Vísir - 09.06.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 09.06.1945, Blaðsíða 7
Laugardaginn 9. júní 1945 VISIR CL <r 2p/oyd Jo. czDougIas: EÁdjriilfrnn 137 vcl ldæddir flestir. Sennilega efnamenn úr verzlunarliverfinu. Nokkurir ungir prestar lika. ólundarsvipur var á mönnum, en allir IilustuÖu i eftirvæntingarfullri þögn. Slefanos var ekki mjúkmáll. Þar stóð hann djarfmannlegur mcð fjöldann allt í kringum sig og rétti út hendurnar er hann skírskotaði til s'kynseminnar — en alls ekki til miskunnar- innar. Ilann var ekki ögrandi, en óhræddur. Ræða lians var engin skrumræða, sem talaði til tilfinninga fáfróðra manna, lieldur brennandi ákæra á hendur leiðtogum Jerúsalemsborgar, sem böfðu, sagði Stefanos, forsmáð læknis- dóminn við böli hennar. „Þér hafið talið yður vera hina útvöldu þjóð!“ hélt hann áfrain og dró ekki úr því. „Forfeður yðar börðust út úr einni áþjáninni eftir aðra og lentu alltaf í þeirri næstu. Voru sífellt að leita að lausnarmanni, en skeyttu aldrei um liina miklu spekinga, sem voru á meðal yðar ! Aftur og aftur komu frain innblásnir foringj- ar meðal þjóðar yðar, en voru ávallt ofsóttir og smánaðir — ekki af hinum fátæku og þurf- andi, beldur af mörinum eins og yður!“ óánægjualda leið um reiðan fjöldann. „Ilverja af spámönnum yðar,“ spurði Stef- anos, „ofsóttu feður yðar ekki? Og nú liafið þér svikið — og myrt — liinn réttláta!“ „Þú „guðlastar!“ brópaði ríkilát rödd. „Þér!“ brópaði Stcfanos og sveiflaði bendi yfir allan fjöldann, „þér, sem segizt liafa með- tekið Iqgmálið úr höndimi cngla, livernig liafið þér liahíið það?“ Reiðiöskur gullu við, en enginn hfeyfði hönd gegn honum. Marsellus hugsaði með sér, hve lengi æðisgenginn fjöldinn mvndi stilla' reiði sína yfir þessum miskunnaríausu ásökunum. Langt að baki í útjaðri þyrpingarinnar kast- aði einhver lmullungi. Honum var hnitmiðaið og kom á gagnaugað, svo q& hann riðaði. Ilann bar hönd að liöfði sér ósjálfrátt til að þurrka blóðið. Annar steinn, sem fast var kastað úr æfðri hendi, drundi á olnboga lians. Múgurinn rak upp liátt öskur. Rétt í svip vonaðist Mar- sellus til þess, að ópið væri mótmæli gegn þess- ari lögleysu, en liitt kom brátt í ljós, að ópin voru á móti ræðunni en ekki grjótkastinu. Gleðióp gall við þegar annar steinn kom beint i andlit Grikkjans. Tveim öðrum var ekki jafn- vel kastað; þeir flugu yfir höfuð Stefanosar og inn í mannþyrpinguna hinum megin. Glæsi- mennin, sem fyrir voru, tróðu liver á öðrum til að komast í skjól. Stefanos liélt höndum um blæðandi liöfuðið og liörfaði undan liinni æðis- gengnu mannþyrpingu, cn ekkert lát var á grjóthríðinni. Hundraðshöfðinginn æpli skipunarorð og her- mennirnir hlupu frani. Þeir ruddu sér braut gegnum þyrpinguna og gáfu olnbogaskot til vinstri og liægri án tillits til þess, liver fyrir varð, og fekk þar margur valdsniaðurinn ó- þægilegt liögg í síðuna. Marsellus hafði staðið fyrir aftan hávaxinn hermann og fylgdi lionum nú eftir. Sér lil undrunar sá hann hermanninn reka olnbogann beint framan i feitan prest, sem tignar sinnar vegna hafði ekki talið sér