Alþýðublaðið - 21.08.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1957, Blaðsíða 4
4 AtbÝðublaðið MiSvikudagur 21. ágúst 1957. Úr pökkunaisal hraðfrystihússins nýja á Akureyri. Verið að pakka fyrsta karfanum, sem þar er unninn. — Ljósmynd: Gísli Olafsson. Vinnsla haíin 1 nýja hrað- frystihúsinu á Akureyri Á að geia unnið Í00 tonn á dag miðað vlð S tíma flökun og 10 tíma frystivinnu SÍÐASTLIÐINN föstudags- morgun bauð framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. og stjórn hans frétta- mönnum blaða auk ýmissa gesta að vera við reynslu- vinnslu í hraðfrystihúsinu nýja á karfafarmi úr togaranum Kaldbak, fyrsta togara félags- ins. Var hér um fyrstu vinnslu hússins að ræða og var verið að reyna hvernig vinnslukerfið starfaði og hvað lagfæringar og umbóta þyrfti við. Aðeins helmingur kerfisins en það er tvískipt — var reynd- ur. Guðmundur Guðmundsson, iramkvæmdastjóri félagsins, á- varpaði gestina með nokkrum orðum við komuna og kvað hér um algera byrjunartilraun að ræða með vinnslukerfi hins nýja frystihúss, en það væri von- sín og stjórnar félagsins, að guð og gæfan yrði bessu nýja langþráða fyrirtæki hlið- hollt. Er framkvæmdastjóri hafði ávarpað gesti, gekk formaður féiagsinsstjórnar, Helgi Páls- son, að einu flökunarborðinu og flakaði fyrsta karfann, en að því loknu flutti hann þakkir öllum þeim, er að framgangi hraðfrystihússins hefðu unnið og alveg sérstaklega fyrrver- andi og núverandi þingmanni bæjarins og kvaðst að lokum vilja endurtaka orð fram- kvæmdastjórans, að guð og gæf an mætti vera hraðfrystihús- inu og rekstri þess hliðholl og bæjarbúum. og bæjarfélaginu í heild til blessunar. Síðan gekk framkvæmda- stjórinn með gestina um húsa- kynnin. Var fyrst slj.oðað hvar Úr flökunarsal nýja hraðfrystihússins á Ákureyri. Fremst á fiskurinn er tekinn inn í hús-^ myndinni til vinstri formaður Útgerðarfélags Akureyrar, Helgi . jð. en aðstaðan til þess stend- j Pálsson, og framkvæmdastjórinn, Guðmundur Guðmundsson. ur enn til bóta, því að bryggjan | Ljósmynd: Gísli Ólafsson. austan við hraðfrystihúsið og togararnir eiga að leggjast við er enn ófullgerð. Er í framtíð- inni svo til ætlast, að fiskur- inn úr togurunum fari þar beint í færibönd inn í húsið. Hins vegar verður eins og er að taka fiskinn fyrst á bíl úr togurun- um og flytja í húsið. Úr inntökusalnum fer fisk- urinn á færiböndum og inn í flökunarsal, þó fyrst í gegnum þvottavél ef um karfa er að ræða. í flökunarsalnum stóðu 22 flökunarmenn (alls eru flök- unarborðin 44) og gripu karf- ann af færiböndunum. Skera þeir fiskuggann af hvorri hlið, en um 7—8 tíundu hlutar karf- ans er talinn lenda í bein. Flytja í færibönd flökin frá flökunar- 1 mönnunum inn í umbúðasalinn, | en önnur færibönd afgangsfisk- inn — beinin — burt og út, l þaðan sem leiðin mun liggja til vinnslu út í Kro.ssanes. - í umbúðasalnum vinna svo i konur að flokkun flakanna, m. ! a. eru þau gegnumlýst til að athuga, hvort hringormur er í þeim, sem ekki má vera, vigtað er í pakka og loks pakkað