Vísir - 16.09.1938, Síða 3

Vísir - 16.09.1938, Síða 3
Fftstudaginn 16. sept. 1938. VlSIR 3 Einar Ásmundsson cand. juris: Nokkur ord uxxt Salxaxa nýja vixaxaudóxxastól, - - rclagsdóminn Þáð er eðlilegt að það sé tal- inn all þýðingarmikill viðburð- ur þegar stofnaður er nýr dóm- stóll sem dæma á í málum sem oft og tíðum velta á miklu, eins og er um liinn nýja vinnudóm- stól, Félagsdóm. Almenningi mun hinsvegar ekki vera alls- kostar Ijós skipun og verkefni liins nýja dómstóls, enda er ekki hægt að segja að nafnið, Félags- dómur, gefi verulega glögga hugmynd um þessi atriði, en nafnið Vinnudómstóll íslands, sem notað var í frumvarpi þeirra Tlior Thors og Garðars Þorsteinssonar um vinnudeilur er hinsvegar miklu fremur rétt- nefni. Það má að vísu segja, að nafnið skifti ekki miklu, en á- greiningurinn um það varpar þó nokkuru Ijósi yfir einn þátt- fmn í forsögu vinnulöggjafar þeirrar sem nú er lögfest. 1 frumvarpi því um vinnu- deilur, sem áður er nefnt og isjálfstæðismenn báru í fyrsta sinni fram á þingi 1936 og á hverju þingi siðan, var gert ráð fyrir, að stofnaður yrði Vinnu- dómstóll íslands, sem skyldi hafa álika markmið og vera skipaður á svipaðan hátt og Fé- lagsdómurinn sem nú er lög- festur samkvæmt tillögum nefndar, sem fulltrúar frá stjórnarflokkunum áttu einir rsæli í. En þegar að þvi kom í nefnd stjórnarflokkanna að gefa þessum nýja dómstóli nafn mátti eldd nota orðið „vinnu- dómur“ eða „vinnudómstóll“, að því er segir í áliti nefndar- innar veg'na þess, að „í meðvit- und margra manna mun það liafa fengið nokkura aðra merk- ingu þ. e. dómstóll, sem ákveð- ur kaup og kjör verkamanna“ og gæti þvi „valdið misskiln- ingi“. Hér kannast nefndin við þá röngu hugmynd, sem margir gera sér um slíkan dómstól, en við það er að athuga að i blöð- um Alþýðuflokksins og komm- únista hafði því verið lialdið fram í blekkingaskyni, að vinnudómstóll sá, sem gert var ráð fyrir í frumvarpi sjálfstæð- ismanna ætti að dæma um kaup og kjör verkamanna. Hér neyddist því nefnd stjórnarinn- ar til að ganga fram hjá eðli- legasta nafninu vegna þess að flokkar hennar höfðu útbreitt þannig lagaðar blekkingar að hugmyndir almennings voru gersamlega ruglaðar. Það fór því svo, að hjá þvi Yarð ekki komist að hinar oheiðarlegu blekkingar sem viðhafðar liöfðu verið í sam- handi við vinnulöggj afarm álið eins og það lá fyrir i frumvarpi Sjálfstæðisflokksins, kæmu jafnvel fram i nefndaráliti hinnar stjórnskipuðu nefndar og væru þar jiátaðar. Hinn nýstofnaði Félagsdóm- ur er fyrsti árangurinn af ára- langri baráttu Sjálfstæðis- flokksins fyrir vinnulöggjöf og þeim undirbúningi sem Vinnu- veitendafélag íslands liafði framkvæmt í sambandi við þetta mál. Allan þann tíma sem ■sjálfstæðismenn stóðu einir að þvi, að halda uppi kröfunni um lagasetningu um vinnumálefni, var haldið uppi af andstæðing- um þeirra látlausum blekking- um um múlið og það afflutt svo herfilega að jafnvel nöfn j sem notuð höfðu verið í frum- varpi sjálfstæðismanna og eru liliðstæð þeim, sem notuð eru í nágrannalöndunum voru ekki lengur notliæf af þvi búið var að gefa þeim alranga merkingu. En knýjandi þjóðfélagsástæður og álit alls almennings kröfðust þess að sett væru lög um vinnu- niálin og þess vegna urðu and- stæðingar slikrar löggjafar að beygja sig. Og þeir voru neydd- ir til að setjast á rökstóla og semja slík lög en jafnframt urðu þessir menn að yfirstíga þá örðugleika, sem margra ára áróður og blekkingar höfðu lagt í veginn fyrir að skjmsamlegri vinnulöggjöf yrði komið á í landinu. Skipun