Vísir - 08.05.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1945, Blaðsíða 2
2 VlSIR Þriðjudaginn 8, maí 1945. Sanfa Barbara og Island Sania Baibaia er fallegas j bær í Ameríkn—en samt er gaman að ve:a komin heim. Viðtal við frú Rainveigu Schmidt. jJrú Rannveig Schmidt er nýkomin hingað til lands, eftir 22ja ára dvöl ytra. Hún kom loftleiðis hingað frá Bandaríkjunum og er hér í boði Mennta- málaráðs. Ftú Rannveig er lesendum Vísis að góðu kunn. Hún íief- ir skrifað fjölmargar greinar fy-rir Sunnudagsblaðið og stíll hennar er sérkennilegur og fjörmikill. í haust kom út bók eftir hana, greina- og rit- gerðasafn, sem liún nefndi „Hugsað heim“. „Hugsað heim“ er tákn- rænt fyrir frú Rannvcigu. Hún hefir verið að hugsa heim ÖII árin, sem hún dvaldi ytra. Hún er íslendingur i húð og hár, og þótt lmn hafi i Iieilan áratug ekki heyrt is- lenzkt orð talað, er málhreim- ur hennar enn íslenzkur, eins og hún hefði alltaf dvalið hér heima. „Eg vil ekki að fólk geti sagt, að eg tali ís- lenzku með útlendum hreim, eg vil tala móðurmál mitt eins og aðrir íslendingar,“ sagði frúin i viðtali við blaða- mann frá Vísi. Og svo berst talið að heim- kynnum frú Rannveigar í Bandaríkjunum. Santa Bar- bara, heitir bærinn og ]>ar liefir hún dvalið siðustu árin. „Hún ber af öðruin smá- bæjum á Kyrrahafsströnd- inni,“ eins og ljón af liundi hún Santa Barbara. Hér er gott að ala aldur sinn, segjum við hvort við annað, og við hrósum happi yfir því að geta ilengst hér. .... Það er alltaf sumar i Sanla Barbara. Hæðirnar í baksýn eru svo fagrar og grænar, blómgarðarnir i kringum húsin svo fullir af yndislegum blómum .... já, i febrúarmánuði .... appel- sinurnar hanga gular og glitrandi á trjánum og pálm- arnir standa tígulegir með- fram breiðum strætunum. Hafið tekur okkur opnum örmum ef olckur langar til að synda og sólin skín og vermir á hverjum einasta degi..... Bærinn Santa Barbara ber nafn af dóttur Dioskorusar hins rómverska; hann hjó hana banahögg þegar hún tók kristna trú, en i hclgi- sögunni segir, að þegar sverð föðurins snerti höfuð dótt- urinnar, þá kom élding af himnuny ofan og drap morð- ingjanu/ Santn Barl>ara er sérstaklega dýrlingur skipa og verndar þau- fyrir eiding- um, að því er katólskir trúa.“ „Ilvernig eru íbúarnir?“ „1 bænum heyrum við spönsku talaða álíka mikið og ensku, því þetta má kalla hálf-spánskan bæ. Oft sjáum við fallegar stúlkur, með kol- svart hár og dökkan hör- undslit, og það er hægðar- leikur að flytja þær i hugan- um til Sevilla eða Madrid og sjá ]>ær í anda með háa kamba í hárinu og blaktandi „mantillur“.. . .eða við mæt- um gömlum, tígulegum manni með fyrirmannlega andlitsdrætti og tindrandi augu .... hann lítur ná- kvæmlega eins út og við hö.f- um alltaf hugsað okkur spánska „granda“. Eniu sinni á ári, í ágúst- mánuði, halda Santa Bar- barabúar.. hátíð (fiesta), sem stendur yfir í viku. Þá klæð- ast allir spönskum búningum og drembilegir riddarar í marglitum klæðum ríða i fylkingum á hestum sínum gegnum bæinn, en „spánsk- ar“ meyjar mcð „mantillur" yfir svörtum lokkunum kasta rósum til riddaranna af svöl- um húsanna. Þá dansar ung- viðið á götunum og í bænum klyngir við af söng og kæti. Fjöldi aðkomufólks tekur ]>átt í skemmtuninni og margur maðurinn hefir þá crðið svo lirifinn af Santa Barbara, að hann hefir ílcngst þar eftir að „fiesta“ var um garð gengin. ... Já, í Santa Barbara er gott að vera.... Til Santa Barbara keníur ávallt fjöldi frægra karla og kvenna og dvelur þar um nokkurra mánaða skeið, til að hvíla sig frá áhyggjum og störfum, þar á meðal eru ýmsir frapgustu kvikmynda- leikarar, listamenn og auð- kýfingar. Þetta er ferða- mannabæ'r í orðsins fyllstu merkingu, en hinsvegar er betra að eiga nokkura skild- inga í buddunni.