Vísir


Vísir - 19.12.1941, Qupperneq 2

Vísir - 19.12.1941, Qupperneq 2
2 VlSIR VÍSIP DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VfSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötn 12 (Gen^ið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Afuröaverðið og dýrtíðin. ^ það hefir verið bent, að Páll Zophoníasson hafi ekki fengið að svara fyrir sig í Tim- anum. Nú eru kornin fjögur blöð, síðan Páll hafði greinar- gerð sína tilbúna, og ennþá held- ur hann áfram að „vekja eftir- tekt með fjarveru sinni“. Sá er vinur, sem í raun reynist. Páll er formaður í mjólkurverðlags- nefnd. Hann hefir lent í meiri klípu en nokkru sinni fyr. Og þá er vináttan ekki meiri en það, að flokksblað hans er honum „lokað land“. Ýmsir hafa þótt óvægnir við Pál í sambandi við mjólkurhækkunina. En Timinn liefir þó dæmt hann harðast. Hann hefir afneitað honum á erfiðleikastundu, haft röksemd- ir hans að engu og bundið fyrir munninn á honum. Og Timinn hefir gert meira en það. Hann hefir birt grein frá framkxvæmd- arstjóra Mjólkursamsölunnar, þar sem ýmsum helztu fullyrð- ingum Páls er vísað á bug. Tíminn var fyrst eitthvað að bera í bætifláka fyrir ákvörðun mjólkurverðlagsnefndar. Nú hefir hann gefizt upp við það. Má um það segja, að bragð er að þá bamið finnur. Hingað til hef- ir blaðið ekki talið eftir sér að verja gerðir flokksbræðra sinna, þótt hæpnar væru. En öllu má ofbjóða. Þeir Páll Zophoníasson og Egill í Sigtúnum hafa að þessu sinni komið ár sinni svo fyrir borð, að þeir eiga hvergi griðland — ekki einu sinni í Tímanum. Það er ekki verið að sakfella Tímann fyrir að sjá svona að sér. En einhvern tíma hefði það þótt tíðindum sæta, ef tveir svona áberandi leiðtogar Framsóknar hefðu einskis skjóls mátt leita i aðalmálgagni flokksins. Stærsta sveiflan, sem orðið hefir til hækkunar dýrtíðinni, varð haustið 1940, er kjötið var liækkað um 70% — samtímis þvi, að kaup launþega hafði ekki hækkað nema um 27%. Hér var það skarð rofið í múrinn, sem stjórnin hafði lýst yfir að hún vildi hafa til vamar dýrtíðinni, að hugsandi mönnum var þegar ljóst, að alvarlegar afleiðingar mundu af hljótast. En það var hreinasta goðgá, að minnast á þetta. Tímamenn réðust eins og grimmir vargar á hvern þann, sem leyfði sér að benda á „há- karlinn í kjölfarinu“. Þá var Páll sá, er nú er í ónáð fallinn, ennþá í postulatölu. Þá var það góð latína, að engum ó- brjáluðum manni þætti kjötið „nógu hátt“. Páll lagði grund- völlinnað þessari hækkun í kjöt- verðlagsnefndinni, alveg eins og hann lagði nú grundvöllinn að mjólkurhækkuninni í mjólkur- verðlagsnefnd. Þá neituðu flokksmenn hans algerlega að opna augun fyrir augljósum af- leiðingum þessarar ráðstöfunar, hvemig sem á það var bent. Tíminn lýsti því yfir eins og ekkert væri, að auðvitað hlyti almenn kauphækkun að koma á eftir, en — hvað gerði það til? Kapphlaupið milli kauplags og verðlags hófst fyrir alvöru Frá Vestur-íslendingum: Merkileg kirkjubygging í íslend- inga-byggð í Kanada. J lendingar, sem í heimalandinu búa, lesa alltaf með ánægju um störf og athafnir þeirra landsins bama, er búa vestan hafs. Þ. 9. október s. 1. birti Lögberg grein þá, sem hér fer á eftir, um merkilegt atvik í kirkjusögu íslendinga vestra. Munu marg- ir hér hafa gaman af að fræðast um þetta mál og birtir Vísir því greinina óbreytta. Athöfn sú liin fjölmnna, er fram fór s.l. sunnudag (5. okt.) við Vogar-pósthús, mun lengi talin merkileg í annálum eystri byggðar við Manitobavatn, og reyndar einstæð í kirkjusögu Vestur-íslendinga. Þann dag var byggðarkirkja sú, er menn höfðu reisl þar í sumar, tekin til opinberra afnota með liátiðlegri guðsþjónustu. Tveir