Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 5

Vísir - 23.09.1938, Blaðsíða 5
Föstudag-inn 23. september 1938. VlSIR 5 GRÆNMETI. Frh. af 4. síðu. inn með Vi-Vs pd. af(púður)- sykri, 3-4 negulnöglum, riokkr- um kanelstöngum og 6-8 lár- berjablöðum. Er það freyðir eru asíurnar settar i og þegar það sýður er þessu helt á krukk- ur og stykki breitt yfir. Eftir nokkra daga er leginum helt af ogsoðinn þangað til hann freyð- ir og hefir jafnast. Þá er legin- um helt heitum yfir asíurnar. Bundið yfir krukkurnar daginn eftir. Edikið. Vilji menn kosta upp á það, má nota gott sultuedik við seinni suðuna, en það er dýrt og venjuleg edikssýra gerir sama gagn. Það er að minsta kosti alveg óþarft, að nota ann- að en þynta edilcssýru við fyrri suðuna. Edikssýra er venjulega blönduð með vatni þannig, að á móti einum hlut edikssýru eru settir sex hlutar vatns. Pétur Sigurösson: Flóra. Blómin piýða heimilið. FLÓ R A Austurstræti 7. — Sími 2039. ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ¦ ; Hálsbindi | ¦ ~ ti ¦ eða > ¦ ¦ ¦ slaufa m er ávalt [~ l~ kærkomin gjöf. t- ¦ Fæst í öllum helstu versl- |j l unum bæjarins. r 2 Hálsbindagerðlii JACO 1 Dömur! Hárgreiðslustofan TJARNARGÖTU 11, býður yður tvennskonar PERMANENT, annað sérstaklega fyrir óþjált hár. (friðjataanlegt við hverskonar hrein- gerningar. Aðeins 45 aura pakkinn. ii Kirkjan kreppan 6é Fyrir nokkru kom út rit ef tir séra Björn O.Björnsson, er heit- ir: „Kirkjan og kreppan". Um ^it þetta hefir verið ótrúlega hljótt, og er sennilega engum öðrum en útgefanda og höfuncl- inum um að kenna, því að ritið gefur síst ástæðu til þess, að það gleymist mönnum. Einhvern- tíma hef ðu menn hrópað, ýmist hrifnir eða reiðir: „Heyrið hvað þessi segir". Eg hefi nú lokið við að lesa ritið i annað sinn og vil gjarnan vekja athygli manna á þvi. Öll þjóðin þyrfti að lesa það. Vill kannske einhver vel dómbær maður taka sér fyrir hendur að lesa það, og segja svo, að þar sé með órétt mál farið? En treysti menn sér ekki til að af- sanna það, sem þar er sagt, ætti þjóðin að tileinka sér þann boð- skap, er ritið flytur, sem er hvorki einhliða eða óaðgengileg- ur. Ætti eg að segja eitthvað um ritið í örfáum orum, þá yrði það þetta: Séra Björn O. Björnsson flyt- ur boðskap sinn með spámann- legum myndugleik, af hinni ýtr- ustu hreinskilrii og bróðiirlegri góðvild. Þar er margt það sagt, sem að eins spámannalega vaxn- ir meiin segja hispurslaust JHöf- undurinn gengur béint "frániah að stjórn landsins, þjóðinni sjálfri, flokkum, .. ritstjórurii, kirkju og prestum og segir: „Þú ert maðurinn'í. Boðskaptir haris er hin megnasta ádeila, flutt af kristilegu hóglæti, en mikilli hreinskilni. Þar er enginn manriamuriur gerður. yið hálf \ata, eyðslusama,, sundurlynda og andlega hálfvolga þjóð segir hanri': „Sá, sém ekki nennir að trúa á guð, verður að knékrjúpa síld." Hvar er sú þjóð stödd, sem einróma segir, af innri sannfær- HÚSRÁÐ OG HEILLARÁÐ .... Skæri má skerpa með þvi, að nudda þeim eftir gleri. .... Bakpokinn særir ykkur ekki eins i axlirnar, ef þið f óðr- ið böndin með margföldu efni, — helst samskonar og er í blúss- unni eða jakkanum, sem þið notið i