Alþýðublaðið - 21.08.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.08.1957, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 21. ágúst 1957. AlþýSublaSiS Finnsk lisl Framhald af 7. síðu. í steininn myndir af þekktustu sonum hennar, sýna persónu- leika þeirra, andlitsdrætti, hugs un, — allt það, sem þeir báru með sér og lyftu úr djúpum mót lætistímanna. Eitt af þeztu listaverkum hans heitir ,,Fallnir Finnar“. Það er reist sem minnisvarði yfir þá, sem féllu í frelsisbar- áttunni 1918. Hver dráttur í þessu öfluga granítverki segir frá atgervi, kjarna, þolgæði kynstofnsins. Næstum enn þá betur hefur honum tekizt með myndastyttuna af skáldmær- íngnum Alexis Kivi, sem hann lætur sitja með lútandi höfuð, eins og hann bæri á herðum sér örvæntingu heillar þjóðar. í andlitsdráttum skáldsins þrenn ur eldur þjóðlífshugsjónarinn- ar, hún er sá ægilegi þungi, sem beygir höfuð hans. Og skáldið finnur til þess af djúpri sorg, að hann muni naumast megna að halda henni á lofti. Það er sam- hljóða mat Finna á þessum skáldjöfri, sem Váino Aaltonen hefur túlkað í þessu listaverki. Því að þótt þaráttan yrði Alexis Kivi of erfið, stuðlaði hann að því, að hinn finnski þjóðar- kjarni hélt velli. En þó að finnsk gullaldar- menning eigi marga fjársjóði geymda í málara- og högg- myndalist, hefur þó sú listgrein in. sem enn er ónefnd, náð hæst í fegurð og ævarandi gildi. Það er tónlistin. Á því sviði eru Finnar meðal fremstu þjóða heimsins. Finnskir tónlistar- menn hafa leitað sér menntun- ar erlendis, en æðsta nautn é þeirra hefur æ verið hin sama, að vekja og göfga heilbrigða þjóðarmeðvitund, að hefja á hærra stig það, sem þeim var eðlilegast og það, er þjóðin elsk aði og gat bezt tileinkað sér. Meoal þeirra, sem fyrstur hafði baetandi og endurnýjandi áhrif á þessu svið, er Robert Kajanus (f. 1865). Hann ferð- aðist ungur til annarra landa og stundaði í mörg ár nám víos- vegar á frægum skólum. En þegar hann kom á ný heim til föður’landsins árið 1882, kom það fljótt í liós, að námið er- lendis hafði hjálpað honum til að komast að réttum skilningi á menningu sinnar eigin þjóð- ar. Hann stofnaði hljómlistar- félag í Helsingíors, og í sam- bandi við það var reistur þar í bcrginni tónlistarskóli, sem fékk mikla þýðingu fyrir hljóm- listarlíf Finnlands síðar meir. Robert Kajanus hefur stjórn- að hljómsveitum í mörgum stærstu borgum Evrópu, ' og hvarvetna á ferðalögum sínum hefur hann kynnt finnska tón- list, bæði eftir sjálfan sig og aðra. Hann hefur fyrstur allra manna samið lög við gömul þjóðkvæði úr Kalevalaóðnum, meðal annars ,,Kullervo“, ,,Aino“, „Sommarinen“ og fleiri kórverk. Mikla frægð hefur tónlist Erkki Melartins (f. 1875), hlotið. Hann var í mörg ár hljómsveitarstjóri í hinni fögru Víborg, sem nú er að hálfu í rústum eftir styrjöldina. Hann hefur samið lög við mörg þekkt kvæði eftir finnsk skáld, og hafa þau náð mikilli útþreiðslu með- al þjóðarinnar. Jafnt í þyggð- um sem borgum, þar sem þjóð- dansar eru stignir, heyrist nafn hans nefnt. Gullfallegt safn af finnskum þjóðdönsum, sem hann hefur safnað og samið, hef ur ekki aðeins flogið út meðal Finna, heldur og náð útbreiðslu í Þýzkalandi, Englandi og Ame- ríku. Frægast af tónverkum hans er óperan „Aino“. Það er samræmt safn af hljómkviðum borið uppi af margskonar hljóð- færum, kórsöng, einsöng o. fl. Þá er í miklum hávegum Arnias Járnefelt (f. 1869), er í mörg ár hefur verið hljóm- sveitarstjóri við Kgl. óperuna í Stokkhólmi. Hann hefur sam- ið mörg útbreidd tónverk og frábær sönglög, sem hafa unn- ið hylli almennings. En þrátt fyrir ágæti þessara manna og margra annarra, hef- ur enginn þeirra náð sliku töfra valdi á tónlistinni sem Jean Sibelius (f. 1865), mesta tón- skáld vorra tíma. Finnskum tónum gaf hann fvrstur manna fvrir alvöru liti og líf. Hann er ekki aðeins gæddur óumræði- legum tónhagleik og marg- breytilegri orku, heldur og ein- stakri heyrn í víðtækasta skiln- ingi orðsins. Listræn sköpunar- gleði sýnir, að hann finnur það sem unaðarfyllsta leyndardóm lífsins að gera það betur og bet- ur, sem hann helgar hug sinn og hjarta. Jean Sibelíus