Alþýðublaðið - 06.10.1957, Side 4

Alþýðublaðið - 06.10.1957, Side 4
Sunrrudagur 6. október 1957( A I þ ý ð u b 1 a 8 i ð HVERNIG í fjáranum á maí- ur eiginlega að byrja svona af- mæliskveðju? Ég er allra manna óklókastur í ættfræð- inni og get því ekki rakið ætt- ii’ afmælisbarnsins aftur í gráa forneskju, með tilheyrandi fróð leik um að langa-langa-langa- afi þess hafi verið mikilsmet- inn forsöngvari við Víðimýrar- 'kirkju eðá aðra kirkju enn eidri. Þessvegna: Skítt með ætt fræðina. — Raunar ætti að vera óhætt að byrja svona: ,.Einu sinni var-----“ því mörg ævintýri hefjast á þeim orð- mm. Og þá er bezt ég gerj. það. Einu sinni var karl og kerl- ing í koti sínu, og þau áttu sér sori (við tölum ekki um dæt- u-rnar í dag). Þau hétu Guð- .R'.undur Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir, kotið hét Krossa uas í Vallhólmi og sonurinn héí Ste'fán. Sonurinn var fæddur 6. okt’óber 1907 og er þess vegna fimmtugur í dag, ef ég hef reikn a3 rétt. í æsku sýslaði hann v’ð sauðfé og aðrar skepnur, -eins og_ drengja var siður í sveit á Islandi. Vafalítið hefúr -drenginn dreymt stóra fram- tíðardrauma, eins og gengur, -snda var hann ekki gamall að -árum þegar hann fór suður til Eeykjavíkur og hóf rakaranám. Ekki veit ’ég hve marga barka lionum tókst að skráma áður en hann lét af rakstri, en hitt ■vitum við öll, að sinn eigin barka hefur hann varðveiít fram á þennan dag með. mestu prýði. Það er líka eins g'ott fj'rir hann, því sá barki er eng in einkaeign, heldur sameign ailrar þjóðarinnar; þó er það ekki barkinn einn, heidur þatí :sem á bak við býr, og það er ■Stefán allur. .ÍFátæki sveitapilturinn norð- an úr Skagafirði náði eyrum manna, sem ekki vildu að náð- argáfa hans drukknaði í ral f Stefán Islandi í liiutverki Cavaradossi í l’osca. sápu og hárvötnum. Góðir menn hvöttu hann og studau til náms með þeirri þjóð, sem fremst er talin standa í söng- listinni. Á ítalíu var hann um árabil við nám, og bar gæfu til að kunna að velja og hafna,' og notfæra sér vel þá tilsögn, sem honum stóð til boða. Fólki, sem ekki veit betur, kann að þykja skrítið, að þetta skuli talinn sérstakur kostur. Þó er það svo. Ýmsir íslendingar hafa síðar farið til söngnáms erlend- is og lent þar í höndum mis- jafnra söngkennara, sem eink-1 um hafa haft það sér til ágæt- is að hæla nemendum, og þar með blindað þá á alla gagnrýni, Sennilega er hvergi eins auð- velt að draga nemendur á asna cyrunum og einmitt við söng- nárn. Qg að líkindum er engin stétt manna eins samvizkulaus gagnvart nemendum (eins mikl ar skepnur — altsvo) og söng- kennarar. Ég get trútt um tal- að, því ég kenndi söng um nokkurra ára skeið. — En sem sagt,. Stefán lét ekki glcpjast, Guði sé Icf, en hélt sínu síriki, leitaði og fann, lærði og þrosk-1 aðist. Það hefur varla farið fram | hjá blaðalesendum, að um þess- j ar mundir eru liðin 25 ár frá því er Stefán íslandi kom fyrst j fram opinberlega á óperusviði. Það var í Fiorenz á Ítalíu, í hlutverki Cavaradossi í „Tos- ca“, því sarxia hlutverki er hann nú síðustu dagana hefur sungið í Þjóðleikhúsinu okkar. — Gg senn eru tuttugu ár lið- in frá því Stefán réðst að Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Þar hefur hann hlotið virðingar miklar, og það sem meira er um vert, fádæma vinsældir hjá