Vísir - 09.06.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 09.06.1945, Blaðsíða 3
Laugardaginn 9. júní 1945 VISIR Vörurnar sem Svíar selja Islendingum. ^iðskiptaráð kefir nú aug- lýst eftir umsóknum fyr- ir vörum samkvæmt við- skiptasamningnum við Sví- þjóð. Hér fer á eftir skrá yfir þær vörur, sem leyfi verður veitt fyrir og hversu mikið samningurinn ákveð- ur af hverri tegund. • Sv. kr. Eldspýtur ......... 200.000 Timbur, 6500 standards Síldartn., 125.000 stk. Pappír og pappi, 7000 tonn Stál............... 100.000 Kanthal-efni ...... 100.000 Verkfæri .........1.000.000 Hnífar og skæri . . 125.000 Rakvélar, rakhnif- ar, rakblöð .... 230.000 Kúlulegur.......... 250.000 Bátamótorar ..... 1.000.000 Varablutar í báta- mótora ......... 100.000 Verkfæravélar .... 250.000 Landbúnaðarvélar 750.000 Skilvindur og strokkar . .• 630.000 Saumavélar 125.000 Prjónavélar 90.000 Kæliskápar og is- skápar 400.000 Þvottavélar 30.000 Skilvindur fvrir síldarverksm. . . 600.000 Rafstöðvaefni . ... 9.400.000 Rafmótorar . .. 2.100.000 Rafmagnsheimilis- tæki .............. 500.000 Símaefni......... . 1.750.000 Reiðbjól, 1000 stk. Skip 28 — (þar af 15—20 togarar) Vélbátar 55 stk. Byssur............... 100.000 Vitaefni ............. 300.000 Skotfæri .............. 25.000 Samkvæmt samningum, leyfir íslenzka ríkisstjórnin innflutning fj'rir öllum of- angreindum vörum og lýsir því jafnframt yfir, að veitt verði gjaldeyrisleyfi til greiðslu á vörunum. Ákveðið hefir verið að starfrækja nppeldisheimili fyrir börn að KumbaravogL Drykkjumannahæli verður að Kaldaðarnesi. Þann 22. maí skrifaði Um dæmisstúkan nr. 1 bæjar- ráði, þar sem spurst var fyrir um það, hvort bærinn muni vilja taka við húsum og jörð að Kumbaravogi, til þess að reka þar uppeldis- heimili fyrir börn. Vísir snéri sér til Jóns Gunnlaugssonar Stjórnarráðsritara í gærdag og innti hann frekari frétta af þessu máli. Sagðizt Jóni svo frá: pkkur var kunnugt um j)að, að bærinn vildi áður fá þennan stað til þess að reka þar barnaheimili og þess vegna viljum við láta hann ganga fyrir núna. Er það ætlunin að leiga staðinn til fimm ára, vetur og sumar, en aftur á móti hefir ekki komið -neitt svar þessu viðvíkjandi ennþá frá bænum. Fari svo, að bærinn vilji ekki taka þessu boði er ])að ákveðið, að templarar reki þar á sínum vegum barnaheimili. Hvað um drykkjamanna- liælið? Það verður flutl að Kald- aðarnesi nú á næstunni. Er þegar byrjað að lagfæra gamla sýslumannshúsið þar á staðnum og verður það vænt- anlega ibúðarfært, að minnsta kosti yfir sumar- mánuðina, eftir um það bil eina viku. Annars var þetta liús í mikilli niðurníðslu, t. d. al’ar rúður brotnar, skilrúm rifin burt o. s. frv. Þá mun það og ællun ríkisins að láta reisa viðbótarbús á staðnum, því drykkjumannahælinu er þarna ætlaður staður í fram- tiðinni. Það er Björn Rögn- valdsson húsasmiðameistari sem sér um lagfæringar á gamla sýslumannshúsinu núna. Eru nokkrir braggar not- hæfir þarna? Það getur maður varla sagt. Á staðnum voru um það bil 500 braggar, sem allflestir eru nú orðnir með öllu ónýt- ir og . er~ þegar búið að rífa nokkuð af þeim niður. Ann- ars er það meiningin að nota haldbeztu braggana fyrir vinnuhús og^þess háttar, t. d. lil að láta liöggva þar steina, því liælismenn munu vinna að því. Verður ekki rekinn bú- skapur á jörðinni? Eg geri ráð fyrir að það verði eitthvað, enda er þarna ágætt fjós og ennfremur stór hlaða. .Rétt er að geta þess liér, að stjórn sumarheimilis templ- ara liefir einnig boðiðReykja- víkurbæ hús templara að Jaðri til