“ „Er ekki mikið um nátt- liruhamfarir í Santa Barbara sem annarsstaðar i Banda- ríkjunum?“ „Fyrir 17 árum síðan var jarðskjálfti mikill í Sarita Barbara, en mörg húshrundu Einu sinni á ári, í ágúst- Barbara og hrundu mörg hús til grunna .... og skamnit er síðan hér var snarpur kippur, sem gerði að verk- um að ýrnsir fluttu úr bæn- um í ofboði. I þessu stóra landi virðist hvert ríki hafa við sitt að striða af hálfu náttúrunnar. I miðríkjunum flóðin miklu, í Floridu hvirf- ilbyljirnir, en í Californíu jarðskjálftarnir. Hvar sem þú ferð ,geturðu búist við einhverjum ósköpum . ... og mér dettur í lmg hjónin, scm í ofsahræðslu við síðustu jarðskjálftana í Santa Bar- bara tóku sig upp, lokuðu húsinu sínu, söfnuðu pjönk- unum saman í vagninn sinn og lögðu af stað til Kansas City .... en á leiðinni lcntu þau i bifreiðaslysi og dóu bæði af afleiðingum þess.“ „Koma Islendingar oft til Santa Barbara ?“ Eini Islendingurinn, sem ég varð vör við, var prófess- or Niels Dungal. Hann stóð við hjá mér í hálfa klukku- slund — svo fór hann aftur. En þar úir og grúir af Han- sen-um, Jensen-um og Sören- sen-um. Það er með öðrum orðum mikið þar af Dönum, og í næsta nágrenni er dansk- ur bær með dönskum sköja og danskri kirkju.“ „Höfðuð þér nokkur af- skipti af dönskum málcfn- um þar vestra?“ „Já, mikil. Eg hefi dvalið mörg ár í Danmörku, mað- urinn minn var danskur, og mér ]>5Tkir og heíur ævinlóga ]>ótt vænt um Dani. Það gót- ur verið, aðí sumir landar kalli það sleikjuhátt, en {mð skiptir mig engu. Eg hefi gert eins mikið og ég liefi get- I að fyrir Dani og Danmörku, ’og ég hefi skrifað fjölda greina um dönsk málefni í amerísk blöð. Á heimleiðinni hitti ég danska sendiherrann, Kaufmann, í Washington, og þakkaði hann mér störf mín í þágu Dana og Danmerkur-.“ „Hcimsóttuð þér einnig sendiherrann okkar?“ „Jú, ég held það nú. Við Thor Thors erum gömul leik- systkini lrá Austurvelli, og I frú Ágústu Thors kynntist ég í Danmörku. Þau eru því gamlir kunningjar mínir. Annars vil eg segja yður það, að Islcndingar geta verið stoltir af þeim lijónum sem fulltriium sínum erlendis. Þau hafa getið sér hinn bezta orðstír fyrir glæsimennsku, og gagnvart löndum sínum eru þau alveg sérstaklega hjálpleg. Enn fremur vil ég geta Helga Briems aðalræðis- manns lslands í New York, með sérstöku þakklæti. Það er mikið lipurmenni og at- orkumaður i hvívctna." „Og ferðalagið heim, gekk það að óskum?“ „Já, meir en ]>að. Þar fékk eg gamlan æskudraum upp- fylltan, að fara til Grænlands. En i þá daga datt mér ekki í lmg það, sem skeði i þessari ferð.“ „Hvað var það?“ „Að cg skyldi borða morg- unverð í Bandaríkjunum, há- dcgisverð í Labrador og kvöldverð í Grænlandi — allt á einum og sama dcgi.“ „Var gaman að koriia til Grænlands ?