Vísir - 24.12.1926, Síða 6

Vísir - 24.12.1926, Síða 6
GLEÐILEC JÓLl ölgerðin Egitt Skcdlagrimaaon. CLEÐILEG JÓL! Jóh. Ög m. Oddason. CLEÐILEC JÓL! Skóbúð Reykjavíl(tir. CLEÐILEC JÓL! Sigurþór Jónsson úrsmiðw. GLEÐILEGRA JÓLA ósþum við öllum okkar viðskrftavtnum. Ásg. C. Cunnlaugsson & Co. CLEÐILECRA JÓLA óska eg öllum viðskiftavinum mímcm nœr og fjœf. Jes Z'tmsen. Óþolinmæði. Jólasaga ejtir Guðbrand Jónsson. Eiríkur E. Harold, — Harold fasteignasali frá Saskatoon, Sas- katchewan, Canada, — gekk óþol- inmóöur fram og aftur á járn- brautarstöðinni í Liverpool. Hann var afaróþolinmóður. Fótaburöur- inn og hver hreyfing bar vott um þessa samanreknu, jaxlbítandi og alveg árangurslausu ákefö, sem kölluð er óþolinmæði. Hann stappaði niður fótunum, rétt eins og lestin til Edinborgar, sem hann var að bíða eftir, myndi við það renna upp að stéttinni, eins og vatnið úr klettinum á eyði- mörkinni foröum, þegar Móses laust hann með staf sínum. En hún kom ekki, sem ekki var heldur von, því áætlunartími hennar var fyrst að fimm mínútum liðnum. Svo beit Harold á þunnar var- irnar og starði út eftir teinunxnn, og var líkastur því, sem stæði hann sjálfur við ketil eimreiðar- innar, og væri að rembast við að láta hana hafa sem mesta ferð. En alt kom fyrir ekki, því að lestin fór eftir áætluninni, en ekki eftir óþolinmæði Eiríks E. Har- old, fasteignasala frá Saskatoon. Hún var reyndar ekki ein um það. En Mr. Harold skildi ekkert í því, og það var líklega varla von, því hann var búinn að bera óþolin- móður í 25 ár. í öll þau ár hafði hann stefnt að ákveðnu takmarki. Hann hafði alt af verið að færast nær því. Og alt af hafði hann, eftir því sem nær dró, verið að verða óþol- inmóðari og óþolinmóðari. En nú, þegar ekki var nema seiling að því, og hann var með hendina búna til grips, tók þó út yfir. Svona hafði hann beðið í stund- arfjórðung, svo órór, að hinir, sem með rósemi höfðu beðið, þonum til samlætis, höfðu varla haft af honum augun. Svo heyrði hann másið i eimreiðinni, og úr því fanst honum tíminn standa í stað, eða jafnvel hörfa aftur á bak. Og þó skifti úr því engum togum, að lestin kæmi. „Ætlar bölvuð lestin aldrei að geta dragnast inn,“ tautaði hann á íslensku. En varla var hann bú- inn að sleppa orðinu, þá stóð lest- in við stéttina. Og svo varð alt að einni kvikandi mannkös. Það var ekki ósvipað að horfa í manniðuna, eins og að líta í straumhart fljót. Mannfólkið var eins og öldurnar á flúðinni, sem risu og sukku endalaust. Hreyf- ingarnar voru eins og eldingar, sem hverjar ráku aðra, svo hart og títt, að manni gat legið við að sundla. En Mr. Harold sinti þessu ekki. Hann þreif handtösku sína, og steypti sér, —- öðruvísi verður það ekki orðað, — inn í röstina. Straumurinn var harður, og sitt á hvað. Sumir ætluðu inn i lest- ina og aðrir út úr henni, og vék enginn fyrir öðrum, og ekki held- ur fyrir Mr. Harold. En hann skildi það ekki, því að hann hafði r.ú verið óþolinmóður i 25 ár. Svo beit hann aftur á vörina, — iiann hafði alt af gert það, þegar mikið lá við, og með góðum á- rangri, — og klauf strauminn svo að alt sópaðist til hliðar. Hann hafði alt af sópað öllu til hliðar. Og fólkið í kösinni, heiðarlegir, útsláttarlausir borgarar, sem gengu eftir götu lífsins með seinagangi almanaksins, litu hissa á þennan berserk, sem óð fram, bítandi skjaldarrendur, ■ og skeytti um ekkert nema sjálfan sig. Svo litu þeir á klukkuna, — hið sítifandi hjarta í lífi þeirra, — og hristu höfuðin stein-grallaralausir. — Nógur timi. En Mr. Harold ruddist inn S lestina, og kastaði sér í sæti í horn- inu hjá glugganum í einum fyrsta flokks klefanum, og leit með fyr- irlitningu út á hópinn. — Að hann skyldi hafa þolinmæöi til að bíða þetta. Hann leit á klukkuna: „Skyldi lestin ekki ætla að komast af stað?