Alþýðublaðið - 19.07.1957, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 19.07.1957, Qupperneq 8
A 3 þ ýgubíaSlð Föstudagur 19. júlí 1??57 ATHUGASEMD FRÁ STJÓRN ÍÞRÓTTA- VALLANNA í REYKJAVÍK. í TILEFNI fréttar frá mennta málaráSuneytinu, er lesin var í útvarpinu föstud. 12. iúlí, þar sem segir m.a. „ríkissjóour inn- heimtir engin gjöld af íþrótta- kappleikjum. Eru þeir t.d. al- gjöriega undanþegnir skemmt- anaskatti. Samkv. reglugerð, sem bœjarstjórn Reykjavíkur hefur sett, innheimtir stjórn í- þróttavallanna í Reykjavík hins vegar 20% gjald af aðgöngu- miðum allra íþróttakappleikja“, vill stjórn íþróttavallanna í Reykjavík taka eftirfarandi fram: 1. I upphafi var íþróttavöll- urinn í Reykjavík, er tekinn var í notkun árið 1911, í eigu 8 íþróttafélaga og innheimtu þau í vallarleigu 20% af að- gangseyri. 2. Eftir að íþróttavöllurinn á Melunuai varð eign Reykjavík- urbæjar hefur hann jafnan ver- Ið rekinn sem sjálfstæð stofn- un, undir sérstjórn, sem að meirihluta hefur verið skipuð fulltrúum, tilnefndum af íþrótta hreyfingunni í bænum, enda segir svo í fyrstu grein reglu- gerðar fyrir íþróttasvæðin í Reykjavík dags. 16. maí 1946: „íþróttavöllurinn á Melunum og önnur íþróttasvæði, sem þessi reglugerð nær til, eru eign Reykjavíkurbæjar. En bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur feng- ið íþróttabandalagi Revkjavík- ur yfirráð yfir þeim. — íþrótta- svæðunum stjórnar nefnd 5 manna. Kýs íþróttabandalag Reykjavíkur 3 þeirra, en bæj- arstjórn 2“. í þriðju grein sömu reglu- gerðar er svo tekið fram, að vall arstjórn ein ákveði um gjald fyrir notkun vallarins, Bæjarstjórn hefur því ekki gefið nein fyrirmæli eða sett reglugerðarákvæði um að inn- heimta skuli 20% vallarleigu, heldur er það vallarstjórn kosin að meirihluta af heildarsam- tökum íþróttamanna í Reykja- vík, sem ákvörðunina hefur tekið, enda er leigan í samræmi við fvrri venju, þegar íþrótta- félögin sjálf áttu völlinn og sáu algjörlega um rekstur hans og eru tekjurnar einvörðungu not aðar í þágu íþróttahreyfingar- innar. 3. Til þess að fyllstu ná- kvæmni sé gætt, er rétt að geta þess, að vallarstjórn innheimt- ir ekki 20%; af aðgangseyri, held ur 26%. Þár af rennur 2% í sérstakan ,y.„ framkvæmdasjóð Í.B.R.. 4% í síysasjóð íþrótta- manna og 20% teljast vallax'- leiga. Vallai’leigunni er varið í tvennum tilgangi, í beina styrki til byggingar félagsheimila cg leikvanga fyrir fyrir íþrótt.afé- lögin í bænurn og hefur vallar- stjórn á árunum 1947—1956 veitt eítirtalda styrki í þeim tilgangi: Fram ......... kr. Valur . . . K.R. ... Ármann . U.M.F.R. Víkingur Samtals kr 44.000.00 88.800.00 143.200.00 63.500.00 37.500.00 28.000.00 405.000.00, og að öðrum þætti til reksturs og við- halds íþróttasvæðanna. Til þessa hafa tekjur af vallarleigu þó hvergi nærri hrokkið svo að undanförnu hefur Reykjavík- urbær orðið að styrkja rekstur íþróttasvæðanna með 3.400.000. 00 kr. árlega. 