Vísir - 22.06.1945, Page 3
Fostudaginn 22. júni 1945
VISIR
Mörgum nýjum sérleyfisleiðum bætt
við og ferðum fjölgað á þeim eldri.
Fargjöld hafa hækkað nokkuð frá í fyrra.
Hestflutningar yfir Siglufjarðarskarð.
Vísir hafSi í gær tal af Vil-
hjálmi Heiðdal, póst-
málafulltrúa, og innti hann
frétta af breytingum á sér-
leyfisferðum víðsvegar um
landið.
Sagði póstmálafulltrúi, að
mörgum nýjum sérleyfisleið-
um hefði nú verið bætt við
frá því í fyrra, auk þess hefði
ferðum verið fjölgað á nokkr-
um eldri leiðunum. Fargjöld
hafa hækkað nokkuð frá þvi
seni þau voru í fyrra sumar.
Hér fer á eftir yfirlit yfir
lielztu breytingarnar:
Nýjar leiðir.
Frá Borgarnesi liefir verið
bætt við mörgum nýjum leið-
um og eru þær þessar: Frá
Borgarnesi að Skeljabi’ekku,
fimm ferðir í viku, í Bæjar-
sveitina fimm ferðir i viku,
i Flókadalinn þrjár ferðir i
viku, í Lundareykjadalinn
þrjár ferðir í viku, að Grund
í Skorradal tvær ferðir i
viku og að Andakílsárfossum
þrjár ferðir í viku. Farið
verður til baka í Borgarnes
sömu daga og farið er upp
eftir.
Þá verður ekið þrjár ferðir
i viku frá Hellissandi til ól-
afsvíkur, eina ferð i viku frá
Stað til Óspakseyrarlirepps og
tvær ferðir frá Hólmavík að
Kirkjubóli. Til fcaka verður
farið frá öllum stöðunum
sömu daga og komið er þang-
að.
Teknar verða upp ferðir
frá Sauðárkróki i Seilu- og
Staðarhrepp einu sinni i viku,
og auk þess frá Sauðárkróki
i Lýtingsstaðahrepp og Ríp-
urhrepp, þrjár ferðir i viku
livora leið. Farið verðui’ til
baka sama dag og komið er
á staðinn. Ekið verður frá
Akureyri í Grýtubakkahrepp
eina ferð á dag fram og til
baka. Tvær ferðir í viku
verða farnar milli Búðíx og
Hafraness, fram og til baka
sarna dag.
Þá befir og verið ákveðið
að taka upp daglegar ferðir
milli Reykjavíkur og Vatns-
enda. Verður farið fjórum
sinnum á dag milli þessara
staða og er þessi nýbreytni til
mikilla hagsbóta fyrir sum-
arbústaðafólk sem stundar
vinnu hér í bænum.
Fjölgun ferða.
Milli Reykjavíkur og Álfta-
ness verða farnar 11 ferðir
vikulega í stað 10 í fyrra, yfir
sumarmánuðina. Á leiðinni
Reykjavík — Ilveragerði —
ölfushreppur verður fjölgað
ferðum, þannig að nú verða
daglegar ferðir á milli þess-
ara staða. Farnar verða tvær
ferðir á c’ag milli Reykjavik-
ur og Stokkseyrar með við-
komu á Selfossi og Eyrar-
bakka, en auk þess eru fyrir-
imgaðar nokkrar aukaferðir
á milli þessara staða.
Á leiðinni Reykjavik •—
Skeggjastaðir verða daglegar
ferðir, þ. e. a. s. alla virka
daga, í stað tveggja ferða
vikuiega í fyrra. Frá Reykja-
vik til Teyingalækjar verða
farnar þrjár ferðir í viku,
fram og til baka, í stað
tveggja áður. Frá Reykjavik
til Miðfells verða daglegar
ferðir, franx og til baka og
hið sama er að segja um ferð-
irnar milli Reykjavíkur og
I.augardals. Einnig hefir ver-
ið fjölgað ferðum frá Rvík í
Biskupstungur. Verða farnar
þrjár ferðir i viku milli þess-
ara staða.