“ Svo fór um hana titringur, hún tók kipp aftur á bak, og skreið svo eins og ormur úr hýði út undan glerhvelfingunni, fyrst hægt og hægt, en svo fljótar og fljótar, uns hún þaut eins og kólf- ur áfram, áfram, áfram.-------- Það féll eitthvað, sem líktist ró yfir Eirík E. Harold frá Saska- toon. Það var eins og lestinni tæk- ist að verða óþolinmæðinni í hon- um samsíða. Hann tók upp dagblað, hallað- ist upp í homið og reyndi að lesa. En blaðið hneig fljótt ofan á hné honum. Hann starði fram undan sér. Og öll árin, — þessi löngu 25 ár, liðu um hug hans. Stundir og dag- ar, vikur og mánuðir, og árin, — öll þessí ódrepandi ár. — —• —• Hann hét Eiríkur Eiriksson og var úr Reykjavík. Faðir hans var Haraldsson, — þaðan kom honum nafnið Harold, — og hann hafði verið á skútu, —■ einni af fyrstu skútunum, sem héðan gengu. En skútau strandaði, einu sinni þegar hún var vel vátrygð, — slíkt bar stundum við í þá daga, — og fað- ir Eiríks drukknaði. Þá var hann tveggja ára. Móðir hans reyndi að halda sér og honum frá sveit. Hún bar vatn, fór í laugar, var í kolum og i öllu, sem hægt var að fá peninga fyrir, hvort sem erfitt var eða ekki, svo hún hefði ofan í sig og drenginn. Bæinn, sem hún bjó í, í Skuggahverfinu, átti hún. Það var léttir að því. En róður- inn var samt þungur, og einn vet- ur varð henni hvað þyngstur. At- vinnan brást, alt brást, og marg- oft hafði hún ekki mat nema handa Eiríki einum. Hann var þá á 15. ári, og var hafður til ýmis- konar vika hér og hvar. En til sjós hafði móðir hans aldrei viljað láta hann fara. Margir Iágu henni á hálsi fyrir það, en hún mundi eftir vátrygðu skútunni, og lét sér á sama standa. Svo kom þessi vet- ur. Það var einmunatið, Annan eins vetur mundu varla elstu menn. Snjór féll fyrst á Þorláksmessu. En fyrir fátæklinga var það fim- bulvetur, þrátt fyrir alla blíðu. Það var, eins og á óskiljanlegan hátt; komið drep í alla atvinnu. Svo sagði hún sig til sveitar í 9. viku vefrar. Fátækranefndin, — þessi óbil- andi hjálparhella allra þeirra, sem engan eiga að nema föðurlandið, — hélt fund, með umræðum og atkvæðagreiðslum um tillögur og rökstuddar dagskrár, og samþykti að leggja Þuríði framfærslufé, en að fá Eiríki farareyri til Vestur- heims. f þá daga var Canada nokkurskonar vara-sveitasjóður allra hreppsfélaga á fslandi. Eiríkur mundi eftir seinustu jól- unum, í bænum hjá móður sinni. Honum gleymdust þau aldrei. Þau höfðu geirneglst inn í vitund hans. Það var logndrífa, — skæðadrífa — úti. Þetta einkennilega, milda vetrarveður, sem á svo vel við jól- in. Móðir hans hafði hrísgrjóna- graut og hangikjöt á borðum. Og síðsfh hafði sá matur, þó hann hefði reyndar borðað margar krás- ir eftir það,'virst honum vera hið eftirsóknarverðasta sælgæti- í heimi, — og hann hafði aldrei bragðað hann síðan. Svo kveikti hún á jólahríslunni. Það var ekki lifandi grenitré með angandi barri, eins og nú tíðkast. Það var staur, — venjulegur, sívalur, illa hefl- aður staur, og í hann voru reknar tegldar spýtur, svo sem í greina stað, en alt var vafið þurkuðu lyngi. Á trénu