Vísir - 06.09.1945, Blaðsíða 4
4
' V I S I R
Fimmtudaginn 6. septemhcr 1945
VÍSIR
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐACTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Yerð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Allia meina bót.
Ollum cr ljóst, að síldveiðarnar á þessit sumri
hafa orðið þungt áfall fyrir útveginn. Þó
nð hann sé að mörgu leyti hetur undir það
húinn nú en áður, að mæta slíku áfalli, þá
er enginn vafi á því, að það gerir mörgum
erfiðan róðurinn. En þetta er sú áhætta, sem
síldveiðunum fylgir frekar en nokkurri ann-
arri atvinnugrein, enda gefur hún oft mikið
í aðra hönd. Æskilegt væri að koma.þeim til
hjálpar á einhvern hátt, sem harðast hafa
orðið úti, ef þess er kostur. Hætt er þó við,
<ið nefndarskipun verði til lítils gagns í þessu
efni. En tilkynnt hefur verið frá ríkisstjórn-
inni, að atvinnumálaráðherra liafi skipað
nefnd, vegna þess að síldveiðarnar hafi hrugð-
izt. Vafalaust fæðist svo önnur nefnd bráð-
lega, vegna þess að heyskapur á Suðurlandi
hefur brugðizt. Slíkar nefndaskipanir eiga að
vera allra meina hót.
En þær geta oft orðið til þess að spilla fyr-
ir því, að mikilsvarðandi og aðkallandi verk-
efni séu tekin réttum tökum. Nefndirnar eru
venjulega lítið annað en „útþynning“ ábyrgð-
arinnar, og ef eitthvert mál er aðkallandi, þá
er sjaldan rétta leiðin að setja"það í nefnd.
Það er varla ofsögum sagt, að orðið „nefnd“
er að verða citiir í heinum alls þorra manna
hér á landi. Hér eru nú starfandi yfir sextíu
opinberar nefndir, og stöðugt er nýj um bætt
við. Hinar tíðu nefndaskipanir er sérkenni
íslenzks stjórnarfars. Ef eitthvað þarf að
framkvæmá, er skipuð nefnd. Ef um eitthvað
þarf að sémja, er skipuð nefnd. Ef eitthvert
mál þarf að athuga, er skipuð nefnd. Ef ráð-
herra veit ekki, hvernig á að ráða fram úr
einhverju máli, er skipuð nefnd. Þær eru á
hverju strái.
Nefndafarganið er farið að taka á sig svip
þjóðfélagslegrar samábyrgðar. Venjulega er
skipaður einn maður úr hverjum flokki, ef
um pólitíska samáhyrgð er að ræða, en ann-
ars er skipaður einn maður frá hverju „sam-
handi“, ef stéttarlegrar samábyrgðar á að
gæta. Þegar landsfólkinu er tilkynnt, að nefnd
hafi verið skipuð í eitthvert mól, þá_á öllum
ítð vera ljóst, að yfirvöldin hafi tckið málið
„föstum tökum“. Málinu er horgið.
Tvær milljénir króna.
Þjóðviljinn hirti í fyrradag hréf, sem fjár-
málaráðuneytið liefur i'itað atvinnumálaróðu-
neytinu, um^ yfirdráttarheimilcj fyrir Fiski-
málanefnd. Virðist svo scm lilaðið hafi greið-
an aðgang að hréfum hins siðarnefnda ráðu-
neytis. En samkvæmt þessu bréfi hefur ríkis-
sjóður tekizt á hendur ábyrgð á 2 millj. kr.
láni til handa nefndinni. Nú er það flestum
kunnugt, að nefndin hefur talsvcrð peninga-
ráð. Auk þcss fær hún greitt jafnóðum fyrir
ullan fisk, sem hún sendir til Englands. Að
nefndin þarf nú á þessu láni að halda, þegar
íiskflutningunum er að mestu lokið, sýnir að-
cins það, sem haldið liefur verið fram, að
milljóna króna tap er þegar orðið á-flutning-
unum. Nefndin mundi ekki æskja eftir slíku
láni nú, ef hún þyrfti ekki naúðsynlega á pen-
ingunum að halda vegna greiðslu til færeysku
skipanna.
