Alþýðublaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 7
Bíiðvikudagur 24. júlí 1957
AUtýguiiiagig
I fótspor Egils S kallagrímssonar:
Viðtal við Guðmund Gísla son Hagalín rithöfund
AÞÝÐUBLAÐIÐ náði tali af
Guðmundi Gíslasyni Hagalín,
sem er gamalkunnugur Norð-
mönnum og norskri menningu,
og spurði hann um ferðalag
þeirra félaga, sem fetuðu í fót-
spor Egils Skaliagrímssonar.
,,Það væri margt, sem vert
væri að segia úr því ferðalagi“,
sagði Hagalín," og fleira en
sagt verður þó að þið náið í mig
'allra snöggvast.“
„Blessaður, láttu þá eitthvað
koma.“
„Það verður ekkert nema
einskisvert hrafl.“
„Ætli eitthvað skjótist ekki
í, sem vert sé að segja lesend-
ara blaðsins?“
„Ég vil þá fyrst af öllu taka
það fram, svo að það geti ekki
gleymzt, að með okkur var all-
an tímann ambassador Norð-
manna hér á landi, hr. Torger
Andersen Rysst ,og auk þess
sem hann var hinn ágætasti og
umhyggjusamasti ferðafélagi,
kom það daglega mjög greini-
lega í ljós í ferðinni, hve mjög
hann ann íslandi, íslenzku þjóð
inni og íslenzkri sögu og menn-
ingu — og hve annt honum er
um, að sem allra nánust sam-
skipti og samvinna takist með
íslendingum og Norðmönnum
á sem flestum sviðum. Það er
áreiðanlega sannfæring hans,
að auk þess sem slík samvinna
sé sjálfsögð ræktarsemi vegna
skyldleika og sameiginlegra
sögutengsla, ,geti hún orðið báð
um þjóðunum menningarlegur
ávinningur, varið þær rótleysi
og styrkt þær í verndun þjóð-
ernislegra verðmæta,
„Hvernig leizt ykkur á land
ið?“
,,Ég fór að mestu um slóðir,
sem ég hafði farið um áður, en
við ferðafélagarnir vorum allir
jafnhrifnir af fegurð og fjöl-
Barðaströnd 17. júlí.
TÍÐARFAR hefur verið gott
í vor og það sem af er sumr-
inu graspretta var í betra lagi
og því snemma byrjað að slá
og byrjaði heyskapur vel, mik
Íl í þurrkatíð var í byrjun slátt-
arins og óvenjumikil hitabylgja
gekk hér yfir og náðu bændur
inn nokkru af töðunni, en svjy
brá skyndilega til suðvestan
áttar og rigndi hér víða tals-
vert af hálfþurru heyi og var
svo um vikútíma, en nú hefur
aftur (16. júlí) brugið til norð-
lagðrar áttar og eru bændur
nú, sem óðast að ná upp heyj-
um sínum á ný.
SKURÐGRAFA Á FERÐ.
Skurðgrafa er nú senn að
Ijúka við að ræsa fram all mik
ið land svo að segja á hverjum
breytni norskrar náttúru, ann-
ars vegar furðulegur hrika-
leiki, hins vegar ótrúleg og oft
mjög skrúðmikil gróðursæld.
Og hvernig þjóðin nýtir þetta
land, hve lítt hún lætur sér
vaxa í augurn hrikaleik og tor-
færni! í Noregi er víða auð-
sætt, .jafnyel fyrir þann, sem
Guðmundur G. Hagalín.
einungis er á hraðri ferð, að
landið temur til framtaks,
seiglu, karlmennsku, hagsýni
og nægjusemi. Við höfum stund
um undrazt, hve Norðmenn
hafa eignazt marga fræga af-
reksmenn, en landið þjálfar
þjóðina, og okkur varð ljóst, að
víða búa þar miklir afreks-
menn, sem aldrei er geipað af,
ekki' einu sinni heima fyrir.
Noregur vestanfjalls hvetur
ekki til makræðis og ófor-
sjállar frumhyggju."
