Vísir - 16.09.1938, Síða 5
Föstudaginn 16. sept. 1938.
VlSIR
Ninon .
IHanskar, slæður, kjólablóm, |
margar gsrðir og litir.
^ ---Bankostrœti
ITískudömurnar I
versla aðeins við I
HATTASTOFU INGU ÁSGEIRS
| Klapparstíg. — Sími: 5135. _|
Dömur.
Hárgreiðslu-
stofan
i
Hafnarstræti 11
Sími 5194.
býður að eins 1. flokks
vélar og vinnu.
Kristín Inglmundardóttir
Jeg har elsket dig saa længe jeg
kan mindes (úr kvikmyndinni
Mille, Marie og mig), sungið af
Hallbjörgu Bjarnadóttur.-
ELSA SIGFÚSS: En Aften i
Budapest, Paa en Bænk. Har
du glemt, Ivan du glemme dine
Kys. Sov min Unge (Neger-
wiegerlied), Spil en Harmonika-
tango, Tag en lille Rejse, Den
gamle Sang om enhver. Farvel
og paa Gensyn, Vi er Venner,
En Gang, Bí bí og blaka, Rósin,
Vetur, Sestu hérna lijá mér,
Fjólan. MARÍA MARKAN: Den
farende Svend, En Dröm,
Tonarne, Maria Wiegienlied
(Reger), Heimir, Augun bláu,
Nur der Schönheit (Bæn
Toscas), Eines Tages sehen wir
(Madame Butterfly).
Hljoðfærahúsið
HÚSRÁÐ
OG HEILLARÁÐ
.... Ef menn vilja varast í-
kveikju, 'ætlu þeir að gæta þess,
að kveikja aldrei upp í ofni með
því að hella í liann olíu eða
öðrum eldfimum vökvum,
ganga ekki með Iogandi Ijós í
kjöllurum, göngum eða háa-
loftum, hella aldrei olíu á log-
andi lampa eða suðutæki og
gæta þess, að slíkir lampar eða
læki standi elcki það nálægt eld-
fimum hlutum, t. d. glugga-
tjöklum, að dragsúgur geti or-
sakað íkveikju. Látið bensín
ekki standa þar sem sólin skín
á og bræðið aldrei „bón“ yfir
eldi, Iieldur hitið það í vatni. Ef
i kviknar, á að slökkva eldinn
með því að kasta á hann blaut-
um teppum eða öðru slíku.
.... Eiturlyf á að geyma á
sérstökum stað og helst í læst-
um hirslum. Miðarnir eíga að
merkjast greinilega, þannig að
ekki sé hætta á að menn taki
slík glös í misgripum, en best
er að vefja sandpappir utan um
glösin, til þess að aðgreina þau
þannig, að enginn geti tekið þau
í misgrípum, — jafnvel í
myrlöri.
Til minnis
við slátrið, niður-
snðuna og sultnna
Rúgmjöl, Salt, Leskjað Kalk,
Saltpétur, Sláturgarn, Rúllu-
pylsugarn, Blóðmörsnálar.
Rúllupylsunálar, Gulrófur,
Niðursuðuglös, Sultuglös,
mjög ódýr. Geleglös. Niður-
suðudósir, margar stærðir.
Gúmmíhringir. Spennur. Ed-
ik. Ediksýra. Strausykur.
Toppasykur. Kandíssykur.
Púðursykur.
ATAMON
tryggir örugga geymslu á
allskonar matvælum.
Heilt Engifer. Heill og st.
Pipar, hvítur og svartur.
Sinnepskorn. Spánskur Pip-
ar (belgir). Heill og steyttur
Negull. Vanillestengur. Á-
vaxtalitur. Allrahanda.
KORKTAPPAR
i mjólkurflöskur, 3/4 Itr.
flöskur, 3/8 ltr. flöskur. —
Pergamentpappír. Sellophan-
pappír. Flöskulakk.
lUUsMidi
Flóra.
