Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 2
VÍSIR í guði og allan hans föðurkær- leik, alla hans takmarkalausu náð, alla hans umhyggju fyrir þér og málefnum þinum. J?ess- vegna þarftu ekki að vera hræddur, þvi þú átt alt iþetta með sanni, og með því þá jóla- gleði, sem enginn og ekkert getur frá þér tekið, nema þú kastir öllu þessu sjálfur frá þér eða vanrækir það svo að það deyi i þér, en þá hefir þú og um leið fyrirgert sálu þinni, þar sem þú á móti betri vitund hefir niðst á sannleikanum í sjálfum þér. — pess vegna, þú guðsbarn, sem þetta kant að lesa, athugaðu vel, hvort þú rækir vel þína náðargjöf, eða þú hefir látið hana dofna, svo að hún beri lítinn ávöxt og h£ lítil áhrif á hf þitt. Ef svo skyldi vera þá gakk þú nú í anda á þessum jólum inn i fjárbyrgið í Betlehem og krjúptu niður við jötuna og virtu tilbiðjandi fyrir þér hið heilaga barn, þangað til hjartað bráðnar í brjósti þinu og þú getur snúið aftur til þins fyrsta kærleika. Gerðu frelsara þínum þau heit að þú viljir hafa hann betur i huga hér eftir en hingað til, fylgja honum fastar, nota orð hans og sakramenti betur, umgangast hann betur i bæn og í hugsun; játa hann á- kveðnar og vitna skýrar um hann en hingað til. — Og minstu þeirra orða er hann hefir sagt: „Haltu fast því sem þú hefir, að enginn taki frá þér kórónu þína!“ — Já vertu trúr til dauð- ans, því þá eignast þú kórónu hfsins, og dauði þinn verður þér ekki dauði, heldur fæðing til nýrra, ævarandi jóla í dýrð og vegsemd þíns elskulega frels- ara. — En þú sem ætlar þér að halda jól án Jesú, og setur aha jóla- gleði þína í mat og drykk og skemtanir með glaumi og glysi og kastar frá þér jólaguð- spjalhnu sem óegta munnmæla- sögu, vita skaltu að þú átt eng- in jól og að öll þín jólakæti end- ar í hrygð myrkranna, nema þú snúir þér í tíma, meðan náð Guðs bíður eftir betrun þinni. Og sjá, nú er mjög hentug tíð. Nú eru jól. Hlustaðu því á jóla- söng og vitnisburð englanna og taktu á móti þeim sannleika að þér er frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs. Hvernig sem þú hefir hingað til hfað, þá er liann fæddur þér, svo að þú megir fæðast að nýju til hins nýja lífs með Drottni Kristi, frelsara þínum. þá fyrst færðu gleðileg jól. — En þér, allir Jesú lírists lærisveinar, látið ekki undan síga, dragið ekki úr játningunni til <þess að geðjast heiminum og fá orð á þig hjá heiminum að þú sért víðsýnn og frjálslyndur, því af- sláttarjátning er sama og af- neitun. Og vilji einhver krefja þig reikningsskapar fyrir trú þina og spyrji þig eins og Jetsús spurði fariseana forðum: Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann? J?á svaraðu hik- laust með Pétri: þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs og svaraðu með allri hinni almennu kristilegu kirkju: Jeg trúi á Jesúm Krist, Guðs einkason, Drottinn vorn, sem gethm er af heilögum anda, fæddur af Mar- íu mey. — Og er sú játning kemur frá hjartanu þá átt þú gleðileg jól. Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á. — Guði sé lof fyrir sinn gleði- legan boðskap. A m e n. Jól Eyjastúlkunnar. ÞatS var farið að líða að jóltmi og óðuni dimmdi dagana. Þung- búin skammdegisskýin grúfðu sig ömurlega yfir láíSi og legi og næstum fólu daginn, sem nú var æði lágur á lofti i faðmi nætur- innar Brimið dundi og hamaðist við flúSir og sæbrattar urðir, 30g- aðist inn i skvompurnar í sjávar- hömrunum og sleikti þær innan með hamagangi, svall svo aftur frá með hvítfyssandi hringiðu- kasti og beljandi hvatabuskulát- um til þess að sækja í sig veðriS og hefja sóknina á nýjan leik. En þau eru traust stuðlabjörgin, sem'standa á verði fyrir Vest- mannaeyja útsænum, og sævijetn- ir sjávarhamramir, með kórum og hellum í allskonar myndum, sýna örin ekki ósmá eftir viðureignina viK hinn sifelt óþreytta ægi. Jörðin sjálf lá sem aflvana und- ir fargi vetrarins, sem snemma var genginn í garð og baröi látlaust básúnur sínar í útsynningsjelja- gangi með þrumum og eldingum eða stríðum norðanvindinum, sem þeytti sjódrifinu inn i hverja gátt. Aðra stundina stilti þó til, þótt það væri sjaldnast nema stundar- friður. En gegnum sortaskýin og dimmviðrið skein logskær jóla- stjarnan, sem leiðarljósið bjarta í hugskoti mannanna og glæddi vonirnar um hinn vaknandi dag og líf. — Upp úr miðri jólaföstunni linti óveðrahamnum, og nú var ekki framar undir hörkubrún að líta, hægviðri eins og það getur verið best úm þetta leyti árs strauk um veðurbarða fjallahnúkana og um sjóinn, og svæfði fljótt ókyrrar öldui-nar. Fólkið naut sín nú við störf sín úti og inni hina friðsælu daga, sem liðu í millisvip dags- ljóss og húms, og bjóst með fagn- andi huga undir hátíðina, sem var í nánd. Ekki skemdi það til, að tunglið var í fyllingu um jólin, svo að menn hugðu gott til að sækja heimboðin að kunningjum og vin- um, er ærið uku hátiðabraginn, i glaða tunglsljósinu hin * stjörnu- björtu heiðríkjukvöld. Valhólar, bærinn hennar Ing- unnar litlu Þórólfsdóttur eða hennar Ingu litlu, eins og hún var altaf kölluð, standa austarlega á Heimaeynni, all-langt fyrir ofan Voginn, þar sem háfext brimaldan teygir sig í austanveðrum með froðufalli alveg upp í grös, en á vorin og sumrin vagga hægfara lognbárur mjúklega sjófuglunum, sem hér una sér vel. Um fjörurn- ar hleypur tindilfætt sandlóan vorlangan daginn og frammi á leirunum er um stórstrauminn kvikt af vaðfugli, sem keppist við að tína í sig fjörumaðkinn. Hér leika börnin sér glöð og búa til flóðgarða í sandinum og bxða eftir flæðinu, og hvert þykist mest, sem lengst getur haldist við i sandgai"ð- inum sínum áður en flóðið skell- ur yfir hann, en glaðir hlátrar kveða við i hvert sinn, er eitthvert þeirra verður að víkja xir víginu sínu og ösla í Iand undan sjón- um, sem hramsar undir sig garð- inn, hversu vel sem hann er troð- inn. —• Inga Iitla var ein af þeim, sem beið jólanna með mikilli eftir- væntingu, og nú var Þorláks- messudagurinn ninninn upp. Inga var snemma á fótum þennan dag því að henni hafði verið lofað að fara með honum Sigga suður á Lambahillu í Stórhöfða, en Siggi átti að líta eftir lömbum, sem þar voru höfð. Þetta var syðst suður á Heimalandinu. Þau fóru af stað heiman að út eftir frá bænum eins og leiðin lá. Siggi leiddi litlu stúlkuna, sem steig léttilega yfir þúfurnar urn móinn, við hlið sér. En hvað alt var þögult og kyrt í desémber- umhverfinu, ekkert hljóð heyrð- ist nema