Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1926, Blaðsíða 4
VlSIR Minningar frá lövammshlíð. — Brot úr þáttum Steinúlfs — II. i Eg var átján vetra, og þóttist fær í allan sjó. Eg hafSi lofaö Steinvöru fóstru . minni því, aö fara ekki frá henni í aörar vistir, meöan hún þyrfti á vinnu minni aö halda. Og nú var eg aö veröa aöalmaöurinn á hei'milinu. Þorfimjur bóndi kvart- aði stööugt um heilsuleysi og sinti lítt vinnu. Lá hann oft í rúmi sínu um sláttinn og stundi hátt, er inn var komiö, ekki síst ef til þurka hafði brugöið eftir úrkomu og miklu heyi var að sinna. — . Hins vegar gat oft rjátlast af hon- um furðanlega, þegar slætti og . haust-önnum var lokiö. Steinvör göslaöi i öllu sjálf. Hún var víkingur til allra verka, ósérhlífin og kappsöm. Henni varö ekki skotaskuld úr því, að -snara votabandssátu á klakk, og ekki hefi staðið á teigi með öör- um, sem greiðari hafi verið við slátt. Hún gaf mér mókollótta gimb- ur veturgamla og hestfolald dag- inn sem eg var fermdur. Þaö þótti bónda hennar óþarfi, en lét þó kyrt. — Nú var folinn á támn- ingaraldri og leit út fyrir að verða góður, en mókolla var tvílembd á hverju vori og reyndist hið mesta metfé. — Það er eitt sinn, er Þor- finnur var í góðu skapi, að hann gaf mér vonina í gráu gimbrar- lambi, sem hann vantaðiaf f jalli.er allar leitir voru afstaðnar og kom- ið frám yfir vetumætur. — Viku síðan kom grána litla fyrir. — Þá bölvaði Þorfinnur og skar lambið. — Þú tekur líklega Hvamms- hlíðina eftir minn dag, sagði fóstra mín einu sinni við mig, og býr hér til æviloka. — Eg hygg að þú verðir lánsmaður. — Eg er að hugsa uin að kaupa jörðina, sagði eg spekingslega. — Leiguliði vil eg ekki vera. — Reyndar gæti dottið í mig, að taka heldur Eyjarselið, ef það lægi þá Iaust. —o— Eg vissi ekki betur en að við Dísa í Eýjarseli værum trúlofuð. — Að vísu hafði eg aldrei spurt hana að því beinlínis, hvort hún ætlaði að verða konan mín, en mér hafði skilist full-greinilega á at- lotum hennar, að hún ynni mér hugástum. — Eg hafði komið á fund hennar þar heima í Selinu, meðan fært þótti, og síðan stefnt henni á fund minn úti um hagann ótal sinnum. — Og það hafði aldrei brugðist að hún kæmi. — Við sátum á tali við kossa og gam- an og fengum aldrei nóg. Og æf- inlega þótti okkur sárast að skiln- aði, hversu langt yrði að bíða næstu samfunda.---------Eg trúði á guð á þeim árum, heitt og inni- lega, en þó miklu meira á Dísu. — Hún var bljúg í lund og eftir- lát, tilfinningarnar eins og falinn eldur, sem blossað getur upp á svipstundu, ef óvarlega er farið, kossarnir hæverskir, mjúkir, un- aðslegir, ógleymanlegir — alt öðru vísi en þær miklu, óstjórn- legu kossa-veigar, sem eg teygaði á Siglufirði mörgum árum siðar. — Eg elskaði dísina mína og þótti alt litið og lágt hjá henni. Hún var jafngömul mér og þó heldur eldri í árinu, há og þrek- vaxin. — iFurðu-gild um mitti og injaðmir og þótti mér slíkt yndis- legur vöxtur í þá daga. — And- litið var kringluleitt, kinnarnar miklar og rjóðar, munnurinn lítill, áugun stór bg dreymandi, full af duldri þrá. — Hárið móskolótt, undarlega lítið og gisið, æfinlega þvalt, eins og það hefði verið greitt upp úr lýsi eða bráðnu floti. — Það þótti mér fallegt. — Og eg skildi ekkert í þeim mönnum, sem