Félags- dómsins. Samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur skipa Félagsdóm 5 menn skip- aðir til þriggja ára, þannig: einn af Vinnuveitendafélagi Is- lands, annar af Alþýðusam- bandi Islands, þriðji af atvinnu- málaráðherra úr hópi þriggja manna sem liæstiréttur tilnefn- ir og tveir af hæstarétti og skal annar þeirra tilnefndur forseti dómsins. I frumvarpi sjálfstæðismanna um vinnudeilur var gert ráð fyrir að hæstiréttur tilnefndi alla þá dómara, sem aðiljar ekki tilnefna og var það haft svo til þess að komast lijá því að dóm- stóllinn hefði nokkurn pólitísk- an lit, að því er snertir val þeirra manna sem aðiljar ekki nefna sjálfir. Það verður reynd- ar ekki séð að ríkisstjórnin á hverjum tíma geti talið sér mikinn feng í tilnefning eins manns af þremur, sem liæsti- réttur tiltekur og hefði því ekki átt að vera sárt um þó skipun dómstólsins væri alger- lega óháð ríkisvaldinu. I reglunum um skipun Fé- lagsdómsins er gert upp á milli félaga atvinnurekenda og verkamanna á þann hátt, sem algerlega er óviðeigandi. Þar segir svo: „Ef atvinnurekandi, sem er málsaðili er ekki með- limur í Vinnuveitendafélagi Is- lands skal dómari sá, sem til- nefndur er af því, víkja sæti en í staðinn tilnefnir atvinnurek- andinn dómara í málinu“. Ekk- ert tilsvarandi lákvæði er um það ef málsaðili sé ekki áhang- andi Alþýðusambandinu þá skuli dómari þess víkja. Vinnu- veitendafélagið óskaði eftir að þetta atriði væri orðað svo: „Ef málsaðili er ekki með- limur i Vinnuveitendafélagi Is- lands eða Alþýðusambandi Is- lands getur hann krafist þess að fá að útnefna sjálfur dóm- ara í stað dómara þess, sem annaðlivort téðra aðalfélaga hefir skipað í dóminn, þarinig, að ef um vinnuveitanda er að ræða víki sá dómari sem Vinnu- veitendafélag Islands hefir til- nefnt, en annars víki sá dóm- ari sem Alþýðusamband íslands liefir tilnefnt.---“ Það virðist alveg sjálfsagt að þannig hefði átt að skipa þessö atriði en í þess stað er Alþýðu- sambandi Islands fengin sér- staða, sem það á enga sanngirn- iskröfu til. Málsaðili, sem ekki er vinnuveitandi, en ekki er heldur áhangandi Alþýðusam- bandi Islands, á að sjálfsögðu að fá að tilnefna sérdómara eins og málsaðili sem er vinnuveit- andi en eklci í Vinnuveitendafé- lagi íslands. Verkefni og starfshættir. Verkefni félagsdómsins er að dæma í málum út af brotum á lögunum um stéttai-félög og vinnudeilur svo og að dæma i málum út af kærum um brot á vinnusamningi eða skilningi á vinnusamningi eða gildi lians. Auk þess geta verkamenn og vinnuveitendur samið um að leggja hverskyns ágreining fyr- ir dóminn, en 3 dómarar þurfa að vera því meðmæltir að slík mál séu dæmd. I liöfuðatriðum er verkefni Félagsdómsins það sama, sem Vinnudómstóli Islands var ætl- að eftir frumvarpi sjálfstæðis- manna um vinnudeilur. Báðum þessum dómstólum hefir ekki verið ætlað að skera úr öðru en réttarágreiningi — þ. e. deilum sem rísa út af því hvort vinnu- veitendur eða verkamenn hafi gengið á gerða samninga eða sett lög. — Hinsvegar lief- ir ekld verið ætlast til, að slíkur dómstóll skæri úr hags- muna-ágreiningi, það er á- kvæði kaup og kjör verka- manna þegar deila er um liver þau skuli vera. Félagsdómur getur því ekki tekið sér sama hlutverk og gerðardómar þeir, sem settir voru á síðasta Al- þingi höfðu. Eins og áður er sagt, var þvi mjög lialdið fram af andstæðingum sjálfstæðis- manna, einkum í blaðagreinum og á fundum fyrir síðustu al- þingiskosningar að vinnudeilu- frumvarp sjiálfstæðismanna gerði ráð fyrir að setja dómstól sem ákvæði kaup og kjör verka- manna. Þessi