I titnið
Framh. af 1. síðu.
brunnur, en þaðan á að
leggja pípurnar og niður- i
gueyminn á Rauðarárholt-
inu.
Reykvíkingar mega því
hæði eiga von á auknu heitu
og köidu vatni á næstunni.
í skýrslu sem þeir Helgi
Sigurðsson hitaveitustjóri og
Einar Jónsson Leó hafa sent
bæjarráði segir m. a.:
Samkvæmt ákvörðun bæj-
arráðs fórum við úndirritað-
ir til Randarikjanna til.þess
að rannsak.a tilhoð í stóran
jarðhor og. )”-nna oklcur bora
og boranir.
Við lögðum af stað 7. júlí
og komum aftur 14. ágúst;
Flugum til og frá Bandaríkj-
unum, og ferðuðumst allviða
um Bandaríkin til þess að
skoð.a, verksmiðjur er smið-
uðu horvélar, sjá bora í notk-
un og hitta sérfræðinga á
þessu sviði.
Alls hittum við að máli 25
—30 sérfræðinga og verk-
fræðinga aulc hormanna á
ferð okkar og kynntumst því
þessum málum frá ýmsum
liliðum.
Eftir að hafa þannig kynnt
okkur sem hezt liina mis-
munandi bora og tæki vorum
við háðir algerlega á einu
máli um það, að Calyx, hor
Ingersoll-Rand væri láng
lieppilegastur til þeirra nota,
sem hér er um að ræða.
Þetta er kjarnabor. sem að-
/illega horar með stálhöglum
og er þegar fengin reynsla
fyrir þvi, að þau vinna vel á
þeim bergtegundum sem hér
eru. Sökum þess að ekki þarí
að mylja kjarnann þarf tölu-
vert minna afl til borunar.
Vegna upptekt.ar úr ])ó haíð-
ur 100 hestafla hreyfill. Enn
1 meiri munur er þó á hve
miklu minna skolvatn þarf
og aflminni hreyfil fvrir dæl-
una. Slafar þetta af því, að,
eins og fyrr er sagt þarf að-
eins að dæla hormélinu upp i
leðjupípura sem er næst fyr-
ir ofan kjamapípuna. Það
þarf því ekki að halda á-
kveðnum vatnshraða í sjáltri
holunni heldur aðeins í hinu
þrönga bili milli kjarnapípu
og holuveggs. Dælan þarf þvi
aðeins að afkasta 6 1/sek. og
dælu-lireyfillinn er 30 hest-
öfl.
Að öðru leyti inniheldur til-
hoð Ingersoll-Rand í aðalal-
riðum eftirfarandi:
Borvél seni getur horað allt
að 48” víðar holur 500 fela
djúpar og mjórir holur miklu
dýpri. í tilhoðinu eru þó ekki
víðari krónur en 24” en af
þeim eru 2 stk. og auk þess
8 stk. 22” og 8 stk. 18” krón-
ur. Borvélin er með tvöföldu
spili og rekin með 100 liest-
afla rafhreyfli. Dæla sem af-
kastar 94 Gall. á nún. eða 6
1/sek. með 590 Ihs. þrýstmgi,
þ. e. 40 atm. ásamt 30 liest-
afla rafhreyfli. 94 feta (þ. e.
29 m.j háan turð sem þolír
168000 lbs. þunga. Með lion-
um er hægt að taka upp 60
fet af stöngum í einu. Þá eru
1600 fet af 5—9/16” hor-
slöngum með öllu tilheyr-
andi. 5 kjarnpípur 18, 22 og
24” víðar ásamt tilheyrandi
leðjupipum. 100 fct 24” og
20() fet 20” fóðrunarpipur, 2
rennilokar 24” og 12” viðir,
20 tonn af borhöglum 2400
fet af stálvírum, allskonar
verkfæri og áhöld auk fjölda
varahluta í dælu. Þetta vegur
allt 224.000 lhs. Af þessu veg-
ur þyngsta samstæðan sem
er borvél með spili, drifi o.
fl. tæp 25000 lhs. eða um 11
tonn með umbúðum, en
þyngsta stykkið, sjálf borvél-
in vegur 4000 lbs. eða 1820
kg.
