Alþýðublaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 6
Alþýgublagjg MiSvLkudagur 24. júií 1957 Hafrannsóknir í Norður-Kyrrahafi: irast t Ötgeíandi: AiþyöuíiokJmrLaD Ritstjóri: Heigi Sæmundssoa Auglýsingastjóri: Emilía Samúeisdóttir. r'rettastjóri: Sigvsldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prentsmiðla AlþvðublaÖsms. Hverfisgötn 8—18. Y íirmai i nadeilan ENN SITUR við sama í deilu yfirmanna á skipunum. Er engu líkara en einhver ill öfl hafi komizt þar í gerð. Almenningur furðar sig stór um á því, að ekki skuli vera hægt að finna lausn á þess- ari alvarlegu deilu, þar sem vitað er ,að yfirmenn á skip- unum búa ekki við nein neyð arkjör, þótt sumir eigi sýni- lega rétt á lagfæringu á kaupi sínu. Menn taka að gerast vantrúaðir á vilja deiluaðila til að semja. Sum- ir halda því hiklaust fram, að hér sé um pólitískt verk- fall að ræða. Á það skal enginn fullnaðardómur lagð ur hér, en óneitanlega er af- staða Morgunblaðsins til verkfallsins tvískinnungsleg og óþjóðholl. Elur það sem það má á ágreiningsmálum og sundurþykki deiluaðila. Er hörmulegt til þess að vita, ef pólitískir loddarar geta leikið sér þannig með velferð alþjóðar. Fer nú orðið harla iítið fyrir efndunum á öllum fjálgleikaloforðum Sjálf- stæðismanna um baráttu fyr ir þjóðarhag. Þótt verkfall yfirmanna sé að sjálfsögðu orðið þjóð- arböl, er ekki síður ástæða fyrir ýmsa aðra starfshópa að líta stéttarlega í eigin barm út af þessari alvar- legu vinnustöðvun. Ein hörmun-g býður annarri heim. Hásetar fengu tölu- verðar kjarabætur með verkfalli í vetur. Þær bæt- ur éta yfirmenn nú upp með þessu nýja verkfalli. Iiafnarverkamenn lækka stórum í tekjum við þessa stöðvun, kaupsýslumenn missa spón úr sínum aski, og þannig mætti lengi telja. Hér skal síður en svo gert lítið úr rétti neinnar stéttar til að semja um kaup sitt og kjör. Það eru frumréttindi hvers vinnandi manns. En í samvirku þjóðfélagi verð- ur að fara að öllu með gát. Fámennur starfsmannahóp- ur, sem hefur lykilaðstöðu í þjóðfélaginu, verður að hugsa um meira en sjálfan sig ,ef vel á að fara. Ef hann stuðlar að vinnutapi og kjararýrnun hjá miklu fjöl- mennari starfsmannahópum, er hann í rauninni að skemma og ónýta kjarabar- áttu starfsbræðra sinna. Þannig er þetta nú á kaup- skipunum. í framkvæmd verður þetta því stétt gegn stétt, og virðist Sjálfstæðis- flokkurinn una því vel, þótt kjörorð hans snúist þannig alveg við. Það er svo sem ekki heilindunum fyrir að fara hjá þeim flokki. Morgunblaðið hefur öðru hverju verið að impra á því að undanförnu, að Al- þýðublaðið komi á óvart með skrifum sínum um yfirmannaverkfallið. Það hafi haldið öðru fram áður. Þetta er alls ekki rétt. Al- þýðublaðið hefur aðeins viljað benda á þá augljósu staðreynd, að þjóðhollara væri og þjóðhagslegra fyr- ir fámenna, vel setta starfs hópa að reyna að knýja fram kjarabætur sínar, án þess að til verkfalls komi hverju sinni. En auðvitað eiga Iaunþegar hér ekki ein ir hlut að máli. Skyldan hvílir engu síður á vinnu- veitanda. Vinnustöðvun er naumast hagur fyrir hann nema annarleg sjónarmið séu í spilinu. Nú er það sýnilegt, að sumir yfirmenn eiga rétt á kjarabótum. Þeir hafa dregizt aftur úr. Er því full ástæða til að álykta, að báðir aðilar hafi látið reka á reiðanum. Væri ekki nær að hafa starfandi kjaranefnd frá vinnuþe-gum og vinnuveit- endunt, sem létu málið til sín taka fyrr en í óefni er komið? Og