loguðu 5—6 kertþ. og á borðinu lágu mórauðir, ÍS- lenskir ullarsokkar, — það var breiður, hvítur jaðar á bolunum að ofanverðu. Þá hafði Þuríður prjónaö sjálf handa Eiríki, — þat^ var allur sá farareyrir, sem hún . gat lagt honum. Þeir höfðu kost- að sjálfsafneitun, sem var jafn- virði auðæfa, er kaupa mátti fyr- ir borgir og skrúðgrænar lendur,- ef sjálfsafneitun væri lögreyrjr. Og Eiríki fanst ljóminn af mis- litu kertisskörunum vera sú dýr- legasta birta, sem hann hafði séð, — Fyrst i janúar fór Eiríkur til' Vesturheims, á kostnað föður- landsins. Hann stóð lengst aftur á þilfari á „Lauru“ gömlu og leit inn yfir bæinn, — þennan kotbæ, þar seni hver þekti annan, og vissi hvort köttur nágrannans var grár eðá- bröndóttur. Hann leit inn yfir bæinn, og sá grilla í steinolíutýrumar á götuil- um, og honum fanst eins og hert væri að hjartanu í sér. Það var þessi einkennilega tilfinning, sem grípur mann þegar maður er aö skilja við einhvem eða eitthvað,. sem manni er kært. Það er ómögu- legt að lýsa þessum bæði líkam-r lega og andlega sársauka, sem er blandinn því beiska hunangi, sem gleðin þá er, og sem, þó furðu- legt megi virðast, fylgir öllum raunum. Það var útfararblær yfir öllu, en hann vissi ekki hvort hanre var líkið eða syrgjandinm Og honum fanst eins og frá bænum legði út til hans ilminn af síðasta jólamat móður hans, og bjarmann af ljósunum á jólatrénu hennar. Hann fann, að honum var nú rykt með rótum upp úr sínum eðlilega jarðvegi. Og hann fann,. að hann þurfti að komast í hann aftur. Þar og hvergi annarstaðar gat hann þrifist. Hann vissi, að hann gat ekki snúið aftur nú. Og hann óx alt í einu og varð a& manni, með vilja og krafti. Hann ásetti sér að vinna og vinna, vinna sér fé, verða auðugur maður, og köma svo heim í jólamatar-ilm móður sinnar, og heim í bjarmanm af litla, lélega lyngtrénu. Það var ekki lengur blautgeðja unglingur, sem stóð á afturþilfari „Lauru“, heldur harðvítugur, ung- ur maður, sem beit á vörina. —r Lestin tók snögt viðbragð, og Eiríkur E. Harold, fasteignasalir frá Saskatoon, leit upp sem snöggvast, en hvarf "fljótt aftur ofan í sjálfan sig.-------— Hann fór í skógarhögg, þegar vestur kom. Hann feldi ótal trjá- stofna, og safnaði dollar eftir doll- ar. En hann sá fljótt, að þó hann ynni Ijósaskiftanna á milli, þá yrði hann aldrei auðugur á því, svo fljótt sem þyrfti. Hann var orð- inn óþolinmóður að komast heim í bæinn i Skuggahverfinu til jóla- trésins hennar móður sinnar. Hann beit á vörina, keypti gull- nemaáhöld, sleða og hunda, og hélt til Klondyke. Hann leitaði að gulli, hann svalt og hann kól. En hann leitaði og' leitaði stöðugt. Æskuholdin og lit- arhátturinn voru horfin, hann var orðinn skininn og þunnur, eins og vestmenn eru. En óþolinmæðin rak hann áfram. Um síðir fann hann gullæðina. Hún var lítil, en notadrjúg. Á skömmutn tíma var hún tóm, en- hann efnaður maður. Óþolinmæðin jókst með hverjuni' græddum eyri, og altaf fanst honum hann vera óendanlega fjarri takmarkinu. Hann vildi og þurfti að eignast meira, áður en' hann færi heim til íslensfca jóla- trésins. Hann fluttist til Saskatoon, og gerðist fasteignasali. Hann beit á vörina og ýtti til hliðar. Hann græddi á tá og fingri, og varö með auðugustu mönnum þar í grendinni. Hann — Harold fast- eignasali — var þektur um alt fylkið og víðar um Canada. Og ekki að góðu, því að hann var

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.