4. Til samanburðar má og geta þess, að í Noregi mun leiga af Bislet-vellinum í Osló t.d. nema allt að 25% af aðgangs- eyri og í Kaupmannahöfn mun hún stundum vera hærri. 5. Ekki mun það heldur vera [ rétt hermt, að íþróttakappleikir séu hér algjörlega undanþegn- ir skemmtanaskatti, því að skemmtanaskattur er hér inn- heimtur af öllum leikjum, sem atvinnulið taka þátt í og hefur þetta ákvæði einmitt orðið til þess að torvelda heimsóknir góðra erlendra atvinnuliða til landsins.' 6. Af framansögðu má það vera ljóst að leiga af íþrótta- vellinum í Reykjavík er bæjar- stjórn og bæjarsjóði með öllu óháð, heldur er hún gjald, sem ákvarðast af fulltrúum. íþrótta- hreyfingarinnar, og tekjustofn, sem rennur beint til íbrótta- anna og starfsreksturs íþrótta- mannvirkja í bænum. Með þökk fyrir birtinguna. Stjórn íþróttavallanna í Rvík: Birgir Kjaran, Bragi Kristjánsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Þórðarson, Ragnar Lárusson. Yfiriýsing írá Yitinuveifesidðsantbandi w 1 M A TI N N íminn er Nýtt lambakjöt Bjúgu Kjötfars Fiskfars KaupféEag Kópavogs Álfhólsvegi 32 Sími 1-96-45 Trippakjöt, reykt — saltað og nýtt. Svið — Bjúgu. Létt saltað kjöt. VERZLUNIN Hamraborg, Hafnarfirði. Sími 5-07-10 Hangikjöt, svið, svínakótelettur, svínasteikur, ali- kálfakjöt í buff og gullaeh, folaldakjöt, saltað, reykt og í gullach. — Sendum heim. Kjötbúð Austurbæjar. Réttarholtsvegi. — Sími 3 - 36 - 82. Hú&mæður! Lystaukandi, holl og fjörefnarík fæða er Harðfiskur, borðaður með góðu smjöri. Harðfiskur fæst í öllum matvörubúðum. Harðfisksalan s.f. Kjötfars Vínarpylsur Bjúgu Kjötverzl. Búrfeii, Lindargötu. Sími 1 - 97 - 50. óbarínn VESTFIRZKUR HARÐFISKUR. Hilmarsbúö Njálsgötu 26. Þórsgötu 15. Sími 1 - 72 - 67 Folaldakjöt nýtt, saltað reykt Reykhúsið Grettisgötu 50B Sími 1 - 44 - 67 ími 1 -76-75 SENDUM HEIM. ALLAR MATVÖRUR. Reynisbúö Bræðraborgarstíg 43. er símanúmer okk- ar. Verð, vörur, þjónusta hvern dag við sérhvers hæfi. Búðargerði 10. Sími 3 - 49 - 99. SKIPSTJÓRAR kaupskipa- flotans eiga 1 kjaradeilu og hafa krafizt hækkunar launa sinna. Þeir hafa nú greitt atkvæði uíxj tillögu sáttanefndarinnar og fellt hana. Einxx skipstjóri greiddi henni atkvæði, en 18 vdru á móti. Vélstjórar standa í verkfalli, og af 99, sem greiddu atkvæði um tillögu sáttanefndar, greiddi hver einasti atkvæði gegn henni. Af 67 stýrimönnum, sem einn ig eiga í verkfalli, sögðu 65 nei, einn já og einn atkvæðaseðill var auður. Það er ekkert launungamál, að útgerðarfélögin greiddu at- kvæði gegn tillögunni, meðal annars vegna þess, að.þær fólu í sér kjarabætur og launahækk- anir til allra yfirmanna skip- anna, einnig þeirra, sem í hæstu launaflokkum eru, — og heild- arútgjöld, sem af tillögunum hefði leitt, gætu útgerðirnar ekki tekið á sig. Hinsvegar hafa útgerðarfélögin boðið, fljótlega eftir að viðræður hófust, ein- hverjar grunnkaupsbækkanir til þeirra lægst launuðu, en ekkert til þeirra, sem bezt kjör- in hafa. Skipaútgerðirnar hafa verið spurðar um, hver laun þessara stétta séu. Almenningi til upp- lýsingar er rétt að greina frá