“ „Ógleymanlegt. Það var svo undur gaman að svífa yf- ir grænlenzku fjörðunum, sjá fjöílin smá hækka á bak við unz maður sá í endalausa Þetla mikla óratóríuverk Björgvins Guðmundssonar hefir verið flutt þessa dagana í Fríkirkjunni á vegum Tón- listarfélagsins. Það er samið við hinn alkunna ljóðabálk Guðmundar Guðmundssonar og er að vöxtum mesta tón- verk, sem íslénzkur riiaður hefir hirigað til samið, og ennfremur fyrsta verk sinnar tegundar, sem prcntað hefir sem eg bezt veit. Hér er því um tónlistarsögulegan við- burð að ræ'ða í þrennum skilningi. Höfundurinn hefir sér- stöðu meðal íslenzkra tón- skálda að því leyti, að harin hefir tekið ástíoslri við óra- tóriuformið. Hann er hið eig- inlega óratóríutónskáld þjóð- arinnar. Eðlisgáfa hans vís- aði honum sneirima ]>essa leið og liggja eftir hann nokkur verk á ]>cssu sviði og ennfremur kantötur, en þær eiu að formi til náskyldar þeim. Hér er um að ræða stórform tónlistarinnar. Stíll Ji^ins, eins og hann kemur fram í „Friður á jörðu“, er byggður á arfleifð hinna gömíu meistara, þar sem ])ungamiðjan liggur í hinum stóru kórköflum, bæði hvað ytra form ög anda vcrksins snertir. Þessir kórar eru ým- ist byggðir í lúgustíl eða eru í ljóðrænum sálmalagastíl. líefir hann kórstílinn alger- Jöga á valdi sínu og nær mikl- tthi > áhrifum,' þegar honum tekst upp. Verkið saman- stendur af kórum og ljóð- snjóbreiðuna. Bláu fjöllin og snjórinn mimitu mig á Is- land — og svo sólarglóðin um kvöldið, ]>egar hún stafaði síðustu geislum sínum á þetta hrikalega land — það minnti mig líka .á fallegu. sólarlögin , liér lieima.“ „Og viðtökurnar?“ „Þær voru líka góðar. En það voru Amcrikumenn, en ekki Grænlendingarj sem tóku á móti okkur. I sam- bandi við ]>etta vil cg geta þcss, að einn farþeginn í flugvélinni var ekki nema sex mánaða gamall, yndislegur lítill drengur, sem aldrei hcyrðist i alla leiðina til Is- lands. Og eg mun sjaldan gleyma þeirri hrifningu, scm lýsti sér mcðal amerísku her- mannanna í Grænlandi, þeg- ar ]>eir sáu þennan unga far- þega. Þeir liafa dvalið ljarri lieimkynnum sínum mánuð- um, jalnvel árum saman, hafa ef til vill átt álíka gamla snáða þegar ]>eir voru kalÞ aðir í herþjónustu og síðan ekki séð ungbarn fyrr en nú.“ „Er gaman að koma hcim ?“ „Það er yndislegt. Hér eru allir svo góðir við mig. Eg á ennþá svo marga kunningja og vini hér heima, og þeir bera mig blátt áfram á hönd- iivj ivj«> iiv u ii, „Eg þekki hana ekki fyrir sama bæinn og þegar eg fór. Allt hefir breytzt, —: ncma Esjan, sem ris á bak Við. Én það er citt, sem mér er‘ illa við — eg er alltaf að detta — dctt um þröskuldaná í þús- unum ]>á þekkjum'j við ekki i Ameríku.“ söngvum og virðist mér höf- undurinn vera sterkastur á svellinu í kórunum. Hér verður efni verksins ekki rakið, því að það er al- kunnugt, en hvað músikhlið- ina snertir, þá skal drepið á þáð í stórum dráttum. Grunntónn verksins er hugmyndin lím Paradís (1. þáltur), missta Paradís (2. og 3. þáttur) og endurheimta Paradís (4; þáttur). Þetta ræður blænum cða litnuni á þáttunum. I lörleiknum birt- ist friðarhugsjónin með fögr- um hljónmm. Er friður og birta yfir þættinum, þar til millispilið boðar að eitthvað uggvænlegt sé í aðsigi, en þar er friðarstefið með moll- hljómum. 1 öðrum og þriðja þæti hefir syrt að, og er þar m. a. lýst yargöld og hönn- ungum hennar. Fjórði þátt- ur hefst svo með friðarkórn- um, en forspilið að honum hefst á friðarhljómunum í unphafi verksins, og hefir þátturinn sama lit og fyrsti þátturinn. Þessi kór cr citt- hvað það bezta, sem frá hendi höfundar hcfir komið og rís verkið hæst i honum og loka- kórnum. Með þessari stuttu lýsingu hefi ég reynt að sýria fram á, að það er heild í byggingu verksins, livað iriúsíkhliðina snertir. Annars er það um höfund- inri að scgja, að gáfu hans er þannig varið, að hann horl'- ir aftur fyrir sig, en ekki Framh. á 6. síðu Tónlistarfélagið: „FRIÐUR A JÖRÐU". Örafóríó eftir Björgvin Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.