Vísir - 03.05.1939, Blaðsíða 4
4
V I S I B
Miðvikudaginn 3. maí 1939.
Pál Sigurðsson
og Páskaræðu hans.
Pdll Steingrhnsson:
síra
Snæbjörn Jónsson er ekki
mikilvirkur um bóka-útgáfu, en
gójivirkur er hann — snertir
naumast á öðru en úrvalsritum.
Fyrn- skömmu er útkomin á
kostnað hans hin fræga og fagra
Páskaræða síra Páls Sigurðs-
sonar í Gaulverjabæ. Og viðtök-
urnar, sem ]>essi gamla ræða
hlaut, urðu þær, að upplagið
seldist á svipstundu. Var hún
þá prentuð enn af nýju (3. útg.)
og hefir upplagið væntanlega
verið haft svo ríflegt, að ekki
þrjóti i bráð, þó að sala verði
enn mikil. — Páskaræða síra
Páls er vafalaust frægasta stól-
ræða, sem flutt hefir verið hér
á landi síðan á dögum Jóns bisk-
ups Vídalíns. Þar með er vitan-
lega ekki sagt, að hún sé besta
ræðan, og virðist þó ekki fjarri
lagi að ætla, að svo muni vera.
Síra Páll Sigurðsson er einn
þeirra ágætu sona þessa lands,
sem þjóðin má ekki gleyma.
Hann var frábær maður um
flesta hluti, lærður vel og
manna vitrastur, mikill að
mannkostum, einarður, lirein-
skilinn og siðavandur, stórhuga
fyrir hönd lands og þjóðar. Ein-
lægur trúmaður og þvílíkur
ræðusnillingur í predikunarstól,
að fáa inun hafa átt sína líka hér
á landi, fyrr og síðar. Sagði
mér svo gamalt fermingarbarn
sira Páls, úr Árnessýslu ofan-
verðri, að sá hefði verið al-
mannadómur i Miðdalskalli, að
því líkur höfuðskörungur i
klerkastétt hefði ekki þar setið
í manna minnum. Trú lians var
engin uppgerð og ræðurnar
ekkert svefnrofa-lijal eða vana-
buldur. Hann var „brennandi i
andanum". Laut í auðmýkt
gæskuríkum guði — treysti
föðurkærleika hans og réttlæti,
en hafnaði afdráttarlaust hinni
hryllilegu kenning kirkjunnar
um eilífan eldogævarandaþján-
ing. — Hann gat með engu
móti sætt sig við þá hugsun
eða samþýtt trúarvitund sinni,
að algóður og almáttugur skap-
ari himins og jarðar, faðir allra
manna, léti það við gangast, að
sum barna hans lenti i eilifri
útskúfun og fordæmingu. —
Hitt var honum ljóst, að leiðin
heim til föðurhúsanna gæti
reynst nokkuð seinfarin. Mundi
alt vella á því, hvei-su til væri
stofnað i ]>essu lífi af einum og
sérhverjum. Hver og einn
mundi njóta sin eða gjaída í
nýrri tilvcru. Þar mundi engum
hepnástj að skjala sig áfram
með undanbrögðum eða fagur-
gala. Og eigi heldur með hroka
eða mikillæti, skinhelgi, lygi,
sviksemi eða öðrum þeim ó-
dygðum, sem oft og einatt
reynast hið besta hér í heimi og
lyfta mönnum hátt um sinn.
E>ar mundi og alt opinberað,
það er hér hefði lekist yfir að
breiða eða hylja myrkri. Fyrir
augliti hins eilífa réttlætis geti
ekkert dulist og þar standi allir
jafnt að vigi. Þar verði allir
„jafnir fyrir lögunum“. Allir
verði að standa reikningsskap
ráðsmensku sinnar hér í heimi
— allir að öðlast þegnrétt í
ljóssins ríki, áður en heimar
dýrðarinnar ljúkast upp fyrir
þeim. Siunir eigi vafalaust örð-
uga leið fyrir höndum, en allir
komist heim um síðir. Enginn
sé svo illur eða forhertur, að
hönd hins eilífa kærleika nái
ekki til hans og leiði hann að
lokum heim til föðurhúsanna.
