Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 06.06.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaginn 6. júní 1945 VlSIR DAGBLAÐ ntgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Siglingahætta. JJokkuru eí'tir ófriðarlokin í Evröpu bárust þær fréttir hingað til lands, að Þjóðverj- au liefðu lagt tundurduflum við vesturströnd landsíns, þannig að ótijákvæmilega væri þar um alvarlega siglingahættu að ræða. Má jafn- vel gera ráð fyrir að þau skip, sem vilað er að farizt hafa á þess'ttm slóðum, án þess að nokkuð spyrðist frá þeim, liafi farizt á íund- urduflum, sem þarna hefir verið lagt. Má í rauninni telja furðulegt live mörg skip i’.afa sloppiö við tundurduflin sem liggja á siglinga- leiðinni og veiðisvæðinu, hæði hér við Faxa- flóa og framundan Vestfjörðmn. Nú nýlega hefir eitt skip stórlaskazt af þcim sökum að það fékk tundurdufl i vörpuna, scm sprakk eklci fyrr, en hún liafði verið dregin að skipshlið, og má telja einstaka mildi, að manntjón varð ekki af sprengingunni. Þetta sýnr hínsvegar að nauðsyn her til að gerðar verði fullnægjandi ráðslafanir til að tircinsa sigtingaleiðina og veiðisvæðið af tundurdufl- um, og þ.að mál þolir enga bið. Síldarverlið fer nú í hönd, en um það er ekkert unnt að fullyrða hvar aðalveiðistöðvar verða, en þeim veiðiskap getur verið stórháski samfara, hafi alger hreinsun á tuiidurduflum ekki fram umhverfis landið. Síldveiðarnar. Síldin hefir verið okkur notadrjúg á undan- förnum árum, og bcinlínis bjárgfið við hag þjóðarinnar, er hann var sem erfiðastur. Þótt einstaka raddir hafi eklci beinlínis lofsungið síldarútveginn, aðaltega sökum þess hve hann dregur vinnuaflið til sín frá öðrum atvinnu- greinum, sem standast ekki samkeppnina, inun enginn heilvita maður draga það lengur í efa, að þénnan veiðiskap beri að stunda og gcra meira fyrir en gert hefir verið til þessa. Má húast við að nægur og góður markaður vcrði fyrir síldina og síldarafurðir, þött ann- ar fiskmarkaður kunni að hregðast eða breyt- ast okkur i óhag. Nú standa sakirnar þannig, að sildarafuroirnar liafa verið seldar fyrir- fram og líklegt cr talið, að unnt vcrði að selja saltsildarframlciðslu alla, en hins vegar verði höfnðvandinn að fá tunnur til landsins, með því að Svíar þykjast ekki gela selt okkur neira takmarkaðar birgðir af þcim. Er þó auðsætt, að nú sem endr.anær verðum við að' stunda sildvciðarnar af kappi, og ekkert má vei-ða ])ess valdandi að þær truflist eða tefjist á nokkurn hátt. Vitað er .nð sjómenn munu gera verulegar kau])hækkunai'kröfur, sem munu Tvrst og fremst miðast við'almennl kaupgjald í landi. Þetla er á engan hátl óeðlilegt, en mcð þvi að verð síldarinnar mun vera ákveðið fyrir- fram, eru takmörk fyrir því hversu hátt kaup- gjald útvegurinn getur greitl, þannig að hagn- aðárvonin sé ekki með öllu úr sögunni. Er þá liætt við að ýms skipin verði ekki send til sildveiða og j)á einkum þau, sem erfiðasta bafa aðstöðuna og minnsta hagnaðarvon. Þella mál þarf a'ð lcysa þannig, að hvorkj hlut- tir sjómanna né útvegsmanna verði fyrir borð borinn, og vonandi finnst hcppileg lausn fyrr