Vísir - 06.12.1936, Side 5

Vísir - 06.12.1936, Side 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 \Mxittj(Vvoebi jpjóbjúL. Þjóðabandalagið hefir safn- að skýrslum um mataræði þjóða og skygnst þannig inn í matbúrin og grenslast eftir matvælasmekk manna. Safn- að hefir verið skýrslum frá 20 þjóðum, og hefir „Alþjóða- stofnun um jarðrækt“, sem starfar í Rómaborg, tekið þær saman, en sérstölc nefnd inn- an Þjóðabandalagsins, sem fjallar um næringarefni og fæði manna, hefir felt þær inn í skýrslur sínar. Kjöt. Skýrslurnar sýna, að mest kjöt er á borðum hjá sumum ríkjum innan Bretaveldis, og eru þar langfremst i flokki Nýja Sjáland og Eyjaálfan. Þar næst er Kanada, þá Bret- land. Bandaríkin koma því næst, en Ítalía er lægst. Á Nýja Sjálandi eru etin 236 pd. af kjöti á mann á ári, en í Ítalíu að eins 35 pd. á mann. með 106, Eyjaálfan með 104, Bretland með 86, en Bulgaría lægst með 21 pd. Bretar nota mest af sítrón- um og banönum, og fer notk- un banana liraðvaxandi víðast hvar. Bretar eru næstfremstir í sykuráti, en þar er Danmörk talin efst á blaði. Eyjaálfan er þriðja, Bandaríkin fjórða. Búlgaria er lægst með 10 pd. á íbúa. Brauð. í Frakklandi er mest notað af brauði allskonar, og einkum hveitibrauði. Þar næst eru: Búlgaría, Ítalía, Nýja Sjáland, Belgíg, Eyjaálfan, Bretland, Svissland, Bandarikin. Finn- land notar minst hveiti þeirra rikja, sem nefnd eru. Rannsóknarnefnd Þjóða- bandalagsins hefir komist að einkennilegri niðurstöðu. Og hún er sú, að fólk hafi haft betri fæðu á kreppuárunum en nokkuru sipni fyr. Á síðustu 10 árum hefir orð- ið aukning á mjólkurfram- leiðslu hér um hil alstaðar. Framleiðsla lcjöts hefir og auk- ist, sérstaklega á svínakjöti. Eggja og smjörframleiðsla jókst og um thna, en hefir heldur minkað síðastliðin tvö ár. Framleiðsla ávaxta og grænmetis hefir aukist í því nær öllum löndum. „Tarna var næmt, litli piltur“. Sira Sæmundur Hólm, prest- ur að Helgafelli, var mkill hæfi- leikamaður, sem kunnugt er, en ærið einkennilegur að sumu leyti. Hann var og skáldmælt- ur nokkuð, en ekki mun hann hafa farið allskostar vel með þá gáfu sína. Einliverju sinni í tíð sira Sæ- mundar á Helgafelli fórust sjö menn á báti fram undan Grund- arfirði. Hét formaðurinn Jón. Hann liafði átt hefrna í búð þeirri, er Lukka var kölluð, og var upj) frá því kallaður Lukku- Jón. Nú bar svo til, að Jón þessi ætlaði að flvtja kaupamenn til Stykkishólms og þaðan inn í Dali, en svo er að sjá, sem verið hafi 11 manns á bátnum alls. — Jón sofnaði undir stjóm i góðu veðri, en skipið rakst á boða þann, er Bolli heitir, og livolfdi þegar. — Yaknaði Jón þá við vondan draum, en komst á lcjöl og varð bjargað, ásamt tveim hásetum og stúlku einni. — Þá er sira Sæmundur frétti um slysið, mælti liann sPf munni fram: Lukku-Jón, því sár var sjón, sjö frá önnum lmekti, bölvað flón með böl og tjón á Bolla mönnum drekti. „Tarna var næmt, litli piltur“, mælti klerkur, er hann hafði kveðið stökuna. í sjöunda himni! — Þú trúir þvi nú kannske ekki, en satt er það samt, að þegar eg bað hénnar Möngu, þá varð henni þannig við, að henni fanst hún vera komin alla leiðina upp í sjöunda himin! — Já, kemur heim. Hún hef- ir nefnilega verið trúlofuð sex sinnum áðnr. Egg og mjólkurafurðir. Kanadabúar eru elskir að eggjaréttum. Þar eru etin til jafnaðar 284 egg á mann ár- lega. Belgía er næst Kanada um notkun eggja, þá Banda- ríkin, en Bretland fjórða í röð- inni. Finnland notar minst af eggjum aðeins 41 á mann, eða minna en eitt á viku. Mest er drukkið af mjólk i Svissnesku Alpahéruðunum og þar er líka mest etið af osti. Bandaríkin eru næst um mjólkurnotkun, en þar næst er Danmörk. í Ítalíu er mjólkur- notkun minst. Af smjöri er langmest notað á Nýja Englandi. Þar er hverj- um manni ætluð 38 pd., en 31 pd. í Kanada, 29 pd. í Austur- ríki, á Bretlandi 22, en aðeins 2 pd. á ftaliu. Á Niðurlöndum þykir mönn- um ostur góður, og eru Niður- landabúar næstir Svisslending- um i ostáti. Minst er notað af þeirri vöru í Bandarikjunum, Kanada og Eyjaálfu. Ávextir. Ávaxtanotkun er mest i Bandaríkjunum, enda hefir þar verið barist fyrir því, að borð- að væri mikið af ávöxtum. Bandarikjamenn nota 172 pd. á mann árlega. Sviss er næst með 142 pd. Czechoslovakia 750 ÁRA GÖMUL KIRKJÁ. Fyrir nokkuru varð kirkjan i Taarnby, Danmörku. 750 ára, og fóru fram hátíðahöld af því tilefni. Voru konungshjónin viðstödd, fulltrúar erlendra ríkja o. s. frv. T. li. sést, er sóknar- presturinn, sira Strunge, býður konungshjónin vehcomin. Neðst og í miSju konur á Amag- er í viðhafnar-þjóðbúningi sínum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.