranna sjálfra, má, ekki gleyma hinu, að því meiri á- hrif hafa þau með þjóðinni, því fleiri sem láta sig snerta málefni þeirra. Það væri því vel til at- hugunar, hvort ekki væri á- stæða tid að fækka þessum þingum í framtíðinni, halda þau t. d. aðeins þriðja, fjórða eða fimmta hvert ár og vanda þeim mun meira til þeirra. Þau þyrftu að verða almenn uppeldismálaþing, sem vektu mikla athygli og yrðu merkur og gíldandi þáttur í þjóðlífinu. Þar ættu innlendir og erlendir sér- fræðingar og uppeldisfröm- uðir að flytja erindi um ýmsa þætti í þjóðaruppeld- inu og nýjungar í uppeldis- málum, en jöfnum höndum sýnd þar nýjungar í skóla- og kennslubúnaði og hafa mikla og margbrotna sýn- ingu á vinnu og listiðju nem enda. Gæti þá svo farið, að þingin yrðu þjóðinni al- menn vakning um uppeldis- mál. Munu flestir vera sam- mála um það, að þess sé full þörf. En þótt hér hafi verið á þetta minnzt, er það ekki í aðfinnsluskyni gert þe-gna þessa þings. Uppeldismála- þingið, sem hefst á Akur- eyri í dag, er undirbúið í trausti þess, að það megi verða æskulýð landsins og þjóðinni allri til gagns og farsældar. Að baki því ligg ur mikið starf, eins og jafn an áður, og er það unnið af fórnfúsum vilja og áhuga. Launin verða lþngum. smá fyrir slík störf í samanburði við fyrirhöfn. Á þessu þingi verða rædd hin merkustu mál, svo sem námskrá í skólum og ríkisút- gáfa námsbóka. Bæði þessi mál snerta svo að segja hvert einasta heimili í land inu, og væri því full ástæða til, að allur almenningur fylgdist með umræðum um þau og framkvæmd þeirra. Það er að vonum, að fólk ræði mikið um skóla og upp- eldismál. Breyttir þjóðfélags hættir hafa gert skólann að miklu þýðingarmeiri stofnun en áður var. Til skóla og uppeldismála er og varið stór af störfum þess þings, Sarnt má fólk aldrei varpa öllum sínum áhyggjum yfir á skólana. Heirrjlið verður jafnan merkasta uppeldis- stofnunin, þótt góður skóli sé þar mikill stuðningur. Þessu hættir of mörgum til að gleyma, og er það aug- ljóst gelgjuskeiðs fyrirbrigði í ungu bæja- og borgarlífi. Tilgangur eldismálaþinga er að tengja heimili og skóla, benda almenningi á, hvar skó.rinn kreppir og leggja grundvöll að nýju starfi fyr- ir æskulýð og alþjóð. Er það víst, að margt gott mun leiða af ályktunum þess þ^ngs, seni í dag hefst norður/á Ak- ureyri. r r r • a Avarp forseta Islands, Ásgeirs Asgeirssonar, í Bessastaðakirkju á hvítasunnudag. Auglýsið í Alþýðublaðiníi ÞAÐ ER rétt og tilhlýðilegt, að ég geri, nú áður en fyrsta hámessa hefst í Bessastaða- kirkju, að lokinni viðgerð, nokkra grein fyrir endurbótum, til frásagnar og skýringa. Bessastaðir hafa vafalaust byggzt skömmu eftir landnám Ingólfs í Reykjavík, og kirkja verið reist á þessu höfuðbóli á fyrstu öld eftir kristnitöku. Kirkjan var í katólskum sið eignuð heilögum Nikulási. I.engst af voru hér ýmist torf- eða timburkirkjur, en árið 1773 heimilaði konungur, að reist yrði steinkirkja. Gekk á ýmsu um kirkjusmíðina, en var þó lokið 50 árum síðar, og njótum vér þann dag í dag hinna traustu veggja og hins uppruna lega byggingarstíls í ytra