— En hvernig var ykkur
tekið?“
„Ferðin hafði verið mjög
vel undirbúin, og var ekkert til
sparað, að við gætum séð sem
flest, fræðzt um sem flest og
bæ, og er það í fyrsta sinn sem
skurðgrafa fer hér um sveitina
og gera menn sér miklar von-
ir um að hér séu að koma betri
tímar,
FRAMKVÆMDIR OG
SAMGÖNGUR.
Dráttarvélar hafa verið
keyptar hér í sveitina svo að
segja á hvern bæ á 4—5 árum.
Verklegar framkvæmdir eru
hér talsverðar, 4 íbúðarhús eru
hér í smíðum, aulc þess eru hér
í smíðum peningshús og vot-
heyishlöður.
Samgöngur eru hér góðar
yfir sumartímann má nú kom-
ast með áætlunarferðum dag-
lega til Reykja\úkur. Mikill
feðamannastraumur er hér um
Barðaströnd.
K. Þ.
sem bezt færi um okkur. Á
ferðalögunum voru alltaf með
okkur forystumenn ungmenna
félaganna í því héraði, sem við
vorum í þessa eða hina stund-
ina, og fulltrúar fylkisstjórna,
og þeg'ar einn oddvitinn skildi
við okkur, tók annar við. Þess-
ir menn, en stundum fróðir þul
ir, sem sérstaklega voru til
kvaddir, fluttu smátölur um
allt það markverðasta, en
bentu okkur þess á milli á sér-
stæða staði og fræddu okkur i
um landið, atvinnuvegina og
sitthvað annað, sem forvitni-
legt gæti talizt. Víða var okk-
ur fagnað af prúðbúnum mann
fjölda, fólki í þjóðbúningum,
börnum með fána og horna-
flokkum eða söngflokkum,
nema hvort tveggja væri, og
svo var leikinn og sunginn þjóð
söngur okkar, sums staðar svo
vel æfður textinn, að ótrúlegt
mátti teljast. Hvarvetna mættu
okkur útréttar hendur, eftir-!
vænting og fögnuður skein út
úr augunum og bros lék um var
ir, ef ekki var þá yfir andlit-
unum viðkvæmniblandinn há-
tíðasvipur. Það var eins og
íólkið væri að fagna nánum
ættmennum, sem fyrir nokkr-
um árum hefðu farið af landi
brott og getið sér, ættarland-
inu og ættþjóðinni góðan c*^«-
stír. Svo tóku við veizlur með
ræðuhöldum og söng, fiðluleik
og þjóðdönsum. . . . En ekki
má í þessu sambandi gleyma
því, að hvarvetna, þar sem við
fórum og stönzuðum ekki, voru
fánar við hún. Börn stóðu við ,
veginn, bóndinn á túninu eða
í túnhliðinu og konan á hlað-
inu eða í húsdyrunum. Og all-
ir veifuðu, og sumir hrópuðu:
Velkomnir frændur og vinir!
Ég held óhætt sé að segja, að
enginn okkar, ekki einu sinni
ég, sem um þessar slóðir hafði
farið og kynnzt hugum fólks-
ins í garð íslendinga, hafi gert
sér grein fyrir því áður, hve
nánum tengslum Norðmenn
telja sig bundna okkur — og
þá ekki sízt norsk alþýða og
nánustu fræðarar hennar og
forystumenn.“
„Hvað vildirðu fleira sagt
hafa?“
„Fleira? Það er vitaskuld
margt fleira, sem vert væri að
segja, og ég get ekki látið hjá
líða að minnast á nokkur at-
riði. Það var ákaflega athyglis-
vert, að í ungmennafélögun-
um, sem tóku á móti okkur,
stóðu hlið við hlið ungir og
gamlir, menn af öllum stéttum,
og konur ekki síður en karlar.
frúr jafnt og ungfrúr — að í
þessari þjóðlegu, menningar-
legu æskulýðshreyfingu standa
þeir eldri af ýmsum stéttum
með þeim yngri — og það jafnt
í borg sem sveit. Það er talað
um vandamál æskulýðsins, og
margur hristir höfuið yfir
unga fólkinu, en mundi ekki
nokkuð unnið, ef þeir aldri hér
á landi reyndu að fylgjast með
Framhald á 8. síðu.