sæm- andi að liörfa fljótt undan. Nú liöfðu hermenn- irnir stillt sér í Iiálfhring fyrir framan áhorf- endurna. Þeir vörnuðu mönnum með spjótun- um. Steinarnir flugu enn tíðar nú og unnu sitt hlutverk. Marsellus var farinn að sjá, að það var engin slysni eða tilviljun, að þetta skeði. Finu mennirnir köstuðu engum steininum, en þeir höfðu skipulagt grjótkastið; sjá májti minna, Þcir, sem köstuðu steinunum, voru æfð- ir menn. Stefanos lá í lini'pri á jörðinni. Hann reyndi að lialda blóðugri licndi til varnar höfðinu. Hinn liandleggurinn liékk máttlaus. Múgurinn öskr- aði. Marsellus þekkti það dýrsóp. Hann hafði oft lieyrt það í Sirkus Maximus. Hann ruddist til hávaxna hermannsins, sem veilc fyrir lion- um, þegar liann sá livér niaðurinn var. Nokkurir ungu mannanna í þessum æpandi mannfjölda ákváðu nú að leggja hönd á plóg- inn. Hundraðshöfðingiiin þottist ekki taka eftir því, þegar þeir laumuðust á niilli hermann- anna. Þeir voru rauðir i framan og afinyndaðir af reiði. Þeir gálu ekkert gert Stefanosi franiar, því hann lá þegar andvana á gölunni. En stein- arnir, sem þeir köstuðu gætu þó alltaf verið til vitnis um það, að þeir voru fúsir til að Ijá þess- um glæp samþykki sitt. Marsellus hafði hjartslátt. Hann liafði ekkert getað að hafzt. Ef Júlíanus hefði verið þar, þá hefði Iiann gctað mótmælt þessu, en við liundr- aðshöfðingjann þýddi ekkert að skammast. Ilann var bara að lilýða fyrirskipunum. Veslings Stefanos lá dáinn eða að minnsta kosti meðvil- undarlaus, en valdsmennirnir héldu áfraili að grýta liann. Allt í einu kom i Ijós fyrir framan Marsellus hinum megin ungur skriffinnslegur maður með dýra kollu og dúsk á liöfði. Hann var án efa námsmáður. Hann var fremur lágvaxinn en þrekinn. Fingur hans voru krepptir og hörku- legt andlit hans var afskræmt af reiði. Sérhver hnullungur, sem buldi á máttlausum líkaman- um, átti blessun lians visa. Marsellus horfði á öskugrált andlit hans og undraðist, að maður svo skynsamur, að því er virtist, skyldi geta sýnt þá illmennsku að gleðjast yfir skepnukap eins og þessum. Brátt skauzt fram feitur maður i dýrri, svartri skikkju, snaraði henni af sér og fekk unga manninum og bað hann geyma. Annar maður hár og virðulegur gekk á eftir Vini sín- um, fekk einnig unga menntamanninum skikkju sina og fór að rífa upp stein úr göt- unm. Frá mönnum og merkum atburðum: Marsellus laut að lágvaxna nianninum og spurði liörkulega: „Hvað liafði haiin gert þér ?“ Ungi maðurinn leit við og liorfði reiðilega í augu Marsellusi. Hann virtist vera illfygli en enginn auli. Svipur lians var sérkennilegur. „Ilann guðlastaði!“ hrópaði hann. „Er liægl að jafna guðlasti við morð?“ lireytti Marsellus út lir sér. „Ef þér komið í lögvitringaskólann á morg- un, vinur minn,“ svaraði hann og róaðist, því nú virtist sem guðfræði hans gæti komið honuni i góðar þarfir, „þá skal eg upplýsa yður. Spyrjið eftir Sál — frá Tarsus,“ bætti hann við stællur. „Eg er rómverskur borgari eins og þér!