Þannig mun hann hafa á mál-
in litið eða mjög á þessa leið,
hinn mikli kennimannaskör-
ungur. — En kirkjustjórnin lét
sér fátt um finnast, settist upp
og ók sér. Undarlegt að vera
með svona heilabrot! Það gæti
beinlínis orðið til þess, að fólk-
ið ruglaðist í rétttrúnaðinum.
Og livar stæðum við þá! Hún
hafði ekki vanist svona „út-
brotum“, hin virðulega kirkju-
stjórn, kunni best við blessað
lognið og vonaði, að það héldist
sem lengst. Og prestarnir voru
sama sinnis, flestir að minsta
kosti. Þeir voru kyrðarinnar,
værðarinnar og lognsins menn,
og þótti alt í stakasta lagi —
. . sumir létu reiða
sumir lágu
stjórafastir
með flæktan vað.
Eg veit ekki hverjar viðtökur
Páskaræða síra Piáls liefir hlot-
ið, er hún kom á prent hið
fyrsta sinn (1888), en hitt man
eg, að þegar Húslestrabók hans
var gefin út (1894) ruku upp
einhverjir „guðfróðir“ menn
og létu á sér skilja, að síra Páll
mundi liafa verið argur villu-
trúarmaður! Þeim fanst víst
kristni og kirkju þessa lands
meira en nóg boðið, er farið
væri að afneita sjálfum Kölska,
öðrum eins höfðingja, og halda
því að mönnum í fullri alvöru,
að engin sála mundi fara til
helvítis! En höfundur predik-
anasafnsins var þá látinn fyrir
mörgum árum og því óhægt
um refsi-aðgerðir gegn honum.
Sigurður bóksali Kristjánsson
kostaði útgáfu predikananna
(Húslestrabókarinnar) og er
mælt, að hann hafi þá eða um
þessar mundir ort hringhendu
þá um valdamissi Kölska, er
síðar varð landfleyg og þótli
afburða-vel kveðin:
Djöfla óðum fækkar fans
fyrir góðum penna,
uns á hlóðum andskotans
engar glóðir brenna.
Páskaræða síra Páls Sigurðs-
sonar er ofar mínu lofi. Eg
mun því ekki gera hana að
frekara umtalsefni en orðið er.
Fer og best á því, að liver og
einn lesi hana í kyrð og næði
Qg íhugi boðskap þann, er hún
flytur. — Á hitt vil eg að eins
bendáj áð síra Páll var langt á
undan samtíð sinni um skilning
á kjörum manna í annari til-
veru, og virðast skoðanir hans
í því efni mjög í samræmi við
kenningar þeirra manna iá vor-
um dögum, er telja sig hafa
fengið allmikla vitneskju um
það, hvað við muni taka handan
við gröf og líkamsdauða. Páska-
ræðan fræga og aðrar predik-
anir sira Páls bera því örugt
vitni, að hann hefir verið ó-
venjulega mælskur kennimað-
ur og Ijós í hugsun, spakur að
viti og ágætur rithöfundur,
hverjum manni djarfari.
Er sem heyri eg óma róm
orðtak seinni tíða:
Betur kunni ei kristindóm
klerkur fyr að þýða.
Síra Páll vígðist að Miðdal í
Árnesþingi 1866, fékk Hjalta-
balcka í Húnavatnssýslu 1870
og Gaulverjabæ 1880. Veit eg
með vissu og eftir bestu heim-
ildum, að honum muni ekki
liafa verið allskostar Ijúft, að
flytjast úr átthögunum nyrðra.
Og suður þar í Flóanum mun
hann æ liafa þráð hið „hag-
sæla, vorglaða Húnavatnsþing,“
og þá ekki síst Vatnsdalinn, því
að þar var hann borinn og
barnfæddur. Hann fótbrotnaði
heima hjá sér í Gaulverjabæ,
fékk ófullkomna læknishjálp
og andaðist eftir langa legu og
óumræðilegar þjáningar 23.
júlí 1887, viku betur en 48 ára.
