Alþýðublaðið - 14.06.1957, Side 4
I
íöstudagur 14. júní 1957.
Alþýgub»a»lg
EITT af síðustu málunum, sem alþingi afgreiddi,
Var stjórnarfrumvarp um skemmtanaskatt ofl., þar sem
meðal annars er gert ráð fyrir, að hagnaður af rekstri
viðtækjaverzlunar ríkisins renni næstu 5 ár til að greiða
byggingaskuldir þjóðleikhússins og halla sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. í umræðum um þetta mál flutti Benedikt
Gröndal, formaður útvarpsráðs, athyglisverða ræðu, þar
sem hann mótmælti þessu atriði og benti á, að mjög illa
væri að útvarpinu búið, én fé tekið af hlustendum til að
byggja yfir aðrar stofnanir. Þá gerði Benedikt fyrstu til-
raun til að fá alþingi til að styðja undirbúning sjónvarps
á Islandi með því að lögfesta, að ágóði af sölu sjónvarps-
tækja skuli, þegar þar að kemur, renna til sjónvarpsins
sjáifs. Þessi tillaga var kolfelld og kom þar fram furðu-
legt skilningsleysi þingmanna ó merk^iegu framtíðaú-:
máii. Minnir sinnuleysi þeirra á þá menn, sem einu sinni
voru á móti síma. Alþýðublaðið birtir hérmeð ræðu Bene-
dikts um þessi efni.
flugvéladynur heyrist um land
allt í útvarpinu, þegar flugvél
flýgur yfir miðbæinn í Reykja-
vík? Halda menn að það sé við-
unandi útvarpshúsnæði, þar
sem hamarshögg blandast fræði
legum erindum og ýmiskonar
venjulegur húshávaði heyrist í
upplestri listaverka? Halda
menn að það sé viðunandi hús-
næði, þegar útvarpsþulirnir,
sem tala til allrar þjóðarinnar
á degi hverjum, hafa neyðzt til
að kæra til borgarlæknis yfir
því húsnæði, sem þeir verða að
vinna í?
Ég vona, að ekki þurfi frek-
ari sannana en þessi fáu dæmi
til að sýna mönnum fram á, að
ríkisútvarpið þarf nauðsynlega
á nýju og betra húsnæði að
Benedikt Gröndal:
Hvers á ríkisúivarpið að gjald
ÉG ER í öllum höfuðatriðum
sammála frumvarpi því um
skemmtanaskatt og fleira, sem
hér er til umræðu. Þó verð ég
að undanskilja eitt atriði, bráða
birgðaákvæðið um hagnað Við-
tækjavrzlunar ríkisins, og vil
ég leyfa mér að fara um það
nokkrum orðum. Samkvæmt
þessu ákvæði á hagnaðurinn af
innflutningi og sölu útvarps-
tækja næstu 5 ár, að renna að
3/5 hlutum til greiðslu á bygg-
ingaskuldum Þjóðleikhússins
en að 2/5 til reksturs sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Er þetta
raunar ekki ný ráðstöfun, því
tekjuafgangur Viðtækjaverzl-
unarinnar hefur síðastliðin sex
ár runnið til þess að greiða
Þj óðleikhúsbygginguna.
Þegar RíkisútvarpiS hóf
starfsemi sína fyrir röskum
aldarfjórðungi, voru því ætl-
aðir tveir tekjustofnar til að
standa undir rekstri og nauð-
synlegri uppbyggingu stofn-
unarinnar. Þetta voru afnota-
gjöld hlustenda og hagnaður
af innflutningi og sölu útvarps
viðtækja. Þessir peningar voru
og eru teknir beinlínis af út-
varpshlustendum sjálfum, og
er því ekki aðeins eðlilegt, að
þeir renni beint til starfsemi
útvarpsins, heldur óeðlilegt að
taka þá til nokkurs annars.
MILEJÓNIR TEKNAR AF
HLUSTENDUM.
Samt fór svo, að annar þess-
ara tekjustofna var tekinn af
Ríkisútvarpinu. Síðastliðin sex
ár hefur hagnaðurinn af sölu
útvarpstækja til landsmanna
værið notaður til að greiða bygg
ingaskuldir Þjóðleikhússins, og
hafa á þann hátt verið greiddar
5.658.000 króna frá Viðtækja-
verzluninni.Með öðrum orðum:
5,6 milljónir hafa verið teknar
af útvarpshlustendum þessa
lands til að greiða fyrir þjóð-
leikliúsbyggingu.