“ Engir sleinar voru á lofti lengur. Mannfjöld- inn tók að dreifast. Ungi guðfræðingurinn rétti frá sér skikkjurnar, sem hann liafði haldið á, og var að ryðja sér braut gegnum mannþyrp- inguna. Hermennirnir voru enn á sínum stað en farnir að ókyrrast og fýsa lausnar frá skyld- unni. Hundraðshöfðinginn var að tala lágum rómi við síðskeggjaðan Gyðing í svörtum kyrtli, sem gaf tign hans-til kynna. Mannfjöldinn var óðum að tvíslrast. Marsellus liorfði annars liugar á lemstraðan likama þessa hugprúða Grikkja. Þá sýndist honum lianii sjá lífsmark með honum. „Þei þei!“ var alls staðar hvislað um mann- fjöldann, þegar þeir sáu liann rísa á knén. Blóð- stokkið andlitið horfði upp og um marðar og meiddar varir lék gleðibros. Skyndilega rétti Stefanos up]i annan handlegginn, eins og liann ætlaði að takast í hendur við vin. „Eg sé liann!“ hrópaði liann sigri lirósandi. „Eg sé liann! Dottinn minn Jesús, taktu mig!“ Augun féllu aftur, höfuðið drúpti og Stefanos lmeig niður á meðal steinanna. Áhorlendur voru agndofa í svip en sneru brátl á brott. Menn stönzuðu ekki til að spyrja spurn- inga. Allir flýttu sér burt sem liræddir væru. Marsellus liaí'ði ákafan hjartslátt og var þurr í kverkum. En gagntekinn var liann einhverj- uni ólýsanlegum fögnuði. Augun voru tárvot, en ósjálfrátt bros lék um andlitið. Hann sneri sér við ög horfði framan í ringlað- an hermanninn, sem staðið liafði fyrir aftan liann. „Þetta var furðulegt, herra ininn!“ tautaði hermaðurinn. „Langtum furðulegra cn þú gerir þér í liug- arluiid!“ sagði Marsellus. „Eg hefði getað. svar.ið, að Grikkinn væri dauður! Ilann hélt hann sæi einhvern koma sér til bjargar!“ ? >■. ■ -4 ; ; ■ ■: - „Hann sá áreiðanlega einbvern kpma sér til Iijálpar!“ sagði Mars,ellus með.ákefð. . „Dauða GaJíleiunánnimi, kannskc?'j; sput'ði. IiermaðuEÍnnihræddur.;:. :*u, ’••• í n „Sá er kilis. ekki: dauður, vinur ming,|“ sagði Marscllusl „Hanji cií eins lifajldi;Og nokkuivaem hér er!“ ' , ’ ' i Marsellus lét berast þaðan með fólksstraumn- um, Iirærður í hug og varirnar tilruðu af geðs- hræi-ingu. Ilugsanir hans voru allar á ringul- „Vid emm til frásagnai". af vatnsbragð að því. Það var næstum ógerlegt að koma því' niður, jafnvcl fyrir banbungraða menn. Hugsanagangur manns verður all-einkennilegur, cr menn búa dag eftir dag, viku eftir viku og mán- uð eftir mánuð þar, sem dauðinn ríkir. Við vorum vanir að kasta tölu á þá, sem létust, og reikna út el'tir því, hve langur tími mundi líða, þar til við værum allir úr sögunni. 50 menn á dag — 1500 á mánuði. Eftir fimm mánuði yrði enginn eftir. En * við komumst að þeirri niðurstöðu í meðaltálsútreikn-. ingi, að eiiginn okkar gæti í rauninni gert sér von- ir uni að lil’a nema 2 mánuði. Sumir þeirra, sem voru veikir, vildu ekki bíða lengur. Þeir höfðu bugazt í baráttunni. Þeir urðu enn veikari af að eta grjónamaukið, og þeir voru svo máttfarnir, að þeir §átu ckki hirt sig. Við hinir reyndum að mata þá, létum liöfuð þeirra hvíla á knjám okkar, töluðum við þá og báðum þá að vona. En við höfðuni þó engum vonum að miðla. Þegar svona cr komið, er ekki hægt að taka á sig byrðar annarra. Maður þarf að halda þeirri litlu orku, scm maður býr yfir, til