Alþýðublaðið - 19.07.1957, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.07.1957, Qupperneq 4
Alþýgublagjg Fösíudagur 19. júlí 1957 Hver er maðurinn? Á SÍÐASTA alþingi var sam- þykktur allmikill lagabálkur um heilsuvernd í skólum. Lög þessi voru að mestu undirbúin og samin af skólayfirlækni, en embætti hans er nýtt á landi hér. Var Benedikt Tómasson skipaður í starfið frá 1. sept. í fyrra. I lögunum um heilsuvernd í skólum segir svo um embætti skólayfirlæknis: „Sérfróður læknir, skólayfirlæknir lands- ins, skipaður af heilbrigðismála ráðherra hefur umsjón með heilsuvernd í skólum landsins og stjórnar starfi heilbrigðis- starfsliðs þess, sem annast hana. Enn fremur hefur hann eftirlit með íþróttastarfsemi í landinu og heilsufari íþróttamanna.11 Þótt hér sé um nýtt embætti að ræða, eru þó liðin tíu ár síðan samþykkt var á alþingi að ráða sérstakan skólayfirlækni. í fræðslulögunum frá 1946 segir svo um beilbrigðiseftirlit í skól- um: „Lækniseftirlit með heil- brigði skólabarna og kennara og hollustuháttum skólanna skal haga eftir reglum, er heil- brigðismálastjórn setur í sam- ráði við fræðslumálastjórn. Skal ráðinn sérfróður læknir, skólayfirlæknir landsins, er skipuleggur og hefur yfirum- sjón ffieð heilbrigðiseftirliti svo og íþróttastarfsemi." Með stofn un skólayfirlæknisembættisins er því í rauninni verið að fram- kvæma tíu ára gamla samþykkt algingis. i Skólayfirlæknirinn nýi, Benedikt Tómasson, er Eyfirð- ingur að ætt. Hann er fæddur 6. desember 1909 að Hólum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, sonur hjónanna Tómasar Bene- diktssonar, bónda og oddvita þar og síðar á Öldu, og konu hans, Sigurlínu Einarsdóttur ijósmóður. Voru þau hjón bæði Eyfiroingar að ætt. Benedikt settist í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri tæplega 20 ára gam all haustið 1929. Hann las 5. og 6. békk á einum vetri og lauk stúdentsprófi árið 1932. Lækna- námi lauk hann árið 1938, vann kandidatsár sitt á Landspítal- anum, var staðgengill ýmissa lækna víðs vegar um landið á næstu misserum og fékk lækn- ingaleyfi árið 1939. Síðan var hann við framhaldsnám í tauga- og geðsjúkdómum á Kleppi í tæp tvö ár. En þá venti hann sínu kvæði í kross og gerðist skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði haustið 1941. Benedikt Tómasson fékk ung ur ábuga á kennslu og skóla- málum, kenndi töluvert þegar á menntaskólaárum sínum, og á há.skólaárunum var hann stundakennari við Menntaskóla Akureyrar og Samvinnuskól- ann. Hann var því síður en svo óvanur kennslu, þegar hann varð skólastjóri Flensborgar- skólans að loknu læknisnámi, tæpra 32 ára að aldri. Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir. Benedikt Tómasson var skóla stjóri Flensborgarskóla í 14 ár, eða til ársins 1955, er hann fór utan til að kynna sér heilsu- gæzlu í skólum. Skólastjórnin fór honum prýðilega úr hendi, hann var ágætur kennari og kunni góð skil á vandamálum í kennslu og skólahaldi. Aðal- kennslugreinar hans voru stærð fræði og heilsufræði, og hefur hann samið kennslubækur í báð um þessum greinum. Kennslu- bækur hans í heilsufræði eru þrjár, bæði handa unglingaskól um og gagnfræðaskólum. Tvær reikningsbækur handa fram- haldsskólum samdi hann í sam- vinnu við aðra. Einnig hefur hann fengizt töluvert meira við ritstörf og m.a. þýtt Bernsku- brek og æskuþrek Churchills á íslenzku. Er Benedikt ágæta vel ritfær og mikill smekkmað- ur á mál og stíl. Hann er Ijóð- elskur og mikill unnandi góðr- ar tónlistar. Leikur hann á pí- anó