Milli Rvikur og Hreðavatns
var í fyrra farið um Svínadal,
en nú liefir þessu verið breytt
þannig, að farið verður fyrir
Hafnarfjall, nema hvað ekið
verður um Svínadalinn einú
sinni í viku.
Ferðin milli Akraness og
Ferstiklu fellur að þessu
sinni niður vegna breytinga
á mjólkurflutningunum.
Ferðum frá Borgarnesi um
Borgarfjarðarhérað (Hreða-
vatn, Reykholt) verður fjölg-
að um fimm á viku, enda var
slíkt nauðsynlegt sökum áð-
streymis fólks til þessara
staða.
Milli Akureyrar og Þórs-
hafnar verður farið vikulega,
í stað þess að í fyrra var ein-
ungis farið ieinu sinni hálfs-
mánaðarlega á milli þessara
staða.
Framlenging leiða.
Fáskrúðsfjörður hefir ver-
ið settur í samband við bíl-
ferðir frá Ákureyri, þannig
að bátur gengur frá Eskifirði
til Ifafraness og er liamx í
sambandi við ferðir milli
Hafraness óg Búða i Fá-
skrúðsfirði. ;1 fyrra var farið
á milli Reyðarf jarðar og Hall-
ormsstaðai' einungis, en nú
hefir sú leið verið sett í sam-
band við ferðir á Berufjarð-
arströnd, þannig að leiðin til
Breiðdalsvíkur hefir lengzt
til Berufjarðarstrandar. Milli
Eskif jarðar og Reykarfjarðar
hefir ferðurn verið fjölgað
suma tíma, en aftur á móti
fækkað aðra tíma árs.
Hestflutningar.
Leiðin milli Sauðárskróks
og Haganesvíkur hefir verið
lengd til Siglufjarðar. Verður
farið yfir Siglufjarðarskarð.
Verður fyrst ekið á bifreið
frá Sauðárkróki að Ilraun-
um, en þaðan verður fólk og
farangur flutt á hesturn yfir
Siglufjarðarskarðið. Þegar
yfir það er komið verður ek-
ið áfram í bifreið til Siglu-
fjai’ðar.
Landssmiðja!! ætlax
að byggja stóxt
bátaskýlL
Fyrir nokkru sótti Lands-
smiðjan urn leyfi til bygginga
nefndar Reykjavíkurbæjar
til þess áð reisa bátaskýli úr
járni inn við Elliðaárvog.
Á fundi bygginganefndar,
sem haldinn var þ. 14. júni s.
1. var samþykkt að veita um-
beðið leyfi með þinglýstu
skilyrði um, að skýlið verði
tekið burtu, bænurn að kostn-
aðarlausu, eftir kröfu bæjar-
ráðs. Stærð þessa fyi’irhugaða
bátaskýlis er áætlað 1790 fer-
metrar.
löluverðar vegabæt-
ux á Vestfjöxðum.
Undanfarið hefir verið
unnið töluvert að vegagerð og
vegabótum á Vestfjörðum.
Langt er nú komið að
leggja Arnardalsveginn og er
nú ekki eftir að leggja nema
urn 900 metra langan spotta,
til þess að vegurinn verði
fullgerður. Er von um að
þessu verki verði lokið um
miðjan júli. í vor hafa þegar
verið lagðir um 500 metrar
frá Seljabrekkum að Kjar-
valsstöðum.
Á Breiðdalsheiði er ennþá
mikill snjór og getur nokkuð
tafizt enn þar til vegurinn
verður fær yfirferðar, jafn-
vél ekki fyrr en um miðan
júli. Gemlufallsheiði varð
fvrst fær bifreiðum fyrir
viku.
Þá er og unnið að viðhaldi
Önundarfjarðai’vegai’ins og
að nýbyggingu Hjarðardals-
vegar. Hafa verið lagðir um
800 nietrar i vor við þá veg-
argerð.
Tvær góðar skáldsögur:
„Móðír Island" eftir Hagalín og „Vik-
toría“ eftir Hamsnn.
Bókfellsútgáfan hefir ný-
Iega sent frá sér skáldsögu,
sem vekja mun mikla athýgli
bókelskra manna. Það er
skáldsaga eftir Guðmund G.
Hagalín, sem gerist í Réykja-
vík á hemámsárunum og ber
heitið „Móðir ísland“.