nam ungur lög- fræði við háskólann. í Helsing- fors, en hugur hans hneigðist fljótt að tónlistinni. Þegar á .skólaárum sínum gaf hann út lög, sem vöktu mikla at.hygli fyrir hreinleika og þrótt. Hann varð seinna elskaðasti tónlistar maður þjóðarinnar, einkum fyr- ir hina meistaralegu Kalevala- tónsmíðar sínar og önnur verk af svipuðu tagi. Meðal þeirra þekktustu má nefna „Kullervo hljómkviðuna“, sem er stórfeng leg að stíl og fegurð, og tón- verkið ,,Lemminkáinen“, sem ýmist ólgar af kynjakrafti eða fer um sál manns gegnsæjum höndum fegurðarinnar. Það eru ekki aðeins sagnmyndir þjóð- kvæðisins, sem lifa í þessum tónverkum, heldur og allt hið ágætasta í finnskri náttúru. Tónskáldið hefur ekki fengið að láni úr hinum gömlu þjóðvís- \im, engin gömul lög, ekkert, sem við kemur tónum. en þó hefur hinn andlegi arfur fólks- ins fyllt hann hrifningu og eld- móðj listarinnar, þannig að und irstaðan er sjáanleg, samræmið mjlli fortíðar og nútíðar lifandi. List hans er eins og ný ljóm- andi sól í stjörnukerfi hinna andlegu verðmæta á himni þjóð lífsins. S.érhver maður verður gagn- tekinn af að hlusta á tónverk eins og ,,3aga“, „Vorsöngur“, „Spngur Aþsnumanna“ eða ,,Finnlandia“, sem líkist safni af röddum og niði margra alda. Allt frá stormi vetrarins til þíð- leika vorsins er sameinað í þetta tónverk, allt, sem við kem ur finnskri jörð og finnskri þjóð. Bleikir stjörnulogar á blá- um ísum, sumarandvari, sem læðist milli trjánna, þrumuradd ir, sem hvína í- málmbjörgum', dularfull einvera skógar, lækj- arniður og fosshljóð, ólgandi mannhaf, sem hrópar á frelsi, fótatak þreyttra hermanna, gleði yfir unnum sigrum og dýpstu náttmyrkur sorgarinnar. Saga Finnlands og þjóðlíf og allt smátt og stórt í náttúrunni er ofið saman í þetta meistara- verk, sem er fullkomið að hljóm krafti og fegurð. Bæði skáldum, málurum og tónlistarmönnum hefur Edda Finnlands, „Kalevala“, verið guðlegur innblástur. Ekkert stórverk hefur verið skapað án hans, enginn nýr heimur num- inn án þess að fá þaðan vængi, þrek og þor. Kalevalaóðurinn er stórveldi í þjóðarsál Finn- lands. Ef til vill eru áhrif kvæð- isins ólík á hina ýmsu lista- menn og innblásturinn brevti- legur hjá þeim, en hjartslátt- urinn er þó æ hinn sami: Söng- uvinn. Og enginn getur ferðazt um landið án þess að veita þessu eftirtekt. Finnar eru syngjandi og spilandi þjóð, gagn sýrð af tónum. Söngurinn er kraftur lífsins, það sem vekur trú á frelsið og von á sigur hins góða. Hann er drifhjól hvers- dagslífsins, það sem léttir hreyf ingu vöðvanna og gerir ok dags ins bærilegt. Hann lifir í öllu og í öllum, hann er hrynjandi tung'unnar, gleðin og sorgin. Hann er andardráttur Ijóðlist- arinnar hjá Runeberg, hjartslátt ur framfaratrúarinnar hjá Sil- anpáá, tónfegurðin og marg- breytileikinn hjá Sibelíusi. Söngurinn er undrið, sem leys- ^ ír andann úr læðingi. hann er i fctatak ættanna, hljóðfall þjóð- 1 lífsins og sögunnar, Söngurinn hefur tengt finnsku þjóðina saman með óslítandi bræðra- böndum, rótfest hana í kærleika til heimilanna, tungunnar, landsins, Og þessi eiginleiki hins finnska þjóðarstofns hefur ekki aðeins verið tákn um kraft hans sjálfs, heldur — gegnum margar raunir — ótvíræð stað- festing um varanleik verðmæt- anna í þeirri hugsjón, sem trúir á persónulegt frelsi og lýðræði. c»o*o«o«ooo«o*G*o«o«o«o«o«ö«o*o«o*o«o«o*o*o«o*G*a«c«c«o*oco«o*Q*ueoaoao«o*ot > • > •D %% >* Við eipm ávaH fyrirliggjandi: Klapparstíg 26, sími 11372. Ferðariívélar, skrifstoíuritvélar m/ 32, 38, 45 og 62 cm. valsi, samlagningavélar, rafknúnar og handknúnar með ssldo, samiagningavélar m/ 33 cm. vaisi tekur út sa'ldo í lárétta og lóðrétta línu, reikningsvélar, alsjálfvirkar. T’ökum á móti pöntunum á hinum vinsælu í’afmagnsritvélum frá Rhienmetall. kredit t% SS ig %'í .% Útvegum allar gerðir bókhaids- véla frá ASTRA. Útvegum hverskonar vélar fyrir prent- smiðjur, bókbandsstofur og prent- mynda gerðir. Prentlitir fyrirliggjandi Einkaumboð fyrir POLYGRÁPH á Isiandi. Eigum nú aftur fyrirliggj- andi hin vinsæl ljósgler- augu. Heildsaia, smásala.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.