Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvikudaffinn G. júní 1945 Franch Michelsen: Bandalag íslenzkra skáta 20 ára í dag. Bandalag ísl. skála, eða BíS eins ög þa'ð er oft kallað, verður 20 ára í dag. Og þó að skátar vilji helzt hugsa um framtíðina og undirhúa sig undir hana, er samt ekki úr vegi að hverfa með hugann nokkur ár aftur í timann og dvelja við liðna atburði og kynnast því, sem verið liefir að gerast hjá áesku þessa lands á undanförnum árum. Skátahreyfingin var stofn- uð i Englandi árið 1907 og mynduðust þá smá skáta- fiokkar um allt landið. Og það kom brátt í ljós að náuðsynlegt var að hinir ýmsu skátaflokkar mýnduðu aneð sér samtök, sem liefði alla vfirstjórn á hendi. Þetta varð til þess að enska skáta- bandalagið var stofnað árið 1908. önnur lönd fylgdu þegar eftir. — Til íslands barst skátahreyfingin árið 1912 er Spæjarafélag Reykjavíkur var stofnað. En það félag starfaði hér i nokk- ur ár. Fleiri félög hófu og starfsemi sína og kom bráu i ljós að hér var þörf á sam- tökum til að gæta hagsmuna þessara félaga, og lil að samræma starfið á hinum ýmsum stöðum, til að vera stoð og stytta skátafélag- anna, bæði út á við og inn á við. Ásæll lieitinn Gunnars- son, skátaforingi hreyfði þessu fyrst í skátablaðinu Liljan, sem gefið var út af Skátafél. Væringjar í Rvik. Þetta varð til þess að Banda- iag isl. skáta var stofnað 0. júní 1925. Skátafélögin í Reykjavik, Ernir o» Værin«i- ar, ásamt Skátafél. Birki- beinar á Eyrarbakka, stOOu að stofnun þess. Skátahöfð- ingi var kosinn Axel V. Túliníus fyrrv. sýslumaður, og gegndi hann því starfi til dauðadags, en hann lézt í Kaupmannaliöfn 1937. En ])á fók við núverandi skátahöfð- ingi, dr. med. Helgi Tómas- son, en vara-skátahöfðingi er Henrik Thorarensen. — BÍS átti í upphafi við ýmsa örð- ugleika að stríða og á það að nokkuru leyti ennþá. . En stjórn bandalagsins hefir tekizt vel að yfirstíga flesta örðugleika. Starfssvið bandalagsins er mjög fjölþætt og að ýmsu levti vandasamt. Það veltur á miklu að stjórn bandalagsins sé skipuð góðúm og hæfum mönnum, sem eru starfi sínu vaxnir. Stjórnina skipa 7 menn, sem kosnir eru af skátafélögunum á aðalfund- um bandalagsins, sem Iialdn- ir eru annaðbvert ár. Skáta- höfðinginn og varaskátahöfð- inginn eru kosnir til fjögurra ára, en aðrir stjórnarmeðlim- ir til tveggja. Mesta slarf inn- an stjórnarinnar er starf inn- anlandsritara, sem nú er orð- ið mjög umfangsmikið. Rit- arinn þarf að standa í stöð- ugu sambandi við skátafé- lögin, m. a. með bréfaskrift- um, svara fyrirspurnum, gefa ráð og upplýsingar og margt fleira, sem er of langt mál til að telja upp í stuttri blaðagrein. Öll störf vinna stjórnarméðlimir BÍS endur- gjaldslaust. Innan vébanda BÍS eru nú starfandi 26 drengjaskátafélög og 8 kven- j skátafélög. Þessi skátafélög ! hafa nú innan vébanda sinna . ca. 2500 skáta. Kven- og drengjaskátafé- lögin Iiafa ekki starfað sam- I an nema að mjög litlu leyti J allt fram á s. 1. ár. En þá var gerð nokkur skipulagsbreyt- ing, þannig að nú geta kven- skátafélögin gerzt meðlimir i Bandalagi isl. skáta. Áður ! liöfðu kvenskátarnir sitt eig- ! ið samband, sem var viður- lcennt af Alþjóða kvenskáta- bandalaginu. Þrátt fyrir það að kvenskátar séu nú innan vébanda BíS, þá er starfið aðskilið, og sáínstarf ekki nemá um einstaka mál. T. d. eru ekki fárin sameiginleg ferðalög, nema sérstaklega j standi á. Af stærri verkefnum i bandalagsins vil eg nefna | nokkur ,til þess að menn geti ^ l'rekar gert sér grein fyrir verkefnum þess. Hér á landi hafa verið hald- in 8 landsmót ísl. skáta, sein BÍS liefir staðið fyrir að meira eða minna leyti. Og er ]iað ekki svo lítið starf, sem liggur á bak við slík mót. Enda hafa þau öll telcizt mjög vel og orðið þálttakendunum lil mikillar gleði og gagns. Þá hefir fjöldi isl. skáta farið á mót erlendra þjóða og hefir bandalagið staðið fvrir