Vísir - 29.01.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 29.01.1945, Blaðsíða 6
6- V 1 S I R Mánudaginn 29. janúar 1945 VIÐSJA Göng niður í iður jarðar. Sá möguleiki að hagnýta hita þann, sem býr í iðrum jarðar, liefir oft verið rædd- ur af vísindamönnum og verkfræðingum. Árið 1í)0'i skrifaði hinn frægi enski uppfinninga- maður, Charles Algernon Parson, sem m. a. funn upp gufutúrbínuna, grein um þetta í verkfræðirit eitt. Seg- ir hann þar að í framtíðinni muni menn vafalaust noi- færa sér hitann inn í jörð- vnni til að fá rafmagn og aðra orku, sem þeir þarfn- ast. Árið 102'/ skrifaði E. W. Rice, sem um eitt skcið var aðal-framkvæmdastjóri fyr- ir General Electric Comp- (iny stærsta rafmagnsfyrir- tækis Bandaríkjanna, bréf til stórveldaráðstefnunnar í London, og segir þar m. a.: „Kostnaðurinn við slíka til- raun yrði smámunir hjá fieirri reynslu sem fengist við að kanna undirdjúp jarð- arinnar. Þessi hugmynd verðskuldar það að stórþjóð íakist á hendur að hrinda fienni í framkvæmd, jafnvel (ið stórþjóðirnar tækju sig tsaman um það.“ Á hverjum þrjátíu metr- iun vex hitinn um eina gráðu, þegar grafið er undir llfirborði jarðar. Níu til tiu jnílum undir yfirborðinu er hitinn orðinn nógur til að bræða flesta málma. Á tutt- kigu og fimm miltia dýpi er Jiitinn orðinn eins' mikill og í heitustu bræðsluofnum. 1 Brasilíu hefir dýpst ver- ið grafið í jörðu niður. Er fiað í gullnámu nokkurri, sem starfrækt er af ensku fyrirtæki. Náma þessi er ein og hálf míla á dýpt. Á því dýpi verður að verja námu- ;nennina fyrir 88 gráðu hita á Celsius. I orkuveri nokkuru í Lar- derello á ítalíu er gufa, sem streymir upp úr jörðunni, notuð sem orkugjafi. Og á nokkrum stöðum í heimin- nm er slik gufa notuð á sama hátt, en stórfelld tilraun til tað hagnýta liitann úr undir- djúpunum, hefir aldrei ver- ið gerð. Slík tilraun mundi fiarfnast holu, sém væri 7— 10 mílur á dýpt........... En er mögulegt að gera slíka holu? Ole Singstad, maðurinn sem byggði ein af >nestu neðanjurðargöngum New York-borgar telur, að fió að margir óþekktir erfið- léikar myndu mæta verk- fræðingunum við slíka til- raun, sé hún ekki með öllu óframkvæmanleg. Hvort hugmynd þessi Icemst nokkurn tíma í fram- kvæmd eða ekki, er þessi orka þarna og bíður þess að mönnunum takist að liag- uýta sér hana. Erlenf fréttayfiriit. Frli. af 4. síðu. marskálkur höfðu gert með sér samkomulag um stjórn landsins og livernig velja skyldi því framliðar stjórn- I arform. Voru stjórnir Banda- i ríkjanna, Rússa og Breta I samþykkar samkomulaginu, i en Pétur gerði sér lítið fyrir og sagði forsætisráðherran- um upp fyrir vikið. Er talið, að þetta frumhlaup konungs geli kostað hann konungs- tign lians. Kyrrahafs- styrjöldin gekk bandamönnum í vil alla (vikuna. Á Luzon, þeirri Fil- ipseyjanna, scm höfuðborgin Manilla er á, miðar sókn Bandaríkjamanna allvel á- fram, og voru þeir í vikulok- in aðeins öö—(50 km. frá Manilla. í Burma hefir landleið til Iíína aftur verið opnuð, og þjarma bandamenn jafnt og þétt að Japönum þar og sækja ti! Mandalay. Áttu