Blómin
piýða
heimilið.
FLÓ R A
Austurstræti 7. — Sími 2039.
£ Hálsbindi ■
■ eða
■
s 1 a u f a
er ávalt
5 kærkomin gjöf.
J Fæst í öllum lielstu versl- B
unum bæjarins.
Hálsbindagerðln JACO 5
ílBlllllIll.il.ll..-
Leiðinlegar málvillur, sem nauð-
syn ber til að utrymt verði.
„Verkefni fyrir málfræðinga“
er fyrirsögn á grein í Vísi 6. þ.
m. (eftr Lj.), og eru þar gerð j
að umtalsefni orðskripi nokkur
og mállýti (erlendar „slettur"),
bæði frá fyrri og siðari tímum.
Það er hverju orði sannara, sem
greinarliöfundur segir um þetta
efni, og með öllu óverjandi, að
láta við svo húið sitja eða að
þola alla þá lönguvitleysu af
málspillingu, sem nú veltur yfir
landið. En þar verður auðvitað
við raman reipa að draga, þvi
að sumt af þessu „góðgæti“ er
nú orðið svo munntamt, jafn-
vel hinum vandfýsnustu mönn-
um, að ósjálfrátt og á móti betri
vitund vill það hrjóta manni af
vörum. Greinarhöf. segir t. d.
sjálfur: „(enn) þann dag i
dag“; ætti að vera: enn í dag.
Ekki kannast eg heldur við tals-
háttinn, að eitthvað farist vel
eða illa úr hendi. Mun rétt að
segja: honum ferst þetta vel eða
illa; eða (með orðinu hendi):
honum fer þetta vel (illa) úr
hendi. Náttúrlega er hér um
smámuni að ræða og reyndar
svo liárfínan greinarmun, að
varla er almenningi ætlanda, að
kunna þar full skil á. En fyrir
mitt leyti kann eg höf. bestu
þökk fyrir hugvekju hans, því
að hún var góð og inaldeg á-
drepa. Það væri æskilegt, að ís-
lenskufræðingar vorir, kennarar
og aðrir, vildu öðru hvoru gefa
dagblöðunum sýnishorn af við-
sjálum og algengum málvillmn
eða málleysum, og benda um
leið á, hvernig þar mætti betur
fara. Á meðan þeir góðu menn
eru að liugsa sig um, tel eg hér
nokkur vafasöm atriði á strjál-
íngi.
Orðski’ípi geta bæði verið
lilægileg og hættuleg. Þau geta
i fljótu bragði verið brosleg og
virst harla meinlítil, en áður en
varir eru þau á hvers manns
vörum, og jafnvel í alröngum
samböndum, og eru þá orðin
stórháskaleg. Það getur verið
vorkunnarmál, þótt menn
„sletti“, sem kallað er. óvönduð-
um eða erlendum ojrðum, svona
í daglegu tali og ef mikið þyk-
ir við liggja, t. d. að segja um
einhvern mann,' að hann sé
„idiót“ (heimskingi); en ef
sómamaðurinn er í alvöru kall-
aður hreinasti „idíótmaður“, þá
er skörin áreiðanlega farin að
færast upp i bekkinn og mis-
beiting orðanna í algleymingi.1)
Algengustu orðskrípi nútím-
ans í tungu vorri eru orðmyndir
þær, sem enda á -ó, og aldrei
öðruvísi, enda ekki gott að
koma við beygingu á þeim —
og reyndar varla miklu til þess
kostandi. Beygingardæmið ætti
þá líklega helst að vera orðið
ódó (jþ. e. ótó — ótæti), og er
það að vísu eklci félegt orð, en
ekki heldur alls ómaklegt. Eg
nefni hér af liandahófi og í
stafrófsröð nokkurar slíkar orð-
myndir: Barnó, Gagnó, Gúttó,
Iðnó, Kvenno (Kvinnó), Mentó,
Oddó, púkó, Safnó, Slátró,
Sprúttó, strætó, tíkó, Yersló o.
s. frv. Fest eru orð þessi (og
önnur þeim lík) svo sem 10—-
15 ára gömu orðin — ja, í mál-
inu vil eg ekki segja, þvi auð-
vitað tel eg þau þar ekki né
heldur geta þau átt þar lieima.