öldugangurinn í sjónum, þvi að sog voru allmikil og undir- alda eins og altaf um þetta leyti árs, og braut allmjög á steðjum og fláahleinunum við úteyjarnar, sem stigu tígulegar og hnarreist- ar upp af mararfletinum, bryddar hvítum skófaldi af voðum Ránar- dætra. Þau bar hratt yfir og var Inga litla oi'ðin lafmóð þegar kom- ið var út á Höfða og átti þó eftir að keyfa hann upp sæbrattan og ganga suður eftir honum, því aö Lambahilla liggur á móti suðri og er stór snarbrattur grasfláki í skorum og geilum sunnan í Stór- höfðahöinrunum, og erfitt að fara þar niðui', en fyrirhleðsla er á brúninni svo að fé fari eigi þang- að, og eigi kemst það heldur það- an í burtu. Inga varð að hvíla sig. við Höfðadysjarnar hjá Erlendar- krónum, hún var að vísu hrædd að vera þar nálægt dysjunum, sem átti að vera svo reimt við, og gam- alt fólk sagði. að þangað mætti maður ekki fara eftir dagsetur. Siggi sagði Ingu litlu, þar sem þau sátu, hvernig reimleikinn hefði orðið til og hvernig á dysj- unum stóð, og hafði hún þó oft heyrt það áður, en altaf var það kitlandi að fá að heyra söguna, og þótt hún væri í aðra röndina liálf- srneyk, þá fanst henni hún vera ör- ugg er hún var hér með Sigga, sem var svo stór og sterkur og svo lífsglaður og hún hafði altaf þekt, en sagan var svona: Einhverju sinni fyrir svo sem hundrað árurn, sást skip á hring- sóli fyrir vestan Eyjar, barst það undan straumum og vindi, og var ekki að sjá að því væri stýrt eða að það léti að stjórn. En er svo hafði gengið nokkurn tíma, og skipið hafði hrakið til og frá úm sjóinn eins og strá fyrir vindi, áræddi fólk að manna út bát og fara út í það, þvi að margir, helst hinir eldri, hugðu þetta vera ræn- ingjaskip, sem byggi yfir ein- hverju bragði til landtöku. En í skipinu var heldur köld aðkoma. Á þilfari sást enginn maður, en undir þiljum fundust skipverjar allir dauðir í rúmum sínum. Sló þá óhug á menn, en komu þó skipinu til lands inn á Víkina, og voru hinir dauðu ekki færðir í vígðan reit, heldur dysjaðir án yfirsöngs á Flesjunum skamt fyr- ir ofan Höfðavíkina, svo að sem minst þyrfti að flytja Jxennan ófögnuð. Fljótt þótti bera á reim- leikum við strandið, fór svo að lokum að enginn fékst til að vaka yfir því, þvi að þetta er all-langt frá bygðinni, nema stúlka ein frá Miðhúsum, er Guðlaug hét. Hún vakti ein hverja nóttina eftir aðra yfir skipinu og strandgóssinu þar til það var selt við uppboð. Þegar hún var spurð um það hvað fyrir hana hefði borið, sagðist hún sí- feldlega þegar kvölda tók hafa séð hina dauðu skipshöfn vera á rjátli um skipið uppi og niðri- hamast á vindum og stögum og hlaupa upp rár og reiða með bramli og brölti, en enginn yrti á hana, þó oft strykjust þeir fram hjá henni, og aldrei gerðu þeir henni neitt mein, en hún gæddi sér óspart vökunæturnar á ýms- um krásum, er gnótt var af í mat- búri skipsins. En upp frá þessu var alt af reimt mjög við dysjarn- ar, einkum eftir að sól var sest. — Siggi hafði lokið við söguna, og nú var Inga litla orðin afþreytt. Hún var að horfa á brimið við Ræningjatanga, er gengur út i sjóinn suður af Brimurðarloftum, í hvarfi við alla bæi, þar sauð rótið og skvettist, þótt annarstað- ar væri kyrð