útliti. Bessastaðastofu getum vér þakk að Magnúsi Gíslasyni, hinum fyrsta íslenzka amtmanni, og Bessastaðakirkju tengdasyni hans Ólafi Stephensen, stift- amtmanni. Má fara fljótt vfir sögu, því mest segir í vizitasí- um af dragsúg, leka og fúa. Það er fyrst, þegar Skúli Thorodd- sen sest hér að um aldamótin síðustu, að gerðar eru endur- bætur með ærnum kostnaði, þó ekki komi að fullu liði. Kirkj- an var ofviða jörð og ábúanda. Alþingi.hafnaði þó í lok fyrri heimsstyrjaldar að taka við staðnum. En þá tekur Matthías Þórðarson þjóðminjavörður sig til og safnaði allmiklu gjafafé til endurbóta, og var kirkjan talin í góðu lagi síðan. Sigurður Jónasson átti Bessastaði í eitt ár og sýndi kirkjunni sóma, en eftir að Bessastaðir urðu for- setabústaður fyrir hans örlæti var stofnað til gagngerðra breyt insía, sem lokið var við árið 1948. Þá var gerbreytt öilum stíl kirkjunnar innanhúss. og orkaði tvímælis, en þacS- innvið- ir og bekkir, var allt traust og til frambúðar. Á þessum grund- velli er því skylt að byggja. Það var almannarómur, að endurreist Bessastaðakirkju væri ekki lokið, og var okkur Ásgeir Asgeirsson. hjónunum það áhugamál frá upphafi, að koma .þessum mál- um nokkuð áleiðis með hjálp áhugamanna og ríkisstjórna. Hófst undirbúningur fyrir fjór- um árum og var þá ákveðið, að snúa sér fvrst að gluggum og altari, sem hvorttveggja setur höfuðsvip á kirkjuhús og guðs- þjónustu. Og getum vér í dag fagnað því, að báðum þessum verkefnum er lokið í höfuðdrátt um. Var gluggagerð lokið á síð- asta sumri og altari þessa dag- ana. Fyrrverandi ríkisstjórn ánafn aði mér f>rir 3 árum á sextugs- afmæli, 50 þúsund krónum til kirkjunnar, og gat hún ekki bet- ur valið, og forsetar Alþingis á síðasta kjörtímabili gáfu aðr- ar 50 þúsund krónur í minningu kristnitökunnar á Alþingi, árið 1000. Þá hafa mér borizt 25 þúsund krónur frá Frímúrurum til minningar um herra Svein Björnsson forseta íslands, 5 þúsund krónur frá Þjóðræknis- félagi Vestur-íslendinga, 20 þúsund krónur frá Gretti Jó- hannssyni, ræðismanni íslands í Winnipeg, 20 þúsund krónur frá Bessastaðasókn, 2 þúsund krónur frá frú Bodil Koch, kirkjumálaráðherra Dana og 12 þúsund krónur frá ónefndum gefanda. Nemur þetta samtals 184 þúsund krónum og er mér kunnugt um fleiri óheit, sem enn eru ógreidd. Kostnaður, sem umfram verður, en það er ekki gert upp að fullu, og verð- ur Síðar gerð grein fyrir, greið- ist úr ríkissjóði og flyt. ég hæst- virtum fyrrverandi og núver- andi ríkisstjórnum, fyrrverandi forsetum Alþingis og öllum góðum gefendum. innilegar þakkir fyrir skilning og stuðn- ing. Þá þakka ég þjóðminjaverði þá gripi, sem kirkjan hefur end- urheimt eða fengið g,ð láni, en það eru tveir vængir af gamalli altaristöflu á vesturvegg, tvær skírnarskálar af eir, skírnar- vatnskanna, og minningartafla um Grím Thomsen, sem fyrst var á leiði hans. Mun þaðan síð- ar fleiri gripa að vænta. Einnig má nefna krossmark á altari og Kristshöfuð yfir útgöngudyrum frá því um 13 hundruð úr Dóm- kirkjunni í Niðarósi, sem kirkj unni hefur áskotnazt. Áður for- manni Menntamálaráðs, Valtý