pn varir. Togaiar og veiðitæki hei hin sömn og í Boston 1931 Móðurskip, „doríu- veiðar" og mann- skaðar, ynr nokkru fór héðan nefnd á vegum ríkis- stjórnarmnar áleiðis til Bandaríkjanna til að kynna sér þar fiskiskip og veiði- aðferðir ásamt ýmsu fleira viðvíkjandi sjósókn þar vestra. Hér fer á eftir viðtal, er Visir liefir átt við aldraðan sjómann, er lengi var i Bost- on, en hefir dvalið hér að undanförnu viö ýmis slörf í landi. Skýrir hann meðal annars frá togurum þeim, sem almennast voru notað- ir lil fiskveiða á þeim ár- um, sem hann stundaði sjó. frá Boston. Togararnir hinir söniu og hér. — Eg kom hingað heim 1933 og hafði þá verið all- mörg ár togarasjómaður i Boston. Togararnir, sem j)á voru algengastir í borginni, voru að heita mátti nákvæm- lega af sömu gerð og j)eir, sem þá tiðkuðust hér við land og íslendingar starf- ræktu sjájfir. Það eina, sem var frábrugðið var, að öll nýrri skipin voru dieseltog- arar með rafmagnsyindum. Voru þessi nýju skip yfiríeitt af svipaðri stáerð og gufu- skipin, en mu.ii betri vegna þessarar nýbreytni um véla- kost skipanna. Áð úlliti voru jiessi ski]) frábrugðin hin- um gömlu að j)vi Jejdi, að þau höl'ðu ekki hiná venju- legu gerð, af „hekki“, lieldur var afturendi þeirra af jieirri gerð, sem eg hefi almennast lieyrt nefnda liér „drottning- arenda“. Eg hcvrði sjómenn yfirleitt Iirósa hinum nýju rafmagnsvindum og virtust allir sammála um, að jiær væru miklu heppilegri fyrir togara en gufuspilin. Meðal annars höfðu þau þann kost lram yfir gufuvindurnar, að þau urðu aldrei óstarfhæf þótt frost væri, en stundum kom fyrir að fraus á gufu- spilunum. Togararnir voru yfirleitt smiðaðir í Boston. Veiðarfæri voru hinsveg- ar mest öll keypt frá Eng- landi á þessum árum, og vf- irleiít hin sömu, sem hér voru noluð í aðalatriðum. Veiðiaðferðir voru yfirleitt hinar sömu ng hér líka, að því er cg vissi til. t islendingar i fíoston. —- Um það leyti, sem eg fór frá Boston, voru þar fleiri landar en í nokkurri annari borg á austurströnd Bandárikjanna. Munu hafa verið þar nálega 200 íslend- ingar um þessar mundir. Flestir stunduðu jiessir menn sjó, ýmist á bátum cða log- uritm, þó langflestir á tog1- urum. Eftir 1930 kom mikil við- skipíakreppa í Bandaríkjun- um, eins og viðar um heim, og við j)að varð lalsvert at- vinnuleysi. Varð það til þess', að ísléndinagr, sem voru bú- settir sunnar á austurströnd- inni og i New York fluttust búferlum norður til Boston, en j)ar var lcngst af hægt að fá skiprúm eða einhverja aðra atvinnu við útgerð. Um þessar mundir mun Magnús Magnússon liafa verið eini íslendingurinn sem átti silt cigið skip í Boston. Var það togari, er liann átti. Jafnan voru íslendingar skipsmenn hjá Magnúsij og er mér tjáð, að svo hafi löngum verið síð- an eg fór. Á þessum árunx var blóm- legt félagslíf ineðal landa í Boston, og liefir verið svo lengst af síðan landar komu þangað. Þó var ekki neitt skipulagt félag meðal íslend. inga í horginni á þessum ár- um, en niörg íslenzk Iieim- ili voru í borginni og komu landar þar oft saman, og einnig á öðrum stöðum. Yfir- leitt reyndu menn að