blekkingarmynd varð fyrst veruleiki þegar gerð- ardómarnir voru settir á síðasta Alþingi, en að því stóð fyrst og fremst aðalflokkur ríkisstjórn- arinnar. Félagsdómur hefir hinsvegar, eins og áður er sagt, mjög svipað verkefni og vinnu- dómstóll sá, sem sjálfstæðis- menn vildu stofna. Það má segja að það sé ágalli að það skuli ekki tekið beint fram í ákvæðunum um Félagsdóm, að hægt sé að leggja fyrir hann til úrlausnar ágrein- ing um hvort tiltekið verkfall eða verksvifting (lockout) sé lögmæt. Hefði mátt taka það skýrt fram í lögunum, að slik- an ágreining væri heimilt að leggja fyrir dóminn. Reglurnar um starfsliætti Fé- lagsdóms styðjast allmjög við lögin um meðferð einkamála og liefðu þó mátt vera á ýmsan liátt ítarlegri. Kafli sá í frv. sjálfstæðismanna um vinnu- deilur sem fjallaði um þessi atriði var að ýmsu betur úr garði gerður, en reynslan verð- ur auðvitað bestur dómari um þessi atriði. Það er tekið fram að Fclags- dómur geti dæmt sektæ og skaðabætur og eigi sektirnar að renna i ríkissjóð. Ekki er annað tekið fram en að öllu fari um sektir þær, sem Félagsdómur dæmir, eftir almennum reglum og sé þvi hinu opinbera heimilt að náða frá greiðslu sekta. Samkvæmt gamalli reynslu er slíkt varhugavert. Reynslan sýnir að ríkisstjórn hefir gripið til þess að náða fylgismenn sina frá greiðslu dæmdra sekta, sem sjálfsagt var eftir landslög- um að þeir greiddu. I vinnulög- gjöf Dana er svo ákveðið að sektir renni til stefnanda og er ekkert sem mælir sérstaklega á móti því að svo væri einnig liér. Að minsta kosti ætti alls ekki að vera liægt að náða af greiðslu slíkra sekta. Aðalreglan á að vera sú samkvæmt lögunum um stétt- arfélög og vinnudeilur að úr- skurður og dómar Félagsdóms eigi að vera endanlegir og verði þvi eklci áfrýjað. Nokkurar undantekningar eru gerðar og meðal þeirra sú, að áfrýja megi úrskurðum um sektir. En fyrst svo er, er hér raun- verulega brótið mjög stórt skarð í regluna um endanleika þeirra dóma, sem Félagsdómur kveður upp, þvi vafalaust á Fé- lagsdómur eftir að dæma marga sektardóma, ef mörg mál verða á annað borð til hans lögð. Löggjöfin um stéttarfélög og vinnudeilur eiga eftir að koma fyrir dóm reynslunnar og er elcki vafi á, að þeim þarf að ýmsu að breyta. Ýmislegt mætti fleira nefna í sambandi við á- kvæðin um Félagsdóm en hér er talið, en verður ekki gert að sinni. Það muri vera ósk allra, sem það er áhugamál að vinnufriður ríki í landinu, að lögin um stétt- arfélög megi sem best gefast. I nefndapálltl sínu segir lrin stjórnskipaða nefnd m. a. að „liófleg og skynsamleg vinnu- löggjöf liefir yfirleitt *með reynslunni unnið sér fylgi og traust jafnvel þeirra aðila sem henni voru andstæðir í fyrstu“. Þetta er vafalaust sannmæli. En það er jafnvíst, að vinnulöggjöf- in muni eiga eftir að eiga í höggi við ýmsa örðugleika, sem stafa frá bardagaaðferðum þeirra, sem „henni voru and- stæðir í fyrslu“. En vonandi eru sinnaskiftin af fullri einlægrii orðin til og að setning vinnu- Alþjódaflmleikamót verður hólmi næsta sumar. Sænsku fimleikamennirnir, sem hingað komu í sumar eru þess mjög hvetjandi, að íslendingar taki þátt í mótinu.