Vísir - 08.05.1945, Blaðsíða 1

Vísir - 08.05.1945, Blaðsíða 1
© @ ® verja fyrrinótt islaus undirrituð kl Þjóð- 2.41 í í Rheims. Stríðið I: Leiíturstríðið gegn Pól verjum 1939 varð upp haí heimsstyrj aldar. Vísir birtir hér fyrstu yfirlitsgrein sína um stgrjöld- ina. í greinum þessum mun rwtt um helztu atriði slríðs- ins í þeirri röð, sem þau gerðust og málinu gerð svo góð skil, sem kostur er. ||étt fyrir dögun föstu- daginn 1. september 1939 ruddust herir Hitfers inn í Pólland, til þess að hrinda í framkvæmd fyrsta atriðinu í fyrirætlunum hans um að leggja heiminn undir sig. Tveim dögum síðar, klukk- an ellefu árdegis, á hinni sömu örlagaríku stundu og önnur styrjöld hafði hætt fyrir tæpum tveim áratug- um,i tilkynnti Neville Cham- herlain heiminum með þreyttri röddu, að Brptland mundi standa við skuldbind- ingar sínar um stuðning við Pólverja. Fáeinum stundum síðar fóru Frakkar að dæmi Breta. Þannig liófst stríðið, sem átti með tímanum að ná til 46 þjóða og flæða yfir þrjár heimsálfur og óteljandi smá- eyjar. Hernaður af nýju tag-i. Mörgum kom stríðið mjög á óvart, en þeir, sem fylgzt liöfðu með fregnum frá meg- inlandinu, höfðu heyrt stöð- ugt háværari trumbuslátt í herhúðum Þjóðverja. Menn höfðu séð þýzkar vígvélar og hermenn að verki á Spáni og Þjóðverja gleypa Austurríki, Tékkóslóvakiu og Memel, livert á fætur öðru. Menn höfðu beðið þess með ugg og ótta, að sprengingin yrði og allt fæx-i i bál. Aðeins stjórnir Bretlands og Frakklands höfðu haldið fast við þá trú sína, að Hitler mundi enn ætla að blekkja menn og mundi ekki þora að láta sverfa til stáls. Chamber- lain hafði treyst á friðþæg- ingarstefnu sína og Múnchen- arsáttmálann, en Frakkar settu allt traust sitt til Magi- ,not-línunnar, sem þeir töldu „óvinnandi“, og „hezta liers i heimi.“ Fyrir bragðið voru banda- menn hörmulega illa búnir, þegar striðið hófst þenna septembermorgun. Eins og 1914 hafði þeim ekki verið mögulegt að renna grun i styrk þýzka hersins. Því að liin nýja stríðstækni nazista — blitzkricg-tæknin — hafði í einu vetfangi gert að engu þær kennisetningar um hernað, sem bandamenn þekktu. Þýzku herirnir rudd- ust inn i Pólland i fimm fylk- ingum og einangruðu pólsku herina mcð þvilíkum hraða, að heimurinn stóð á öndinni af undrun. Flugvélar og skriðdrekar vinna saman. 1 lofti fóru sprengujyéla- sveitir Görings og ruddu brautina, sundruðu hersveit- um Pólvcrja, sprengdu stór- skotalið þeirra og birgða- stöðvar í loft upp og eyddu flugher þeirra, áður en hann gæti hafið sig ti lflugs. Þar sem mest á reið, var Þjóð- verjum hjálpað af svikurum, sem kynnt höfðu sér allar aðstæður mánuðum saman. Vegna legu lánds síns gátu Pólverjar ekki fengið ncina Framh. á 6. síðu Sérstök dagskrá í út- varpi Breta hér. Dr. Cyril Jackson hefir skýrt Vísi svo frá, að brezka útvarpið hér á morgun verði með sérstöku sniði í tilefni af sigri bandamanna. Foringjar hers og flota munu tala og auk þess sendi- herrar og ræðismenn banda- mannaþjóðanna. Ctvarp þetta hefst kl. 5,15. Má gera ráð fyrir því, að margan fýsi að hlýða á út- varp þetta, fleiri en venju- lega, því að útvarp Breta hefir jafnan verið vinsælt. Saga sbíðsins. f dag hefst í Vísi saga stjTjaldarinnar í Evrópu, sem lokið er í dag. Er sag- an í 15—20 köflum og fjallar hver þeirra um sér- stakan þátt stríðsins og það markverðasta sem gerðist í honum. Er enginn vafi