Alþýðublaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 8
8 Miðvikutlagur 24. júlí 1957 Alþý^ufoSaðlfr Minningarorö Fædd 17. Júní 1874, Dáisi 17. júií 1957» ÞANN 17. júlí sl. lézt ekkjan Sigríður Sveinsdóttir að heim- ili sínu, Bergþórugötu 33 hér í bæ. I-Iún var fædd 17. júní 1874 að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar he.nnar voru Guðríð- ur Jónsdóttir og Sveinn Sveins son b.óndi þar. 'Sigríður giftist Stefáni Ein- assyni útve^gsbónþa og hófu þau b.úskap að Króksvelli í Garði. Þau hjón eignuðust 10 börn og ólu auk þeirra upp eitt fóstur- harn, og eru 8 börn þeirra á lífi. Mann sinn missti Sigríður vorið 1938 og hefur hún síðan notið einstakrar umönnunar á heimili þeirra systkinanna Guð bjargar og Kristins skipstjóra. Sigríður Sveinsdóttir var- íædd þjóðhátíðarvorið og fæð- ingardagur hennar varð síð.er þjó.ðhátíðardagur íslendinga. Faeðingardagurinn og fæðingar árið eru þannig tengd hinum rnerkustu tímamótum í sögu þjóðarinnar. En saga hennar var saga trygglyndu, greindu almúgakonunnar, sem barðist við hlið manns síns af harð- íylgi, enda o.ft við kröpp kjör, að því háleita markmiði að skila framtíðinni hraustum og mannvænlegum barnahópi. •—• Og þetta tókst allt, og tókst giftusamlega. Það var eins og folessuð vorsólin frá þjóðhátíð- arárinu liti alltaf og ævinlega til með þessu óskabarni sínu, svo var líf hennar fagurt ^g unaðslegt til hinztu stundar. Þegar Sigríður lézt, hafði hún eignazt 24 barnabörn og 47 harnabarnabörn. Niðjar þeirra Sigríður Sveinsdóttir. hjó.na frá Króksvelli bera sterk ættar.einkenni. Heiðarleikinn og trygglynd- ið, glaðværð og skapfesta, á- samt raunsæi og dugnaði við að sjá sér og sínum farbor.ða eru góðar ættarfylgjur. Barnabarnabörn Sigríðar koma nú'ekki framar að sjúkra beði hennar að Bergþórugötu 33, en Drottinn allsherjar bæn- heyrði þessa öldruðu hjarta- hreinu konu, er hún í skini kvöldsólarinnar sagði fram hina hinztu kveðju í trúnaðar- trausti og með bros á vör: Guð fylgi ykkur, börnin mín góð. Arngrímur Kristjánsson. Hreinsanirnar i ieppfiBrjunu^ Grein úr New York Herald Trsbune EF þeirri staðreynd væ.ri ekki til að dreifa, að velferð margra milljóna manna er í hvað allt að því broslegt við þá veði, þá væri vissulega eitt- ákefð, sem leppríki Sovéríkj- anna sýna í því að gera hreins anir innan eigin flokka í sam- ræmi við breytingarnar í Moskvu. í löndum eins og Rúm eníu eða Búlgaríu er flokkur- inn ekki leiðbeinandi, sem rök- ræða má um og gagnrýna, held ur stjórandi, sem heimtar taf- arlausa og algjöra undirgefni. Saðustu hreinsanirnar voru gerðar í Búlgaríu, þar sem allt hafði verið með kyrrum kjör- um undanfarið, að minnsta kosti á yfirborðinu. í Soffíu hefur verið tilkynnt, að þrír háttsettir embættismenn, þar á meðal innanríkisráðhei'rann Georgi V. Tsankov, hafi verið reknir úr flokksstjó'rninni í við Ieitni, er miðaði að því að hreinsa burt ,,óflokksleg“ öfl. Orðið ,,óflokkslegur‘ öhefur óljósa merkingu, sem á máli kommúnista getur falið í sér alls kyns breyskleika. Fali Tsankovs er sérstaklega athygl isvert, þar eð innanríkisráð- herr.a, sem ræður yfir lögreglu liðinu og öðrurn liðsafla ríkis- ins, er heldur uppi lögum og reglu innanlands, gegnir einna óhrifamestu stöðu í einræðis- ríki. Tsankov var formaður sendinefndar búlgarskra komm únista, sem heimsótti Tító for- seta Júgóslavíu í fyrra, en til gangur þeirrar ferðar var að reyna að kcma aftur á sam- bandi milli Júgóslavíu og Búlg aríu. Líklega hefur yfirv.