Fréttabréf af Barðaströnd:
Mikill ferðamannaslraumur
vesfur á Barðaströnd
SVÍNARÆKT hefur verið
fremur lítið stunduð hérlendis
og ekki af þeirri vísindalegu
nókvæmni, sem gert hefur t. d.
danska svínarækt og afurðir
heimsþekktar á undanförnum
árum. Mikil breyting hefur orð
ið til batnaðar í þessu efni með
stofnun alidýralnisins á Minni
Vatnsleysu, sem hinn þekkli at-
hafnamaður í kiöfiðoaði. Þor-
valdur Guðmindsson, hóf að
reka órið 1954. Búio er nú eitt
hið stærsta sinnar -tegundar í
Evrópu, þeirra sem í einkaeign
eru, og fær leikmaður ekki séð,
að það standi að neinu leyti að
baki slíkum búum hjá frænd-
um vorum Dönum. Vinna reynd
ar fjórir danskir búfræðikandí-
datar á búinu og mjög strangt
heilbrigðiseftirlit er fram-
kvæmt þar a. m. k. einu sinni
í viku af yfirdýralækninum.
Þorvaldur Guðmundsson
bauð fréttamönnum s. 1. laugar-
dag að skoða búið og síðan
bragða á þeim mat, sem hann
framleiðir úr afurðum búsins í
verzlun sinni Síld og fiski. Má
óhætt fullyrða, að hvor.t t\æggja
hafi vakið óskipta athvgli
þeirra, sem ferðina fóru, þó að
maturinn hafi af skiljanlegum
ástæðum notið óskiptari at-
hygli.
Sem fyrr getur er fvllsta
hreinlætis gætt á svínabúinu í
öllum atiiðum. T. d. fer eng-
inn ósoðinn biti niður í dýrin,
nema undarrenna og ýrnis kon-
ar bætiefni. sem þau fá auka-
lega. Þá er hver skrokkur, sem
slátrað er, skoðaður af dýra-
lækni, svo að tryggt er, að
kjötið er ósýkt, auk þess, sem
yfirdýralæknir hefur eftirlit
með búinu a. m. k. einu sinni
í viku, en stundum oftar. Þá
er rétt að geta þess, að flutn-
ingur kjötsins til bæjarins fer
fram í sérstökum alúminíum-
kassa, sem settur er aftan á
vörubíl, og eru skrokkarnir þar
hengdir upp, en liggja ekki í
kös ,eins og oft vill verða við
ílutninga á kjöti hérlendis. Dýr
in eru tandurhrein í stíum sín-
um og svo sagði Þorvaldur
fréttamönnum, að svínin gerðu
aldrei í bólið sitt, þegar einu
sinni væri búið að kenna þeim
að ganga út í flórinn þeirra er-
inda.
Þorvaldur sagði frá því, að
dýrunum væri yfirleitt slátrað
7 mánaða gömlum og væri heild
arþungi þeirra þá um 110 kg.
en kjötið, sem af þeim fengist,
' um 60 kg. Larsen bústjóri tjáði
mönnum, að daglegt fæði 60
' kg. gríss væri 6—8 lítrar af
mat, mjólk og vatni, en mat-
| málstími væri hjá þeim tvisvar
á sólarhring. •— Á búinu eru
nú 5 geltir og 65 gyltur, en
dýrin munu öll vera nálægt
800. Hver gylta mun geta af
sér grísi tvisvar á ári til jafn-
aðar.
I Þá er þess að geta, að Þor-
valdur hefur nýlega látið
stækka verzlun sína við Berg-
staðastræti og breytt afgreiðslu
háttum, svo að nú er bæði um
að ræða sjálfsafgreiðslu og „af-
greiðslu yfir disk“, eins og það
mun heita á fagmáli. Er búðin
öll hin fegursta og aðstaða
stórum betri en áður var. Kæli-
borð og hitaborð hafa öll verið
smíðuð hjá Rafha í Hafnarfirði.
Éinnig hafa verið settir upp
kæligluggar, þar sem stillt er út
nýjum mat, án þess að hætta sé
á, að hann skemmist.
Eftir ferðina til alidýrabús-
ins að Minni Vatnsleysu er mað
ur sannfærður um, að svín séu
Framhald á 8. síðu.