leigu, með það fvrir augum að rekin verði þar heimavistarskóli. Þessu bréfi liefir ekki heldur verið svar- að. Náttúrufræðingurinn, 1. hefti 15. árgangs er komið út. Hitið er fjölbreytt og vandað eins og endranær. Af efni rits- ins má nefna: Veðurstofan 25 ára (Björn L. Jónsson). Ofursmá- sjáin og lægstu lífverurnar (Sig- urður Pétursson). Fræ og fjölg- un (Ingólfur Davíðsson). Heim- sókn í risafuruskóg (Árni Frið- riksson). Þvert yfir Vatnajök- ul sumarið 1875 (W. L. Watts). Um lifnaðarhætti isl. fjallarefs- ins (Theódór Gunnaugsson). Kamelljónið (Arni Friðriksson). Lítið sníkjudýr (Halldór Vig- fússon). Auk þess er ritið prýtt fjölda mynda. Kennaraskólalóð. Bæjarráð samþykkti að ætla lóð undir kennaraskóla og æf- ingaskóla í sambandi við hann á Skólavörðuholtinu, vestan Bar- ónsstigs og norðan Eiriksgötu, noður að lóð fyrirhugaðrar gagn- fræðaskólabyggingar. Lá fyrir bæjarráði bréf frá kennaraskóla- stjóranum, þar sem falazt var eftir þessum stað. Gagnfræðaskólinn í Iteykjavík. Bæjarráð liefir samþykkt, að heimila borgarstjóra að fala gamla sttýrimannaskólann á leigu næsta vetur til gagnfræðaskóla- halds. I.R. vasm Reykja- víkurboðhlaupið. 7. Boðhlaup Ármanns umhverfis Reykjavík fór fram í fyrrakvöld í blíðskaparveðri. Orslit hlaupsins urðu þau, að sveit I.R. bar sigur úr býtum, rann skeiðið á 17:38,6 mín., sem er nj'tt met í hlaupinu. önnur í mark varð sveit Ár- manns á 18:00,8 mín. og 3. sveit K.R. á 18:17,4 mín. Eru þetta allt þeir beztu tímar, se mfélögin hafa náð hvert fyrir sig. Ármann hafði forystuna eftir fyrsta sprettinn, 1675 h., en á þeim næsta, 800 m., komst l.R. í farabrodd og náði brátt góðu forskoti. Bil- ið hélzt nokkurn veginn alla leið i mark, þó með smá- breylingum. 1 hinni sigursælu sveit I.R. voru þessir menn: Sigurgísli Sigurðsson (1675 m.), Jó- hannes Jónsson (800), Hallur Símonarson (200), Svavar Gestsson, Haukur Glausen, örn Clausen, Magnús Bald- vinsson, Sigurður Sigurðsson, Gylfi Hinriksson, Jóel Sig- urðsson og Valgarð Runólfs- son (150 m. hver), Hannes Berg (200), Finnbjörn Þor- valdsson (400), Kjartan Jó- hannsson (800) og Óskar Jónsson (1500). Gamla met- ið var 18:09,0 mín., sett aí' Ármanni 1941. I.R. vann nú Alþýðublaðsbikarinn í annað sinn í röð. Framkvæmdanefnd þessa boðhlaups þyrfti endilega að koma betra skipulagi á það. Eins og nú er, úir og grúir hlaupaleiðin af hjólreiða- mönnum og bílum, sem sigla í kjölfar þess, sem leiðir hlaupið eða einnig á undan. Inni á velli, þar sem hlaupið hefst og endar,' verður svo varla þverfótað fyrir hjólum og áhorfendum og einkum hefur reynzt tafsamt fyrir keppendur að komast leiðar sinnar inn um«hliðið og inn á brautina. Nýkomnir odýrir KVENSKÓR. VERZI.C .2285. Snmaiieyfið. Harla líklegt má telja, að undanfarna góðviðrisdaga hafi margir farið að velta því fyrir sér, hvcrnig þeir eigi að verja sumarleyfinu, ekki sízt drengir og piltar, því það fylgir þeim aldrinum, að láta slíkar bollaleggingar ekki bíða fram á síðustu stund. En hinir hafa áreiðanlega ekki verið svo fáir, er þurftu ckki að hugsa sig um, því að þetta var þegar álcveðið, og það fyrii- löngu: „Auðvitað fer ég í Skóginn!