ferðalögin. .... Hnífa, sem ryðblettir hafa fallið á, má hreínsa með blekstrokleðri, þannig að ekkert sjái á þeim, en til þess að koma i veg fyrir að þeir ryðgi er best að bera á þá vaselih og láta þá ei liggja saman í hrúgu, heldur innvafða í baðmullardulu. Hnífa má fægja með hrárri kartöflu, eða með fægiduf ti, en þá verður að gæta þess, að strjúká hníf- aria frá bakka til eggjar, en ekki eftir blaðinu endilöngu. Af hníf- unum riiá svo strjúka með blaðapappír og þvi næst riieð baðmullardulu. .... Drykkjarvatn fyrir s'júk- linga þarf að sjóða, en kæla það siðan og blanda það riieð á- vaxtasafa. Sódavatn og áir er einnig gott. .... Ef matarbiti hrekkur of- an í hálsinn og menn fá hósta- kviðu, er gott að rétta aðra hendina upp í loftið, og losnar þá bitinn. ingu: „Ef að síldin bregst núna, þá er úti um alt", — úti um alt. Erindin í þessu rjti séra Björns O. Björnssonar eru eng- inn „velmeinandi kjaftavaðall", eins og það, er tískuskáldin ætla okkur mörgum að fara með, sem prédikum. Það er ekki tal út i bláinn um alt og ekki neitt. Nei, þar eru málin rædd: Sið- ferði þjóðarinnar, spilling i stjórnmálum, viðskiftum og at- vinnulífi og lifnaðarháttum manna. Þar er hrópandans rödd, er flytur heilli þjóð tímabæra viðvörun og hvatningu. Og séra B. 0. B. gengur ekki fram hjá sinni eigin stétt. Við hana er hann kröfuharður, og segir: „Takið yður jafnvel svipu í hönd, þar sem ekki dugar ann- að, og rekið burt úr helgidófti- um heilbrigðs félagslífs naut og sauði hins pólitíska flokka- dráttar og hinnar pólitísku sér- drægni." En ósómanum, sem hann vill að sópað sé burt, lýsir hann á þessa leið: „Þá eru útúrsnúningar, rang- færslur og hreint og beint rang- hermi svo algengt í íslenskum stjórnmálaumræðum, að nærri því verður að segja, að meri'n vili ekkert fyrir sér i því efni. Menn, sem að öðru leyti virðast heiðursmenn, sem kallað er, blikria livorki né blána fyrir því, að standa frammi fyrir sæg af vitriilm og hafa rangt eftir það, sem fyrri ræðumaður sagði, til þess að reyna að búa sér til þægilega höggstaði á andstæð- iriginn. — Dylgjur, sem ætlað er það hlutverk, að útbreiðá lýgi á áhættulítinn hátt, eru og fckki lítið notaðar i stjórnmála- umræðunum. — Frásagnir blað- anna af stjórnmálafundum, þár sern hver flokkur urh sig telur sig hafa verið i meiri hluta og öll frásögn um það, er gerist, eftir því, eru frá sagnfræðilegu sjónarmiði gapastokkur, sem þessi áhrifamikli, í reyndinni mikilsvirti mannflokkur is- lensku þjóðarinnar hefir sett sjálfan sig i frammi fyrir öllum seinni kynslóðum — sett sjálfan sig í og — þvi miður — alla hina íslensku þjóð með sér. Því þetta og alt hitt, allan siðmenn- ingarlegan og siðferðilegan ó- þverra stjórnmálaumræðanna líður þjóðin, þó é. t. v. verði ekki sagt að hún hafi leyft hann. Eg segi þjóðin— en kirkj- an — kirkjari — ísleriska kirkj- an — verður sagt, að hún standi með hreinan skjöld frammi fyr- ir dómstóli sögunnar — að eg nefni ekki æðri dómstól?" Ekkert nema hið bölþrungna kæruleysi, sem alla viðvörun og allar áeggjanir stenst, og sem alt ilt hefir í för með sér, getur gengið framhjá þeim boðskap, er séra B. 0. B. flytur þjóð sinni. Ýmsir kunna að ætla, að