öldun- um í Soffíu fundizt Tsankov Og félagar hans vera of nánir fylgismenn Jítós persónulega og aðhvllist kenningar hans um þ.að, að kommúnistaríki eigi að fylgja stefnu, sem sé óháð Moskvuvaldinu. Sennilegt er, að valdabarátt an meðal forystumanna búlg- arskra kommúnista hafi verið í uppsiglingu nokkurn tíma og umbrotin í Moskvu verið flokksforystunni í Soffíu tæki- færi og yfirskin til þess að losna við hin sundrandi öfl. Veramá, að leiðtogar búlgarska og rúmenska kommúnista- flokksins hafi styrkt aðstöðu sína um sinn með því að sýna þannig mátt sinn og völd. En það er augljóst, að baki þeim, sem vikið var brott, standa öfl, er standa óhögguð í stjórnmála sögu bsggja landa. Engin rík- isstjórn ,sem verður að grípa til slíkra hreinsana, gstur hald ið því fram, að hún eigi hug og hjarta gervallrar þjóðarinnar. Ungverjaland og Pólland hafa gefið heiminum áþreifanlega sönnun um þá erfiðleika, sem komm.úr^ í'.astjdriúr: Jeppri’kj- anna eiga við að s.tríða. Stjórn arbreytingarnar í Rúmeníu og Búlgaríu bera einnig vott um úrræðaleysi og ólgu, enda þótt á: lægra -stigi sé. Framhald af 7. síðu. því, styðja það og styrkja í fé- lagslegri og menningarlegri viðleitni þess? Það var og mjög áberandi, þar sem við fórum í Noregi, hve aldnir og ungir virðast hafa jákvæða afstöðu til hins gróandi lífs og hve ríka trú þeir hafa á fornar dyggð- ir, hugsjónir og ýmis andleg verðmæti, sem flestir hér líta nú hornauga — kannski játa með vörunum góð og gild, en vilja ekkert fyrir gera og í raun inni meta með kaldri hunzku. Guðstrú, þjóðerni, menningar- erfðir, samfélagshyggja? Já — hverju vilja menn fórna fyrir þetta, hvers virði telja þeir það í r.aun og veru, margir hverjir hér hjá okkur? Eða trúin á möguleika mannsins til þroska og ábyrgrar afstöðu og þá um leið virðingin fyrir mannhelg- inni, sem er í senn ávöxtur ís- lenzkra manndómserfða og kristins anda með þessari þjóð — og skilyrðið fyrir því, að ein staklingurinn taki verðugt til- lit til samfélagsins og samfé- lagið meti hann svo sem vert er og nauðsynlegt, ef sönn menning á að þróast í þessu landi, skilyrði fyrir því, að. þessi gáfaða, hrausta, menni- lega og að mörgu leyti sér- stæða og glæsilega þjóð geíi notið sín og varðveitt frelsi ■ sitt og sjálfstæði?“ Hagalín þagnar, en heldur svo áfram: „Norðmenn urðu frægir um víða veröld fyrir baráttu sírp. gegn erlendu ofbeldi á styrjald arárunum. Þeir segja sjálfir, að þar hafi þeir haft Heimskringlu Snorra að ómetanlegum bak- hjarli. En að hvaða gagni mundi hann hafa komið þeim manndóms- og metnaðararfur- inn frá Snorra, ef hann hefði verið talinn úreltur, og verið virtur að vettugi, ef andlegir forystumenja Norðmanna hefðu lagt einhliða nútímamæli- kvarða á verk og framkomu for feðra sinna, en að engu metið manndómsandann, hina fálm- andi viðleitni til samfélagslegra átaka um löggjöf og þjóðfé- lagslegar umbætur — og til dæmis ekki metið eins og Snorri Ólaf helga eftir því, hvað fvrir honum vakti, heldu.r af þeim aðferðum, er. hann beitti sem barn síns blóðuga tíma?