Ástæðan til þess, að horfið
var inn á þessa óeðlilegu braut
var sú, að rekstur útvarpsins
gekk vel og það hefur verið
hægt að reka það við þær að-
stæður, sem því eru nú búnar,
án þessa fjár. Hins vegar er sú
aðbúð, sem útvarpsstarfsemin
býr við, hörmulega- léleg og
Jangt fyrir neðan það, sem sóma
samlegt er af menningarþjóð
að bjóða slíkri stofnun. Og á
sama tírna, sem 5,6 milljónir af
fé útvarpshlustenda hafa verið
teknar til að byggja leikhús,
hefur útvarpinu sjálfu ár eftir
ár verið neitað um leyfi til að
b.vggja yfir sjálft sig, þótt hús-
næðisástand þess sé hörmulegt.
Þannig hefur útvarpinu, sem
flytur fréttir, fróðleik og
Það býr við mjög léleg starfsskilyrði, en fé
úfvarpshlustenda er tekið til að byggja
yfir aðrar stofnanir!
Benedikt Gröndal.
skemmtan inn á hvert heimili
í landinu, í strjálbýli jafnt sem
þéttbýli, verið bannað að byggja
yfir sjálft sig — síðan hafa pen
ingar þess verið teknir af því
til að byggja yfir aðra stofnun.
Menn kunna að halda, að ég
ýki húsnæðisvandræði útvarps
ins, en svo er vissulega ekki.
Halda háttvirtir alþingismenn,
sem sjálfsagt eru flestir útvarps
hlustendur, að það sé gott hús-
næði fyrir útvarpsstöð, þar sem
halda. Teikningar að framtíðar-
byggingu hafa verið tilbúnar í
tíu ár, umsóknir hafa verið send
Ilar ár eftir ár, en alltaf neitað.
Og svo eru peningar útvarps-
j hlustenda, sem eiga að bæta úr
j þessu ástandi, teknir og notað-
ir til að greiða byggingaskuldir
annara stofnana.
HLUSTUNARSKILYÐI
Á AUSTURLANDI.
Ég hef hér nefnt fyrst og
fremst húsnæðisvandræði út-
varpsins í sambandi við þetta
fé, en það eru fleiri verkefni,
sem bíða úrlausnar hjá stofn-
uninni. Eitt hinna alvarlegustu
er sú staðreynd, að hlustendur
í heilum landsfjórðung heyra
mjög illa til útvarpsins, og er
það í raun og veru gersamlega
óviðunandi. Það hefur margt
verið reynt til að bæta úr þessu
með því fé, sem fyrir hendi hef-
ur verið, en engan veginn tek-
izt að leysa vandann. En mig
grunar, að fyrir þá peninga,
sem teknir hafa verið af við-
tækjaverzluninni síðustu sex ár
hefði mátt reisa eina mjög
sterka útvarpsstöð tiL dæmis á
Ilornafirði og ná þannig örugg-
Iega inn í alla afkima Austfjarð
anna.
Frumvarp það, sem hér er til
umræðu, er stjórnarfrumvarp,
og geri ég mér ekki vonir um,
að ákvæðum þess um ráðstöfun
Framhald á 8. síðu.
KVIKMYNDAFRETTIR
SAMKVÆMT opinberri
ikýrslu, er nýlega var birt
í Ilollywood, fram'l iddu
bandarísk kvikmyndafélög
296 kvikmyndir á árinu 1956.
U þessara kvikmynda voru
teknar erlendis. Árið 1955
i'oru framleiddar samtals
286 kvikmyndir í Bandaríkj-
inurn.
James Poe, sem ásamt
seim S. J. Perelman og John
Farrow samdi kvikmynda-
handritið að myndinni „A-
round the World in 80 Days“,
;em hlaut Oscarverðlaunin
;em „bezta mynd ársins
L956“ mun semja kvikmynda
handrit að myndinni „Cat
On a Hot Tin Roof“, er bygg-
ist á samnefndu leikriti eft-
ir Tennessee Williams. Pan-
dro S. Berman mun fram-
leiða kvikmyndina fyrir
Metro-Goldwyn-Mayer félag
ið.
—o—
Rita Hayworth, sem verið
hefur burtu frá Hollywood
um nokkurra ára skeið mun
nú Ieika í kvikmyndinni „Pal
Joey“. Aðrir leikendur í
myndinni verða Kim Novak
og Frank Sinatra. George
Sidney mun stjórna töku
myndarinnar, sem tekin verð
ur í litum.
