Vísir


Vísir - 30.12.1939, Qupperneq 1

Vísir - 30.12.1939, Qupperneq 1
Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri tsí jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRl: Sími: 2834. 29. ár. Reykjavík, laugardaginn 30. desember 1939. 302. tbl. Pius XII. páfi og Mussoiiui hefjast handa um nýja til- raun til bess að koma á friði Sendiherra Ítalíu á fundi Hitlers. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Isímfregnum frá Berlín í morgun segir að sendi- herra Ítalíu í Berlín hafi farið á fund Hitlers og afhent honum greinargerð frá ítölsku stjórninni um hina stjórnmálalegu afstöðu hennar nú og hvað að hennar áliti beri að varast, til þess að koma í veg fyrir að styrjöldin breiðist út. Sendiherra páfa í Berlín hefir einnig gengið á fund páfa og átt við hann viðræður, um ástand og horfur í alþjóðamálum. Þessar fregnir vekja mikla athygli og menn ætla, að Pius XII. og Mussolini séu í þann veginn að gera nýja tilraun til þess að koma á friði. Þessi mál mun hafa borið á góma í viðræðum páfa og Ítalíukonungs nýlega. Það er bent á það, að Mussolini gengur á fund páfa nú eftir áramótin, en páfi hefir nýlega haldið ræðu og lof- að Mussolini fyrir hyggilega stefnu hans og friðarvið- leitni. Flugvélaskortur- ínn háir Finnum. Þeir leggja hart að Bandaríkjamönnum að selja sér nægar flugvélar. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fregn frá Washington hermir, að Finnar hafi snúið sér til Bandaríkjastjórnar og eindregið mælst til þess, að þeim verði gefinn kostur á að kaupa allar þær flugvélar, sem þeir þurfa, í Bandaríkjunum. Háir flugvélaskorturinn Finnum mjög mikið. Zilliacus herdeildarforingi, hermálasérfræðingur finsku sendisveitarinnar, hefr sagt í viðtali við United Press, að hann hafi fengið fyrirskpun um að kaupa allar þær flugvélar í Banda- ríkjunum sem hann getur' í náð, en „það er hægra sagt en gert“ sagð hann, „því að amerískar flugvélaverksmiðjur eiga erfitt með að afgreiða þær pantanir, sem nú liggja fyrir hjá þeim.“ Sérstök nefnd frá Finnlandi er komin til Bandaríkjanna til þess að annast hergagnakaup í samráði við Zilliacus her- deildarforingja og hefir nefndin átt viðræður við embættis- menn.í hermálaráðuneytinu. Um árangur þeirra viðræðna er ekki kunnugt. Fínnar taka fan^a í lmiid raðatali. Rn§§ar uiidirbiia ný|a §okn. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á vígstöðvunum í Finnlandi, símar í morgun, að Rússar haldi áfram fallbyssu- skothríð á Mannerhemvíggirðingarnar, en hvergi tekist enn sem komið er að brjóta mótspyrnu Finna á bak aftur. Þess sjást ýms merki, að Rússar undirbúi áhlaup. Draga þeir að sér mikið lið og ógrynni hergagna. í gagnáhlaupi, sem Finnar gerðu á Kyrjálavígstöðvunum í gær tóku þeir 500—600 fanga og á öðrum vígstöðvum hefir þeim orðið vel ágengt. Ekki hefir enn frést með fulki vissu um skíðamannaher- sveitirnar tvær, sem sækja austur að jámbrautinni milli Len- ingrad og Murmansk en óstaðfestar fregnir hafa borist um, að annari hersveitinni hafi þegar tekist að eyðileggja brautina á á kafla. Ef þetta reynist rétt gæti svo farið, að hersveitir Rússa í Norður-Finnlandi, sem eru á undanhaldi og hermennirnir illa haldnir af vistaskorti og kulda, neyddist til þess að gefast upp. Ibimu sakaðir ii sUk. Þýska lögreglan aug- lýsir eftir honum. London í morgun. Einkciskeyti frcí Vnited Press. Þýska leynilögreglan er nú farin að auglýsa eftir Tliies- sen, þýska stóriðjuhöldinum, sem nýlega flúði til Svisslands, en nú er sagður kominn til Portúgal. Tliiessen studdi Hit- ler til valda, með því að leggja honum og' flokki hans til fé, en eftir að styrjöldin byrjaði, varð Thiessen algerlega fráhverfur