þeir í vilui- ! lokin aðeins stutt eftir ófarið til borgarinnar, en Japanar búast fyrir í skotgröfum, og , liarðnar vörn þeirra eftir því sem nær dregur borginni. Mörg hundmð manns á shíðum í gær. Mikill fjöldi fólks var á skíðum í gær. Flest var í Henglaíjöllum og' skiptu þeir mörgum hundruðunt sem þangað fóru. FJest mun hafa verið á.veg- unt í. R. eða samtals hált á 3. hundrað, þar af um 70 næturgestir. Hjá Víking'og Val voru um eða yfir 30 hjá hvorum, Iijá skátum 23. Á vegum Skíðafélags Reykja- vikur fóru urn 150 mánns i gærmorgun, auk þess voru allmargir næturgestir í skíða- skála félagsins. Iv. Jt.-ingar voru rúmlega 100 lalsins, þar af um 50, sem fóru á laugar- daginn. Ármenningar voru um 160, þar af um 100 næt- urgestir i Jósefsdal og „Himnaríki“. Flensborgar- skólinn i Ilafnarfirði fór nteð um 50 nemendur i skiðaferð á Hellisheiði í gær. Veður var ágætt, nokkuð hvasst að visu sumstaðar er á leið daginn. Færi var víðast nokkuð liart, en mátti fá það ágætt í einstöku brekkum. Sigurgeir Sigurjónsson 'hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofutínii 10-12 og 1-G Aðalstræti 8 — Sími 1043 S3ys á sldöum. Tvö slys vildu til á skíðuni í gær með þeim hætti að skíðasfafir rákust í fólk, í arnað skiptið í andlit, en hitt skiplið í læri og urðu af því töluverð sár. Annað jæssara slysa skeði tippi í Jósefsdal og' varð þar einn skíðamaður fvrir broddi á skíðastaf félaga síns svo illa, að broddurínn gekk á kaf í læri mannsins og varð af því alhnikið svöðusár. Mað- urinn var strax fluttur á sleða niður að bílum og fluttur taf- arlaust i bæinn. Ilitt slysið skeði upp við Skíðaskálann í Hveradölum. Þar rakst skiðastafsbroddur í andlit stúlku, lenti í Iiök- unni og varð af nokkurt sár. Við Skíðaskálann í Hvera- dölum meiddist maður á hné, en ekki stórvægilega að því er frétzt hefir. 33 ára afmæli Í.S.L Methafar ársins 1944 heiðraðir. / gærdag hafði stjórn I- þrótasambands tslands boð í Oddfellowhúsinu fyrir ýmsa íþróttafrömuði og afreks- menn, sem sett höfðu ís- landsmet á síðastliðnu ári. Fórseti íþóttasambands- ins, Ben. G. Waage, afhenti metliöfum ársins 1944 met- merki f.S.Í. með ræðu, og þakkaði þeiln fyrir unnin af- rek- En methafar ársins voru þessir: Hekla Árnadóttir (Á.) fyrir'80 st. Iilaup á 11,8 sek. Sett 3. sept. Ilún fékk metmerki úr eir. Guðjón Magnússon (Týr), Vestm,- eyjum, fékk metmerki úr eir1 fyrir tvö met í stangarstökki, I 3,55 st. oij 3,65 si. Sett 17-. á- gúst síðastl. á iþrótlamóti í Ilafnarfirði; öll hin metin voru sett hér i Reykjavík. Oliver Steinn Jóhannesson (F.Ih) fékk metmerki úr eir fyrir tvö langstökksmet, með atrennu, 6,8(5 sf. og 7.08 st., sett 12 ágúst. En metmerki Í.S.f. úr silfri fengu þessir menn: Kjartan Jóhannsson (f.R.) fvrir 3 hlaupamet: 300 sf. á 37.1 og 400 st. á 52,3 og 51,2 sek■ Selt (5. sept. Skúli Guðmuiuk >son (K.R.) fvrirj fjögur hástökksm.et: Eitt innanhúss á 1.8'i st„ en þrjú utanhúss (á fþróttavellinum hér): Iíástökk án atrennu á 1,51 st. og hástökk með at- rennu á 1.93 st. og 1M st„ sett 12. ágúst, og Gunnar