Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 9
VÍSIR Fosfudaginn 24. des. 1926. VEEDOL Höfum fyrirliggjaadi eftirtaldar tegundir af hinni heimsþektu V E E D 0 L smurningsolíu : Gufuvéía olía, Bifreiða — Skilvindu — Koppafeiti fyrir allar tegundir af vélum. Athugið verð og reynið gœð þessara tegunda, og berið samar við verð og gæði annara tegund* Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Mlnni Egyerts Ólafssonar. Kvæði sungið á hátíð íslendinga í Kaupmannahöfn 1. des. 1926. —o— pað grúfði yfir Islandi nístingsköld nótt frá nesjum að dölum og fjöllum. Á svæflunum værugjörn dottaði drótt og dáðlaus í bæjunum öllum, því ófrelsi og harðæri unnu það verk að auðmýkja þjóðina, er fyrrum var sterk. Vér höfum það lært, þegar hættan er stærst og hvervetna er sundunum lokað, þá hendir það títt, að sú lijálpin er næst, er liindrunum burtu fær þokað. Og hamingjan gaf okkur Eggert — og ann íslandi nokkur meira en liann! Hann kom lil að vekja ’ina veikluðu þjóð af værðinni og livetja til starfa. Hann hvalti með verkum og vakti með óð og vann sínu ættlandi þarfa. Hans boðorð var: Trúðu á megin og mátt met þú og elska það land, er þú átt. Menn fundu er hljómaði ’in livellandi raust hugprúða foringjans unga, að lífskraftur vorsins úr læðingi braust og leysti burt vetrarins drunga, að til var þó eitthvað af eldgömlum þrótt, ei alt hafði drepið sú skelfinga nótt. Ótrauður starfaði’ hann allan sinn dag og aldregi veill eða hálfur, og hugsaði að eins um ættlands síns liag, en ekki hvað græddi hann sjálfur. pví er hans minning svo blessuð og björt, að betur fær enginn í heiminum gjört. Eggert þótt bremdi bið æðandi baf svo ungan, frá hálfloknum starfa. Vér þökkum af hjarta þeim guði, sem gaf okkur gáfaða leiðtogann djarfa, og óskum við fengjum að feta’ í lians spor og færa’ okkar ættjörð hið syngjandi vor. Steindór Steindórsson stud. mag. Tii samborgaranna. Enn á ný verö eg að minna yö- ur á jólapotta Iijálpræ?5ishersins, kæru samborgarar. Eftir a'ö vér nú höfum tekiö til og ra'ðaö niöur í jólaböglana, þá eru samt enn skráðar hjá oss 125 fjölskyldur, sem þarfnast átakanlega hjálpar, en sem vér getum að svo komnu enga úrlausn gert. Aldrei hafa oss borist jafn margar hjálparbeiSnir sem nú, en því mi'Sur hafa jóla- pottarnir fengið ntikið rýrari sam- skot en vér höfðum vænst. Eg bið yður þvi aö fyrirgefa, þótt eg enn á ný heiti á örlæti yðar og mann- kærleika, kæru samborgarar, og biðji yður að gefa í jólapottana í dag. Látið það eigi aftra yður þótt gjöf yðar sé smá, en umfrani alt gefið í dag. — Mér er það ljóst, að eigi verður unt að líkna öllum þeim, sem hjálpar þarfnast, en það er sárt *að þurfa að láta þá synjandi frá sér fara, sem ti vor leita í ítrustu neyð. Kristian Johnsen, adjutant. á CLEÐILEC JÓL! Hoannbergsbrœður. CLEÐILEC JÓL! Sigur'öur p. Jónsson. GLEÐILEC JÓL! Mjólkurfélag Rtykjaoíkur. CLEÐILEC JÓL! Verslunin ,,pórsmörk“. CLEÐILEG JÓL! Smára Smjörlikisgerdin. CLEÐILEC JÓL! Smjörlíl(isga-ðin Asgarður. CLEÐILEC JÓL! Verslunin Klöpp. CLEÐILEC JÓLl VeiÖarfœraOerslunin Gepsir. # ** p ^ : = — ■ ,%~=s:--^-=== GLEÐILEG JÓLl K. Einarsson & BjÖrnsson. Gleðilegra jóla óskar Vísir öllum lesöndum sínum. Hátíðamessur. í dómkirkjunni á aðfangadags- kveld kl. 6 síra Bjarni Jónsson; jóladag kl. 11 f. h. dr. Jón Helga- son biskup; kl. 2 e. h. sira Bjarni Jónsson (dönsk messa); kl. 5 síðd. síra Friðrik Hallgrímsson ; 2. jóla- dag kl. 11 f. h. sira Bjarni Jóns- son; kl. 5 síðd. cand. theol. S. Á. Gíslason. í fríkirkjunni i Reykjavík á að- iangadagskveld kl. 6 síra Árni Sigurðsson; á jóladag kl. 2 sira Árni Sigurðsson; kl. 5 síra Har- aldur prófessor Níelsson; 2. jóla- dag kl. 5 síra Friðrik Friðriksson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kvöldsöngur á aðfangadag kl. 7 síðd., á jóladag kl. 2 e. h. sira Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju 1. jóladag: Lágmessur kl. 6, 6l/2, 7, 8 og 8/ f. h. Pontifikalmessa með prédik- un kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. ponti- fikalguðsþjónusta með prédikun. 2. jóladag: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með pré- dikun. — Spítalakirkjan í Hafn- arfirði. 1. og 2. jóladag: Söng- messa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með prédikun. í Aðventkirkjunni: Á aðfanga- dagskveld kl. 6, á jóladaginn kl. 8 síðd., á annan í jólum kl. 8 síðd. Síra O. J. Olsen. Sjómannastofan gengst fyrir því, að guðsþjóhusta verði haldin í Nýja Bíó kl. 6 í kveld. Síra Friö- rik Friðriksson prédikar. FB. 23. des. ’2Ó. Sjómannakveðjur. Gleðileg jól. Ágæt líðan. Kveðjur. Skipshöfn s.s. Gylfa. Bestu jólaóskir til ættingja og vina. Vellíðan. Kær kveðja. Skipshöfnin á Belgaum. Gleðileg jól. Vellíðan allra.Kær- ar kveðjur til vina og vandamanna Skipshöfnin á Apríl. Óskuin öllum ættingjum og vin- um gleðilegra jóla. Vellíðan. Hásetar á Agli Skallagrimssyni. Gleöilegra jóla óskum við ætt- ingjum og vinum. Hásetar á Leikni. Gangieri heitir nýtt tímarit unj guðspeki og andleg mál. Ritstjóri síra Jak- ob Kristinsson. í fyrstá hefti eru ritgerðir eftir þessa höf.: Jakob Kristinsson, Jón J. Aðils, L. Kaab- er, Kahlil Gibran, og kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson, Björn L. Gestsson og Grétar Fells. — Myndir eru af nokkurum mönnum í ritinu. — Árgangurinn (tvö hefti, 10—12 arkir) kostar 5 kr. Skipafregnir. Lagarfoss fór frá Seyðisfirði í fyrradag, áleiðis til Aberdeen, vel hálfhlaðinn af fiski. Villemoes kom að vestan í gær. Á leið til Englands eru þessi botnvörpuskip: Þór- ólfur, Gulltoppur, Snorri goði, Tryggvi gamli og Ólafur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.