Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 6
VISIR Miðvikudaginn 6, júní 1945 PALLBfLL til sölu. Laugaveg 158. iúsnæði óskast. 3 herbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar éða 1. okt. n.k. Kaup á þriggja her- bergja íbúð eða litlu húsi getur komið til greina. Tilboð, merkt: ,,Hús- pláss 1945“, sendist af- greiðslu þessa blaðs fyr- ir 10. þ. m. Verndið heilsuna. MAGNI H.F. Sími 1707. IVIaður getur fengið at- vinnu á stóru hænsnabúi uppi í sveit. Þyrfti helzt að vera eitt- hvað vanur. Röskur unglingspiltur gæti komið til greina. Uppl. í síma 4065. HAFNARFJÖRÐUR: Almenn bólusetning fer fram í Hafnarfirði dagana 6., 7. og 8. júní kl. 3—5 e. h. í Góðtemplarahúsinu. Skyldug til frumbólusetningar eru börn, sem orð- in eru tveggja ára. Skyldug til endurbólusetningar eru börn, sem orðin eru 13 ára, ef þau hafa ekki verið endurbólusett með fullum árangri, eftir að þau urðu 8 ára gömul. Miðvikudaginn 6. júní komi öll börn, sem búsett eru fyrir sunnan Læk. Fimmtudaginn 7. júní komi öll börn, sem búsett eru milli Lækjar og Reykjavíkurvegar. Föstudaginn 8. júní komi öll börn, sem búsett eru fyrir vestan Reykjavíkurveg. Bóluskoðun fer fram viku síðar á sama stað dag- ana 13., 14. og 15. júní, og komi börnin eftir sömu reglum.og þau komu til bólusetningarinnar. Hafnarfirði, 4—júní 1945. KR. ARINBJARNAR, héraðslæknir. Með því að dregið verður í happdrætti V.R. j þann 1 7. júní, eru þeir meðlimir félagsins, er feng- þið hafa happdrættismiða til sölu og ekki hafa þeg- I- ar gert upp, vinsamlegast beðnir um að gera skil j í skrifstofu félagsins, Vonarstræti 4, ekki seinna en mánudaginn 11. þ. m. Vilji menn heldur, að upp- J gjörs sé vitjað til þeirra, skal það tilkynnt í síma 5293. Happdrættisnefndin. Togararnir í Boston Framh. af 4. síðu. una og þegar vel gekk, var mikil liagnaðarvon á þess- um skipum. Manndrápsveðr- anna var auk þess ekki von nema yfir nokkra af vetrar- mánuðunum, en skipin fisk- uðu allt árið. Um aldamótin fiskuðu amerísk móðurskip af þessari tegund, liér við land. Voru þau talsvert þekkt hér, en munu ekki hafa verið hér neitt að ráði síðan. Aðallega munu þau hafa fiskað lúðu og annan feitfisk hér við land. Hin síðari ár hafa fljót- virkari og hetri tæki rutt þessum skipum' og veiðiað- ferðum úr vegi að miklu leyti, en síðast þegar eg vissi, var þó talsvert gert að þvi að sækja sjó á doriuskipum frá Boston. SÍTRÓNUR Verzl. Vísir h.f. Tíl SÖIlI í Tréskurðarverkstæðinu á Grettisgötú 10: Ctsögunar- sög, hulsubor, rafmagns- smergel og 14 Iiestafís raf- magnsmótor. Til sýnis eft- ir kl. 3 í dag. íaztó til söln. Mahogny kassi. Upplýsingar í síma 9226. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður Skrifstofutími 10-12 og 1-6 Hafnarhúsið. — Sími 3400. Nýskotinn S vartf ngL Hafliði Baldvinsson. Sími 1456. Þurkaður og pressaður S a 11 f i s k u r, ódýr og góður í stærri og minni kaupum. Hafliði Baldvinsson. Sími 1456. Flugfélagið — Framh. af 1. síðu. inn las upp á byrjunar-aðal- fundi félagsins, et^ haldinn var í fyrri viku, var þess get- ið, að flugvélaeign félagsins hefði aukizt úr einni flugvél í ársbyrjun í fjórar. Ein þeirra er liinn stóri Catalína- flugþátpr, er nýlega er lolcið hreytingum á íil farþega- flugs. Hluthöfum voru greidd 4% í arð á árinu. Alls starfa nú 23 manns á vegum félagsins. Samkvæmt ársskýrslunni liefir farþegaflutningur með vélum félagsins stórlega auk ist. Á árinu voru fluttir 4330 farþegár, árið 1943 voru þeir 2073. Hefir þvi farþegaflutn- ingur vel tvöfalda^t á árinu. Flugvélar félagsins fluttu hinsvegar minni póst árið 1944 en 1943. Árið 1944 Var samanlögð þvngd þösts 4445 kg„ árið 1943 6193 kg. Á ár- inu flugu vélar félagsins 224 daga ársins (187 árið 1943). Farnar voru samtals 943 fJugferðir, á móli 663 1943. — Flugtimar voru 1276 og hálfu’r og 15 mín. á móti 939 og hálfri klst. árið áður. Samtals flugu flugvélarnar 298.670 km. á móti 208.250 km. árið 1943. Þá voru flog- in 11 sjúkraflug, ýmist til Akureyrar eða Reykjavíkur. Flugfélag fslands hefir nú á prjónunum stórliuga á- fonn um aukinn rekstur og kaup nýrra flugvéla. Mun hin nýja stjórn félagsins vinna kappsamlega að þess- um málum, á- næstunni, eftir því sem unnt er. Flugsam- göngur ryðja. sér nú almennt meira íil rúms en nokkru sinni aður, meðal annars vegna þeirrar reynslu,, ,er fengizt liefir i þeim efnum styrjaldarárin. Með þeim hreytingum, • sem nú hafa verið gerðar á lögum F. í. og þeim góða skilning'j, sem stjórn Eimskipafélags ís- lands virðist hafa á mikil- vægi þessara mála, virðist vera lagður góður grundvöll- ur að eðlilegri þróun flug- málanna hér á landi í fram- tíðinni. Mosaeldur víða í Hafnarijarðar- hrauni. Vísir hafði í morgun tal af Kristni ólafssyni fulltrúa bæjarfógeta í Ilafnarfirði og' skýrði hann frá þvi, að tölu- vert hefði að undanförnu borið á mosaeldi í Hafnar- fjarðarhraúninu og sums staðar komið upp miklir eldar og valdið miklu tjóni. í Fagradal við Lönguhlíð urðu skemmdir mjög miklar og hrann þar stórt svæði, einnig brann mikið af mosa i hrauninu nálægt Grinda- vík og á svæðinu fyrir vestan Hrefnugjá skammt frá Meeks-flugvellinum. Eru menn alvarlega á- minntir um að fara varlega með eld á þessum slóðum og alls staðar annars staðar, þar sem eldsliætta er, en lnin er sérlega mikil núna, vegna þess hvað mosi, lyng og skógar eru þurrir. 6 meðlimir Elasmanna í Grikklandi voru í gær dæmdir til dauða fyrir hryðjuverk sem þeir höfðu fi-amið. BÆIABFBCTTIR □ Kaffi 3—5 alla virka daga. Veðurhorfur í dag. Suðvesturland: Varandi suð- austan átt, skýjað. Faxaflói til Ausliirlands: Hægviðri og viðast léttskýjað. Næturlæknir er i Læknavarðsioiunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast bst. Hreyfill, sínii 1033. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn „Gift eða ó- gift“ i kvöld kl. 8. Læknablaðið, 2. tbl. 30. árgangs er koniið út. Efni blaðsins er þetta: Frá Að- alfundi Læknafélags Islands (fundargerð). Tilkynning frá Læknafélagi Islands. úr erlend- inu læknaritum. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: óperulög. 20.25 Útvarpssagan: „Herragarðs- saga“ eftir Selmu Lagerlöf; þýð. Björns Jónssonar (H. Hjv.). 21.00 Hljómplötur: Sænsk lög; 21.15 Þýtt og endursagt (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 21.35 Illjóm- plötur: Þjóðkórinn syngur (Páll ísólfsson stjórnar). 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Stjórnandi: Albert Klahn. Viðfangsefni: 1. Finnskur riddaraliðs-mars. 2. Forleikur að óp. „Leichte Cavall- erie“ (Fr. v. Suppé). 3. Prelude cis-moll (Rachmaninoff) 4. Syrpa úr ópenmni „Freischútz" (Web- er). 5. Vínarborgari, vals (Zieh- rer). 6. Invano, serenata (Ama- dei). 7. Danslög (Páli ísólfsson). 8. Tvö hergöngulög. — Breyting- ar á hljómleikaskránni geta átt sér stað. KR0SSGATA nr. 66. Skýringar: Lárétt: 1 Ivlæði, 3 líkama, 5 verkfæri, 6 málfr. skamm- st., 7 fugl, 8 leiðsla, 10 poka, 12 fæði, 14 umgangur, 15 skel, 17 fruméfni, 1*8 skaða. Lóðrétt: 1 Brydda, 2 drvkk- ur, 3 karldýr, 4 r.arta, 6 sníkjudýr, 9 hækkun, 11 ill- virki, 13 straumur, 16 frum- efni. Ráðning á krossgátu nr. 65: Lárétt: 1 Pan, 3 bik, 5 ás, 6 lo, 7 sel, 8 Ma, 10 klak, 12 iðu, l lala, 15 agn, 17 Í.R., 18 elginn. Lóðrétl: 1 Pálmi, 2 A.S., 3 Jtolla, 4 lcokkar, 6 lek, 9 aðal, 11 alin, 13 ugg, 16 Ni. S HIPAUTC ERÐ r-TTT^-M-’IH ,ÞÓR' klj IM Tekið á móti flutningi til Húsavíkur í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.