Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 15
VÍSIR 15 Moldvarpa nokkur ætlaði í heimsókn til vinkonu sinnar, en það var ekki um nema eina lcið að ræða og hún var ærið krókótt, eins og' myndin sýnir. En moldvörpur eru vanar krókaleiðum og þessi, sein í heimsóknina fór, tókst að komast alla leiðina, en lengi var hún á ieiðinni og talsvert reyndi ferðalagið á þol- inmæðina. — Getur þú komist sömu leið og moldvarpan? Taktu blýant og reylidu að fika þig áfram. í næsta sunnudagsblaði Visis kemur mynd, sem þú getur séð af, hvort þú hefir farið rétta leið. Músahjónin fóru með Stubb inn í viðliafnarstofuna, því að ekki höfðu þau slíkan gest á hverri nóttu. Þar voru litlir stólar og silkiábreiða á gólfi. „Já“, sagði músamamma, „hún liefir nú skartað víðar, því að hún er búin til úr silkikjóln- um frúarinnar hérna í húsinu, þeim, sem hún útti í fyrra, og var mest hrifin af, en nú var liún orðin dauðleið á honunx og lienti honum hérna upp á loftið.66 „En gluggatjöldin falleg,“ sagði Stubbur. „Já, þau eru líka úr silki. Við viljum ekki nema silki hérna í músalandinu, því að við verð- ur að tolla í tískunni, eins og mannfólkið. En það er nú ekki svona fint allstaðar í músaland- inu. Það eru til dæmis tvær fjölskyldur sem búa í gömlum stráhatti hérna úti í horni. Og þær eru alt af að rífast. Nóg hafa þær samt plássið!“ „En þú ætlaðir að svara spurningunum minum áðan,“ sagði Stubbur. „Eg iða allur í skinninu af forvitni. Hver reisti — ?“ „Það er nú saga að segja frá því“, sagði músamamma,. „en allir gestir spyrja um þetta. Þú ert engin undantekning. Það er óralangt síðan forfeður okkar fluttu hingað, — eg gæti best trúað að það séu nokkrir mán- uðir. En hvort, sem það var nú langa-langafi minn eða langa- langa-langafi, jiá var það annar livor þeirra, sem fann þetla liús, með trjám, garði og girðingum og öllu tilheyrandi. Þetta er nefnilcga — eða réttara sagt var — brúðuhús, sem systir hans Dengsa litla álti, og var leið á. Og þá var þvi hent hing- að upp, eins og silkikjólnum og öllu öðru, sem mannfólkið verður leitt á eða finst, að það geti ekki notað lengur.“ „Þetta er fallegasta hús,“ sagði Stubbur. „Eg er ekkert hissa á, að jiið kunnið vel við ykkur í ]iví.“ „En þó var það enn jiá l'allegra einu sinni,“ sagði músapabbi. „Afi minn sagði mcr eftir pabba sínum, að jiað líefði einu sinni verið með rauðu þaki. Og dyrnar voru grænmálaðar. Jú, jiað vantaði ekki skrautið. En jiað er farið að sjá á þvi núna. Það er lika erfitt um viðhaldið núna í kreppunni.“ Og músapabbi setti á sig merkissvip, jiví að liann vildi að Sl-ubbur. héldi, að jiað væri bara vegna kreppunnar, að hús- ið hafði ekki verið málað. En músapabbi var eftirtektarsam- ur karl og vissi sínu viti. Jú, hánn liafði svo sem heyrt mannfólkið tala um kreppuna. Og liver skyldi hafa innleitt jielta inerkilega orð i músaland- inu annar en hann?“ Og svo var rætt um jictla fram og aftur. Stubbur skemti sér hið besta á næturferðalag- inu og Jiau hjónin fylgdu hon- um bæði alla leið inn í barna- lierbergið, þar sem Dengsi steinsvaf enn þá. Og Jiegar musahjónin voru búin að bjóða Stubb góða nólt leit Stubbur í áttina til Dengsa og sagði: „Mikið er livað Jiú getur sofið drengur. En ekki trúi eg jiví að Jiig dreymi neitt furðulegra en jiað, sem eg sá í leiðangri mín- um til músalandsins.“ (Stæling úr ensku). A. Th. IvYNJADÝR. Hvaða kynjadýr er Jietta? Svona kynjadýr er uú ekki til, en einhverjum hefir dottið í Iiug að gera eitt dýr úr fimm —- og Jielta er „útkoman“. Ilvaða finim dýr er um að ræða ? HÆNSNAGARÐURINN. Á myndinni eru 7 þænur í hænsnagarði. Geturðu aðskilið hænurnar með Jivi að draga g beinar línur, þannig, að ein hæna verði í hverjum reit? Reyndu Jiað og berðu Jiað svo saman við mynd, sem verður í næslá sunnudagsblaði Vísis. Sólskinsstundir. Vestur í Indiana-fylki í Banda- ríkjunum var ung stúlka, sem hafSi mist foreldra sína, og átti ekki í önnur hús a'fi venda en aS fara til/frændfólks síns en þaS lét í ýmsu greinilega í ljós, aö hún væri þar ekki velkomin. LeiS henni þvi ekki vel hjá þessu frændfólki sínu. Leiðast þótti henni, aS allir á heimilinu fóru illa meS dálítinn hund, sem þar var, og henni þótti vænt um. Stúlkunni fanst loks, að hún gæti ekki veriS jiarna lengur og lagöi af staö til Terre Haute í Indiana, í von um aö fá þar vinnu. Og hún tók hund- inn meS sér. Hann var líka eini vinurinn, sem hún átti. Þegar hún kom til Terre Haute gat hún ekki fengið neina vinnu, nema við hús- störf, og nokkurum hluta af lágu kaupi sínu varð hún að verja til ]>ess að borga með hundinum hjá dýralækni nokkurum, því að ekki gat hún farið með hund í vistina. Henni féll þó ekki að hafa hundinn þarna, því að hann var hlekkjað- tir dag og nótt. Nú sá hún í blaði, að maður nokur auglýsti, að hann vildi taka nokkura hunda í um- sjá sína. Stúlkan fór á fund hans og komst að því, að maðurinn hafði ágæt skilyrði til þass að ann- ast hunda — og ennfremur, að hann var dýravinur mesti. Maður- inn, sem var kvæntur, bauð henni að koma eins oft og hún vildi í heimsókn til seppa. Brátt fékk hún betri atvinnu. En jiað, sem, rneira var um vert, hún, sem hafði verið þarna einstæðingur og vinalaus, öðlaðist þarna góða vini. Og ekki er þar með alt búið, því að hún kyntist nú syni hjónanna, sem fékk ást á henni og giftist hún honum. Og það þarf ekki að efa, að þau hafa mestu mætur á seppa. Þegar þessi stúlka var einmana og vinalaus átti hún. einu sólskinsstundirnar með hundinum, sem allir aðrir voru vondir við. Og vegna hlýleika síns og samúðar með dýrunum átti hún eftir að lifa fleiri sólskinsstundir en fölu verð- ur á komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.