prestar, séra Guðmundur Árnason og séra Valdimar J. Eylands, fluttu ræður og skírðu börn. Vel æfð- ur og stór söngflokkur byggða- fólks lagði til fagran og voldug- an sálmasöng. Auk þess söng Charlie Klemenz, kaupmaður frá Ashern, einsöng. Kirkjan stendur á fögrum stað við vatn- ið, nálægt póstliúsinu á Vogar. Er hún i alla staði hið snotrasta hús, er tekur um 150 manns í sæti, þegar hún er fullskipuð. En við þessa fyrstu 'guðsþjón- ustu munu naumast allir hafa komizt inn, sem á staðnum voru. Grettistaki því, sem þessi bygging hlýtur að teljast í strjál- byggðinni, varð aðeins lyft með saintökum byggðarmanna. — Enda munu samtök manna liafa verið næsta almenn um fyrir- tækið. Lögðu ýmsir til fé og aðrir dagsverk, og sumir livoru- tveggja í riflegum mæli. En það, sem giftudi-ýgst var til fram- kvæinda, var hugsjónin, sem hrinti þessu verki af stað og færði það fram til lykta. Menn munu lengi hafa fundið til vörit- unar á kirkju í þessari sveit, en fámenni og skoðanamunur í trú- málum dró úr framkvæmdum, unz nokkrir vökumenn hyggð- arinnar úr báðum flokkum tóku sig saman og ákváðu að byggja kirkju, sem væri svo há og víð milli veggja, að rúmað gæti alla byggðarmenn, • án tillits til skoðana og flokksfylgis i trú- málum. Fyrir nokkrum áratug- um Iiefði samvinna af þessu tagi þótt óhugsanleg, og til munu þeir enn vera, sem telja liana varhugaverða. Af samvinnu þeirri, sem hér um ræðir, munu sumir ef til vill draga þá álykt- un, að nú sé svo lcomið, a. m. k. i þessari hyggð, að enginn munur sé lengur í meðvitund fólksins á trúarstefnum lúterskra og sambandsmanna. Hitt mun jió sanni nær, að sannfæring manna hefir í engu breytzt, en umburð- arlyndið hefir aukizt, þannig að mönnum skilst að það sé engin óhæfa, að sitja undir sama þaki, jafnvel við guðsþjónustur, þó margt heri á milli í skoðunum um trú og lieimspeki. Athöfn þessi fór fram vh’ðulega og í fyllsta hróðerni, enda þótt prest- arnir livor um sig túlkuðu af- stöðu sína og kenningar um eðli kirkjunnar og hlutverk kristin- dómsins afdráttarlaust, í fullri einurð og með næsta ólíkum hætti. Mun það ætlun byggðar- manna, að því dæmi verði fylgt í framtiðinni. Er liverjum presti, sem koma kann á þessar slóðir, heimilt að flytja guðsþjónustur í kirkju þéssari, án þess að fara í felur með sannfæring sína, en þó svo, að liann flytji mál sitt á- deilulaust og með kærleika fyrir sannleikanuhi, eins og liann hlasir við samvizku hans og sál- arsjón. Hlýtur þetta að teljast skynsamleg og heilbrigð afstaða, J)ví Jiað mun jafnan reynast satt, einnig að J>ví er við kemur kenn- ingum trúarhragðanna, að ]>að heldur velli, sem hæfast er. Prédikunarstóll hafði verið smíðaður heima, og sömuleiðis hekkir. Orgel í kirkjuna liöfðu hörn Jóns frá Sleðbrjót gefið í minningu um móður sína, sem er nýlega látin. Guðmundur F. Jónasson, kaupmaður í Winni- peg, sem alinn er upp í þessari hyggð, lýsti því yfir við guðs- þjónustu þessa, að liann hefði á- kveðið að gefa kirkjunni altari í minningu um Guðrúnu móður sína, sem er látin fyrir rúmlega þremur árum. Kirkjunni var einnig afhent stór og vönduð Biblía ,gjöf frá Brezka og Er- lenda Biblíufélaginu í Winni- peg. V. J. E. OOOOOOOCXSOOOOOOOOCOÍXSCSOOÍKSÍSOOOOOOOÍÍOOSSÖOOOOOOOOOOOOOO* BÆKUR í fyrrahaust, þegar kjötverðið var skyndilega hækkað, svo að nam allt að þrefaldri þeirri kauphælekun, sem þá var orðin. Tímamenn töldu þá, og telja máske sumir enn, ]>essa kjöt- liækkun sér til einskærs gildis. Nú eru þeir framleiðendur, sem verða að borga margfalt kaup við það sem áður var, farnir að sjá, að þetta var skammgóður vermir. Það er eðlilegt að þetta sé rifjað upp nú, þegar Tíma- menn bera það