þætti mikið hár vera prýði á nokkurri konu. Eg gekk þess ekki dulinn sið- ustu misserin, að ekkjunni í Sel- inu geðjaðist miðlungi vel að fundum okkar Dísu. — Meðan eg var litill drengur, var hún fjarska góð við mig, klappaði mér öllum og strauk, og þuldi yfir mér bless- unarorð og fyrirbænir, kvað mig mundu verða búmann og höfðingja með aldrinum. — Og henni þótti eg aldrei tefja nógu lengi. — Stundum fékk hún mig til að snú- ast hitt og annað fyrir -^ig og borgaði ávalt rausnarlega í kjassi og matgjöfum. — — En eftir ferminguna tók heldur að draga úr vinfenginu og fór stöðugt versnandi. — Og síðasta árið var svo komið, aö henni datt ekki í hug. að bjóða mér inn, og var hún þó gestrisin að eðlisfari. — En eg lét hart mæta hörðu, steinhætti að heilsa henni 'með kossi og sýndi henni enga virðingu. Stundum kastaði eg á hana kveðju á löngu færi og reyndi þá að vera sem allra-drýldnastur í málrómnum. Stundum lét eg sem eg sæi hana ekki, þó að- hún væri að þvælast í kringum mig, en gat þá haft það til, að fara að spjalla viö hundinn eða köttinn. Svo var það einn sunnudag á miðjum engjaslætti, að eg beið fyrir dyrum úti meðan Dísa skrapp inn, til þess að hafa svuntuskifti. — Þá veit eg ekki fyrri til, en ekkjan kemur struns- andi fyrir bæjarhornið, heldur gustmikil. Eg sat á hestasteinin- um og var að hugsa úm hvað Dísa væri yndisleg. — Húsfreyja nem- ur staðar rétt hjá mér, skellir höndunum á mjaðmirnar, hvessir á mig augun og segir: — Þú hefir ekki mikið að gera, landeyðan! — — Og nú ætla eg að láta þig vita, í eitt skifti fyrir öll, að mér er fullkomin ofraun að vita af þessu snuðri þínu hér i kringum okkur. — Eg krefst þess, að þú hættir þessu rápi tafarlaust, því að eg hefi andstygð á þér. Eg leit við henni heldur sein- lega og gerðist mjög virðulegur ásýndum, að því er eg hugði. — Fyrst leit eg á nasbitna skóna, en því næst á grófgerða sokka í ótal fellingum um öklana, Síðan rendi eg augunum hægt og gætilega, eins og leið lá, upp eftir þessu mikla kven-bákni og stað næmdist loks við gríðarstóra, kafloðna vörtu, sem hún hafði á vinstra kinnbeininu. — En eg sagði ekki nokkurt orð. — Rétt í þessum svifum kom Dísa út og var þá ferðbúin. — Þá var Sigríði hús- freyju nóg boðið. — Hún þreif til dóttur sinnar og mælti: — Eg fyrirbýð þér, Þórdís, að ganga á veg með þessum strák! — Það hefir aldrei komið fyrir í minni ætt, að heimasæturnar legði lag sitt við úrþvættin! — Það hefir aldrei komið fyrir, segi eg, að þær hafi gengið að eiga þá, sem á sveitinni hafa alist og af lægstum stigum eru komnir! Því næst vatt hún sér að mér, þrútin af bræði. Mér fanst eins og ísing i röddinni: —- Dragnastu burtu úr minni landareign og komdu aldrei fyrir augu min framar. — Þú ert firna-djarfur, snáðinn, ef þú hyggur á mægðir við okkur hér.