hver er hlutur fyrrverandi ríkisstjórna í þessum efnum? Var ekki á- stæða fyrir þær að athúga þessi mál betur niður í kjöl inn? Þar hlýtur að hafa verið um vanrækslu að ræða, ef þessi deila var ó- umflýjanleg. Það er auðvitað augljóst mál ,að þessi yfirstandandi vinnudeila er ríkisstjúrn Ólafs Thors að kenna. Ðýr- tíðin fór í hennar tíð upp úr öllu valdi, hlutur flestra launþega var fyrir borð borinn, stöðugt kapphlaup var milli verðlags og launa. Af þessu súpum við seyðið enn. Það er erfitt að stemma stigu við illum á- hrifum og afleiðingum slæmrar stjórnar. ÞA.NN 9. júlí síðastliðinn lögð'u tvö skip frá Scripps Haf- rannsóknarstofnuninni í Kali- forníu af stað frá San Diego í rannsóknarför um Kyrrahafið, og er ráðgert að hún standi til ágústloka. Dr. J. C. Swallow við brezku haffræðistofnunina tók boði um að verða í för með þessúm leið- angri, og mun hann einkum hafa umsjón með mælingum á djúpstraumum í Kyrrahafinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið að dr. Swallow er í rannsóknarför á þessum slóðum. Hann var með H.M.S. Challenger í hringför þess' umhverfis jörðina 1950— 52, en skipið var undir það ár á Kyrrahafi, þar sem einkum voru rannsakaðir straumar og gerðar athuganir á botni hafs- ) . ins. SAMEÆMDAR ATHUGANIR, Vísindaleiðangur þessi fæst bæði við rannsóknir á hafvatn- inu sjálfu og hafsbotninum á NorðausturrKyrrahafi. Sýnis- horn verða tekin af hafsvatn- inu um leið og djúpstraumsmæl ingarnar eru framkvæmdar. Hafa bandarískir vísindamenn mikinn áhuga fyrir djúp- straumamælitækjum þeim, sem dr. Swallow hefur unnið að gerð á undanfarin tvö ár, og gera sér miklar vonir um árangurinn af notkun þeirra. Ýmissa hluta vegna má þó ekki gera ráð íyrir miklum árangri af þeim rannsóknum og mælingum, sem gerðar verða í svo skammri för. Fyrst og fremst er það að vegna þess hve Kyrrahafið er stórt er með öllu ógerlegt að draga nokkrar álykt anir af takmörkuðum rannsókn um. í öðru lagi er útgerð slíkra rannsóknarskipa svo dýr, að ekki er unnt að halda þeim úti í einu nema skemmstan hluta þess tíma, sem vísindamennirn ir sjálfir telja að með þurfi. — í þriðja lagi verða mæl- ingarnar á djúpstraumunum aðeins einn þáttur í rannsókn- um leiðangursins. En dr. Swallow telur víst að þrátt fyrir þetta muni mikilvæg ur árangur nást, ef honum tekst eins og hann gerir sér vonir um, að afla áreiðanlegri upplýs 'inga varðandi eðli djúpstraum- anna. en áður hefur tekizt með óbeinum mælingum. ÞEKKING Á DJÚPSTRAUM- UM MIKILVÆG. Mæling djúpstraumanna get- ur haft mikla þýðingu, þar sem ekki er unnt að skilja eðli og háttu yfirborðsstraumanna, breytingar á þeim og annað, sem þeim við kemur nema vit- að sé hvað fram fer í djúpun- um. Þegar þar að auki er vitað að geislavirkt efni frá kjarn- orkusprengingum hefur sokkið til botns á þessum slóðum er nauðsynlegt að vita hvert bað muni berast með djúpstraum- unum. Aður hafa mælingar þess ar verið framkvæmdar með ó- beinura aðferðum, sem að vísu geta veitt nokkrar upplýsingar, en ekki nærri því eins nákvæm ar og gera má sér vonir um að þær verði, þegar hin nýju mæii- j tæki koma til sögunnar. ÞOLINMÆÐISVEIÍK. ] Aðferð dr. Swallows bvggist á því að eins konar senditæki er komið fyrir í vatnsbéttum pípum, sem sökkt er á ákveðið dýpi og rekur síðan fyrir straum. Sérstök móttökutæki ^ um borð í skipinu nema merk- I in frá senditækinu og er þar með kleift að mæla straum- hraða og