eftirfarandi: Á skipum Eimskipafélags ís- lands og Sambands íslenzkra samvinnufélaga er kaup skip- stjóra, útborgað í peningum með núverandi vísitölu: kr. 10.008.90. Þar við bætist risna og land- göngufé. Hlunnirjdi, scm sam- fara eru gjajdeyrisréttindum, svo og' ýmis önnur atriði, sem til kaups má meta, cru þá ekld meðtalin. Laun á ,,Esju“ og „Heklu“ eru 10% hærri í strandsigling- um en ofanritað, en annars gilda sérreglur um hin minni jskip Skipaútgerð ríkisins. Á sama hátt eru útborguð mánaðarlaun fyrsta vélstjóra: kr. 7.753.20 og fyrsta stýrimanns: kr. 6.006.00. Til viöbótar þessu koma síð- an samsk konar hlunnindi og skipstjórar njóta, að undan- teknu landgöngufé. Stýrimenn fá greidda eftirvinnu og til- skilda frídaga, sem ekki kann að reynast unnt að veita þeim, en 1. vélstjórar hafa ekki vakt- skyldu og ekki yfirvinnuþókn- un, en fasta þóknun, kr. 200.00 á mánuði, vegna þess. Skiptar skoðanir eru um það, hvers virði þau hlunnindi eru, sem ofanritaðar stéttir hafa, en þessar tölur eru hins vegar stað r.eyndir, sem ekki þarf um að deila. S’íðar mun birt nánara yfirlit um kjör verkfallsmanna og skip stjóra. Reykjavík, 17. júlí 1957. 5MÆLKI UTAN UR HEIMI S s s s s s s s s s V s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s i V { s s s s s s s $ s s s s s s V s )■ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Sýning á málverkum, vatns- litamyndum og teikningum eft- ir Hans Hofman, sem hefur haft mikil áhrif á bandaríska mál- aralist, var nýlega opnuð í Whitneylistasafninu í New Yorkborg. Sýning'in verður seinna haldin víða í Bandaríkj- unum. Þau áhrif, sem Hofman héfur haft á bandairísica mál- aralist hefur hann haft aðallega sem kennari og forvígismaður abstraktstefnunnar. Mörg þús- und stúdentar hafa sótt skóla hans í New Yorkborg og Po- vincetown í Massachusetts. Hof man stundaði nám í Múnchen í Þýzkalandi, en var síðan 10 ár í París, þaðan fór hann aft- ur til Miinchen og stai’frækti þá skóla þar. Hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1.932 þá 52. ára að aldri. Raymond Gniewek, 26 ára gamall fiðluleikari, fæddur og ! uppalinn í Bandaríkjunum, hef- I ur verið ráðinn hljómsveitar- stjóri við Metropolitanóperun; í New York næsta vetur. Á unt anförnum árum hefur ham leikið með filharmóníuhljóm sveitinni í Rochester. Zimbler strengjahljómsveitin mun fara í hljómleikaför um Mið- og Suður-Ameríku 19. ág- úst n.k. og stendur förin til 29. september. í þessari hljómsveit eru 22 menn, sem flestir eru meðlimir Boston sinfóníuhijóm sveitarinnar. Zimbler strengja- hljómsveitin var stofnuð fyrir 11 árum af Jasef Zimbler celló leikara, og er hún talin með þeim beztu sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Hún leikur venjulega án hljómsveitar- stjóra. í þessari hljómleikaför mun hljómsveitin m.a. leika lög eftir kunn bandarísk tónskáld. svo sem Aaron Copland, Arthur Bei’ger, Irving Fine, Lukas Foss, Allan Hovhaness, Hubert

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.