þess- um ferðum. Einnig hafa ísl. skátar mætt á alþjóða skáta- ráðstefnum og Norðurlanda skátaforingjaráðstefn'u, sem fulltrúar Bandalags ísl. skáta. Við ótal mörg fleiri tækifæri hafa íslenzkir skátar koniið fram erlendis, sem fulltrúar þjóðar sinnar. Það hefir sína þýðingu fyrir land vort að ísl. skátar fari utan og séu þátttakendur í hinúm ýmsu mótum og ráðstefnum. Það sýnir m. a. að ísjand er talið með. Bandalagið hefir komið á stofn skátaskóla að Úlfljóts- vatni og dvelja margir skátar ])ar sumarlangt við allskonar skátastörf. Auk þess læra þeir ýms landbúnaðarstörf og kynnast sveitalífinu. Skóli þessi er orðinn ákaflega vin- sæll og eru foreldrar drengja, þeirra, sem þar hafa dvalið, ákaflega ánægðir yfir árangri þeim, sem náðst hefir á skól- anum. Bandalagið hefir séð um útgáfu á ýmsum bókum, svo sem Skátabókinni, Ylfinga- bókinni, söngbók skáta, Æfi- sögu Baden-Powell og fleiri bókum og bæklingum um skátamál. Einnig séð um og gefið út reglugerðir um próí og starfsháttu skátafélaga. Þá er og hið þekkta æskulýðs- blað, Skátablaðið, gefið út á vegum BÍS. Skátafélagsskapurinn er fyrst og fremst þjóðlegur fé- lagsskapur, en sem vinnur þó að vináttu og bræðralagi á milli allra þjóða. Skáta- starfið miðar að því að hjálpa unglingunum til að verða nýtir menn. Og vill banda- lagið leitast við að bjálpa æskulýðnum til þessa. En til- gangur Bandalags ísl. skáta er i stuttu máli þessi: Að leið- beina og styrkja skátafélögin í starfi þeirra fyrir andlegri og líkamlegri velferð ís- lenzkrar æsku, á grundvelli skátalaganna, eftir regluin Baden-Powells lávarðar af Gilwell, að skipuleggja sam vinnu milli félaganna, að vinna að útbreiðslu skáta- hreyfingarinuar liins vegar vera tengiliður milli skáta- félaganna á íslandi annars vegar og allieims-skáta- hreyfingarinnar hins vegar. Bandalag ísl. skáta leitast við að efla ættjarðarást harna, svo að þau eftir aldri og þroska .slarfi sífellt með heill fósturjarðarinnar fyrir augum, að cfla skyldurækni barna við foreldra, heimlli og skóla, innræta þeim hjálp- semi, greiðvikni og nærgætni við aðra nienn, að auka sóma- tilfinningu þeirra, svo að það geri meiri kröfur til sjálfra sín og hvert lil annars um orðheldni og drengskap, að venja ]>au á að ganga óskipt og með stundvísi að skyldu- störfum sínuni og sætta sig með glöðu geði við aga þann, er lífið heimtar af hverjum manni, að hvet.ja þau lil að lifa heilnæmu lífi úti í nátt- úrunni og vekjá ást þeirra til hennar, að auka hagsýni þeirra, leikni og fram- kvæmdalöngun, að gera þau skarpskyggn, að kenna þeim að nota vel tómstundir sínar, að auka samúð og skilning milli þjóða með samvinnu við erlend skátafélög, að stuðla vfirleilt að uppeldi ís- lenzkra barna i anda skáta- laganna. Þella er aðeins lítið brot af því, seni eg vildi hafa skrifað um Bandalag isl. skáta og. þýðingu þess fyrir íslenzkan æskulýð. En í stuttri blaða- grein er því miður ekki hægt að minnast á allt. — Eg vil svo að lokum vona það, að Bandalag ísl. skáta megi efl- ast sem mest og fái sem mest itök i hugum íslenzkrar æsku. Og að foreldrar megi skilja þýðingu skátafélagsskaparins fyrir börn þeirra og framtið íslenzku þjóðarinnar. Þúsundir íslendinga, sem notið hafa góðs af starfsemi Bandalags, isl. skáta, senda því i dag hugheilar árnaðar- óskir og skátakýeðjur og þakkir fyrir unnin störf á liðnum árum. 33 xiemendur liiku prófi við húsmæðra- skólann að Staðar- felli í Dölum. Húsmæðraskólannm að Staðarfelli í Dalasýslu var slitið laugardaginn 12. þ. m. Skólinn var fullsettur- í vctur og luku prófi 33 nem- endur. í sambandi við skóla- slit efndi skólinn til sýning- ar á matreiðslu og handa- vinnu nemenda sunnudag- inn 13. þ. m. Á þriðja hundr- að manns var saman komið að Staðarfelli þennan dag og luku allir miklu lofsvrði á slörf nemenda. Að sýning- unni lokinniskemmtu náms- meyjar með skrautsýningu og söng. Ein