Huseby (Iv.R.) fvrir fjögur met: Eitt i kringlukasti, beggja lianda, : 73-34 st., og þrjú í kúluvarpi, — en ís- landsmet hans er 15.50 st„ eins og kunnugf er. f>á fékk Sundfélagið Ægir sérstakt metaskjal fvrir 3 boðsunds- met, sem félagsmenn höfðit sett á árinu, og tók formað- ur félagsins, Þórður Guð- mundsson, við því, og Kna’tt- spyrnuf ékig Rvíkur fékk sömuleiðis sérstakt meta- skjal fvrir fjögur flokkamet, er félagsmenn höfðu sett á árinu, en þáð var í boðhlaup- um og boðsundi, og tól^ for- maður félagsins, Erlendur o. Pétursson við metaskjal- inu. Loks var Gísla Sigurðs- syni, íþróttafrömuði í Hafn- arfirði afhent gullmerki sambandsins fyrir frábært íþróttasarf í Hafnarfirði síð- astl. 25 ár. Aðrir ræðumenn i þessu hófi voru: Erlendur Pétursson, er afhenti Gunanri Stefáns- syni, frá Týr í Veslmanna- eyjum, Antonsbikarinn, fyrir tugþraut. Gísli Sigurðsson, Hafnarfirði, er þakkaði í.S.í. i fyrir sýndan sóma, og Sámal Davíðsson, blaðamaður, er Ijar kveðju frá íþróltasam-j bandi Fífereyja. Forseti í.S.í. þakkaði að lokum ræðu- mönnum, afreksmönnum ogj í þró ttaf röm uðunum fýri r komuna, ogminntist þess, að; bá, á 33 ára afmælisdegi íþróttasambandsins, væru' sambandsfél. 185 að tölu, með yfir tutlngu þúsund fé-| laksmenn, víðsvegar um alllj land. Á ítalíu færðust bardagar heldur í aukana nú um helg- j ina, en þar heíir eiginlega verjð alger kyrrstaða und-1 anfarið m. a. vegna óhag-l stæðs veðurfars. Voru allsnar])ir stórskola- liðshardagar á‘ vígslóðum áttunda hersins brezka. BÆJARFRETTIR Næturvörður er í Laugavegs Apóteki í nótt Næturakstur. annast Bifrciðastöðin Hreyfill, simi 1(533. Næturlæknir Læknavarðstofan, sínii 5030. Frumsýning. verður i kvöld á leikrilinu „Brúðuheimilið" eftir Ibsen. Er það leikfiokkur frá Leikfélagi Akureyrar, sem leikur. Silfurbrúðkaup eiga i dag hjónin Guðnnindina Jónsdóttir og Jens Stefánsson, Bræðrahorgarstig 23. 80 ára er í dag ekkjan Sesselja Jóns- dóttir, Framnesvcgi (51. Útvarpið í kvöld. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Erindi: Daufir og málhaltir (Brandur Jónsson skólastjóri). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítar. 21.00 Um dag- inn og veginn (Sigurður Bjarna- son alþingismaður). 21.20 Ct- varpshljómsveitin: Islenzk al- þýðulög. — Einsöngur (Sigrún Magnúsdóttir): a) Þrjú lög úr óperettunni „Úr álögum“ eftir Sigurð Þórðarson. h) „Þú ert sem bláa blómið“ eftir Hall. c) „Sum- arnótt“ eftir Áskel Snorrason. d) „Hljóðfallið‘T eftir Jónas Tómas- son. 22.00 Fréttir. Stúlka óskast í létta verksmiðjuvinnu. Upplýsingar í síma 5075, eftir kl. 5 í dag. U DAGSBRON: Aðalíundur félagsins yerður haldinn í kvöld, mánudag — í Listamannaskálanum kl. 8,30. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Skýrt frá úrslitum kosninga. f S t j ó r n i n. Orðsending írá Hofel Borg. Þau félög, sem hafa pantaS salina fyrir skemmtanir í vetur, eru hér með aðvöruÖ um aS hafa ekki dans- sýningu á skemmtiskrá sinni, þar sem slíku er ekki hægt að koma við í veitingasölunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.