“ „Hvað segir þú svo um norsk íslenzka samvinnu?“ ,,Ég er ekki í neinum vafa urn það, að við Islendingar get um haft mikið gptt af nánu sam neyti við einmitt það fólk í Noregi, sem stóð að ferð okk- ar„ iákvætt fólk, sem telur sig hafa persónulegar skyldur við land sitt og þjóð og trúir því, að það vaxi við að uppfylla þær skyldur. Sá háttur hefur verið tekinn upp á seinustu árum -— fyrir tilstilli ágætra Norð- manna, að okkur séu sendar trjáplöntur frá Noregi, að ís- lenzkir æskumenn fari til No'r- egs og vinni þar að plöntun og norskir planti skóg á íslandi. Hliðstæða starfsemi þarf að taka upp á sviði menningarlífs- ins, starfsemi í þágu andlegs gróðrar á grundvelli gamallar menningar og menningar- tengsla og í ljósi nýrrar þekk ingar . . . Og um frumkvæðið í þessiim efnum hvílir nokkur skylda á þeim, sem þágu það boð að „feta í fótspor Egils Skallagrímssonar“. Samsæti íi! heiðurs Gísla Johnsen og Matthíasi Þórðarsyni FYRIR NOKKRU hafði stjórn Slysavarnafélags Is- lands boð inni í Þjóðleikhúss- kjaliaranum fyrir Gísla J. John sen stórkaupmann og Matthías Þór.ðarson fyrrverandi ritstjóra í Danmörku, en þeir mættu báð ir sem fulltrúar Slysavarnaíé- lags íslands við hátíðahöld í Svíþjóð er haldin voru í tilefni af 50 ára afmæli Sænska Slvsa- varnafélagsins, Svenska Sáll- skapet för Ráddning af skip- brutne, og fluttu þeir báðir við þetta tækifæri stjóriýnni skýrslu um þessa för sína. Þessi hátíðahöld í tilefni af 50 ára afmæli sænska félagsins fór fram í Gautaborg 17. maí s. 1. og hófust með sýningu á hinum fullkomnustii björgun- arbátum 'í Svíþjóð og nágranna- löndunum og hafði skipunum verið lagt hlið við hlið út á svo kölluðu Langedrag og tóku margir.slysavarnamenn og sér- fræðjngar í björgunarmálum þátt í þessari skoðanagjörð þar á meðal konungur og drottning Svíþjóðar, því konungur er verndari Sænska Slysavarna- félagsins, en forseti þess er Malte Jacobsen landshöfðingi. Strax eftir heimsóknina á Langedrag var haldin minning- aihátíð í kauphöll borgarinnar, þar sem forseti félagsins bauð konungshjónin og aðra gesti vel komha. Við þetta tækifæri flutti landshöfðinginn ræðu þar sem hann skýrði frá stofnun fé- lagsins fyrir 50 árum, vexti þess og viðgangi á þessu tíma- bili, framkvæmdum, björgunar- afrekum o. s. frv. Þá fluttu gest- ir einn frá hverju landi, stutt ávörp og heillaóskir frá sínu félagi og afhentu gjafir, minn- ingargripi og heiðursskjöl er þeir höfðu meðferðis. Fyrir hönd Slysavarnafélags íslands flútti Gísli J. Johnsen þarna snjallt erindi og afhenti mjög fallegt og vandlega innbundið skrautritað ávarp frá Stjórn Slysavarnafélagi íslands. Þar á eftir fór svo fram úthlutun á verðlaunum og heiðursviður- kenningum, er félagið veitti ein stökum mönnum og fyrirtækj- um er gjörst höfðu sérstaklega maklegir þeirrar sæmdar, fyrir aðstoð við björgun og hjálp- semi á annan liátt. Las lands- höfðinginn upp nöfn þeirra er þetta hlutu, en konungur af- henti hverjum og einum verð- launin og mælti jafnan vel val- inn þakklætis- og vinarorð til hlutaðeiganda. Stærstu gefendur