------ í erlendum blöðum er þegar farið að ræða um „Lingiaden í Stokkhólmi 1939“, en það er alþjóðafimleikamót, sem verð- ur haldið þar í borg’ dagana 2. júlí til 4. ágúst, í tilefni af því, að á næsta sumri eru 100 ár liðin frá því er Per Hinrik Ling lést, en hann var höfundur sænsku leikfiminnar. Það er sænska fimleikasam- bandið, sem stendur að þessu móti og liefir um það samvinnu við Alþjóðasamband Ling-fim- leikafélaganna (Federation Int- ernationale de Gymnastique Ling). Verndarar þessa alþjóða- móts verða Gústaf V. Svíakon- ungur og Gustav Adolf ríkiserf- ingi. Á þessu móti fer engin kepni fram, heldur að eins sýningar. Eftir erlendum blöðum að dæma fer fram mikill undir- búningur undir þátttöku í þvi. Og flokkar eru farnir að æfa sig nú þegar i ýmsum löndum, und- ir sýningar á mótinu. Sýnir það glögt, af hve mildlli festu og skilningi er telcið á þessum mál- um erlendis. Þar er fylgt regl- unni, „ekki er ráð, nema í tíma sé tekið“. Kunnugt er þegar, að Tékkar, Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar og Belgíumenn senda flokka á mótið — áuk nágrannaþjóða Svía, Finna og Dana og Norðmanna. Danir á- forma að senda tvo 500 manna flokka á mótið, pilta og stúlk- ur, og Norðmenn munu einnig senda tvo 500 manna flokka. Á mótinu yerða sýningar stórra flokka (hópsýningar) og sýningar smáflokka, frá 16 og upp í 30 manna. Feikna mikill viðbúnaður er í Svíþjóð undir mótið. Mörg þúsund Svíar, piltar og stúlkur, taka þátt í mótinu. Þegar sænsku fimleikamenn- irnir voru hér á ferð í sumar og sýndu leikfimi (K.F.U.M. flokkurinn), voru þeir þess lögggjafarinnar verði upphaf nýs friðar í íslenskum vinnu- málum. mjög hvetjandi, að Islendingar kæmi til Stokkhólms á þetta mót —- sendi þangað að minsta fcosti tvo flokka. Væntanlega getur af því orð- ið, að liéðan fari flokkar á mót- ið. — Knattspyrnan 1 Englanfli. 1 síðustu viku fóru þessir kapp- leikir fram: Aston Villa—Everton 0:3, Birmingham—Leicester 2:1, Bolton—Chelsea 0:2, Brentford— Arsenal 1: o, Grimsby—Portsmouth 2:1, Huddersfiekl—Derby County 3: o, Liverpool—Manch. United 1: o, Preston—Charlton 2 : o, Stoke City—Leeds 1:1, Sunderland— Wolverhampton 1:1. Blackpool og Middlesbrough sátu yfir. — S.l. laugardag fór svo fram heil umferð og fóru þá leikar sem hér segir: Arsenal—Everton 1: 2, Bir- mingham—Stoke City 1: 2, Black- pool—Aston Villa 2 : 4, Brentford —Wolverhampton 0:1, Derby County—Sunderland 1: o, Grims- by—Manch. United 1: o, Leeds— Bolton 1: 2, Leicester—Preston 2:1, Liverpool—Charlton 1: 0, Middlesbrough—Chelsea 1:1, Portsmouth—Huddersfield 4: o. Everton hefir ennþá forystuna ! og hefir fengifi 10 stig, umuS alla J leikina (5), sem þeir hafa keppt í. , Næst eru Chelsea og DerbyCounty j nieð 7 stiy. og hafa hæði einníg 1 leikið 5 leiki. Nokkur félaganna hafa enn ékki leikið nema 4 leiki, og hefir því allur samanburður enn- þ álítið gildi. Blackpool hefir nú tekið við af Brimingham, að reka lestina, hefir aðeins 1 stig, en Bir- míngham og Chelsea hafa tvö stig. 1 2. deild hefir Sheffield Wed- nesday nú tekið forystuna frá Ful- ham. Hefir Sh. Wednesday keppt í 5 leikjum óg tekið 9 stig, en Ful- ham og Blackburn hafa 8 stig, einn- ig eftir 5 leiki. Næst er Burnley með 7. — Southampton rekur lest- ina, hefir tapað öllum leikjum sín- um og ekkert stig hlotið, eti Chest- erfield hefir 1 stig. — LOFTVARNIR BRETA. 1 ófriði þeim, sem allur heimurinn talar um þessa dagana, mun loftfloti þjóðanna hafa hina stórfeldustu hernaðarþýðingu. Með tilliti til þess liafa Bretar ákveðið að haga loftvörnum sínum þannig, að gasbelgjum eins og þeim, sem sýndir eru hér á myndinni, verður hleypt hátt i loft upp yfir borgununum, en á milli belgjanna verða tengd net, sem flugvélar geta ekki sneitt fram hjá, ef þær eru lægra i lofti en netin. Séu flugvélarnar ofan við þau, geta þær ekki miðað skeytum sínum nákvæmt, og gera menn sér vonir um að þetta verði hinar öruggustu loftvamir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.