í frístundum sínum. Hann ' var formaður Tónlistarfélags- ýns, meðan hann var í Hafnar- 'firði. Haustið 1955 fór Benedikt utan sem styrkþegi Alþjóðaheil brigðismálastofnunarinnar með meðmælum íslenzku heilbrigð- isstjórnarinnar, til náms í skóla heilsufræði og íþróttafræði. Dvaldist hann um eins árs skeið í fjórum löndum, þrjá mánuði í hverju þriggja Norðurland- anna, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, og fjóra mánuði í Bret landi. Náminu var yfirleitt hag- að svo, að Benedikt var á veg- um skólayfirlæknanna í þess- um löndum. Hann heimsótti fjölda skóla og skyldar stofn- anir og fylgdist með starfi skóla lækna og skólahjúkrunar- kvenna. Hann gerði sér far um að kynnast meðferð nemenda, sem eitthvað var að, t.d. þeirra, er sáu og heyrðu illa, eða höfðu aðra líkamlega ágalla og sjúk- dóma. Þá kynnti hann sér ekki síður meðferð andlegra veilla barna, enda er geðvernd í skól- um ytra miklu lengra komin en hér á landi. Þá ræddi hann við íþróttalækna og kom í íþrótta- háskóla á Norðurlöndum. Naut hann hvarvetna í námsför sinni frábærrar fyrirgreiðslu og skiln ings heilbrigðis- og skólayfir- valda. Benedikt kom heim úr náms- för sinni í október í fyrra og byrjaði þá þegar að undirbúa reglur um heilsuverndarstörf í skólum. Eins og áður er á minnzt samdi hann, ásamt land lækni, frumvarp það um þessi mál, er samþykkt var á þinginu í vetur. Síðan hefur hann unn- ið að því að semja reglugerð um heilsuverndarstarfið í skól- um, útbúa skýrslueyðublöð handa læknum, foreldrum og kennurum. Má gera ráð fyrir, að heilsugæzlustarfið í skólum, samkvæmt hinu nýja kerfi, hefj ist á næsta skólaári. Mun skóla- yfirlæknir þá ferðast um til að skipuleggja starfið og leiðbeina. Tvennt er það, sem skólayfir- læknir telur ríka ástæðu til að auka í íslenzkum skólum. Ann- að er það, að komið sé á í skól- unum geðvernd og vandlegri at- hugun á andlegum veilum nem- enda, og hitt er, að kennararnir sjálfir verði miklu virkari þátt- takendur í heilsugæzlustarfinu en verið hefur. Hefur hann mik inn áhuga á að vinna að báðum þessum þáttum í hinu nýja starfi sínu. í vor sat Benedikt þing Al- þj óðaheilbrigðismálastof nunar innar um geðvernd í Noregi og á eftir fór hann til Finnlands og kynnti sér þar heilsugæzlu í skólum. Er hann fyrir nokkru kominn úr þessari för. Enginn vafi er á því, að það er mjög mikilsvert, að fyrsti skólayfirlæknir landsins skuli sameina það tvennt að vera prýðilega vel menntaður læknir og reyndur skólamaður. Bene- Framhald á 11. síðu. KVIKMYNDAFRETTIR FBED MATTER, sá, er ítjórnaði leiðangrinum, sem fann upptök Amazónárinnar, og einn mesti f jallgöngugarp ur veraldar, mun fara með hlutverk þýzks Iiðsforingja í kvikmyndinni „Bitter Victo- ry“, sem gerð verður á veg- tim Columbia Pictures. Mynd in er byggð á skáldsögu eft- Ir Rene Hardy og segir frá eyðimerkurhernaði í Afríku { síðustu heimsstyrjöld. Aðr- ír leikarar í myndinni verða þeir Richard Burton, ástr- &Iski leikarinn Kurd Jurg- ens og franski leikarinn Ray- mond Pellegrin. Stjórnandi verður Nicholas Ray. Kvikmyndafélagið Metro- 3oldwyn-Mayer hyggst auka cvikmyndaframleiðslu sína im hér um bil 25% á fjár- aagsárinu 1957—58. Ein af beim kvikmyndum, sem fé- iagið sendir frá sér á næst- unni, heitir „Scapegoat", og er hún byggð á síðustu skáld •ögu Daphne Du Maurier. Verður hún framleidd hjá Ealing Studio brezku, félagi. Michael Todd, framleið- mdi Óskarsverðlaunamynd- arinnar frá 1956, „Around Ihe World in 80 Days“, hef- w tilkynnt, að næsta mynd kans