blákalt fram, að engir nema þeir vilji eða hafi viljað halda dýrtiðinni í skefj- um. . Ef Timamenn- vilja að þeim sé öðrurn fremur þakkað hækkun afurðaverðsins, verða þeir líka að sætta sig við að þeim sé öðrum fremur kennt um hækkun dýrtíðarinnar. Nú er Páll sá, er mest lofið hlaut fyrir kjöthækkunina 1940 fallinn í ónáð fyrir mjólkur- hækkunina 1941. Nú er sjálfur postulinn settur út af sakra- menti i flokksblaði sínu. Hann gegnir samt eftir sem áður for- mennsku í báðum verðlags- nefndum íslenzkra afurða, að skipun Hermanns Jónassonar. Hvað ætli líði fyrirætlunum Páls um mjólkurverðið og kjötverðið upp úr áramótunum og hvemig ætli þær fyrirætlanir komi heim við þann yfirlýsta á- setning Hermanns Jónassonar, að lialda dýrtíðinni 1 október- vísitölu ? a Magnús Ásgeirsson: ÞÝDD LJÓÐ. Útg. Ragnar Jónsson. Það leikur ekki á tveim tung- um, að Magnús Ásgeirsson er af- kastamesti, en auk þess bezti þýðandi þessa lands á hið bundna mál. Auðgar hann ís- lenzkar bókmenntir á ári hverju um ýmis gullkorn heimsbók- inenntanna og val lians á list- rænum ljóðum bregst ekki, þótt um smáljóð ein sé að ræða. Smekkurinn er svo lireinn og listrænn, virðingin fyrir listinni svo rík, hugmyúdaauðgm svo frábær og vald hans á máli voru svo gott, að hvergi skeikar. — Magnús er miklu meira en þýð- andi, — hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð, en það sýna þýðingar hans, sem margar standa hvergi að baki frumtext- anum, og sumar jafnvel framar honum. Þetta á við um allt það, sem Magnús hefir látið frá sér fara til þessa, og ekki hefir hann kastað höndum til kvæðavals þessarar hókar. Þar eru stór- skáld og meistarar, eða listrænir „Iyrikerar“, sem of langt yrði upp að telja, en allir ljóðelskir menn munu hafa gaman af að kynnast. En eg get ekki stillt mig um að nefna hér tvo Ijóða- flokka, annan einstæðan að efni og formi, — hinn þá fegurstu list, sem mannlegur andi fær mótað í hreinsunareldi þjáninga og rauna. Þau ljóð, sem eg á hér við, eru „Tólfmenningarnir“ eft- ir Alexander Bloclt, er fjallar um byltinguna rússnesku, og mjög hefir verið um deilt að efni og formi, en hitt er „Kvæðið um fangann“ eftir Oscar Wilde, sem átt liefir ríkan þótt í að skapa og halda við líði heims- frægð þessa höfundar. Það leik- ur sér enginn að því, að þýða þetta verk þessa spekings og meistara, en eg liygg að ekki finnist margir blettir né hrukk- ur á búningi og efni ljóðsins frá hendi Magnúsar. Þetta er bók, sem menn lesa ekki sér til ánægju og gagns að- in einu sinni. — Nei, hún er si- gild meðan menn unna íslenzkri tungu og listrænum ljóðum. K. G. K Kjartan Gíslason frá Mosfelli: VOR SÓLSKINSÁR. Útg. Jens Guðbjömsson. Þetta er þriðja ljóðasafnið, sem Kjartan Gislason frá Mos- felli sendir frá sér, og það er vafalaust þeirra bezt sem heild. Með ljóðasafninu „Skrjáfar í laufi“, sem birtist 1936, sannaði Kjartan það, að hann er skáld gott og yrkir mjög sérkennilega. Hann hefir brotið sínar eigin brautir, yrkir um hvarsdagslega Iiluti á annan liátt en við eigum að venjast. Mætti þar til sönnun- ar nefna Ijóðið „Til naosans“, „Nefndir“, „Hjá lyfsalanum“ o. fl. o. fl. Iiið siðasttalda ljóð end- ar á þennan veg: „Hver af þínum skömmtum er skástur svo að skilnaðartár væti vangana minna, og hefir þú nokkum heftiplástur á hjartasár viðskiptavina þinna?“ Segja má að grunntónniim i ljóðum Kjartans mótist af liryggð, en hann bítur á jaxlinn, þannig að hryggðin fær annar- legan hljóm. Hann segir sjálfur: „Því þó að lífið lami þrátt mitt létta skap á margan hátt og færi sérhvert bros í bann, er bezt að leika glaðan mann.