námsmeyjan, fröken Guðbjörg Þórðar- dóttir frá Brciðabólslað á Fellsströnd, kenndi söng í skólanum i vetur og sljórn- aði hún söngkór námsmeyja á skemmtuninni. Gerðu á- heyrendur mjög góðan róm að söngnum og urðu náms- meyjar að syngja mörg aukalög, enda var söngurinn hinn ])rýðilegasti. Einnig sungu 8 stúlkur nokkur lög með gítarundirleik, sem einnig var rnjög vel tekið. Forstöðukona skólans er frk. Ivristjana Hannesdóttir frá Stykkishólmi. Mat- reiðslukona Guðrún Jens- dóttir frá Hnifsdal. Handa- vinnukennslukona Fanney Sigtryggsdóttir frá Stóiu- Reykjum og vefnaðar- kennslukona Anna Björns- dóttir frá Siglunesi. Próf- dómendur eru frú Steinunn Þorgilsdóttir frá Breiðabóls- stað og frú Ingibjörg Helga- dóttir, Stykkishólmi. Staðarfellsskólinn nýiur mikils trausts, enda berast honum svo inargar umsókn- ir, að liann inun þegar full- settur næstu svo vetur. Þói á Akuieyri 30 ára í dag. Iþróttafélagið Þór á Akur- cyri er 30 ára í dag. Það var stofnað 6. júní 1915. Voru það. æskumenn á Oddeyri, sem stóðu að stofnun félags- ins, og voru stofnendur milli 20 og 30 manns. Stúlkur gengu ekki i félagið fyrr en eftir 17 ár frá stofnun þess. I tilefni af afmæli félagsins er efnt til íþróttamóts á Ak- ureyri þessa dagana og munu 4 félög taka þátt í því. Með- limir Þórs eru nú um 400 konur og karlar. Stjórn fé- lagsins skipa nú þessir mcnn: Jónas Jónsson formaður, Sverrir Magnússon ritari, Sigmundur Björnsson gjald- keri, Gunnar Óskarsson vara- formaður og Jón Kristjáns- son spjaldskrárritari. DAMASK- borðdókar, 4 stærðir — og SERVlETTUR. Veizlunin Regio. Laugaveg 11. Ðislit 2. flokks móts- ins í kvöld. Fjórir leikir hafa nú farið fram í knattspyrnumóti II. flokks, en til úrslita verður keppt í kvöld, og eru það Valur og' K.R., sem geta unn- ið mótið. Leikir félaganna og úrslit eru sem hér segir: Valur— Fram 1:0, K.R.—Víkingur 3:0, K.R.—Fram 1:0, Valur —Víkingur 4:0. I kvöld ld. 8,30 keppa Fram og Víkingur. Dómari verður Frímann Helgason. Og strax á eftir kcþpa K.R. og Valur til úrslita. Guðjón Einarsson dæmir þann leik. Beztu úrin frá BARTELS, Veltusundi. Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Bankastræti 7 Viðtalstími kk 1.30—3.30. Sími 5743 CfTBÓNUB nýbomnar. fiiíms Klapparstíg 30. Sími 1884. I Bolivíu er vísitalan orðin 8-900 stig. Spánn er hæstur af meginlandsríkjum Evrópu með rúmíega 250. Montreal i maí (UP). Tímarit alþjóða verka- málaskrifslofujmar segir, að verðlagi víðast um heim hafi verið haldið í skefjum. i tímaritinu eru birtar töl- ur frá fjölda landa og sýna þær meðal annars að verðlag í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ivanada breyttist nær ckkert á siðusta ársfjórðungi 1944. Vísitala Þýzkalands var einnig nær óbreytt. Öðru máli gegndi, í Suður- Ameriku, því að í nóvember s.l. komst vísitalan upp í 399, isamanborið við 36 í ágúst. í Bólivíu, sem á heimsmetið i hárri vísitölu, komst. hún upp í 813 i október, en var 793 í júlí. Og hún heldur áfram upp á við þar i landi. í Brasilíu ver desember-tal- an 221, hafði hækkað úr 213 frá því í september. Lækkaði í Mexicó. Mexikó var eina landið i Vesturálfu, sem tókst að lækka dýrtíðina hjá sér á seinni hluta síðasta árs. í desember var vísitalan þar 310, en liafði verið 325 í sepl- ember. í Indlandi hækkaði vísital- an úr 235 í maí í 250 i ágúst, en í einu fvlkjanna — Ah- medabad — var liún talsvert lægri eða 209 og 229 þessa tvo mánuði. Spánn hæstur á meginlandinu. í löndum meginlands Ev- rópu liafa einungis orðið lít- ils háttar breytingar q. verð- lagi, en þar er Spami hæst- ur. Þar hækkaði vísitalan i september upp í 258 stig, úr 256 i ágúst. í Finnlandi var víistalan 180 stig i desem- ber, en var 179 í september og í Portugal var október- talan 138, tveim stigum bæri en i júlí. f Sviss og Svíþjóð urðu cngar teljaiídi breytingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.