áheyrendum. Vin j sældir heíur hann hlotið, hvar sem hann hefur farið, en þó j hvergi meiri en hjá þjóð sinni, l sem um áratugi hefur taliö ] hann einn af eftirlætissonum j sínum. Við hcíum að vísu ekki fengið að njóta hans eins og við j helzt vildum, en þökkum það, að hann hefur borið hróður j lands og þjóðar út um víða ver- öld. Ég sé nú að ég verð að fara að draga saman seglin, ef ég á að ná landi með þessi skrif mín. Annars gæti farið svo að þetta yrði einskonar framhalds- saga í Aiþýðublaðinu, ellegar þá að blaðið yrSi að úthýsa aug lýsingum í stórum stíl, og' þann fjanda vil ég ekki gera mínum vini, ritstjóranum. Annars veit ég að hann telur ekki eftir mér einn eða tvo dálka í dag, þegar Stefán íslandi á í hlut. Það er svo.margt, sem leitar á hugann í einu, að maður veit svei mér ekki hvað á að skrifa næst. Og satt að segja þarf ekki að skrifa annað en þetta: „Hann Stefán er fimmtugur í dag. Við óskum hvert öðru til hamingiu. og þá einkum með vonina urn mörg ánægjuleg starfsár enn.“ — Því það sjá jú allir, Guð og Íslendingar, að það er jafnrnik- ið út í hött að tala lang.t mál um list Stefáns, yndislega rödd, túlkun hans og svo framvegis, Framhald á 9. síðu. ii f r- *« KVIKMYNÐAIIÁTÍÐIN í CANNES. 10. kvikmyndahátíðin i Cannes var haldinn á síðast- liðnu sumri og' má segja um hana að alit hafi að rneira eða minna leiti farið í handa- skolum, því að svo ákafir voru þeir er ráku áróður fyr- ir einstökum myndum, að dómarar og starfsmenn við fréttastofunnar voru orðnir gersamiega ruglaðir. Peter Baker er einn framá- 'manna við hinn brezka kvik- mýjidaiðnað og segir hann í gr-ern er hann sltrifar um há- tíöina, að þar hafi verið um að ræða stærstu móðgun er fram hafi komið við ti'l þessa við llst þá er falin er í góðum myndum. Þariia hafi verið á boðstól- um ágætismyndir eins og: ,,Le Notti di Cabirai“ frá Fellini, „Ceiui Qui Ðroit Mourir“, frá Dassin, „Det sjuende inseglet“ frá Inge- mar Bergmann, „Friendly Persuasion“, frá Wyler og „Don Quixote“ frá Kozinl- sev. Þarna hafi iíka verið margir af helsíu kvikmynda framleiðendum heims, eins og: Robert Bresson, George Stevens, José Ferrer, Philip Leacock, Henry Fonda, Mel- ina Mercouri og Izolda Izvit- skaia. Þrdtt fyrir þetta allt sam- an lýsir hann hátíðinni svo að enginn hafi mátt vera að því að sinna störfum sínum fyrir öðrum málurn og athygl in t. d. einu sinni beinst al- gerlega að stúlku er hugðist ná frægð fyrir að leyfa Ijós- myndurum að mynda sig er hún lyfti lítið eitt pilsinu, en þegar hún lét eftir þeim með að lyfta því æ meira og meira, þá endaði. þetta með því að hún varð að berja þá frá sér. Um leið og þeir stcru sluppu út úr Palais des Festivals, þutu þeir í næstu kvikmynda hús til að sjá ýmsa „best.sell- ers“, sem 'oúið var að gyila með óheyrilegu auglýsinga- skrumi fyrir þeim. Hann segir að sig undri að clómnefndin skyidi yfirleitt geta starfáð í þessu andrúms- loíti, sem var svo aumt'að á frétíastofunni týndist hin oo- inbera tilkynning um hvefjar myndir hefðu verið valdar þær beztu, í hrúgu af auglýs- ingabæklingum og- fannst ekki aftur fyrr en eftir langa leit. Segir hann svo að vart sé hægt að vænta þess að þeir, sem á annað borð taka iðju sína alvarlega nnuii halda á- fram að reyna að senda mynd ir til Cannes, nema stór breyt ing