“ Þessi aðferð skáldsins, „að leika glaðan mann“, gerir kvæði hans létt, skemmtileg og aðlaðandi. Menn hafa gaman af að lesa þau, — höfundurinn hefir „humor- istiskan sans“, gerir gys að líf- inu eins og það birtist á ytra lxirði: „Hugina dregur sjórinn, sundið og sólbað á angandi jörð. Hann Adam dáist að Evu litlu úti við Skerjafjörð." Hinn nýi tími er allur annar en æska miðaldra manns: , „Með uppstigningarsvip er sjálf- sagt fátt hjá sjálfum oss, en flest í hvers- dagssporum. En eitt er þó, sem ratar rétta átt: reykuririn úr eldhússtrompum vorum.“ En i siðasta ljóði bókarinnar, „Vor sólskinsár“, segir á þessa leið í fyrsta og siðasta erindi: „Vér tökum oftast fyrir léttan leik vort líf og ausum úr ]>ess gleði- brunnum. Vér sogum lífsins sígarettureyk og súpum nautnavín með þyrst- um munnum. Svo slciptir alll i einu um ljóð og lag og lífið krefur oss um stóra borgun. í augum þeim, sem hlæja hýrt i dag, er haustregn beiskra sorgartára á morgun.“ Hér hafa ýms dæmi verið tekin af handahófi, þannig að lesend- ur gætu sjálfir um dæmt. — Um kvæðin sem heild má segja, að þau eru mörg ágæt og ekkert þeirra neðan við meðallag, en gott er að lesa þau oftar en einu sinni, til þess að læra að meta þau til fulls, og er slíkt einkenni góðra ljóða. Bókin er prentuð hjá Félags- prentsmiðjunni og er allur frá- gangur hinn glæsilegasti. K. G. K ÁGÆT BÓK samin af konu, sem lengi hefir | átt í erfiðri sjúkdómsbaráttu. HVORT ER BETRA?— Sögur fyrir börn og ung- linga. Útgefaridi: Guðrún Sveinsdóttir. Þessi litla bók (ca. 60 bls.) greinir aðeins frá þvi, sem er göfugt og til blessunar horfiiv í bókinni eru 12 sögur, sem, hafa þann sannleika að boða, sem er til hjálpar og uppörfunar. Það er svo dimmt i heiminum, að vér liöfum ekki ráð á því, að ganga framhjá ljósinu, sem sett er í Ijósastiku: En þannig lít ég á þessa bók, sem, rituð er áf konu, sem liefir lengi verið veik, en á þá trú, sem er í fylgd með bæn- inni, og með bæninni er sótt hjálp til lians, sem lætur kraft- inn fullkomnast í veikleikanum. Þeir, sem búa við sjúkdóms- raunir, liafa svo oft veitt mér holla fræðslu. Eg er í mikilli þakkarskuld við baráttunnar börn. Þar hefi ég séð kjarkinn og þolgæðið. Eg þekki þá konu, sem hefir ritað bók þessa, og ég veit, að sögurnar eru ritaðar í ]>eim anda og af þeirri þrá, að héill og gleði megi öðrum hlotnast. Guðrúnu Sveinsdóttur langar mjög til þess, að bókin seljist nú um jólin. Væri ekki mögulegt, að ungt fólk vildi eyða nokkrum kvöld- stunidum í þvi skyni, að selja ]>essa litlu, ágætu bók? Verðið er kr. 1.25, og sölulaun yrðu greidd. Upplýsingar er hægt að fá í síma 3749. Mér þætti vænt um, að mér tækist livorttveggja, að gefa bókinni meðmæli og stuðla að l því, að bókin seldist. Bj. J. Krlstján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Simi 3400. Góðnr bifreiðarstjóri getur fengið atvinnu við að keyra góðan fólksbíl. — A. v. á. Veggfóður og veggfóðurslím Vor §ol§kin§ár ljóðabók Kjartans J. Gíslasonar frá Mosfelli er ábyggilega eftir- tektarverðasta og skemmtileg- asta Ijóðabók ársins. Jakob Jóh. Smári segir í rit- dómi um bókina: „Hin skemmtilegu gaman- kvæði hans eru ekki eintómt gaman heldur renna þar dýpri straumar undir niðri.- Hann er eitt af oltkar fáu gam- anskáldum, sem nokkurt veru- legt gaman er að. Gaman hans er fínt og fágað. Kjartan er þegar orðinn eitt af góðskáldum vorum, — og hann er skemmtilegt skáld“. Nokkur eintök af bókinni eru tölusett, prentuð á verulega góðan pappír bundin í mjúkt alskinn (cagrin) kosta þau kr. 20.00. I kápu kostar bókin kr. 10.00 og 13.50 í mjög smekk- legu bandi. : : ; ; ; ; ; Bókin er tilvalin jólagjöf. Kaupið hana áöur en þaö veröur of seint.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.