Alþýðublaðið - 12.06.1957, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.06.1957, Síða 7
Miðvikudagur 12. júní 1957 /Uþýgublaðið 7 HœU við Þorstein Hannesson óperu- songvara. firði. Var hún að sjálfsögðu einn liður í listkynningu skólanna, og var henni ætlað að ná til allra skóla í Borgarfirði, svo og almennings í héraðinu. Þarna voru sýnd seytján málverk eft- ir íslenzka málara, eitt eftir hvern. Selma Jónsdóttir list- fræðingur, forstöðumaður Lista safns ríkisins, flutti erindi við opnun sýningarinnar, en mvnd- irnar voru lánaðar úr safninu. Selma og Þorvaldur Skúlason völdu mvndirnar. Tíminn var ekki sem heppilegastur, þar sem próf voru í sumum skólum um þær mundir og sömuleiðis voru miklir samgönguörðugleikar í héraðinu, en samt var aðsókn r A annan tug listamanna kom fra.m fyrir skóla- œsku höfuðstaðarins á síðastliðnum vetri. Á ÚTMÁNUÐUM beitti menntamále.' áðherra, Gylfi Þ. Gíslason, sér fyrir því, að kynning á íslenzkri list hæfist í skól- um landsins. Menntamálaráðuneytið fól Þorsteini Hannessyni ©perusöngvara að undirbúa málið og sjá um framkvæmd þess. Alþýðublaðið hefur átt viðtal við Þorstein um þessa nýbreytni í skólastarfinu, spurt hann um undirtekir og rætt við hann um fyrirkomulag listkynningarinnar. Fer samtalið hér á eftir: Guðm. Jónsson syngur fyrir tólf ára börn í Melaakóla lög eftii' Árna Thorsteinsson. Til vinstri á myndinni sitja Jón Þórar- insson, sem flutti erindi um tónskáldið, Árni Thorsteinsson (í miðið) og Þorsfeinii Hanncs'sóh. Ljósm. Arngr. Kristjánsson. — Hvenær byriaði þessi iistkynning í skólunum, Þor- steinn? ,,Hún hófst 5. marz og stóð yfir um tveggja mánaða skeið. Vegna þess hve áliðið var, reyndist ekki unnt að koma á iistkynningú í skólum utan Reykjavíkur, svo að einungis skólaæska höfuðborgarinnar varð hennar aðnjótandi að þessu sinni. Hér var líka um tilraun að ræða, og því þótti rétt að siá, hvernig til tækist, áður en lengra væri farið. Þó er þetta annars ekki alveg rétt hjá mér, málverkasýning var höfð í einum skóla utan Rej’kj avíkur.“ — Hvernig var þessu svo hagað í skólunum? ,,Því var þannig' hagað, að 'samkoma var haldin í aðalsal skólans, þar sem ýmsir lista- menn, rithöfundar og tónlistar- menn komu fram. Samkoman stóð sem svaraði einni ke'nnslu- stund og var á starfstíma skól- ans að deginum. Rithöfundar lásu úr verkum sínum, enda var aðaláherzlan á það lögð, að skáldin sjálf flyttu hinum ungu áheyrendum verk sín, eftir því sem hægt var að koma því við. Söngvarar og hljóðfæraleikarar fluttu verk íslenzkra tónskálda. Erindi um viðkomandi listamenn voru jafnan flutt á undan flutningi verkanna." — Þetta hlýtur að hafa ver- ið talsverður viðburður í hvers dagslífi skólanna. Skýrðir þú þetta ekki rækilega fyrir nem- endum í upphafi samkomunn- ar? ,,Nei, ekki get ég sagt það. Eg setti aðeins samkomuna og stjórnaði henni, en annars lét ég flytjendur sjálfa um að velja efni sitt og túlka. Hafði ég engin afskipti af vali þeirra en tíminn var vitanlega tak- markaður. Hitt kom þó að sjálf sögðu í minn hlut, að fá lista- mennina til að takast þetta á 3hendur.“ — Og hvaða listamenn Scorau nú þarna fram? Við skul- am þá byrja á skáldunum. „Kynntir voru rithöfundarn- ir Halldór Kiljan Laxness, Gunnar Gunnarsson, Þórberg- ur Þórðarson og Jakob Thor- arensen. Erindi fluttu um þá á undan: Sveinbjörn Sigur- jónsson magister, dr. Steingrím ur J. Þorsteinsson prófessor, Kristinn E. Andrésson ritstjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri.“ — En tónskáldin, hver voru þau? „Árni Thorsteinsson og Páll ísólfsson. Jón Þórarinsson flutti erindi um Árna, sem var þarna viðstaddur, en sjálfur kynnti ég Pál, sem síðan ávarpaði ung- mennin og lék undir fyrir söng.“ — Og hvaða söngvarar komu fram? „Kristinn Hallsson, Guð- mundur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Fritz Weisshappel Árni Thorsteinss. þakkar Guðm. Jónssyni fyrir túlkun tón- verka sinna. A. K. tók myndina. annaðist undirleik. Rétt er og að geta þess hér, að þegar Jak- ob Thorarensen var kynntur, las Guðbjörg Þorbjarnardóítir upp.“ ♦ — Og þið hafið bæði komið í barnaskóla og framhalds- skóla? „Já, við gerðum það. í barna skólunum voru það samt yfir- leitt tólf ára bekkir, sem kynn- ingarinnar nutu. I Laugarnes- skólanum hlýddu þó 900 börn á þá Jón Þórarinsson, Guðmund Jónsson og Fritz Weisshappel kynna Árna Thorsteinsson. — Þú minntist á málverka- sýningu áðan. Hvað viltu segja meira um hana. „Sýningin var í Samvinnu- skólanum í Bifröst í Borgar- að sýningunni mjög vel við unandi.“ — Hvernig líkaði þér að starfa við þessa listkynningu? „Mér líkaði það ágætlega, þótti raunar mjög gaman að koma í skólana og sjá ungling- ana fylkjast í salinn til að hlýða á gestina. Sérstaklega var ég ánægður að sjá, hvað hinir ungu hlustendur hlýddu á allt það, sem fram fór, með mikilii athygli. Ég vil ekki segja, að mér hafi komið það á óvart, en víst er um það, að ungmennin fvlgdust ánægjulega vel með fvrirlestrum, upplestri og söng. Það brást ekki, að í salnum gaf að líta nokkra unglinga, sem svo gagnteknir voru af því, sem fram fór, að svipur þeirra lýsti djúpstæðri hrifningu. Þetta voru ágætis áheyrendur, hvar sem við komum. Eins þótti mér mikils um vert, hvað þessu var vel tekið af skólastjórum og kennurum. Voru þeir alls staðar reiðubúnir að rétta hjálparhönd og virtust taka starfseminni j opnum örmum. Það var mjög I gleðilegt. — En livað um listamennina sjálfa? Voru þeir nokkuð treg- ir til að koma fram í skólunum? Þeir hafa ekki vantreyst þroska hlustendanna? „Ekki var ég var við það. Að minnsta kosti létu þeir það ekki í ljós. Það kann vel að vera, að þeir hafi hugsað eitthvað í þá átt, áður en þeir lögðu af stað í skó.lana, en ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ef svo hefur verið, hafi þeir skipt um skoðun þegar á hólminn var komið. Eiida urðu þeir . allir strax við beiðni minni um að gera þetta. Og ég er viss um, að þei.m líkaði vel við áheyr- endurna. Eins og ég sagði áðan, náðu þeir líka góðum tökum á unga fólkinu. Þeim var þetta áreiðanlega til ánægju.“ — Þú telur þá, að þessi til- raun í vor hafi yfirleitt tekizt vel? ,,Já, ekki fæ ég annað séð. Eg er raunar viss um, að hér er stefnt í rétta átt. Það er áreiðanlega mikill viðburður fyrir unga nemendur að fá að sjá fremstu skáld, ritliöfunda, söngvara og tónskáld augliti til auglitis og heyra þá flytja list sína. Sama er að segia um mál- verkin fyrir þá unglinga, sem ekki eiga þess kost að fara á sýningar hér. Ef rétt er á hald- ið, ætti þetta að verða mörgura örvun og hvatning, auk ánægj- unnar, þroskans og skilnings- aukans, sem af góðri listkynr.- ingu fæst.