1) Þessum skrípildum má
náttúrlega ekki rugla saman við
þann urmul erlendra órða, sem
frá öndverðu liafa samþýðst
tungunni og öðlast þar þegn-
rétt: form, póstur, sónn, stóll,
kyrkja, engill, spégill, o. fl. o. fl.
En til eru þau, þótt ekki séu
annað en örgustu götuslettur,
(apaskapur úr ítölsku), sem
liver sæmilegur maður ætti að
blygðast sín fyrir og gjalda all-
an varhuga við. Eitt þessara
orða hefir þó nokkura „helgi“
á sér, þó að ekki sé fyrir annað
en aldurinn, því að nú mun það
fullra 40 ára i munni Reykvik-
inga, og meira að segja á prenti.
En ljót er lestin, sem það hefir
nú í eflirdragi, og að vísu ekki
séð fyrir endann á henni. Eg
býst við, að inargan muni nú
fýsa, að sjá framan í „móður-
skipið“ sjálft, en það lieitir
Iðnó, og skal nú stuttlega rakin
saga þess.
Það er þá upphaf þessa máls,
að laust fyrir síðustu aldamót
(1896—1900) kom þetta orð
upp í Latínuskólanum. EJinn af
skólapiltunum kom fyrir sig
þessari orðmynd í gamni (og ef
til vill eftir öðrum) á skóla-
fundi, en auðvitað gerði hann
það eins og kunnáttumaður,
sagði t. d. að gaman yrði að
vera i Iðnó í kvöld; en honum
hefði aldrei komið til hugar að
segja, að gaman væri að fara
niður i Iðnó, enda átti hann þá
vís hróp og háðsyrði fundar-
manna (félaga sinna) fyrir
meðferðina eða beyginguna.
Hann notaði sein sé orðmynd-
ina eingöngu, er um „þágufall“
eða „staðarfall“ var að ræða,
en alls ekki um önnur föll (t.
d. „þolfall“: fara niður í
Iðnó(!)). Gerði hann þetta eftir
latneskri fyrirmynd (sbr. „und-
ir Pontío Pílató“), en þá hefði
hin föllin orðið: Iðnum (nefnif.
og þolf.), Iðni (eignarf.), svo
að beinast hefði þá legið við að
segja: að fara niðiír í Iðnum.
En nú tókst svo illa til, sem
raun er á orðin, að gamanið
hefir gránað meira en til var
stofnað, því að fólkið hefir tekið
orðmyndina að sér, fóstrað hana
og látið dátt á alla vegu, ahð
upp fjölda afkvæma hennar i
sama gervi, og ekki látið sér
nægja að liafa orðmyndir þess-
ar óbeygjanlegar í eintölu (svo
sem í ítölsku), heldur og án
fleirtölumyndar, en þar hefði
t. d. púkó átt að verða púkí:
liann er púkó — þeir eru
púkí(!). |
Jæja, eg hefi oft síðan liugs-
að til þessa vinar míns úr Lat-
ínuskólanum, sem í mín eyru
varð fyrstur til þess að taka sér
þessa „ítölsku“ í munn, en verð-
ur nú daglega að sjá og heyra
afleiðingarnar, og eru honum
það að vísu liarla ómakleg
málagjöld, því að allra þeirra,
sem nú eru uppi, veit eg hann
slyngastan islenskumann i ræðu
og riti.