stefnu Hitlers, og þótti ráðleg- ast að liverfa úr landi. Voru eigur Iians gerðar upptækar. Þýska leynilögreglan ber skatt- svik á Thiessen. Þýska flutningaskipinu Tacoma vlsað brott frá Montevideo. London x morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregnir frá Montévideo herma, að lokið sé rannsókn þeirri, sem fram fór vegna þess að þýska flutningaskipið Tacoma fór úr höfn í Montevi- deo í óleyfi, en þetta var um það leyti, sem Graf von Spee fór þaðan. Það er talið víst, að skipstjóranum á Tacoma verði tilkynt í dag, að skipið megi halda kyrru fyrir í höfninni í Montevideo í einn sólarhring til en ef skipið ekki verður farið þá, verða gerðar ráðstafanir til þess að koma því á brott, þar sem litið sé á það sem hjálp- ar-herskip. Áramótadansleik halda stúclentar a‘ð Garði, eins og venja er til á gamlárskvöld. Hefir að þessu sinni verið vandað sérstak- lega til dansleiksinsj meðal annars tekin upp sú nýbreytni, að auk há- i tíðasalsins verður fimleikasalurinn skreyttur, og verða þar veitingar. DansaS verður í báðum sölunum. Björgunarstarfið halið víðast hvar á landskjálftasvæðinu. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í moxgun. Fregnir frá Istanbul herma, að björgunarstarfsemin á land- sjálftasvæðinu sé nú hafin víðast hvar, en þó segir í tilkynn- ingu frá ríkisstjórninni, að enn kunni að líða nokkur tími, þar til hjálp berist til allra staða. Fannkoma er enn mikil og kuldar og gera alt björgunarstarf miklu erfiðara en ella myndi. Þar sem flest hús í yfir 10 bæjum og 80—100 þorpum hafa hrunið að nokkuru eða öllu leyti er talið víst, að margt meitt fólk liggi víða hjálparþurfi í rústunum. Verður nú hafist handa um að gi-afa í rústir og leita að meiddu fólki og flytja á brott lík til greftrunar. Yfirvöldin ótt- ast mjög drepsóttir og hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að fara í veg fyrir þá hættu og afstýra henni. Nýir landskjálftar hafa komið á Smyrnasvæðinu. Það er talið víst, að tala þeirra, sem farist hafa, nemi tugum þúsunda en áreiðanlegar skýrslur um tjónið af völdum landskjálftanna eru að sjálfsögðu ekki enn fyrir hendi. 35.900 ssálesta oristB- slip iresli verflir (yrir tu&dirslevti. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Breska flotmálaráðuneytið hefir tilkynt, að ónafngreint 35.000 smálesta orustuskip, er varð fyrir tundurskeyti þýsks kafbáts, hafi ekki orðið fyrir meiri skemdum en svo, að her- skipið komst til hafnar af eigin ramleik. Þrír menn af skipshöfninni biðu bana og sá fjórði særðist, að líkindum svo, að líf hans er í hættu. Kosning í skipulags- nefnd fólksflufninga. I gær fór fram í skrifstofu póstmálastjóra talning atkvæða í kosningu þriggja manna í skipulagsnefnd fólksflutninga. Eru sex menn í nefndinni, og kjósa sérleyfishafar þrjá þeirra. Fram höfðu kornið tveir list- ai\ en 58 sérleyfishafar unx land alt höfðu atkvæðisrétt. Kosn- ingin fór svo að A-listi fékk 47 atkv. og þrjá menn kosna, en B- listi hlaut 9 atkv. og kom eng- um manni að. Einn seðill var auður, en einn sérleyfisliafi greiddi ekki atkvæði. Þessir hlutu kosningu í nefndina: Sigui'ður Steindórs- son, Sigurjón Daníavalsson og Þorgrímur Magnússon. Nefndin er kosin til eins árs í senn og gerir liún tillögur til póstmálastjórnar um veitingar sérleyfa. Finnlandssfifnunin komin npp í 90 pús. kr. Nú er Finnlandssöfnunin á öllu landinu komi upp i 90 þús. króna, auk prjónless og fatnað- ar, sem borist hefir aðallega utan af landi. Af peningunum hafa um 60 þúsund krónur komið utan af ÁRAMÓTAMESSUR í dómkirkjunni: Gamlárs- kvöld kl. 6, síra Bjarni Jónsson. Gamlárskvöld kl. 11, cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason. Nýársdag