voru Sænska vátryggingafélagið á landi og sjó, sem gaf Slysavarna félgginu 100.000,00 sænskar kr. og þar næst Boströms Sameign- arfélag sém gaf 50.000,00 kr. I f jölmennri veizlu sem' hald- in var í sambandi við þetta af- mæli flutti konungur snjalla ræðu undir borðum, þar sem hann flutti stjórn sænska Slysa varnafélagsins og öllum þeim, er veitt höfðu björgunarmálun- uni' framgang, hinar beztu þakk ir fyrir framsýni og vel unnin störf og fór í því sambandi út í ýmis atriði mótinu viðvíkj- andi, að lokum kvað hann að kosta bæri kapps um, að ekkjur og börn væru vel tryggð af eig- inmaður faðir eða fyrirvinna færust eða yrðu fyrir slysum. Fulltrúar Slysavarnafélags- ins þáðu ýmis heimboð í sam- bandi við þátttöku sína í þess- um hátíðahöldum og létu mjög vel yfir ölum móttökum. í boðinu í Þjóðleikhúskjall- aranum færði forseti Slvsa- varnafélagsins, Guðbjartur Ól- afsson, þeim þakkir félags- stjórnarinnar fyrir að hafa tek- ið að sér að mæta fyrir hennar ■ hönd við þetta tækifæri þá sér í lagi fyrir hin miklu braut-. ryðjendastörf þeirra beggja sem hvor í sínu lagi hefði skarað mjög fram úr á sínu sviði, landi og þióð til heilla. Fleiri ávörp voru þarna flutt til heiðurs þeim hjónum Gísla J. Johnsen og frú og Matthíasi Þórðarsyni en Johnsen hjónin gáfu eins og kunnugt er Slysa- varnafélaginu í fyrra hina dýr- mætu gjöf björgunarbátinn Gísla J. Johnsen, en Matthías Þórðarson hefur frá byrjun ver.- ið umboðsmað.ur Slysavarnafé- lags íslands í Danmörku, þar sem hann var einn aðalhvata- maðurinn að stofnun Slysa- vainadeildarinna-r Gefion en hann hefur verið ritari þeirrar deildar -frá upphafi. Hátíðir í líkingu við þessa 50 ára minningarhátíð sænska fé- j lagsins, sem getið er um hér . að framan, eru lærdómsríkar, j og mjög til þess fallnar að vekja I .sair.úð og samvinnu og jafnvel viná-ttu milli landa er geta haft þýðingu fyrir framtíðina. Hinir virðulegu fulltrúar Slysavarna- félagsns komu báðir þannig fram við þetta tækifæri að stór- sómi var að. í einu stærsta blaði Svíþjóðar, er birti mynd af öðrum íslenzka fulltr.úanum í viðræðum við konung og drottningu, var sagt að það hefði verið tvennt í sambandi við þessi hátíðahö.ld er hefði vakið langmesta athygli og það hefði verið -hinn furðulega full- komni nýi þýzki björgunarbát- ur Theodor Heuss og hin tign- lega frú Gísla J. Johnsen ís- lenzka fulltrúans á íslenzkum þjóðbúningi. UM LEIÐ og við förum heim að lokinni ógleymanlegri dvöl á íslandi, viljum við þakka framúrskarandi viðmót og við- tökur er við höfum hvarvetna mætt. Sérstaklega viljum við þakka skyldfólki okkar, er ekkert tækifæri hefur látið hjá líða, til þess að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta á allan hátt. Góðar og bjartar endurminn- ingar úr þessari ferð okkar til íslands munu endgst okkur til æviloka. Guð blessi ísland og íslend- inga. P.l. Reykjavík, 12. júlí 1957, Guðrún Davidson, Olafur Bjarnason; Gimli, Manitoba. Framhald af 7. síðu. ekki eins ógeðsleg dýr, eins og maður hélt einu sinni, og eftir feiðina í Síld og fisk er maður sannfærður um, að. varla getur betri mat en þann, sem gerður er af úrvals svínakjöti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.