-------Hvar er ætt- in þín, Steinúlfur — hvar höfð- ingjarnir? — Hvergi — hvergi, segi eg! — Ekki hreppsnefndar- maður — ekki meðhjálpari — ekki stefnuvottur! — Ekki einn einasti málsmetandi maður! — — Eg veit þó ekki betur, en að hann afi minn sálugi væri hreppstjóri full tuttugu ár og faðir minn bæði út- ", _ ■ T tektarmaður og forsöngvari. Og í móðurætt er eg komin af prestum og biskupum. — Hún linaðist öll og klöknaði, þegar hún mintist á ættgöfgina. — Við skulum koma, Dísa! sagði eg. En Þórdís stóð niðurlút og bærði ekki á sér. Þá sótti húsfreyja i sig veðrið á nýjan leik. Hún óð að mér og sagði með þrumuraust: — Eg fyrirbýð þéf að stíga hingað fæti þínum eftir þennan.dag! Þvi næst vatt hún sér að dótt- ur sinni, hratt henni inn í bæjar- dyrnar, fór sjálf á eftir og skelti í lás. Eg beið lengi á hlaðinu, en Disa kom ekki aftur. Þá skreiddist eg upp á þekjuna og leit inn um bað- stofugluggann. — Dísa lá í rúrni sínu og titraði öll af grát-ekka. — Eg hentist niður af þekjunni, ein- setti mér að brjóta upp bæinn, ráðast til inngöngu og taka unn- ustu mína. -— En mig brast kjark- inn þegar á reyndi. Eg hafði enga matarlyst það kveld. Fóstra mín hélt að eg væri mikið veikur. Og eg var ekki mönnum sinn- andi næstu daga. Sámt huggaði eg mig við það, að ást Dísu væri óhvikul og gæti ekki brugðist. Fóstra mín sá hversu illa mér leið, gekk á mig og lét mig segja sér allan sannleikann. Næsta sunnudag brá hún sér fram að Eyjarseli. Hún dvaldist þar skamma hríð og gat hvorki um erindi né erindislok. Upp frá þeim degi nefndi hún Sigríði í Eyjarseli aldrei á nafn, svo að eg heyrði. En daginn eftir stóðu kýr Sig- ríðar i Hvammshliðarenginu að vanda sinum. — Steinvör fór sjálf til, sótti kýrnar, lét þær inn í hest- hús og byrgði vandlega. — Morg- uninn eftir skipaði hún Þorfinni að reka þær fram fyrir merkin. Frá þeirri stundu voru allar skepnur Sigríðar í Eyjarseli ófrið- helgar í Hvammshlíðarlandi, ‘með- an Steinvör átti þar fýrir að ráða. Dísa fór að heiman þetta haust og var komið fyrir á prestssetrinu. — Var látið í veðri vaka, að hún ætti að nema hannyrðir af prests- konunni. — Mig grunaði að ann- að byggi undir. Nú væri verið að stía okkur í sundur fyrir fult og alt. — Eg varð þögull og kvíðinn, mátti ekki sofa um nætur, og flóði einatt í tárum. Fóstru minni þótti lítilmannlegt að láta bugast að óreyndu. — Verið gæti, a.ð Dísa reyndist vel og gulli trúrri, þó að hún væri af ómerkilegu fólki komin, einkum í móðurættina. En eg þorði engu að treysta. — Eg var bara átján ára drengur, ístöðulaus og viðkvæmur. — — Mér fanst eg vera einn og yfirgef- inn og ísaþoka vonleysisins lagð- ist yfir sál mína. —o— Viku fyrir jól kom presturinn í húsvitjun. Hann var að ljúka við að drekka kaffið, en hjónin sátu á rúminu andspænis honum. Eg stóð við marann hjá auða rúminu og bjóst hálft í hvoru við að frétta eitthvað af unnustu minni.------- Þorfinnur neri tóbakspunginn milli handanna, en Steinvör spurð- ist almæltra tíðinda. - Klerkur var greiður í svörum og að lokum sagði hann þau tíðindi, er mest hafa komið fyrir mín eyru og þungbærust. — Hann sagði, að Þórdís litla í Eyjarseli, er hjá sér dveldist urp stundarsakir, hefði birt trúlofun sína í gærkveldi. — Hún væri trúlofuð vetrarmanni hjá sér, Ermenreki Sakkon að nafni, vestfirskum að kyni, föngu- legum manni, mesta gapuxa og óreglusegg. —-----— Eg heyrði ekki meira. — Mér sortnaði fyrir augum og fanst baðstofugólfið ganga í öldum undir fótunum á mér, fanst það rísa og hníga eins og skip í stór- sjó.------Þá var því líkast, sem eg fnisti alla fótfestu og tæki að sökkva niður í geigvænlegt, enda- laust myrkur.