þess að geta dregið fram lífið. Við hjúkruðum kannske einliverjum tiu daga eða svo. En svo var allt í einu bælið hans tómt. Og við vissum, hvert hann hafði staulazt eða skriðið. Nálægt salernisgryfjunum var dálítill kofi. Þak- ið var gert úr vöndlum cogan-gresis. Á öðrum gafli kofans var stórt op og var kofinn því opinn fyrii- regni. Þarna dengdu Japanar líkum þeirra, sem lét- ust í fangabúðunum. Þarna lágu þau í kös, þar til liúið var að taka fleiri fjöldagrafir. Þegar einhver var búinn að missa alla lífslöngun og þrótt, skreiÁ hann inn í þennan kofa og lagðist við lilið hinna látnu. Við vorum teknir í vinnuflokka til sldptis, til þess að taka grafir. Að þcssu var unnið síðdegis dag livern. Þetta var erfitt verk. Við urðum að færa lík— in ur fötunum, í fyrsta lagi vegna þess, að við' þurftum á þeim að halda. Likin voru jafnan sett mörg í sömu gröf. Og ávallt nakin. Við urðum að' bcra þau meðfram fangaskálunum, og allir, jafnvel hinir sjúku, stóðu í hermannsstöðu, meðan likin. voru borin fram hjá. Stundum kom það fyrir, að einhver hafði náð í. blóm og lagði ó lík yinar eða félaga. Verst var við þetta að fást á rigningatimanum. Við hugsuðum oft um þetta, þegar við unnum á hrísgrjónaekrunum við Davao. Þegar við stóðum þar í leirnum, minntumst við þess. Greftrunin fór fram á láglendi 1—2 kílómetra frá fangabúðunum. Ekki var séð fyrir neinni framræslu. Gröf, sem graf- in var árdegis og skihn eftir ófyllt, var orðin barma- full af vatni síðdegis. Rigningardag nokkurn var Johnny i vinnuflokki, sem íyrirskipað var að taka gröf, um 5 metra á lcngd og liálfan þriðja á breidd. Skömmu eftir að verkinu var lokið, var hún hálf-full af vatni. 38 lík voru sett í gryfjuna. Jolinny gat ekki beðið hina að fara niður í vatn- ið og leggja líkin til skipulega, enda var það til- gangslítið vegna vatnsins. Þeir urðu að velta lík- unum niður í gryfjuna. Sumir fanganna sncru sér undan. Mörgum varð óglatt. „Við verðum að gera þetta, lierðið upp hugann, félagar“, kallaði Johniíy og tók reku og fór að moka ofan í. Hann vildi gjarn- an doka við og segja fram bæn, en japönsku varð- inennirnir voru nærstaddir, æpandi og ógnandi, svo að hann lét það nægja, að biðja í hljóði á heimleiö * fyrir sálum hinna látnu og fyrir þcim öllum. Það er einkennilegt, en það var eins og okkuí væri nokkur styrkur í að minnast alls þessa. Það var eitthvað líkt því að taka það, sem geymt var í dimmustu fylgsnum hugans, og setja það þar, sem birtu bar á. Og einhvern vegimi þóttumst við vissr ir um að það versta væri að’ baki. Við viSkum ekki, að tvö ár mundu líða, þar til skótið yrði tvindurr skeyli því, seiii íioðaði ókkur, að frclsið væri í nandí Við vissnin ckki, að það sem beið okkar þessi tv^ qr, var svo ægilegt, að vistm í Davao var ,-jiæstuim saduvist í samanburði tvið það, Sem béioícáíKáií. jj H> Það gat svo sem verið vcrrrá en þáð var í byrjf; un þarna í Davao. Vjþ fórum á fætur dág liverii. fyrir dögun til að hefja slörf á hrísgrjónaékrunuinf. Við vorum fluttir á óyfirbyggðum vögnum, sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.