Þrautir sínar hafði hann borið
með óbilandi hugarró og karl-
mensku.
Svo hnigu fyr, svo liníga enn,
sem stráin vorir miklu menn.
—O-“
Síra Páll þótti einn hinn besti
kennari, en kallaður var liann
nokkuð strangur. Mun liann
hafa kent all-mörgum piltum
undir skóla, ekki síst meðan
hann var á Hjaltabakka. Meðal
þeirra var Guðmundur heitinn
Magnússon, prófessor Hann
var fermingarbarn sira Páls og
ólst upp í Holti, næsta bæ við
Hjaltabakka. Heyrði eg frá því
sagt í æsku, að prestur hafi
liaft niiklar mætur á sveinin-
um, talið hann gáfaðastan
þeírra unglinga allra, er hann
hefði kvnst, og krafist þess, að
hann yrði til menta settur. En
þar hafði verið þungt fyrir og
mörg ljón á vegi. Klerkur þæfði
ekki málið, heldur tók til sinna
ráða, beitti noklcuru ofríki, að
því er mælt var, tók piltinn
heim til sín og bjó hann undir
skóla. Iíafði þá og brátt allri
mótspyrnu verið lokið. En með
þessari íhlutan og skörungsskap
varð síra Páll þjóð sinni og ætt-
jörð að ómetanlegu gagni.
Síra Eggert Ó. Briem, bróðir
sira Valdimars, varð prestur að
Höskuldsstöðum í það mund,
er síra Páll fluttist að Hjalta-
bakka.Voru þeir bekkjarbræður
og kærir vinir. Síra Eggert var
lærður maður og vitur, en lítt
til prestskapar fallinn. Hugur-
inn allur í fornum fræðum ís-
lenskum, sögurannsólcnum og
ættvísi. Áf „Bréfum“ síra Matf-
híasar skálds verður ráðið, að
síra Eggert hafi oft verið þung-
ur í skapi og lítt elskur að líf-
inu Og gnn eru mér í minni orð
þessa vitra manns, er hann kotn
til okkar og skýrði móður miniií
frá því, að sira Páll væri dáinn.
Hún vissi, að hann hafði fót-
brotnað um vorið og legið rúm-
fastur af þeim sökum, en naum-
ast hefir hana grunað, að þenna
veg mundi lúkast. Hefir sira
Eggert vafalaust fundið eða séð,
að henni þætti tíðindin mikil og
hörmuleg. Hann var ekki marg-
orður að jafnaði, blessaður
karlinn, og nú þagði hann um
hríð. Svo leit hann á hana og
mælti seinlega: — Mér þótti
líka vænt um síra Pál. En eg
held, að það hafi verið gott, að
hann fékk að deyja. Hann hefði
áreiðanlega orðið fyrir einhverj-
um hrakningum af hálfukirkju-
stjórnarinnar. Enginn svaraði
og svo var ekki meira um mál-
ið talað. — Eg hlustaði á orð
prestsins, drengur á níunda
ári, og eg held að mér sé óhætt
að fullyrða, að eg hafi þau rétt
eftir, þó að langt sé um liðið.
Mér skildist einhvern veginn,
að einhverjir mundu hafa haft
hug á því, að gera sira Páli eitt-
hvað ilt. Og það þólti mér meira
en lítið furðulegt, því að satt að
segja hugði eg ó þeim árum,
að hann væri mesti og hesti
maður í heimi! —
Eg kom að Ási i Vatnsdal í
júlímánuði 1926 og gisli þar hjá
þeim ágætu hjónum, Guðin.
lieitnum Ölafssyni alþm. og
konu hans, Sigurlaugu Jónas-
dóttur. Eg ætlaði suður Gríms-
tunguheiði að morgni, en Guð-
mundur heitinn bjóst í káup-
staðarferð. — Sendi ullarvagn
sinn á undan sér, liafði Jarp
(fallegasta gæðinginn, sem eg
sá í því ferðalagi) heima við
eða inni um nóttina og ætlaði
af stað fyrir fótaferðartíma.