------- Þegar eg raknaði við aftur, var presturinn horfinn, en eg lá í rúmi mínu með votan sokk á enninu. — Steinvör sat hjá mér, klappaði mér öllum og hughreysti mig: — Vertu rólegur, elsku-drengurinn minn! — Guð hefir snúið þessu öllu til góðs og þú verður ham- ingjumaður. Þórdís er ekki þess verð, að um hana sé hugsað. Eg vafði mig að henni í fullu trúnaðartrausti og grét eins lítið barn. — Mér fanst sem allar sorg- ir mannkynsins lægi á brjósti mínu á þessari stundu. Eg lá rúmfastur í viku, hugs- aði ekki um annað en sorgir mín- ar og miklaði þær fyrir mér á all- ar lundir. — Mér virtist auðsætt, að eg mundi verða brjálaður þá og þegar og aumingi til æviloka. — Og eg fór að tala utan að því við guð, hvort hann vildi ekki senda eftir mér strax, svo að eg þyrfti ekki að hrekjast milli manna sem vitstola aumingi. — En dauðinn kom ekki. — Og þeg- ar þetta drógst svona dag frá degi, fór eg að láta guð skilja það á rnér, alveg ótvírætt, að mér fynd- ist ekki ósanngjarnt, að hann gerði þetta fyrir mig, úr því að hann hefði leyft Ermenreki að taka frá mér unnustuna. — Eg vonaði fastlega kveld eftir kveld, að eg fengi að deyja í svefni þá um nótt- ina og vakna hjá guði að morgni. — En eg vaknaði altaf í rúminu núnu í Hvammshlíð og altaf við sama nöldrið í Þorfinni bónda. Hann var tiltakanlega geðillur um þessar njundir. — Og orsökin var sú, að nú þurfti hann að drífa sig á fætur á morgnana og sinna skepnunum, síðan er eg lagðist. - Hann sagðist vita með fullri vissu, að það væri ekki guði þóknanlegt, að hann, aldraður maðurinn, marg-drepinn af vinnu, gigtveikur og kviðslitinn, yrði að rífa sig upp fyrir allar aldir á hverjum morgni og fara í húsin. — Það gerir enginn óvitlaus maður, tautaði hann við sjálfan sig, að hugsa úm kvenfólk í al- vöru. — Það er nú fyrir sig að sletta á þær kossi, ef svo ber und- ir, en að fara að láta sér þykja vænt um þær og treysta þeim — það er vitlausra manna æði, því að allar bregðast þær fyrr eða síðar. — Og svo verða menn að stjana við þær í öllum greinum, snúast í kringum þær eins og skopparakringla og standa í eilíf- um kossa-þrældómi, til þess að hafa þær góðar — til þess að þær sé ekki altaf að skammast. — Það tekur upp á taugarnar og sansana, enda verðum við fljótt linir, bændagarmarnir, eins og dæmin sanna. — Og því segi eg það, Steini minn — þér væri nær að lofa guð fyrir lausnina og frelsið, en að liggja jiarna og veltast eins og ánamaðkur. — Væri eg í þín- úm sporum, skyldi eg taka mig til og pára Vestfirðingnum fallegt þakkarávarp fyrir hjálpina. Eg breiddi upp fyrir höfuð og Iét sem eg svæfi. En Þorfinnur lét dæluna ganga meðan hann klæddi sig. — Hann gleymdi kviðslitinu og gigtinni annað veifið. — —o— —• Seint kemur ísak bróðir, sagði Þorfinnur bóndi á hverju kveldi vikuna fyrir jólin. — Isak hafði lengi haft þann sið, að sitja jólin hjá bróöur sínum, eins og eg gat um í fyrri þættinum. — Og venjulega kom hann nokkurum dögum fyrir jól, en nú var Þor- láksmessukveld og enn var hann ókominn. — Ætli hann skili sér ekki, eins og hann er vanur, sagði húsfreyja. — Eg er að hugsa um þessa óttalegu vatnavexti, sagði Þor- finnur. — Hann gæti hafa drukn- að. — Hann ísak ? — Nei, hann fer sér áreiðanlega ekki að voða! — Annars býst eg nú við, að hann sé á næstu grösum. — Að minsta kosti var fylgan hans komin í búrið áðan. —• Guði sé lof! sagði Þorfinn- ur og lifnaði allur við. — Hann er líklega svangur, auminginn, og hugsar nú til magálanna þinna, Steinvör mín !