Þó að nú orðskrípi þau, sem
nefnd liafa verið, séu bæði lierfi-
leg og liáskaleg tungu vorri, þá
eru þó önnur mállýti enn við-
sjárverðari, ekki síst vegna þess,
hversu litið kann að fara fyrir
lýtunum, og svo af því, að orðin
sjálf mega einatt heita íslensk,
en eru þó notuð þannig, að
óboðlegt er tungunni. En svo
lengi liafa þau nú læðst um í
„sakleysi“ sínu, að erfitt mun
að losna við þau, enda er það
ekki alþýða manna ein, sem
heldur þeim á lofti, þvi að svo
má lieita, að ritliöfundar og
blaðamenn hafi tekið þau upp
á sína arma og hampi þeim ó-
spart. „Vísir“ hefir þar þó nokk-
ura sérstöðu, því að allra blaða
mest hefir hann reynt að vanda
málfar sitt og flestar aðalgrein-
ar hans liafa löngum verið í
hinum prýðilegasta búningi.
Náttúrlega hafa þó öðru livoru
skroppið þar inn skriffinnar,
sem ekki vega orð sín á neina
gullvog, hvorki að efni né formi
— og brennur slíkt viðar við.
Set eg hér nú örfá dæmi þess-
ara mállýta eða rangmæla:
„Fyrir löngu síðan“, „fyrir
mörgum árum síðan“ o. s. frv.
Þar á orðið síðan að falla niður,
og er þá réttmæli: fyrir löngu
(mörgum árum). „Eftir að hafa
h.eyrt þetta“ er álappaleg setn-
ing. Þar mætti segja: Er (þá er,
þegar) eg liefi (hafði) lieyrt
þetta o. s. frv. „Hann ætlar að
flytja livað?) um mánaðamót-
in“. Þar ætti að segja: hann ætl-
ar að flytja sig eða flytjast o. s.
frv. „Menn eru beðnir að mæta
(liverju?) stundvíslega“. Þar
mætti eftir atvikum standa:
Menn komi, séu (skulu) komn-
ir, séu (við)staddir, til taks o. s.
frv. „Þar voru mættir einir 3
menn.“ „Mættir“ er þar argasta
málleysa, í stað: komnir eða
(við)staddir. „Knattspymufé-
lögin æfa (hvern skrattann?) i
kvöld.“ Þar mætti vera: æfa sig
eða hafa æfingu, en ekki „æfa“.
„Verslunin opnar kl. 8.“ Þar
skal segja: búðin (verslunin)
er (verður) opnuð kl. 8. Alt em
þetta dönskuslettur (eða úr öðr-
um málum), alls óþarfar og lítt
sæmandi, enda þótt finna megi
dæmi þess, að lengi hafi ýms
sagnorð verið noluð bæði sem
áhrifssagnir og áhrifslausar,
svo sem að dvelja, sem að réttu
þýðir að tefja einhvern. (Hvað
dvelur Orminn langa?), en hef-
ir jafnframt verið látið tákna
sama sem dveljast (lialda kyrru
fyrir). Eg bæti hér við, út götu-
máli barnanna: „Þú ert náður.“
ÍSlikt orðskrípi liefi eg aldrei
lieyrt til sveita, hvorki fyrr né
síðar. Þar er sagt: Það er búið
að ná þér (þér hefir verið náð
o. s. frv.). Ef sagnorð stjórn-
ar þágufalli, eins og t. d. að ná
(einliverju) verður í þolmynd-
inni einnig að koma þágufall
(en ekki nefnifall). Fyrir þvi er
sagt: hestinum er hleypt (á
sprett), en skyrið er hleypt
(með því að þar stjórnar sögn-
in þolfalli). „Hesturinn er (hef-
ir verið) sóttur“ má telja gott
og gilt mál; en ef hann svo
verður líka „eftirsóttur, þá eru
málavextir aðrir, þvi að menn
segja: að sækjast eftir einhverju
(þáguf.), en ekki eitthvað (þol-
fall), og því er „eftirsóttur“
i rangnefni. Að vísu má þó sjá
i (og lieyra) slíkar orðmyndir
sem þessar í sérstökum sam-
böndum: hryssan er köstuð =
hefir fætt folald; nokkuð áþekt
þessu er og: kýrin er borin =
hefir borið (alið) kálf o. s. frv.