á. Lætur sjórinn reiði sína bitna á Tanganum, fyr- ir að vera landgöngubrú Hund- tyrkjanum. •—• En þar komu Tyrk- ir fyrst að landi, er þeir rændu Vestmannaeyjar. —•. Inga var í eigin hugsunum, er þau gengu upp brekkurnar á Höfðanum, og alt af víkkaði sjóndeildarhringur- inn og stækkaði, og nú voru þau komin upp á Valasetur. Héðan, af íslands syðsta odda, sást í suður út á óendanlegt hafið, en í austri blöstu við snæviþakin Mýrdals- fjöllin. Einkis skips varð nú vart á för um sjóinn. Einstaka fugl flögti um seinlega og fjörlaust, með slapandi vængjum. Deyfðar- og svefnsvipurinn var auðsær um láð og lög, og setn alt lægi í dái, hinn mikli sjávarjötun líka. Inga horfði út í órageiminn, ]xar sem sólin í suövestri i hranna- skyjum, meö rnargglitbornu ívafi hinna fegurstu kveldroðalita, í stórhreinle'ik vetrarhiminsins, var nærri stigin niður að hafsbrún. Hún sá sjáffa sig í dýrðlegum sýn- um svífandi suður um loftin blá, og hún mintist móður sinnar, er hafði í æsku kent hepni að elska suðuráttina, hina ljúfu leið til sól- arlandanna, þá er móðir hennar leiddi hana um blómskrýddar grundirnar heima við bæinn hin yndislegu sumarkvöld. En vei, úr hugarfylgsnum henn- ar skaut upp annari hugsun, og ótt stigu fram myndirnar, er hún oft hafði séð fyrir sér áður, þeg- ar Mára gamla, þar heima sagði henni sögurnar í rökkrinu, af mannráninu. Hún sá í anda stúlk- urnar, sem hemumdar höfðu ver- ið af Vestmannaeyjaströndum. Þarna höfðu skipin, sem hurfu á burtu með þær, klofið háværar öldurnar, er byrgðu kvein þeirra. Það fór hrollur um hana. Ekki þurfti að efa það, sem Mára gamla sagði, um allar þær hörmungar og smán, sem stúlknanna beið í heiðnmn löndum. En þær, seím stöðugar stóðu í hinni sönnu trú leiddi drottinn þó dásamlega, svo sem Ofanbyggjarastúlkuna, sem sagan sagði, að hefði orðið drottn- ing i Algeiruborg. Inga gat ekki á sér setið, að spyrja Sigga, hvort þetta væri nú satt. Siggi svaraði að auðvitað væri það satt, og sannarlega hefði hún verið of góð fyrir Hundtyrkjann, jafnfalleg og hún hefði verið, og það þótt hún hefði verið ljót eins og hún Grýla, og vart mundu þeir, skammirnar, heldur hafa skilið þig eftir, svona fallega yngismey. En strákamir, sagði Siggi, — hann bar í sér út- þrána og fór seinna til Aineríku, — þeir voru sumir karlar í krap- inu, og sneru upp á hundheiðingj- ann, eins og hann Jón litli frá Ivirkjubæ, sonur síra Jóns píslar- votts, sem aðeins var 12 ára, þeg- ar hann var tekinn, og seinna varð höfðingi yfir skipaflota Tyrkja, og hélt þó trú sinni og komst að lokum úr greipum þeirra norður i lönd. Þetta var eins og í æfin- týrunum. Þau höfðu nú gengið suður Há- höfðann, alveg suður að brún. Þar niður undan svall straumiðan í Suðureyjarsundi. Á burtu var nú allur fuglaskarinn, sem á vorin og sumrin lyftir sér á léttum vængj- um yfir syllum og tóm við hamra- brúnirnar. Siggi gáði niður í Lambahillu, þar sem hann stóð framrni á snös, til þess að vita hvort hann kæmi auga á lömbin; en þarna voru þau böfð frá veturnóttum og fram á þorra. Hann sá nokkur þeirra, hin hlutu að vera undir bringjunum eða þá inni í bóli. „Eg verð að fara niður og gá betúr að þeim,“ sagði Siggi, „og bíddu