kl. 11, Sigui'geir Sig- urðsson biskup. Nýársdag kl. 5, síra Bjai'ni Jónsson. —- Nýáx’s- dag kl. 2 er bax’naguðsþjónusta (með jólatré) á Elliheimilinu. í fríkirkjunni: Gamlárskvöld kl. 6, síra Árni Siguðsson. Ný- ársdag kl. 2, síra Árni Sigurðs- son. í fríkirkjunni í Hafnarfirði: Gamlárskvöld kl. 11, nýársdag kl. 2. I Laugarnesskóla: Á nýárs- dag kl. 2, síra Gai’ðar Svavars- son. Barnaguðsþjónusta á ný- ársdag kl. 10 f. h. í' Kristskirkju í Landakoti: Gamlársdag: Lágmessur kl. 6V2 og 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Þakkai-guðsþjónusta og prédik- un kl. 6 síðd. Nýársdag: Lág- messur kl. 6% og 8 árd. Há- messa kl. 10 árd. Bænaliald og prédikun kl. 6. síðd. Nýja Bíó: Stanley og Livingstone. Það munu fáir setja sig úr færi með að sjá kvikmyndina „Stanley og Livingstone“, þar sem afburðaleikararnir Spen- landi, en liitt héðan úr Reykja- vík. Er húið að tilkynna til Finnlands, að þangað vei-ði send 250 þús. mörk, jafnskjótt og þau fást yfirfærð, Með síðustu skipsferð til út- landa var sent allmikið af prjónlési áleiðis til Finnlands. Fjölmennur verkalýðs- fundur í Keflavík. 1 gær var fjölmennur fundur haldinn; í málfundafélaginu Baldur, félagi sjálfstæðisverka- manna í Keflavík. Til umræðu voru verkalýðs- málin alment, og viðhorf Sjálf- stæðisflokksins til þeii-ra. Virt- ust fundarmenn liafa mikinn á- liuga fyrir þessum málum og bera fullkominn skilning á nauðsyn þess, að sjálfstæðis- verkamenn og sjóménn hópi sig betur saman en verið hefir, til þess að áhrifa þeii’ra geti gætt sém viðast. Tóku margir fund- armanna til máls og urðu því miklar og fjölbreyttar umræð- ur um málið. Var fundurinn yf- irleitt liinn ánægjulegasti í alla staði og til mikillar uppörfunar fyrir sjálfstæðisvex-kamenn i Keflavik. Á fundinum voru mættir: Bjax-ni Benediktsson prófessor, Jóhann Ilafstein erindreki Sjálfstæðisflokksins, Sigui’ður IJalldórsson form. Óðins og Hermann Guðmundsson í Hafn- arfirði. Sex nýir meðlimir voru sam- þyktir til inntöku í félagið. Er vonandi að sem flestir verkamenn og sjómenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, gcri sér sem fyrst grein fyrir þeirri þýðingu, sem slík málfundafélög geta haft, til efl- ingar mannréttindum og lýð- ræði innan verkalýðssamtak- anna. Það er því ekki aðeins flokksleg heldur þjóðfélagsleg skylda allra sjálfstæðisverka- manna og sjómanna, að gei-ast virkir meðlimir í málfundafé- lögum flokksbræðra þein’a og stéttai-félaga á þeim stöðum, sem þau eru starfandi. Auk þess eru málfundafélög sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna langsamlega veigamesta atriðið i skipulagningarstarfsemi Sjálf- stæðisflokksins, sem enginn sjálfstæðissinnaður verkamaður eða sjómaður hefir leyfi til að forsmá. cer Ti’acy (Stanley) og Sir Cedric Hardwicke (Living- stone) leika aðalhlutverkin. Nöfnin Stanley og Living- stone þekkja allir, en það eru færri sem þekkja þau áhrif, sem Livingstone hafði á Stan- ley. Hann — Stanley — ólst upp sem munaðarleysingi und- ir opinberri umsjá á Englandi og meðfei’ðin á honum þá, kendi honum að hata og fyrir- líta alt það, sem enskt var. Svo lcomst hann — blaða- mannsharðjaxl, sem ekki kall- aði alt ömrnu sína — í kynni við Englendinginn Livingstone og þá fékk hamx aftur trú á þjóðinni, sem liann hafði fyrir- litið. Þessu lýsir Stanley í ræðu á fundi i landfræðingafélaginu breska, og fundurinn er sýnd- ur í myndinni, auk lýsingar á ferð þeirri, er hann fann Liv- ingstone. Einn galli er á myndinn, og liann er sá, að hún er of stutt. Mann langar til að sjá meira, þegar hún er á enda, og þó tekur liún sjö stundarfjórð- unga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.