-----Bara að hann ætti nú dálítið í staupinu, svo að maður fyndi ógn-lítið á sér.----- Það er nú einhvem veginn svona — þetta er engin veruleg hátíð, ef maður er þurbrjósta.---------Og svo er annað: Mér var að detta x hug, hvort ekki mundi ráðlegt að hella svolitlu i strákinn -— koma honum eins og inn í nýja veröld, svo að hann gleymdi stelpunni og hætti að skæla.------Altaf finst mér veraldar-garmurinn skifta um svip, þegar eg fer að finna á mér. -----Það er talað urn að drakk- inn rnaður sjái ekki sólina. — Eg sé hana aldrei ófullur, en sé eg kendur — þá flóir alt x sólskini! — Hættu þessu rausi! — Aldrei má eg segja neitt — aldrei vera kátur. Og ekki þegj- andalegur heldur. — Það er vand- lifað hérna í Hvammshlíð. — Og því segi eg það : Þeim er rnein senx í myrkur rata — það er að segja inn í svona hjónaband. — Því næst stóð hann upp og fór að tína af sér spjarirnar. Húsfreyja gekk fram og lokaði bænum. Hún lét þess getið, þegar hún kom aftur, að skeð gæti að fleiri en Isak kæmi á morgun, og sennilegast þætti sér, að það yrði langferðamaður. — — Eg sá skært ljós í göngun- um, og ekki getur það átt neitt skylt við hann ísak. Þorfinnur kiptist við í rúrninu. — Það væri svo sem rétt eftir öðru láninu okkar! — Og sjálf- sagt langferðamaður — einhver rokna-matgoggur, sem situr dög- um saman og sleikir alt í botn! — Það væri dáindis-notalegt! — Æ—-byi-jaðu nú ekki á gamla söngnum! Húsfreyja slökti ljósið og steig upp fyrir bónda sinn í rúrninu. Þorfinnur kom snemma úr hús- unum á aðfangadaginn. Hann sagðist ekki hafa kunnað við að láta ærnar út, af því að það væri nú þessi dagur. Þær hefði lika verið vísar til að rása upp í fjall og tvístrast, og bakið á sér væri ekki svoleiðis núna, að hann þyldi neinar sviftingar. — Kviðslitið væri nú fyrir sig, en sér hefði fundist áðan, þegar hann var að bogra í tóftardyrunum, eins jog tíu hnífar stæði á kafi í jmjó- hryggnum á sér. — Svo hefði það lika dottið í sig að gefa kindun- urn dálitla auka-tuggu, ofurlítinn jólaglaðning, því að nú ætti öll skepnan að vera södd og ánægð. Steinvör var að þvo þaðstofu- gólfið. Það gerði hún ætíð fyrir stórhátíðir, en sjaldan endranær. Eg lá í rúrninu og horfði til veggjar. Eg var að hugsa um hvað Dísa yrði nú falleg í kveld, þegar hún væri búin að þvo sér og kom- in í sparifötin, og hvað Ermen- rekur Sakkon ætti gott, að mega sitja með hana á knjánum og kyssa hana fram á rauða nótt. — Eg sá í anda, hversu heit hún yrði og rjóð í framan og þung í fangi unnustans, þegar kossarnir færi að svífa á hana undir lágnættið. — Og hér lá eg, fyrverandi unn- usti hennar, alls vesall og yfirgef- inn smælingi, vonlaus urn allar un- aðssemdir lífsins. — Eg togaði ábreiðuna upp fyrir höfuð og tár- in streymdu niður á hart og ó- hreint koddaverið. — Þú munt eiga í sanxa basl- inu með strákinn, sagði Þorfinn- ur og vingsaði til og frá um gólf- ið. — Ja, — hvort eg hefði borið mig svona forðunx daga, þó að þú hefðir sýnt mér aftan undir þig, Steinvör! — Þú sporar gólfið, Þorfinn- ur, sagði húsfreyja. — Kiptu af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.