Hafði eg orð á því, að mér þætti
hann árrisull, en hann svaraði
svo, að heim mundi hann riða
að kveldi, og veitti því ekki af
tímanum. Og farinn var hann
að morgni, er við komumst á
kreik, ferðalangarnir.
Sigurlaug í Ási er góð kona
og merk, gáfuð, bókelsk og fróð
um marga hluti, en ákaflega
hæg og prúð og yfirlætislaus. —
Við félagarnir ætluðum tíman-
lega af stað. Og er við vorum
ferðbúnir, spurði Sigurlaug mig
af hljóði, hvað eg vissi um
Húslestrabók síra Páls í Gaul-
vei'jabæ —• hvort önnur útgáfa
mundi væntanleg innan
skamms. Hún hefði eitthvað
um það heyrt, að ný prentun
væi’i í undirbúningi. Eg varð
þvi miður við það að kannast,
að eg vissi ekkert um málið.
Kvaðst hún þá vona, að bókin
kærrii áður langt um liði, og lét
í Ijós nokkura undrun yfir því,
að ekki skyldi fyrir því séð, að
þjóðin ætti jafnan kost slíkrar
guðsorðabókar. Svo bætti hún
við með einstakri hægð: Eg
held að ræður sira Páls þyki
golt og fagurt guðsorð hér um
slóðir.
—o—-
Útgefandi Páskaræðunnar,
Sn. J., fylgir henni úr lvlaði með
skörulegum formálsoi’ðum. Er
þar margvíslegur fróðleikur
um síra Pál og einkum við það
stuðst, sem þeir hafa um hann
í-itað: Þórhallur biskup, síra
Matthías og síra Valdimar
Briem. Þeir síra Páll og síra M.
J. voru skólabræður og alúðar-
vinir, skrifuðust á að staðaldri
og ræddu liugðarmál sín. Er
það mikið mein, að þau bréf
þessai-a frægu og fi’ábæru
manna skuli nú að öllum líkind-
um glötuð. Má ætla, að margt
hafi borið á góma og merkilegt,
er slíkir menn í’æddust við. —
Hefir síra Mattlrias lýst síra
,PáIi að nókkuru í Nýju kirkju-
blaði (1915) og segir þar m. a.:
— „Áðal-einkunnir síra Páls
voru þeir kostir, sem öllurn
fara best, en þó fi’amar öllum
öðrum klerkum og kennimönn-
um, en þeir kostir eru sann-
leiksást, hreinskilni og einurð“.
— Og enn fremur: „Hann var
fríður sýnum og vel á sig kom-
inn, hvatlegur, snotur og kurt-
eis, þótt hann í sumu minti á
norðlenskt sveitalif, t. a. m. þeg-
ar glaðværð var á ferðum og
hann hló, eða tók á fyixdni sinni,
því að fyndnari mann hefi eg'
ekki þekt .... Það er satt, að
hann var örgeðja og ýmist kát-
ur eða hugsandi og eins og
þunglyndur . .. . “ — Þá segir
hann frá því, að þeir síra Páll
hafi þegar lineigst hvor að öði’-
um, er þeir kyntust í skóla, og
oi’ðið trygðavinir. Ifafi síra Páll
verið mjög fyrir öðrum skóla-
sveinum um háttprýði alla og
reglusemi — „Iatínumaður með
afbrigðum, svo að eg hygg að
enginn íslendingur lxafi síðan
orðið hans maki .... Töldu
flestir, sem kunnu að ineta Pál,
Verðlaunasamkepni
Sjómannadagsins.
Sjómannadagsnefndin boðaði nýlega til kepni um ljóð, sem
hentugt væri til söngs í tilefni dagsins, og var verðlaunum heitið
og dómnefnd skipuð, en í henni sátu þeir: Dr. Guðmundur
Finnbogason, Sigurður prófessor Nordal og Geir skjpstjóri Sig-
urðsson.