stefnu á vissu dýpi, —• eða allt að því í 3,048 metra undir vfirborði sjávar. Mælitæki þessi voru notuð með undraverðum árangri við rannsókn á djúpstraumum í Framhald á 11. síðu. Tvær vatnsleiðsluppípur eru festar saman. Inni í þeim er komið fyrir litlum senditækjum, en síðan eru pípurnar fylltar vatni, mismunandi miklu, eftir því í hvaða dýpt þeim er ætlað að reka. Þannig er þetta tæki, sem notað er til að rannsaka l.júp- strauma í úthöfum. Það er brezki haffræðinfurinn, dr. Swal- low, sem sést vera að ganga frá því á þilium rannsóknaskipsins KVENNAÞÁTTUR 6«rf«t iskrtleifclur Mtíns, Albýðublaðsð SAUMIÐ SJÁLF. Það eru margar konur sem ekki sauma sjálfar heima þrátt fyrir, að raunverulega, sé það svo auðvelt að næstum því hver manneskja geti það. Það sem þær óttast mest er að þær muni eyðileggja efni sökum vankunnáttu á því að sníða og sníða það annað hvort rangt eða of Htið. Þetta er á- stæðulaus ótti, því að nú orð- ið fást snið að hv.-skonar flík- um eftir númcrm ,;;vo sem Butt erick sniöi’í ' '' d.í.S. og McCall sniðirt hj" 'rouy. Þessi snið er hægt eö t:á í réttum númerum fyrir I .• i s flík fyrir sig. Svo er einoig iv >t að fá hverskonar snið, : ylgja hinum ýmsu þýzku' t> • :kub i'iðum er hér eru fáanleg. I'tð hindrar að vísu marga, að þ ir kun.n ekki mál- ið, en það er á'fséðulaust, því að blöðin má einnig hvá dönsku. Sá ókostur er í.ð ísu við hin síðasttöldu snið : Ö þau verður að taka upp á ann: pappír sam- kvæmt teikningu i, en það er í flestum tilfellum uuðvelt. Þá er .. Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir aðeins að ætla vel fyrir saumun- um þegar sniðið er. Það er því ástæðulaus ótti hjá húsmæðrum yfirleitt, sem hindrar þær í að sauma flíkur sínar og barna sinna heima og vonandi að þær leggji hann á hilluna. Það helsta sem þarf hverju sinni við saumaskapinn er: Títiprjónar, Það ætti hver kona að aðgæta að notaa sér- staka títiprjóna sem ætlaðir eru við saumaskap. Þessir prjónar eru mjórri og beittari en aðrir títiprjónar og er það gert til þess að þeir skemmi síður efnið er þeim er stungið í það. Þegar þér hafið notað þá ættuð þér hverju sinni að skola þá úr sjóð- heitu vatni og leggja þá á pappír til að þurrka þá. Nálar. Kaupið stálnálar og geymið þær ávallt í pakkanum til að verja þær riði. Þráður. Kaupið aðeins vöru- merki sem þekkt eru að gæðum og gætið þess að velja liti og sverleika er hæfir því er saum- að er. Minnist þess einnig, að þráður sýnist ávalt ljósari á kefl inu en hann í raun og veru er. Skærin. Kaupið þau beztu er þér fáið og gleymið aldrei að fara vel með þau. Notið þau að- eins til að sníða með þeim og lánið þau ekki börnunum eða éiginmanninum. Fingurbjörg. Notið ávalt fing- urbjörg er þér saumið í hönd- um. Gætið þess að hún sé mátu- i leg þegar þér kaupið hana eins og þér væruð að velja hanzka éða skó. Aðalatriðið er að hún sé’Iétt óg fari vei' á fingri. Málband. Fyrir utan taumál- bönd (þau sem eru með tölum báðumegin eru að mörgu leyti betri), eru oft notuð málbönd til að mæía stuttar lengdir ná- kvæmar, þar eð hin stundum viljá teigjast. Smá aukahlutir. Bývaxkerti er handhægt til að nota við að gera þráðinn hálan, þegar þrætt er, ‘en einnig má nota það til að fá nálina til að ganga betur í efnið. Notið tréspóluna til að merkja sérstaklega hom með, er þér takið snið, eða þurfið að snúa við hornum og beltum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.