hérna, telpa mín, á meðan eg fer niður, en vara máttu þig að. fara ekki tæpt fram á brúnina, því þá geturðu hæg- lega hrokkið niður fyrir eins og hann Eiki í Bót, sem aldrei toldi annarstaðar en frammi á ystu nibbum, hvernig sem honum var bannað það. Honum varð líka að því. Einu sinni stalst hann að heiman á sjálfan hvítasunhudag- inn, í eggjaleit. Þegar fólkið kom heim frá kirkjunni, sá það hann standa framan i Illutóamefinu og hverfa niður fy.rir flugið, eins og einhver ósýnileg hönd úr fylgsn- um fjajlsins hefði hrifsað hana til sín, og sást hann aldrei síðan.“ Inga settist á þúfu skairit fyrir ofan, og hnipraði sig saman. Hún var ekki vitund lofthrædd,.og oft hafði hún klifrað uppi í Hvanna- gilin og upp á baldursbrárhiil- urnar utan í Klifinu upp af bæn- um hennar. Siggi var keikur og hvergi smeykur, hann hafði verið göngu- maður upp á Súlnasker tvö sum- ur; þeir gerðu það ekki allir bet- ur, jafnaldrar hans. Hann gekk nú niður í bjargið, ótrauður og steig það léttilega og fimlega, aí- veg eins og hann væri að hlaupa um stéttarnar heima hjá sér. Inga heyrði hann hóa svo berg- málaði alt um kring. Hann var nokkurn tíma í burtu; það var® að líta undir hverja brík og skúta. Ingu var farið að lengja eftir hon- úm. Alt í einu heyrði hún voða skell, sem gerði hana dauðhrædda. ,,Nú var Siggi að hrapa“, en í sömu andránni sá hún glottandi andlitið á Sigga, sem gægðist upp fyrir brúnina, en með fætinum hafði hann ýtt við stórum steini, svo að hann valt ofan fyrir meB dunum og dynkjum, og það var það, setn gerði Ingu litlu svo skelkaða. „Þau voru þarna með tölu lambasnáðarnir,“ kallaði Siggi’ um leið og hann vatt sér upp móður og másandi. „Var þér orð- ið kalt, telpa mín? Þarna siturðu alveg blýföst eins og kufungur á steini.“ Inga neitaði þvi, hún var hálfreið við Sigga fyrir að hafa ætlað að hræða hana, en hún fyr- irgaf honum það þó fljótt. Hún vissi hvað strákunum þótti gam- an að láta steinana dondra eins og þeir kölluðu það, hátt ofan úr hliðum, svo að þeir skeltust með gneistaflugi og ógurlegum ham- förum fram af hverju nefi og slakka og tóku með sér aðra steina, sem lausir voi-u fyrir, og stundum heila skriðu, og skildu eftir jarðveginn rifinn og upp- tættan, uns þeir steyptust á ból- andi kaf niður í hyldýpið, svo kvað við hátt í björgunum. Hún hafði sjálf oft verið með í þeim leik. Siggi beið ekki lengi boð- anna eftir að hann var kominn upp aítur. Inga hafði ætlað að spyrja hann um illhvelið ah-æmda, hann Létti, sem hafðist við hér í Suð- ursjónum, en hún hætti'við það, það sat enn þá í henni við Sigga, sern og strax sýndi á sér heimfar- arsnið, rökkrið færðist bráðum yf- ir, svo skammur er dagurinn á lofti um vetrarsólstöður Ekki var laust við að Inga litla hálfkviði því nú að fara fram hjá Dysjunum, reyndar hafði henni oft verið sagt, að hún þyrfti ekki að vera hrædd við að neitt óhreint kæmist að henni, ef hún signdi sig og læsi bænirnar Hnar. En hún gat samt aldrei að því gert, enda blés Mára gamla þar óspart í glæðurnar og nærði þær með sög- um sínum, svo að ekki var hætta á þvx að neistinn kulnaði út. Nú voru þau komin heim á leið, niður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.