1. verðlaun, kr. 150.00, hlaut Magnús Stefánsson í Hafnarfirði
(Örn Arnarson) en önnur verðlaun, kr. 50.00, Jón skáld Magn-
ússon.
Fara kvæði þeirra hér á eftir:
1. verðlaun.
JLjóð Magnúsar Stefánssonar.
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið
eftir súðbyrðings för
konx hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjurn sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið.
Hvort seixi fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
livort sem knýr liana ár
eða reiði og riár
eða rammaukin vél yfir ál, —
hvert eitt fljótandi skip
ber þó fai’mannsins svip,
hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál.
Hvort sem heinxalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og drauni
fléttar trygðin þann taum,
seixx liann tengir við land sitt og þjóð.
Þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmenskan íslenska bjarma á lians slóð.
íslands Hi-afnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga liiklaust á oi’ustuvöll
út í slormviðrin liöst,
nxóti straumþungri röst,
yfii’ stórsjó og holskefluföll,
flytja þjóðinni auð
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.
Magnús Stefánsson (Örn Arnai’son).
Hafnarfii’ði.
mikinn skaða, að vanefni lians
nxeinuðu honuxxi að sækja há-
skólann“ .... Og margt fleira
lofsamlegt segir síra Mattliías
um þennan ógleynxanlega vin
sinn og frábæra atgervisxxxann.
Sn. J. birtir og nokkura kafla
úr bréfunx fná síra Páli til Þor-
steins læknis Jónssonar í Vest-
mannaeyjum. Eru þeir ritaðir
af miklum áhuga, nxiklu hisp-
ursleysi, mikilli vandlætingu (
og nxiklum unxbótalxug. — '
„Eg brenn af áhuga fyrir við-
reisn lands og þjóðar“ segir
hann á einunx stað. Hann vill
menta þjóðina og manna, auka
frelsi hennar, andlegt og ver-
aldlegt. — Fáfróð þjóð og fávís j
sækir ekki á brattann og ófrjáls 1
lýður verður aldrei að manni. .
En það finst á, að lionum þyki
forustan heldur slæleg, er Jóns
Sigurðssonar nýtur eigi lengur.
— „Við eigunx senx stendur
engan skörung, enga frelsis-
hetju“, segir hann þrem árum
eftir fráfall hins mikla forseta.
Sjóvátryggingarfélagið
hefir gefið rafniagnsklukku, senx
á að festa upp á Iþróttavellinum.
Umger'Ö klukkunnar og skífan verÖa
smíðuð hér, en Raftækjaeinkasal-
an ætlar að útvega verkið.
2. verðlaun.
Ljóð Jóns
Magnússonar.
Sjómenn íslands, hetjur hafsins
lialda vörð um land og þjóð.
Djörfum sonunx fjalls ogfjai’ðar
flytur Ægir töfraljóð.
Gnýr og hljómar hafsins átt.
Hugi unga
aldan þunga
dregur út á djúpið blátt.
Glampar sjór í sólareldi.
Siglir knörr á ystu nxið.
Daga, nætur stolt að starfi
stendur valið kappalið.
Streymir þrek í þreytta hönd.
Ljómar háa,
hvíta bláa
íslaixds kæra stormaströnd.
Heirn að landi hugur flýgur,
heinx í kæra vina sveit.
Göfugt starf uixx arð og yndi
i öllunx gefur fyrirlieit.
Stendur vörð liin vaska drótt.
Ruggar alda
kjölnunx kalda.
Dregur mökk úr djúpi skjótt.
Brýtur sjó á breiðunx lierðuni-
Beitir knörrinn undir strönd.
Himinglæfur háar rísa.
Hvar er Islands móðurhönd?
Rýkur gráu drifi Dröfn.
Gnoð úr voða
bi-ims og boða
fylgdu, Drottinn, heim í liöín.
Jón Magnússon.