Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 14
VÍSIR StuMlVi 0$ MUStMl. Jólasöngur. Friðargjörð Fögnuð ól, Himinn og jörð Halda jól. Guðs sonar fæðingu gleðst mannkyn við, Gleðst og í hæðunum englanna lið. Himnesk það heldur sín jól. Ómur, sem Endurkvað Betlehem, Bersl oss að, — Ómar úr fornaldar f jarlægum heim, Fjárhirðar sungu og englar með f)eim, Himinn með jörðu hélt jól. Stgr. Thorsteinsson. Úti var leiðindaveður og regnið buldi á rúðunum í glugg- unum á barnalierberginu. Dengsi litli var sofnaður, en Stubbur — það var gúmrní- strákur, sem Dengsi átti, — var enn glaðvakandi. Honum leidd- ist og hann óskaði sér þess, að bann hefði einhvern til þess að leika sér með. Hann stóð þarna á gólfinu og starði beint á vegg- inn fram undan. Og þarna var Iiann búinn að standa og glápa í heila klukkustund eða lengur. En alt i einu lieyrði liann, að bvíslað var við hliðina á bonum: „Komdu sæll!“ Stubbur sneri sér við og sá dálitla mús, sem horfði á hann. Stubbur var síður cn svo lirædd- ur við Iiana, þvi að hún var hýr á svipinn og það var gletni í litlu, brúnu augunum liennar. „Þella er leiðindaveður,“ sagði músin. „Þú ert kannske einmana?“ „Mér leiðist,“ sagði Stubbur, „eg get.ekki sofnað og eg Iiefi engan til ])ess að leika mér við, því að Dengsi lilli er sofnaður. En meðal annara orða: Hvaðan kemur þú?“ „Eg kem frá Músalandinu“, sagði músin. „Viltu koma með mér og sjá hvernig þar er um- liorfs?“ Stubbur kinkaði kolli og músin rétti lionum aðra litlu löppina sína. „Eg skal leiða þig“. sagði hún. „Komdu!“ Og svo héldust þau i hcndur og tifuðu að dálílilli holu í einu horninu á barnaherberginu. Músin tifaði inn og Slubbur kom á eftir. Fyrst fóru bau um löng göng i kolniðamykri, en svo birti alt i einu. Þau voru nefnilega komin upp á liana- bjálka. Það var hætt að rigna og tunglið skein inn um þak- gluggann. Og það, sem Stubbur kom fvrst auga á, var dálítið ljóm- andi fnllegt hús með tnrnum á. Girðing var í kring um það og dálitil tré og smáhús beggja megin. Stubbur var svo hissa, að liann gat engu orði upp komið. En músin varð enn þá hýrlegri og ibyggnari. „Hérna er Músalandið“, sagði hún. „Hvernig líst þér á það?“ „Fyrirtalcs vel,“ sagði Stubb- um. „En eg botna ekkert i þessu? Hver reisti húsin? Hver málaði? Ilver gróðursetti trén? Hver lcom upp girðingunni?“ „Ekki vantar, að þú sért for- vitinn,“ sagði litla músin. „En eg skal segja þér alt af létta, ef þú teknr á þolinmæðinni. Við mýsnar gerðum það nú ekki, en eg kem að því siðar. En við liöfum svo sem gert sitt af hverju eigi að síður. Við höf- um tekið til í húsinu, sett upp gluggatjöld, lagt ábreiður á gólfin og dregið að okkur mat- arforða.“ „Og livar fenguð þið það, sem lil þess þtirfti?“ spurði Stubbur. „Já, sjáðu nú til, það er svo margt hérna á hanabjálkanum, sem hægt er að taka sér til liandargagns. En nú skulum við koma inn í stóra húsið, því að þar á eg heima. Og svo skulum við rabha betur saman, er inn kemur.“ Og svo fóru þau inn. „Eg var orðinn smeykur um þig, góða mín,“ sagði Músa- pabbi, cn það var konan lians, sem hafði lokkað Stubb með sér til Músalandsins, „mér er aldrei um það gefið, þegar þú erl ein á þessu næturrölti. En hver er með þér?“ „Það er hann Stubbur, vinur minn,“ sagði músin. En þegar músapabbi heyrði það rétli bann honum aðra framlöppina svq sem til þess að heilsa eins og siður var hjá mannfólkinu, en músafólkið hefir af ]>vi talsverð kynni svo sem kunnugt er, og hefir margt af því lært.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.