—o—
Maurice Chevalier mun
fara með hlutverk frændans
íslenzk og erlend úrvalsl]éS ■■
ATLANTIS
effir Síein Sfeinarr
SVO siglum við áfram
í auðn og nótt.
Og þögn hins liðna
læðist hljótt
frá manni til manns,
eins og saltstorkinn svipur
hins sokkna lands
í auðn og nótt.
Svo rísa úr auðninni
atvik gleymd:
Einn lokkandi hlátur,
eitt létt stigið spor.
Var það hér, sem við mættumst
í mjúku grasi
einn morgun í vor?
Og við horfðum í sortann
óferskum augum
eitt andartak hljótt.
Svo siglum við fram hjá.
Áfram, áfram
í auðn og nótt.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
$
s
s
s
s
s
s
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
<■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•'’
■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■
....................... F Ö N D U R .......................
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■ ^ ■ » !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(
*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■
■ ■■■■>■■■■■:''■■■■■■■■■*■■■■■■■*■
•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■)
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■t
ÞEGAR nú öll vorverkin
eru að hefjast, er eitt þeirra,
er mest kallar oft að að mála
húsið utan. Til þess þarf stiga
og er hreint ekki óþekkt fyrir-
brigði að menn vari sig ekki á,
er þeir fara niður úr honum,
að þeir séu komnir á neðstu
tröppu, en þegar svo er hrökkva
þeir stundum, við, er þeir stíga
á jörðina, og hrasa. Mörgum
kann að finnast þetta allundar
leg' byrjun, en raunveruleikinn
er, að fjöldi slysa hefur hlotizt
einmitt af þessari óaðgæzlu við
það að fara niður úr stiga.
Til að koma í veg fyrir þetta
er ágætt að skera af slöngu bút,
sem er jafnlangur heðstu rim-
inni og rista hann síðan að endi-
löngu og láta hann utanum
hana. Þegar stigið er í hana er
það aðvörunarmerki um, að
stiginn sé á enda.
Þó að gaman sé að veggfóðra
barnaherbergið með hverskonar
stórrósóttu veggfóðri, þá er enn
frumlegra að mála alls konar
myndir á veggi þess með litum
þeim, er afgangs verða, þegar
það er málað.
Þetta er gert á þann hátt, að
þegar það er málað, verða oft-
ast afgangs ýmsir litir, sem not
aðir hafa verið á lista og hurðir,
í söng- og gamanmyndinni
„Gigi“, sem byggð er á skáld
sögu eftir Colette. Hljómlist
o texti eru eftir Alan Jay
Lerner og Frederick Loewe.
Framleiðandi myndarinnar,
sem gerð verður á vegum
Metro-Goldwyn-Maver fé-
lagsins, er Arthur Freed.
Kvíkmyndatakan fer að
mestu fram í Frakklandi.
en eru þá oft aðrir en vegglit-
irnir. Með þeim eru barnalegar
myndir málaðar á pappír, síðan
klipptar út og festar á veggina
með veggfóðurslími. Þannig er
auðvelt að fjarlægja þær á ný
næst þegar mála á herbergið,
enda skemmtilegt að skipta þá
um myndir.
Þar sem við leyfum okkur að
telja frímerkjasöfnun föndur
(Hobby) er ekki úr vegi að
minnast hér lítið eitt á það
helzta, sem í vændum er á því
sviði.
Ballonflug stendur fyrir dyr-
um á næsta flugdegi og má
telja vafalaust, að rnarga fýsi
að eignast loftbréf þau, er þá
verða send upp með ballon
þeim, er hingað kemur og fer
upp í háloftin með 2000 bréf
innanborðs.
Það verður hollenzkt par, er
fef upp með balloninum og
munu þau vonandi lenda á
þurru landi að flugi loknu, ann
ars kunna bréfin að skemmast.
Þarna er um að ræða umslög,
sem kannski ekki vekja svo mik
inn áhuga innlendra safnara,
en því fleiri erlendir safnarar
hafa áhuga fyrir að eignast þau
og verða þessi 2000 áreiðanlega
ekki til að fullnægja þeirri eft-
irspurn, er mun myndast.
Þetta var snjallt uppátæki
hjá íslenzku póststjórninni og
mun án vafa verða til þess að
margir blessa hana fyrir vikið.
Umslagasöfnun er lítt þekkt
fyrirbæri hér á landi, en á
áreiðanlega mikla framtíð fyrir
sér. Það er því ekki úr vegi að
hefja hana með því að kaupa
hin nýju ballonumslög og reyna
síðan að ná í ýms önnur ís-
lenzk sérumslög, sem verða
sennilega brátt torfengin.