á því, að m önnum mun þykja mikill fróðleik. ur í því að rifja upp hina liðnu stórviðburði, því að margt verður greinilegra og skýrist þegar frá líður og það er athugað í meiri kyrrð, en meðan viðburð- irnir sjálfir eru að gerast. Bazdagai hættii í Tékkéslóvakíu. í Londonarfréttum í morg- un var skýrt frá því, eftir út- varpiriu frá Prag, að þýzka setuliðið þar hefði gefizt upp skilyrðislaust í nótt er leið og gengi uppgjöfin í gildi um miðnætti aðfaranótt mið- vikudagsins. Með því að hætta vopna- viðskiptum í Tékkóslóvakíu hafa Þjóðverjar lagt niður vopn á seinustu vígstöðvun- um í Evrópu. Schröner hers- höfðingi Þjóðverja þar hafði áður neitað að lilýðnast upp- gjafarskilmálum þýzka her- ráðsins, en hefir séð sig um hönd, þegar sjáanlegt var að Bandaríkjamenn yrðu komn- ir til Prag á undan Bússum. I fréttum í morgun voru her- sveitir Pattons taldar vera í úthverfum borgarinnar. Himmler íyrirskipaði að drepa alla fanga í Dachau. Hersveitir Bandaríkja- manna, sem tóku fangabúð- irnar í Dachau, hafa komizt yfir fyrirskipun frá Himmler, þar sem nazistum þeim, sem fanganna gættu, voru gefin ströng fyrirmæli um, að láta engan fanga sleppa lifandi í hendur herja bandamanna, sem væru að nálgast. Skipun þessi var dagsett 19. apríl síðastliðinn. En Bandaríkja- menn fóru hraðar yfir en bú- izt hafði verið við og tókst að koma í veg fyrir þetta sví- virðilega áform Himmlers. Idk Göhbels fondið. Útvarpið í Moskva skýrði frá því í gær, að lík Göbbels a æri fundið. Rússneskir hermenn fundu lík lians, konu hans og barna i Berlín. Ekki er nánar greint frá þvi, hvar þau hefðu fund- izt. Fjölskyldan hafði öll tek- ið inn eitur. ^llsherjar uppgjöf' þyzku herjanna var undirrituð í aðalbækistöð Eisenhowers í Reims í fyrrinótt kl. 2,41 og nær hún til allra víg- stöðva, sem Þjóðverjar hafa banzt á, einmg Noregs. Jold hershöfðingi, hinn nýi yfirmaður þýzka herforingja- ráðsins, undirritaði uppgjöf- ina fyrir hönd Þjóðverja, en Bedell-Smith hershöfðingi, yfirmaður herforingjaráðs Eisenhowers, ritaði undir hana fyrir hönd bandamanna. Viðstaddir voru einnig full- trúar Frakka og Rússa, einn frá hvorum aðila, og undir- rituðu þeir einnig uppgjafar- samninginn. Eisenhotwer hershöfðingi var ekki sjálfur viðstaddur, er uppgjöfin var undirrituð, en eftir að uppgjafarskilmál- arnir voru undirritaðir átti bann tal við þýzku fulltrúana og spurði þá hvort þeir hefðu gcrt sér Ijósa skilmálana og hvort þeir gætu ábyrgzt, að þeir yrðu lialdnir. Jodl hers- höfðingi og aðrir fulltrúar Þjóðverja, sem viðstaddir höfðu verið, játtu því og sögðu, að þýzka þjóðin væri nú á valdi bandamanna og ætti allt sitt undir geðþótta þeirra. Fögnuður í Bretlandi. Þegar tíðindi þcssi hárust til Bretlands í gær, var óskap- legur fögnuður meðal al- mennings og þyrptist fólk út göturnar og var sagt í frétt- um i morgun að það licfði dansað og sungið á götum úti í öllum borgúm og bæj- um í Bretlandi. 1 París liafði einnig verið mikið um dýrðir. Fóík gekk um göturnar í stórum fylk- ingum og söng þjóðsönginn, Skeyti frá Bretakonungi. Konungur Bretlands sendi Eisenhower skeyti og óskaði honum til hamingju með sig- urinn og hað hann að flytja hermönnum Breta, scm berð- ust undir yfirstjórn hans, sér- stakar kveðjur sínar og þakk- læti fyrir hrausta framgöngn í lokasigrinum yfir Þýzka- landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.