“ — Þér finnst þá. eftir þessarí reynslu að dæma, að halda beri listkynningunni áfram? „Já, ég er hiklaust þeirrar skoðunar. Enda mun svo verða. Að sjálfsögðu verður erfiðara við þetta að eiga úti um lanc. en þó hlýtur að mega koma þessu við víðast hvar í skólurr.. eins og samgöngum er nú orð- ið háttað. Að fenginni þeirri reynslu, sem ég hef hér sagt frá, er ég viss um, að þetta er hin merkasta slarfsemi.“ Þannig fórust Þorsteini Hann essyni orð um þessa nýbreytni, sem hann veitti forstöðu. Er enginn efi á því, að hann hefur rétt að mæla. Það hlýtur að vera hin gagnlegasta tilbreyt- ing fyrir skólanemendur hvar sem er á landinu að kynnast beztu listamönnum þjóðarinnar, bæði þeim, sem skapa, og hirs- um, sem túlka. Þessi listkynn- ingarstarfsemi verður hvorkí mæld né vegin, en hún er áreið anlega mjög beilladrjúgt spor í skóla- og menningarmálum, og getur orðið til hins mesta gagns listmati og listþróun i landjnu. PAVID WILLIAMS: I WASIIINGTON telja menn menn sig sjá mikil merki þess, að stefnubreyting sé í aðsigi í at'stöðu Bandaríkjanna til Kína. Akvörðun Bretlands og annarra ríkja um að minnka útflutnings hömlur'til Kína er bara síðasti liðurinn í atburðarás, sem lief- ur orðið þess valdandi, að jafn- mikilir menn á Bandaríkjaþingi og öldungadeildarþingmaðurinn Lyndon Johnson hafa krafizt þess, að Bandaríkin taki upp nýja stefnu gagnvart Peking- stjórninni. Á seinni árum hefur afstaða Bandaríkjanna til Formósu og Kína mest hjakkað í sama far- inu, ekki vegna þess að sú stefna væri svo vinsæl eða ár- angursrík, heldur fyrir það, að fáir stjórnmálamenn vestra hafa þorað að halda fram áliti sínu, af ótta við að þeir aðilar, sem styrkja Sjang-Kai-Sjek, fái þá stimplaða sem kommúnista eða handbendi þeirra. Eisenhow er forseti er sagður draga mjög í efa réttmæti hinnar einstreng- ingslegu afstöðu, en þeir Dull- es, utanríkisráðherra og Robert son, varautanríkisráðherra — en undir hann heyra Kínamálin — ku styðja hana efasemda- laust. Fyrsta merki þess, að Banda- ríkin væru að linast í trúnni, var þegar þrír amerískir blaða- menn tóku sér á hendur ferð til Kína í trássi við þá ákvörð- un utanríkisráðuneytisins, að bandarískir borgarar megi ekki ferðast til Kína. Það hefur kom- ið í ljós, að almenningsálitið hefur að mestu verið á bandi blaðamannanna, og Dulles hef- ur ekki bætt uni málstað sinn, er hann taldi fram ýmsar ástæð ur, sem stanguðust hver á við aðra, fyrir því að halda bann- inu í gildi. Alvarlegri atburðir eru náttúr lega alda andúðar gegn Banda ríkjunum, sem gengið hefur um Formósu. Þeir atburðir hafa haft djúp áhrif í bandaríska þinginu, sem meðal annars má marka af vandræðalegum við- brögðum Knowlands öldunga- deildarþingmanns, en Know- land er sem kunnugt er ötui- asti stuðningsmaður Sjang Keí Sjeks vestra, og hefur þar ei fengið viðurnefnið „Senatorimi frá Formósu11. Á yfirborðinu láta menn eins og ekkert haí.i í skorizt, en margir þingmenn í báðum deildum eru farnir ao draga í efa, að þeim milljón- 1 um dollara, sem Bandaríkja- stjórn evðir í þjóðernissinna- stjórnina á Formósu, sé rétt varið. Hins vegar liggur ekki ljósi fyrir, hvær stefna verður ofan á hjá Bandaríkjamönnum. Margir draga í efa að hernað- arlegt gildi Formósu sé mikiö, en hins vegar eru fáir eða eng- ir, sem fallast á að afhenda Peb: ingstjórn yfirráð yfir eynni. Það yrði talið grimmilegt og tillitslaust og siðferðilega rangt að taka slíka ákvörðun, án þess Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.