og lagt í frystipönnur, er síðan eru fluttar í frystinn. Er hann á næstu hæð yfir og er þar hafður á um, 30° kuldi. Á sömu hæð og vinnslusalir eru auk anddyra og ýmissa geymsla er svo vélasalur. Er hann í norðurenda hússins. Yfir vinnslusölunum eru svo I frystisalir, geymslur, kaffisalur, | um 200 fermetra stór, netaverk- stæðipláss og loks eiga skrif- | stofur Ú. R. að koma þar. Að i meginhluta er öll þessi hæð , lítt sem ekki frágengin, og er i því gevsimikið enn efti-r við þessa miklu byggingu. Að því er leikmannsauga fær greint eru vinnslusalirnir vel og snyrtilega búnir, enda skipt- ' ir mestu máli, að vinnslan tak- | ist vel og' varan verði fyrsta flokks. Er vonandi, að svo tak- ist, og guð og gæfan verði þess- ari nýju starfsstöð hliðholl, eins og framkvæmdastjóri og formaður komust að orði við opnun hennar. ÞAÐ MUN VERA flestum landsmönnum kunnugt. að al- varleg gjaldeyrisvandræði kreppa nú að þjóðinni. Eiga inn- flutningsyfirvöldin við mikla erfiðleika að etja og bankarnir jafnvel enn meiri, því að þörf- in er mikil og gjaldeyrir lítill. Hitt hygg ég, að almenningi sé ekki eins ljóst, að gjaldeyris- vandræðin eru alls ekki við- komandi öllum gjaldeyri, held- ur aðeins svokölluðum hörðum gjaldeyri, það er gjaldeyri Vest ur-Evrópuríkja. Við, sem þurf- um oft' að leita til innflutnings- yfirvaldanna, höfum heyrt starfsmenn þar spyrja aftur og aftur: Er ekki hægt að kaupa þetta í Tékkóslóvakíu eða Aust- ur-Þýzkalandi eða Rússlandi? Þá væri vegur að bjarga því. Hér kemur fram sú erfiða staðreynd, að þjóðirnar austan járntjalds, sérstaklega þær áð- urnefndu, kaupa af okkur mikið af fisk fyrir gott verð, en þær neita að greiða okkur í pening- um, sem nokkurs staðar er hægt að nota. Þessar þjóðir neyða okkur til að halda uppi vöru- skiptum, kaupa af þehn sjálf- um vörur fyrir andvirðið. Sannleikurinn er hins vegar sá, eins og verzlunarmenn vita öllum betur, að íslendingar vilja ekki og geta ekki með góðu móti keypt svona mikið af þessum þjóðum. Þær hafa á mörgum sviðum ágætar vörur að bjóða, en iðnaður þeirra er í flestum greinum alls ekki sam- bærilegur við iðnað Vestur- Evrópuríkja eða Bandaríkjanna og Kanada. Það er sama hversu fyrirferðarmiklar vörusýningar eru haldnar og hversu margar milljónir notaðar í slíkan og annan áróður. Það dugir ekki til að telja Islendingum trú um, að þeir geti beint svo miklu af við- skiptum austur, sem vöruskipta krafan knýr okkur til. Ef þessu heldur áfram til lengdar, þá eru Rússar, Tékkar, Austur-Þjóð- verjar og Pólve.rjar að knýja ís- leninga til að lækka lífskjör sín niður á borð við sjálfa sig hvað iðnaðarvörur snertir. Þessu una íslendingar ekki, og því eiga yfirvöldin og bankarnir í hinum ro.iklu erfiðleikum að útvega harðan gjaldeyri — en síðan verðum við að láta undan, vera án vörunnar frá Vestur-Evrópu, sem okkur vanhagar um, sætta okkur við lélegri vörur að aust- an. Engin þjóð í víðri veröld hef ur hlutfallslega eins mikla ut- anríkisverzlun og íslendingar. Þess vegná eru slíkir