„Borin(n)“ er hér notað líkt og
„drukkinn“ um þann, sem
drukldð hefir (of mikið vin),
„etinn“ (sem hefir etið, eða er
saddur), sbr. „vakinn og sof-
inn“ og margt fleira þessu líkt.
Nú má ætla, að mönnum sé
nokkur forvitni á því orði, sem
nota mætti í stað „eftirsóttur“,
sem amast var við. I stað þess
mætti oft segja: eftirsóknar-
verður, mikils metinn, í háveg-
um hafður, ágætur, frábær o. fl.
Þó játa eg fúslega, að ekkert
þessara orða táknar til fulln-
ustu það, sem ætlast er til. En
menn verða líka einatt að sætta
sig við það, að þýða einstök orð
með heilum setningum, og
mætti þá hér segja: sem sótst
er eftir, sem (mjög) er leitað
handtekiN af tekkum.
Unity Freemán-Mitford, 23já
ára gömul bresk aðalsmær,
hefir af ýmsum nerið talin
leynilegur erindre'ki bresku
stjórnarinnar i Þýskalandi, —•
enda nýtur hún þar mikiltar
virðingar og persónulegrar
vináttu Hitlers. — / óeirðun-
um i Tékkóslóvakiu 21. mai,
var hún á bílferðalagi um
landshluta, sem bannað er að
ferðast um vegna víggirðinga-
Var hún handtekin, en siðar
látin laus. 1 fórum hennar
fundust /4 filmur og vasabók,
sem hún hafði skrifað í ýmsar
athuganir. — 1 London varð
aðalsmær þessi eitt sinn fyrir
hnjaski og hrópyrðum af þvi
að hún bar hakakrossmerkL
Lögreglan á að rétta bæjaiv
búum hjálparhönl
Maður nokkur skrifar blað-
inu á þessa leið:
„Þeir, sem að jafnaði koma í
Sundhöllina að morgni dags,
hafa veitt þvi athyglí, að þar er
nokkuð af fólki, sem er meira
eða minna máttfarið, og að það
nýtur þess með ánægju að
skvampa í lauginni eftir getu,
auk þess, sem það mun hafa
bætandi áhrif og auka lílcams-
krafta þess. Meðal þessa fólks
eru tveir sjúldingar Landspít-
alans, Skúli og Rafn. Hefir S. B.
skrifað um þá hugðnæma grein
í Morgunblaðið og þá velvild,
sem starfsfólk Sundhallarinnar
sýnir þeim. En það vill til að
livorugur kemur eða að eins
annar þeirra og er það vegna
þess, að enginn er til að aka
þeim á milli. Það er ávalt undir
hælinn lag|t livort þeir komast,
eða ekki.
Síðan stingur bréfrftari upp á
því, að lögreglan taki það að sér
að skjóta þessum tveim mönn-
um reglulega niilli Sundhallar-
innar og spítalans.
Hér í bænum munu vera
kriiigum 60 lögregluþjónar.
Þegar alt er rólegt verður ekki
séð, að allan þennan fjölda
þurfi til þess að halda Iöggæsl-
unni uppi. Að minsta kostí er
það víst, að smágreiða gætu
lögregluþjónarnir gert almenn-
ingi, þegar líkt stendur á eins
og með þessa tvo sjúklinga.
Bréfritarinn bendir á það, að
slík greiðasemi lögreglunnar yki
vafalaust vinsældir Iiennar Iiér
í bænum, eða að þær myndu
ekki minka, þótt lögreglan rétti
slíka hjálparhönd, þeim sem
þess þarfnast, þegar ekki er
annað sérstakt verkefni fyrir
höndum.
til — eða eitthvað á þessa Ieið,
Að svo mæltu bið eg islensku-
fræðingana velvirðingar, þvi að
á þeirra sviði er eg ekki annaS
en viðvaningur og
Leikmaður.