komast saman á” skip eftir því sem unnt var, og var altítt, að lil voru skipshafnir sem nálega eingöngu voru íslendingar. Móðursjfip og „doríur“. — Áður en stóru vélskip- in og togararnir fóru að tíðk- ast í Boston, var fiskveiði á svokölluðum Móðurskipum mjög algeng þar frá borg- inni, og mun sú útgerð tíðk- ast jafnvel enn ]>ann dag i dag. Venjulega voru þessi móð- urskip um 200 smálestir að tsærð, og höfðu í kring um 24 „doríur“ innanborðs. Var þeím staflað liverri niður i aðra á þilfari skipsins á leið- inni á miðin og í land. Dorí- urnar sjálfar voru flatbotn- uð tveggja manna för. Þegar kornið var á miðin, voru doríurnar settar fyrir horð' með tveimur mönnum hver, og mikið af lóðum. Lögðu jiær lóðirnar í lcring lun skipið eftir því sem kringumstæður levfðu. Fisk- aðist oft vel á lóðirnar og kom fyrir að móðurskipin voru lilaðin með þessari veiðiaðferð á tveim sólar- Iiringum. Venjulegasti úti- legutími sldpanna var þö um viku tími. Var sótt á bank- ana út af Bö ston venjulega út á George Bank. Doríurnar voru yfirleitt seglskip. Hlutust oft stórslys af jjeim á mönnum. Mjög er misviðrasamt á miðunum út af Boston. Kemur stundum fyrir, að veður rýkur upp í foráttu á augnabliki með hafróti, svo allt ætlar um lcoll að keyra. Kom eigi sjaldan fyrir, að doriurnar voru nýlagðar frá móður- skipinu, er slikt veður brast á, og undir slíkum kringum- stæðum áttu seglskipin mjög erfitt með að koma, doriun- um til hjargar. Eru allmörg dæmi j)css, að móðurskipin konui inn til Boston með að- eins skipstjórann og mat- sveininn innanborðs, — én þeir yoru j)eir einu, sem voru um borð meðan hásetarnir fiskuðu á doríunum. Höfðu móðurskipinj slíkuin tilfell- um ekki verið fær til j)ess að koma mönnunum á dor- iunum til bjargar og drukkn- uðu þar stundum heilar skipshafnir. Voru það stund. um um 50 manns. Voru slík slys hin liörmuíegustu og sló jafnan miklum óliug á borg- arhúa, er um þau frétlist/ En sjómennirnir létu samt ekki llugfallast við sjósókn- ina á jjessum skipum. Þeir kærðu sig kollótta um hætt- Framh. á 6. síðu Skátarnir. Bandalag íslenzkra skáta á tuttugu ára afmæli í dag, ’pótt skátahreyf- ingin sjálf sé taisvert eldri hér á landi. Skát- arnir halda upp á þetla afmæli, en það eru í rauninni ínargir fleiri, seni gela tekið þátt í fagnaSinuni með þeini, þvi að þeir hafa unnið góð störf, sem koma miklu fleiri i hag en þeim einum. Þeir hafa alltaf verið og eru jafnan viðbúnir til að hjálpa. þeim, sem í nauðir rek- ur, teita að mönnum, sem týnzt hafa, hjálpa til við safnanir handá bágstöddum og svona mætti lengi telja. Þeir hafa oft lagt á sig mik- ið erfiði til að hjálpa öðrum, og þeir telja það aldrei eftir sér, heldur gera það með glöðu, geði og eru alltaf reiðubúnir til að gera meira. * Uppeldi. Skátahreyfingin er í rauninni uppeld- ishreyfing, sem miðar að því að efla það, sem gott er í fari hvers, sem gerist skáti og rýma því burt, sem miðúr fer. En það er ekki ufinið að því einu. Skátarnir eru látnir venja sig á heilsusamlega lifnaðarhætli, elska landið og útivist uppi um fjöll og fyrnindi og að bjarga sér á slíkuni