milli kirkju og fjárhagskreppii ' sé lítið samband. Svo er þó ekki. I orðsins víðtækustu merkingu er kirkjan hið trúarlega og and- lega líf þjóðarinnar, og saga mannkynsins sýnir öllu fremur, að þá kreppir jafnan að þjóð- um, þegar andleg menning þeirra og trúarhf er i niður- niðslu og ekki nægilega þrótt- mikið til þess að skapa frjóan og framsækinn hugsunarhátt. Þegar trúarlífið og hin andiega menning þjóðanna megnar ekki að vekja ímyndunarafl manna og auðugt hugsjónalíf, þannig að menn verði skygnir á hin dýpri rök tilverunnar — verði sjáendur og spámenn sinna þjóða, þá kemur kreppa, hnign- un og hrun. — „Lýðurinn ferst, þar sem engar vitranir eru". Þetta er hinn miskunnarlausi dómur sögunnar, og sú þjóð er illa upplýst og ranglega kölluð menluð þjóð, sem ekki hefir komið auga á slík sannindi. En gefi þjóðir ekki gaum orðum sjáenda sinna og vitranamanna, þá er það ljósasti vottur þess, að þær eru heillum horfnar og í hættu staddar. Séra B. O. Björnsson líkist spámönnum fyrri tíma í þvi, að lelja höfuðböl þjóðarinnar frá- hvarf frá hinum æðstu verð- mætum lífsins, fráhvarf frá hin- um andlegu heilsubrunrium, sem eru f jörgjafar framfara og varnalegrar menningar, og und- irrót gæfu og gengis með hverri þjóð. Þegar þjóðir hætti að leggja alúðarfulla rækt við trúna á lífið og mikinn tilgang þess, J>á sé skamt til þeirrar auðmýkingar, er engin síldar- vertíð, hversu góð sem hún kann að vera, megnar að reisa rönd við. — Hinar undirstrik- uðu setningar í sogu þjóðanna eru þessar: Hnignandi andleg menning og trúarlíf — kreppa. Fjörugt og þróttmíkið hug- sjóna- og trúarlíf — góðir tím- ar og sigursælar þjóðir. Vegur lífsins og dauðans blasir við hverri kynslóð. Valið fer eftir hyggni þeirra. P. S.. ll))temiQLSEN(( NoFdupieFdip Til og frá Akureyri alla mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Odd- eyrar. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. — Bifpeiðastöd Steindöps. Sími 1580. HVAD BER ^GÖMA Auglýsingalist Þegar bornar eru saman aug- lýsingar í íslensku blöðunum við auglýsingar í erlendum blöðum, þá verðum við að játa, að auglýsingar hjá okkur standa hinum yfirleitt langt að baki. Auglýsendurnir hafa ekki lagt nægiiega mikið upp úr frágangi auglýsinganna. Hin síðari árin hefir auglýsingatækni tekið miklum framförum. Erlendis er það heii atvinnugrein að semja og teikna auglýsingar, enda eru þær oft svo haglega gerðar, að það getur verið umín að lesa þær. Það fyrsta, sem athuga verð- ur, er það, að vekja athygli les- andans á auglýsingunni. Oftast eru blöðin svo yfirfull af aug- Íýsingum, að lesendurnir lesa ekki nema nokkurn hluta þeirra. Auglýsandinn verður því að gera auglýsinguna svo úr garði, að þeir, sem hann eink- um snýr sér til, reki augun í hana. Þá kemur næsta atriðið, að láta auglýsinguna hafa áhrif á lesandann. spengilegur líkami. Þegar kven- mannsmyndir eru teiknaðar, er það kvenlega sýnt sem skýrast. Flestar línurnar eru ávalar, bæði línurnar í andlitinu, brjóst- in, fæturnir o. s. frv. Eitt af þeim ráðum sem of tast eru notuð til þessara hluta eru mannamyndir. Ef auglýsa skal t. d. vörur, sem einkum eru ætlaðar karlmönnum, er prent- uð mynd af