verði byggð á skáldsögu Hervantes, „Don Quixote“. Verður hún kvikmynduð á Spáni. Kvikmyndahandritið skrifaði S. J. Perelman, einn if sviðstjórunum í myndinni ;,Around the World in 80 í)ays“. Cantinflas, hinn frægi inexikanski gamanleikari, mun fara með hlutverk San- co Panza í „Don Quixote“. Ekki hefur enn verið ákveð- ið, hver með aðalhlutverkið. S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s N s s s s s s s s s s s s s s s s V íslenzk og erlend úrvalsljóg — eftir Matthías Jochumsson, Faðir andanna, frelsi landanna, Ijós í lýðanna stríði, sendu oss frelsi, sundur slít helsi, líkna stríðandi lýði. Lýstu heimana, lífga geimana, þerrðu trgenda tárin. Leys oss frá illu, leið oss úr villu, lækna lifenda sárin. Sæ'lu njótandi, sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir. Guðsríki drottni, dauðans vald þrotni, komi kærleikans tíðir. Faðir Ijósanna, lífsins rósanna, lýstu landdinu kalda, vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífstríði alda. S S S s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s r s s s s V s V "I s; s s s s s s s s s s s s s s s s s s BREFAKA5SINN Stéiar upp i borð „Herra ritstjóri. Ég get nú bara ekki orða bundizt mér ofhasar svo ókurt- eisi þjónanna á veitingahúsun- um hér í bænum. Það er alltaf verið að kvarta undan gisti- húsaskortinum og ekki að á- stæðulausu. En hvernig væri að reyna að reka þessi fáu gisti- og veitingahús, sem tekizt hef- ur þó að hrófla upp, svo að skammlaust sé. Nýlega voru staddir hér tveir erlendir kunn ingjar mínir og mér varð það á að fara með þá á eitt veitinga- húsið hér í bænum, en það hefði ég ekki átt að gera, því að gisti- húsa-„menning“ okkar er sann- arlega nokkuð, sem er eins gott að við kynnum ekki útlending- um. Látum nú vera, að fátt er til annað en fábreyttustu ,sjússa“-drykkir, og gott má þykja ef til er ein tegund af hvítvíni (og þá náttúrlega ekki nema í heilflöskum), en frum- skilyrði þess, að gestum líði sæmilega, er þó að þeim sé sýnd nokkur tillitssemi og ekki ókurteisi. Þetta kvöl'd, þegar greiða átti fyrir veitingar þær, er við höfðum fengið, hafði ég ekki smærri pening en fimm hundruð krónur, en félagar mínir höfðu ekki íslenzka mynt. Þjónninn leit á okkur ólundar- lega og sagðist ekki geta skipt. Ég sagðist því miður ekki háfa smærra, og sagði að mér væri því ómögulegt að greiða með öðru en þessum seðli. Þjónninn leit nú enn óvingjarnlegar til okkar og sagði, að það væri víst eins gott að gefa gestum veit- ingarnar eins og að standa í þrasi við þá! Endirinn varð sá, að kunningi minn við næsta borð leysti okkur út. Mér er sagt að þetta sé ekki einsdæmi, ég megi þykjast sleppa vel og þakka það þessum útlending- um, sem með mér voru, en það sé helzt að þjónarnir sýni út- lendingum lipurmennsku og láti þá til dæmis ganga fyrir um borð. (Ég gleymdi að geta þess að þjónninn kunni ekki að þéra.) Skömmu síðar hætti dansinn og gestir fóru að tínast út. Ekki voru þeir fyrr staðnir upp en til ruku þjónar og þeyttu stólunum upp á borð. Þarna sat enn helmingur gesta og var engu l’íkara en svo lægi á að ræsta í salnum, að engu skipti þjónana hvort nokkur gestur var ennþá í salnum, fyrst ekki var lengur hægt að selja þeim brennivin. Ég þarf náttúrlega ekki að taka það fram, að kunningjar mínir ráku upp stór augu yfir aðförum þessum og hafa þó víða farið og margt séð á ýmsum stöðum, sem þykjast ekki vera eins fínn og þessi á að heita né heldur eins dýrir. Jón Jónsson.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.