afarkost- ir af hálfu mestu viðskipta- þjóða okkar meira harðræði við íslendinga en nokkra aðra þjóð. Því spyrja menn í allri vin- semd: Eru Rússar, Tékkar, Pólverjar og Austur-Þjóðverj- ar sjálfir svo illa staddir, að þeir þurfi að beita íslendinga slíkum afarkostum í vðskipt- um? Þessar þjóðir hafa sýnt mikinn vilja til að taka upp vinsamlega sambúð við fslend inga, eyða stórfé til að efla menningartengsl og senda hingað stórhópa listamanna, íþróttamanna, verzlunar- manna og hvaðeina. Islands- viðskiptin eru dropi í hafinu hjá þessum þjóðum. Hvernig getur allt þetta svo samrýmzt bví, að beita smáþjóð eins og íslendinga svo þungum kjör- um í verzlun? Hver sá, sem eitthvað fylg- ist með heimsviðskiptum, hlýt- ur að vita, að Austur-Evrópu- þjóðirnar hafa tekið miklum framförum síðustu ár og eru efnahagslega sterkari en nokkru sinni. Menn vita, að Rússar leysa hvers konar gjaldevris- vandræði með því að senda nokkra flugfarma af gulli til Sviss, ef ekki er önnur lausn hendi nær. Það getur því alls ekki verið óeðlileg ósk af hálfu Islendinga við Rússa, Tékka, Pólverja og Austur-Þjóðverja, að þeir greiði a.m.k. einhvern hluta af fisk- inum, sem þeir kaupa hér á landi með gjaldeyri, sem nota má annars staðar en í Austur- Evrópu. Eigum við að trúa því, að þessar þjóðir geti þetta ekki eða vilji það ekki? Ef hið síð- ara er svarið, þá verður ekki betur séð en það sé vísvitandi stefna þessara ríkja að hnýta íslendinga órjúfandi böndum við sig, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Rússar eru viðurkenndir sem kröfuharðasta viðskiptaþjóð okkar. Þeir halda uppi mjög ströngu gæðamati á íslenzka fiskinum og gera óspart gagn- kröfur, ef gæðin eru ekki full- komin. En íslendinar verða að sætta si.g við að kaupa mikið magn af vörum frá þeim og bandalagsþjóðum þeirra, hvort sem þeir sætta sig við gæðin eða ekki. Vöruskintakrafan ger- ir það óhjákvæmilegt. Það virðist vera sanngjarnt, að íslenzk vfirvöld leggi fram þá kröfu við Rússa, Tékka og Austur-Þjóðverja, að þeir greiði a.m.k. helminginn af fiskinum í hörðum gjaldeyri, sem Islend- ingar geta notað til vörukaupa hvar sem er. Smábióð eins og Tlanir og fá- tæk bjóð eins og ítalir greiða bað, sem beir kauna. með nen- ingum. Austur-Evrópubióðirn- ar hafa hins vegar tekið upp hina gömlu viðskiptahæt+i sel- stöðukaunmanna, sem Islend- ingar héldu sig vera. lausa við, er menn löaðu inn sinn fisk og sít.t fé o« urðu að taka. andvirð- ið út hjá sama kaunma.nni. Verzlunafmaður. ÍÞRÓTTABANDALAG Akra ness varð íslandsmeistari í knattspyrnu í 3. flokki. I úr- slitaleiknum, sem fram fór á Akranesi, sigruðu þeir Val með 2 möfkum gegn engu. Framhald aí 1. slðu. um árás væri að ræða. Fulltrúi Kúbu mælti gegn þessu sjón- armiði og studdi kröfu Dixons um frávísun. 'Sobolev, fulltrúi Rússa, kvað Sovétríkin vera alveg sömu skoðunar sem Arabaríkin um íhlutun Breta í Oman. —• Hann lagði áherzlu á, að að- gerðir Breta í Oman væru aug ljóst brot á mannréttindum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.