karlmanni. Ef aug- lýsa skal kvennavarning, er not- uð konumynd. En nauðsynlegt er að hafa auglýsinguna sem allra gleggsta. Karhnannsmynd- in er því teiknuð sem allra karl- mannslegust. Mest ber á andlit- inu, sem teiknað er með fáum, hornóttum línum, þá koma breiðar axlir, gi-annar lendar og En nú má vera að auglýsingin eigi að ná til vissra stétla, t. d. ef verið er að auglýsa einhver læknisáhöld, þá eru engir aðrir en læknar,sem auglýsingin bein- ist til, eða um er að ræða varn- ing, sem fyrst og fremst vei-ka- menn nota, þá er reynt að vekja athygli verkamannsins á auglýsingunni. Einnig þetta kemur glögglega fram í góðum auglýsingum. Ef leitast er við að vekja athygli læknisns, þá* er oft teiknaður maður, sem er að vinna að slíkum verkum, títt er t. d. að sýndur sé maður, i hvít- um slopp, sem situr við borð og er að liorfa í smásjá. Hann er alvarlegur, athugull og rólegur. Alhygli verkamannsins er vak- in með mynd af manni í snyrti- legum verkamannafötum, sem heldur á pál eða reku, eða stend- ur við vél. Hann er oftast stór og karlmannlegur og kraftur og karlmenska skin út úr hverjum drætti. Þegar auglýsingin á að ná til allra karlmanna, vandast málið. Það eru ekki til einkenni, sem ná til allra karlmanna, hverrar stéttar sem þeir eru. Þá er oft teiknuð mynd af manni, sem líklegur er til þess að geta starf- að að hverju því verki, sem að höndum ber, búinn fötum, sem geta verið hvortveggja í senn hversdagsföt þeirra, sem ólík- amlega vrimu stunda, og spari- föt verkamannsins, Það veldur sérstaklega erfíð- leikum að teikna kvenf ólk, tiíír ast er það, að auglýsingin ,á að ná til alira kvenmamia!,, pg þarf myndin þá að vera svo löguð, aS alt kvenfólk geti tekið hana til sin. Myndin verður að gef a ver- ið alt i senn af móðm-, konu, og meyju. Tíðast sýnist konan vera kringum 25 ára gömul. Hin kvenlega fégurð er i góðu meðallagi, en þó ekki mikið þar yfir. Margar augl^ingar eíga sér- staklega að ná til húsmæðra. Þá er það mjög oft, að teiknuð er ung húsfreyja, um25ára gðmul, venjulega með eitt eða tvö böra. Oft er sérstakur helgiblær jfir hinni ungu húsfreyfu, t. d. þeg- ar góðhjartaðir tryggingaum- boðsmenn eru að brýna fyrir mæðrunum að Iáta ekki höraitti eftir allslaus, ef dauðann ber að garði, — án þess að tryggja framtíð þeirra með Iíftryggíngu. Þá eru margír arrglýsinga- listamenn, sem nofa mjðg barnamyndir til að eggja fort- eldrana til gc'iðra verka, f. d. að nota réttan mat, nota þánn tnat, sem mest er af vitaminurn; \, rétta sápu, o. s. frv. Um barjaa- myndir hefir teiknarimi ní'jðg frjálsar hendur. Hann fér éin- ungis ef tir því, hvað hann hád- ur að tali besí til tilfirihihganha, og livað lesandinri heist rekur augun í. Fyrir lesandanh er það oft mikil ánægja að lesa skehimri- legar auglýsingar. Þær éfu riiiög oft gerðar af mikilli list og Íiag! anlegar. Hér er ekki rurii til þess að rekja frekar þetta mal^ en hinir mörgu auglýsendur ættu að vanda betur til þeirra en nú er gert. Lesendurnir Íiafá áreiðanlega ánægju af því, og auglýsandinn má reiða sig á það, að auglýsingamar vekja þvi meiri athygíi, þess betri sem þær eru. LJ\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.