Lýsir Hagalin í skáldsögu
þessari sjónarmiði gamallrar
vestfirskrar konu, sem búsetl
er hér í bænum, til hernáms
íslgnds og hinna margum-
ræcldu ástandsnxála.
Hagalín er alþekktur að
bersögli og i bók þessari tek-
ur hann ástandsmálin til
meðferðar á djarfan og hrein-
skilinn hátt. Ilann hlífir eng-
um, hvorki lágum né háum,
en hinsvegar er hann sann-
gjarn og lxleypidómalaxis.
Einn sterkasti Jiátturinn i
skáldsagnagerð Hagalíns er'
hin lifandi framsetning hans
í samtölum, og gætir þessa
þáttar í ríkúm mæli í „Móðir
ísland á siraumamétum hugmynda
frá tveim heimsálfum.
Þjóðin velur og sameinar sínum eigin hugmyndum.
Blaðamenn sátu í gær boð
hjá Mr. Fralncis Spalding,
öðrum ritara amerísku
sendisueitarinnar.
i ræðu, sem Spalding, hélt,
minntist bann hinna mörgu
slórviðburða, sem gerzt
hafa hér og annars. staðar
síðan hann konx liingað í
marz 1944. Síðan sagði hann,
að liann teldi að íslendingar
liefðu komizt einna næst
því að öðlast „frelsin fjög-
ur“, sem Roosevelt forseti
minntist á i ræðu einu sinni.
Þeir, sem þarna væri saman.
komnir, væru, menn, sem
hefðu mikið af málfrelsi að
segja og hann, sem hefði ver-
ið i Þýzkalandi frá 1936—
39, hefði kynnzt bæði múl-
bundnum blöðunx og frjáls-
um blöðum. Það væri eins
hressandi og skemmlilegt að
lega íslenzk blöð, og það
hefði verið leiðinlegt að lesa
þýzku blöðin. Undir stjórn
nazista befði verið ógerning-
ur að starfa að blaða-
mennsku og þeir, sem féllu
ekki nazistum í geð, urðu
ekki langlifir í starfi sínu.
Hér væri bins vegar öll
mál rædd af fullri brein-
skilni. Blöðin ræddu um
innlenda og erlenda atburði,
skoðuðu hvern blut til að
finna kosti og löst. íslend-
ingar væru á straumamótum
búgmynda ogá hrifa frá
tveim heimsálfum. Blöðin
segðu þjóðinni frá því, sem
að bærist utan úr beimi, en
hún veldi úr það, sem not-
bæft væri, og sameinaði það
liugmyndum sínum og hug-
sjónum.
Jón Magnússon fréttastjóri
útvarpsins, formaður Blaða-
mannafélags fslands, þakk-
aði Mr. Spalding af hálfxi
blaðamanna, en að því búnxi
voru sýndar þrjár kvik-
myndir, sem sýndu hvernig
tré eru gróðurselt í Banda-
ríkjunum, til að liindra
uppblástur, lagningu mijkill-
ar olíuleiðslu þvert yfir
Bandaríkin og innrásina á
Palau á Kyrraliafi.
fsland“, enda eru mörg sam-
tölin blátt áfram snilldarleg.
„Móðir ísland" er 20. bók
Hagalíns og hefir liann til-
einlcað foreldrum sinum
hana. Bókin er um 10 arkir
að stærð og er útlit hennar
og prentun hin smekklegasla
í hvivetna.
Innan skamms er vænlan-
leg frá Bókafellsútgáfunni
gamalþekkt skáldsaga, sem
fyrir löngu er þó uppseld hér
á landi, en það er Viktoría
eftir Knut Hamsun.
„Viktoria“ er tvhnælalaust
ein vinsælasta og fegursta
ástarsaga, sem gefin hefir
verið út á islenzku. Þýðing
Jóns Sigurðssonar frá Kald-
aðarnesi liefir lika þótt af-
burða snjöll, enda er Jón
mjög ritfær og málhagur
maður. Jón hefir nú yfirfarið
þýðingu sína að nýju og lag-
fært þao sem til bóta hefir
mátt verða fyrir jiessa út-
gáfu. Þá liefir Átli Már teikn-
að sex heilsiðumyndir i bók-
ina, og ér ekki kunnugt unx
að Viktoría Hamsun’s liafi
verið myndskreytt fvrr í
nokkru landi.