Stefánssyni og öðrum ráðsmönn um, þakka ég þá miklu velvild, að lána kirkjunni hina miklu og ágætu altaristöfiu Guðmundar heitins Thorsteinssonar. Hún er okkur ómetanleg. En það er öll- um sómi og sálubót, þegar safn- gripir hverfa aftur til þjónustu við líf hinnar líðandi stundar. Þá þakka ég síðast en ekki sízt húsameistara kirkjunnar, Gunnlaugi Halldórssyni, yfir- litsstarf, elju hans og áhuga, en hann ber mestan veg og vanda af hinu nýja altari, Finni Jóns- syni og Guðmundi Einarssvni, sem teiknuðu hinar steindu rúður og grátur, og Mr. Fredric Cole, sem sá um gluggagerðina. Ég þakka og öllum trésmiðum, múrurum og járnsmiðum, og saum á altarisklæðum. Það býr traust og fegurð í öllum frá- Efangi líkt og unnið hafi verið fyr.ir sálu sinni eins og kirkju- smiðir fyrri alda gerðu. Framhald á 11. síðu. .... Ritstjóri Torfhiidur Steingrímsdóttir ÞAÐ HEFUR komið greini- lega í ljós nú í brauðleysinu, að margar húsmæður eru í hrein- ustu vandræðum með brauð fyr- ir fjölskyldur sínar og þá einna helzt rúgbrauð. Þær munu vera fleiri, sem kunna að baka hvers konar hveitibrauð og hafa jafn- vel ko.nist að þeirri niðurstöðu að ekki muni á neinn hátt dýr- ara að baka þau heima, en kaupa þau í bakaríum. Þetta er gleði- legt og verður vonandi til þess, að braúðgerð færist meira inn á heimilin á ný og fá þá margir betra brauð en ella. Til að létta nú lítið eitt und- ir með þeim, sem í vandræðum eru með bakstur rúg’brauða, ætla ég að þessu sinni að birta upp- skrift að rúgbrauði, sem er mjög hentug, þó að rúgbrauð séu yfir leitt það erfið í bakstri að flest- ir kjósi heldur að kaupa þau. Nú er svo um þessa uppskrift a.m.k., að hún er það auðveld, að flestum ætti að reynast auð- velt að fara eftir henni. Hefi ég' sjálf sannreynt ágæti hennar og gef henni því mín beztu með- mæli. RÚGBRAUÐ. Þrír bollar af rúgmjöli eru hrærðir út í snarpheitu vatni þar til úr þessu er orðinn linur grautur. Er þetta svo látið bíða í 1—2 daga. Þá er degið tekið og hrært saman víð það einn og halfur bolli af mjólkurblandi, 1. matsk. sykur, 1 rnatsk. salt og ein tesk. sódaduft. Sóaaduft ið hærist út í örlitlu ediki. Loks er svo blandað í þetta 4 bollum af rúgmjöli og allt saman hnoð- I að vel. Þess skal þá gætt að deig ið sé fremur lint. Deigið er síðan lótið í vel smurðan bauk og bakað við undirhita, á.einum á Rafhaelda- vélum, í 6—8 tíma. Þá er baukn um snúið og það bakað áfram frá sex tímum upp í sólarhring, eftir vild. Úr þessu má fá allra bezta rúgbrauð, sem bragðast prýðis- vel. Brauðgerð á íslenzkum heim- ilum er gömul og góð iðja, sem. allar húsmæður ættu að vera hreyknar af að kunna til hlít- ar. Það er því ekki vonum seinna, að þær nú í nauðum sín um snúi sér aftur að henni, þar sem nú eru margfallt betri að- stæður með rafmagnsvélum til bakstursins, en mæður okkar áttu við að búa. Heimabakað brauð p, hverju borði væri sann arlega riokkuð sem húsmæður gætu verið stoltar af, að. ekki sé talað um hve bragðbetra það er yfirleitt, en brauð sem kökuð eru í fjöldaframleiðslu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.