ferðum. Það er allt mik- ils virði, ekki aðeins þær stundir og daga, sem maðurinn •— eða stúlkan — er skáli og. í öll- um herldæðum, heldur og í daglegu lifi. * ICveldvakan. Eg gæti nú haldið áfram að be.rg- mála um skátana dálkinn niður, úr því að cg. er á annað borð byrjaður, og hefi eg þó aldrei verið skáti. Én eg hefi þekkt marga skáta — þvi'miður engar skátastúllair — og aílt eru þetta beztu þilar. En eg ætla að hnýta hér aftan í nokkurum þakkarorðum fyrir skátakveld- vökuna í fyrrakveld. Hún var yfirleitt ágæt og gaf .ljósa hugmynd umi stefnu og störf skátanna. Og hinar ungu og frisklegu stúlknaraddir, sem sungu milli erinda, mætti gjarnan láta til sín heyra aftur. • Fram. Eg hlýddi um daginn á tal fveggja gam- alla Fram-ara. Þeir voru að tala um blá- stakkana og fagna því, að þeir voru nú aftur byrjaðir að sigra. Þeir eru þegar búnir að „laka“ I tvö mót, Tuliniusarmótið og þriðja l'lokks i niótiö.'og hver veit nema þeir eigi.eftir að sigra | í fieiri niötum í sumar. Fram hefir verið í öldu- dalnum að undanförnu, þvi að gæfan er fall- völt, en nú virðast piltarnir i félaginu vera að hefja það aftur til fyrri frægðar. Sú var tíðin, að Fram-arar voru mestu knattspyrnumenn þessa bæjar og hver veit nema anuað frægðar- limabil þeirra sé að hefjast. * Dansleikir Um hverja helgi að hcita má, eru utanbæjar. nú haldnir dansleikir einhvers stað- ar i nágrcnni Reykjavíkur. Flykkj- ast þangað, auk þeirra sem næslir búa, oft allskonar lýður héðan úr bænum, og er hann til lítils sóma fyrir höfuðstaðinn. Þvi að ætl- unin virðist ekki lielzt vera að skemmta sér, heldur að geta látið öllum ilium látum, „þar sem enginn þekkir mann..Þarf ekki að taka það fram, að lýður þessi er öllum mönnum livim- leiður og sjálfum sér og Reykjavík til skannn- ar. Er réil að segja hér nýjustu söguna af þvi, hverju menn finna upp á, þegar þeir eru komn- ir út fyrir bæinn og hafa striðsöl meðferðis. * Lagðist Síðasta laugardag var haldinn daris- til sunds. leikur austur á Selfossi, en Reykvik- ingar af vissu 'tagi virðast sækja þangað, ])egar svo stendur á. Meðal komumanna úr höfuðstaðnum var maður einn, sem liugðist synda yfir Ölfusá, þegar liða lók á nóttina. Gekk hann niður að ánni, fór úr fötunum og lagðist til sunds. En hann var ekki búinn að synda harla langt, þegar honum þótti vatnið öþægilega kalt og sneri aftur til sama lands. Sagan er talsvert Icngri, en skal þó ekki sögð hér öll, cnda fyrst og frenist lil þess ætlazt að sundgarpurinn og þeir sem með honum vorii, fái að vita að það vitnast fljótlega, þegar menn hegða sér svona. * Falleg Það er dáfalleg auglýsing fyrir bæ- auglýsing. inn og menningu hans, annað cins framferði og þetta. Það er svo sem ekki hægt. að ætlast til þess, að þeir sem sjá slíkl framfcrði og þekkja ekki annað til Reyk- víkinga, hafi á þeim háar hugmyndir. En s.vóna er aldarandinn og þaitnig er fslendingurinn, þeg- ar hin marglofaða menning hans er dottin af honum. Hún er rétt á borð við eggjaskurn. Það er ekki dýpra á ömenningunni í íslcndingnum cn Tartaranum í Rússanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.