“ En þó einkennilegt megi heita, þá munu þó vera marg- ir drengir og piltar í Reykja- vik, sem ekki vita neitt um þennan „Skóg“, og til þess eru þessar línur ritaðar, að benda þcim á, að í Vatna- skógi er gott að vera. K.F.U.M. í Reykjavík hefir rekið þar sumarstarf síðan sumárið 1923 og hafa vin- sældir þessa starl's farið vax- andi með árunum,.og er Ijós- astur votturinn uril það auk- in aðsókn að sumarbúðunum. K.F.U.M. hefur nú til um- ráða 3 liektara lands með- fram suðurströnd Eyrarvatns í Svínadal, en þar er Vatna- skógur, um 90 kílómetra frá Reykjavík. Aðstæður þar til sumardvalar eru hinar ákjós- anlegustu fyrir röska drengi. Þar er eitthvað fyrir alla: Stórt stöðuvatn, sem bæði má synda i og róa á, þvi að ekki vantar bátana þar, eins og myndin hér að ofan sýn- ir; fjöll og hæðir, svo að all- ir geta farið í fjallgöngur við sitt hæfi; knattspyrnuvöllur dágóður, og aðrar hagkvæm- ar aðstæður til allskonar íþróttaiðkana, fjölskrúðugur gróður fyrir ])á, sem áhuga hafa á jurtalíli, og mikil náttúrufegurð fyrir þá, sem dá fallegt landslag. Sennilega hafa drengirnir, sem í Vatnaskógi hafa dval- ið, ekki gert sér svo skýra grein fyrir, hvað það er, sem sérstaklega laðar þá þangað aftur, en eitt vitaþeir glöggt: að í Vatnaskógi er gott að vera. En úr því að þetta er allt svona ágætt, er þá nokkur þörf á því, að vekja athygli á því? Nei, eiginlega ekki, — en það er nú svona með þá, sem þekkja Vatnaskóg og veruna þar, þá langar til að sem flestir þeirra, sem ekki eru svo lánsamir, fái að sjá það með eigin augum og reyna það sjálfir, hvað golt er að vera í Vatnaskógi. Skal nú ekki fjölýrt um þetta frekar, en aðeins tekið fram, að ráðgert er að starf- ið hefjist 14. júní og verði að mestu óslitið til 22. ágúst. Nánari upplýsingar er hægt að fá í auglýsingunum, sem birzt hafa í blöðum bæjar- ins (sbr. Visi 7. þ. m.), og svo á skrifstofu K.F.U.M. daglega kl. 5—7 e. h. (simi 3437). Ráðlegt væri fyrir þá, sem hafa hug á að dvelja í Vatna- skógi í sumar, að leita upp- lýsinga og tilkynna þátttöku sem fyrst, því þó hægt sé að taka á móti mörgum í sum- arbúðirnar, þá eru því þó takmörk sett scm öðru. D. Kópavogni — nágienm. Framfarafélagið Kópavogur heldur fund á sunnudaginn kemur kl. 2 síðdegis í her- mannaskála við Hafnarfjarðarvæg og Digra- nes. — FUNDAREFNI: Vegamál, skólamál, póstsamgöngur, vatnið o. fl. Allir, sem eiga eignir eða lögheimili í þeim hluta Seltjarnarneshrepps, er liggur sunnan Reykjavíkur, eru góðfúslega boðaðir á fund- inn. — Gefst þeim þá tækifæri til að ganga í félagið, sem ekki hafa þegar gert það. STJÓRNIN. Avaip há Máttúru- lækningafélagi Islands. Á morgun, sunnudaginn 10. júní, verða seld hér í Rvík, nierki til ágóða fyrir Heilsu- hælissjóð Náttúrulækninga- félags íslands. Stefnumið þessa félags eru bæjarbúum svo kunn, að um þau þarf ekki að fjölyrða. Þó skal það tekið fram hér, að heilsubót og heilsuvernd, eru þau mál, sem félagið berst fvrir. Til framgangs þessum málum er mikil þörf heilsu- hælis, sem félagið hyggst að reisa, helzt í nágrenni Rvík, svo fljótt sem nægilegt fjár- magn er fyrir hendi. Mun það mála sannast*að heilsu- fari margra manna er á þann veg liáltað, að vist á sIiloT liæli, væri þeim mikil nauð- sjrn. Breylt írataræði, léttara og hollara fæði. Dagleg böð, útivist í heilnæmu sveitalofti, fullkomin kyrrð, og reglu- bundnari lifnaðarhættir, mundu verða mörgum tauga- þreyttum manni til mikilla heilsubóta. Náttúrulækningafél. hefir fengið einn dag á ári staðfest- an sem fjársöfnunardag til framgangs þessu nauðsynja- máli. Félagið héitir því á al’a góða menn að kaupa merkin á morgun, og styðja með því aðkallandi mannúðar- og heilbrigðismál. — Foreldrar og aðrir aðstandendur ung- linga, levfið þeim að selja merki Náttúrulækningafé- lagsins á sunnudaginn. — Hvetjið þau til þess að ljá öll- um góðum málum fylgi sitt. Fyrir hönd fjársöfnunar- néfndar. — G. Þ. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.