Bséði „Viktoría“ og „Móðir
ísland“ munu fást innburidn-
ar i bókaverzlununi og verfa
scldar með tiltölulega hóf-
legra verði en almennt gerist
um bókaverð nú.
Áfc.eit á Slysavarnafélag íslánds.
Frá N. N. 50 kr., frá N. N, 160
kr., frá ónefndum 50 kr., frá N.
N. 20 kr„ frá N. N. 200 kr„ frá
Sirru 100 kr„ frá H. Ó. 5 kr„ frá
I. K. 5 kr„ frá I. V. 50 kr. Samtals
Beztu þakkir.
Knattspyrnan:
1. íl. mótið hófst
í gæx.
Knattspyrnumót 1. flokks
hófst í gær á íþróttavellin
um.
Leikar fóru þannig að
Víkingur vann Fram 1:0 og
Valur vanil í. R. 3:0. Mólið J Mæðrastyrksnefnd
hefir í sumar, cins og að und-
anförnu, sumarheinjili fyrir kon-
ur og börn að Þingbor-g i Flóa.
Konur þœr, sem óska eftir að vera
þar, komi á skrifstofu Mæðra-
styrksnefndar í Þingholtsstræti
18, er hún opin kl. 3—5 alla
virka daga.
kr. 640.00.
H. H.
heldur áfram kl. 3 á morg-
un, en þá keppa fc'ram og
K.R. og síðan Vikingur og í.
R.
í gær fór frqfii' kappleikur
milli 2. flokks Akureyringa
og KR-inga. Unnu KR-ingar
með 3:2.
Prestastefnan:
Staxfshættix kixkjuxmaf á komandi tíS.
Frá öðrum degi Prestastefnunnar .
Fundir hófust í gær meí
bænagjörð í kapellu Háskól-
ans,
Þar las sr. Jón Ivr. Isfeld
frá Bíldudal fjallræðukafl-
ann, Maltli. 5,1—13 og bað
síðan bænar. Þá var gengið
til fundar. Hófust nú umræð-
ur um aðalmál Prestastefn-
unar: Starfshættir kirkjunn-
ar á komandi tíð. Framsögu
höfðu: Biskupinn, sr. Friðrik
Hallgrímsson dómprófastur
og sr. Sigurjón Guðjónsson í
Saurbæ. Fluttu þeir ítarleg
erindi um þetta lúargþætta
mál, hver frá sínu sjónarmiði
og lýstu skoðun sinni á því,
sem gera þyrfti til þess að
kirkjan mætti ná enn betur
til þjóð.arinnar með boðskap
Sinn og hugsjónir kirkju-
dómsins. I umræðunuiri síðar
um daginn, sem voru mjög
fjörugar, lýstu prestar skoð-
un sinni á mörgum þeirra
alriða, er frummæleridui’
liöfðu reifað í framsögu sinni.
Tóku til máls í gær ÍO prest-
ar auk fi’amsögunianna. Um-
ræður lialda áfram í dag.
Auk þessa aðali^íls
prestastefnunnai’ voru af-
greidd ýms venjuleg presta-
stefnunxál, svo sem skýrslur
um messur, altarisgöngu og
aðra starfsemi presta, skýrsl-
ur um útlilutun styrks til
prestsekkna og fyrrverandi
presls o. s. frv. Þá var og
flutt skýrsla barnahéimilis-
nefndar þjóðkirkjunnar. —-
Flutti hana Hálfdan Helga-
son prófastur á Mosfelli.
Þá er lokið er prestastefn-
unni og aðalmál liennar hefir
verið afgreitt, verður vænl-
anlega sagt nokkuru nánar
frá nokkurum aðalatriðum,
sem fr.am komu i því nxáli,
og ályktunum þeim, er_ af-
greiddar vprða.
1 gærkveldi flutti svo sr.
Sigurður Pálsson i Hraun-
gerði opinliert erindi er hann
riefndi: „Mes$an i lúthersk-
um sið.J4 Var erindinu út-
varpað.
GARÐASTR.2 SÍMI 1899