verði á, því að ástandið sé algjörlega óþoiandi. Myndir, sem hlutskarpast- ar urðu voru: Gulipálmaverðlaun: Friend ly Persuasion, amerísk. Sérstök verðlaun: They Loved life, póisk og Det sjun- de ínseglet, sænsk. Scrstök verölaun fyrir góða sviðsetningu: The Forty First, rússnesk. Besta leikstjórn hlaut Rob- ert Bresson fyrir Un con- dahne a mort s’est echappe, frönsk. Fyrir bestan leik: Giuietla Masina fyrir leik sinn í mynd inni Le Notti di Cabiriá, ítolsk. Þarna mun yfirieitt vera rátt dæmt, en þó telur hann það vafamál og býst alls ekki við að svo veröi framvegis, ef auglýsingaái’óðurinn verður ekki gerður brottrækur frá hátíðinni í öllum myndum, eða réttar sagt ómyndum. Úr mynd Ingemar Bcrgmann, Dct sjunde inseglet. r SAMTININGUR GAGNSLAUS KVEFMEÐUL. STÓRFÉ er á hverjum degi eyti í gagnlaus kvefmeðul, segir læknir nokkur, enskur. Flest kvef og hóstameðul eru gagns laus og gera ekki annað að verkum en hafa slæm áhrif á magann. Hann kemur og með uppskrift af bezta kvefmeðal- inu. Það á bara að blanda dá- litlu af salti og bökunaiduftl sanian við heitt vatn. Það er allur galdurinn. —o— KONUR EIGA A.Ð STANDA VÖRÐ í UMFER’ÐINNI. ÞAÐ verður ekkert spaug að brjóta umferðarreglurnar í Stokkhólmi, en þó getur verið að karlmönnum þyki sízt vcrra en verið hefur að láta taka sig fasta. Það á nefni- lega að láta konur standa vörð í umferðinni cg væntanlega. vcrða þær ekki síður strang- ar en aðrir laganna verðir. Þær ver'ða alit fjöi'utíu og sækja námskeið í tvo mánnði, áður cn þeim verður sleppt út í umferðina. Þær verða mest í miðborginni, og eiga að vera á verði við bifreiðastæði, sjá um að þar fari allt fram eft ir settum reglum, og leiðbeina löghlýðnum ökumönnum i þrönginni. —o— SKAMMBYSSA OG SAXAFÓNN. FYRST kemur maður í hljóð- færaverzlun og kaupir saxa- fón, síðan kemur sá, sem á lieima í næstu íbúð, og kaup- ir skammbyssu. Þetta er á- stæðan fyrir því, að Le Brun í París, hljóðfærayerzlun, cr farin að selja skotvopn með hljóðfærunum. —o— GAMALT ÞJÓÐRÁÐ. KONA nokkur í Lundúnum, sem tekin hafði verið föst fyrir að vera augafull á al- mannafæri bað um leyfi til að þakka lögrcgluþjóninum fyr- ir vikið „þessum dásamlega manni“, eins og hún komst að orði, „scm he'fur bjargað lífi mínu. Er það ekki dásamlegt“, hélt hún áfram, „að við skul- um eiga að svo dásamlega iögreglumenn. Guð blessi hann fyrir það, sem hann gerði fyrir er hann tók mig fasta“. Konan slapp við hegn- ingu. ATOMJÁRiNBRAUTIR. ÞÆR upplýsingar komu fram á þingi járnbrautarfélaga í Bandaríkjunum, sem var ný- lega haldið, að 19f>0 verði fai’- ið að taka í notkun kjarnorku- knúnar eimreiðir. Fyrsta kiarnorkuknúna eimreiðin er ekki samkeppnisfær við dies- elvélar, en að því kvað koma um 1900. —o— FLEIRI VEI'KIR EN VITA. KOMIÐ hefur á daginn, að fleiri muni veikir í stórborg- unum, en vita það. I Stokk- hólmi var nýlega gerð rann- sókn á heilbrigði manna. Skyldu teknir fyrir 3646 til rannsóknar en um þriðjungur neitaði. Af af-ganginum 2504, reyndust aðeins 479 alheilir heilsu. Hinir þjáðust' af alls- konar sjúkdómum, sumum hættulegum. Rannsókn þessi var ærið umfangsmikil segja blöðin frá Norðurlöndum. Þykír af henni mega ráða, að fim’mti hver íbúi stórborg- anan sé veikur án þess að vita það.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.