Verðið er $55.905 f.o.h.
járnbraut Phillipshurg New
Jersey. En heildarverð í ís-
lenzkum, krónum, ásamt
flutningskostn., hingað kom-
ið, kr. 868 þús.
Það skal tekið fram, að
upphaflega var gert ráð fyr-
ir dieselhrevfli með horvél-
inni, og var hún þá um $4000
dýrari. Yið hreyttum þessu
af þrem ástæðum. Af-
greiðslufrestur er mun styttri
á rafhreyfli en dieselhreyfli.
Rafhreyfill tekur minna rúm
og er því meira athafnasvæði
innan turnsins kringum hor-
vélina. Rafhrej'fill er ódýr-
ari í rekstri þar sem raf-
magn er fyrir hendi. Það er
að vísu ekki alstaðar, og
þess vegna gerum við ráð
fyrir að kaupa aukalega di-
eselknúða rafstöð, sem fá
má fyrir $6—8000, og nota
þar sem ekki er rafmagn,
fengist þá um leið lýsing og
straumur til eldunar o.þ.h.
Grettir Eggertsson lofaði
að útvega tilboð í slíka raf-
stöð.
Þá teljum við sjálfsagt, að
kaupa flutningatæki, sem
hæfðu þessum hor og auk
þess inætti nota við flutning
á öðrum horum, sem hærinn
á, svo og' ýmsum þungiun
stykkjum. Gætu þessi fiutn-
ingatæki jafnvel komið að
góðu haldi við stækkun
vatnsveitunnar, ef þau fengj-
ust nægilega fljótt. Er hér
um að ræða lítinn kranahil
og stóran vörubil, háða með
vindum, traktor með ýlu og
e.t.v. væri rétt að fá um leið
snjóplóg á traktorinn. Því
miður vannst ekki tími til
að athuga þetta neitt að ráði
meðan við vorum í New
York, en Gretlir hjóst við
að þau mætti áætla á $24900.
Hann ætlaði að afla upplýs-
inga um það eftir að við fær-
um. Annars mætti e.t.v. fá
þetta hér frá hernum.
Hið nýja
Cream Deodorant
stöðvar svita tryggilega
I * Særlr ekkl hörundið. Skemmlr ekkl
kjóla eða karlmannaskyrtur.
2. Kemur í veg fyrlr svitalykc og er
skaðlaust.
3. Hrelnt, hvltt, sótthreinsandl krem,
sem. blettar ekkl.
4. Þornar þegar I stað. Má notast
þegar efcir rakstur
5. Hefir fengið vlðurkenningu frá
ran n só k n a r stof n u n amcrískra
þvottahúsa. Skerrimlr ekki fatnað.
Notið Arrid reglulega.
StiíÍLa
Duglega stúlku vantar í
vist. Gott sérherhergi. Má
hafa stúlku með sér í her-
berginu. — Ujiplýsingar á
Öldugötu 18.
Happdrætti Mörgum þykir nóg orðið af happ-
S.í.B.S. drættunum á þessu landi, og'er 6-
hætt að segja það, að til margra
þeirra er slofnað af litiifjorlegum tilefnum.
Öðru máli gegnir um önnur happdrætti, eins
og það, sem byrjaði riú i þessari viku, happ-
drætti Sambands íslenzkra berklasjúklinga. Par
er félagskapur á ferðinni, sem sjálfsagl er að
styrkja á hvern þann liátt, sem mönnum er
unnt, enda hafa landsmenn sýnt það þann
skamma tíma, sem sambandið hefir starfað, að
þeir kunna að meta starf þess.
*
Drætti Eitl af því, sem hinn mikli fjöldi
frestað. happdrælta hér á landi hefir í för
með sér, er að það gerist nærri ávallt
nauðsynlegt að fresta drætti í happdrættum.
Framboð happdrættismiðanna er svo mikið,
að það er engin leið að selja þá á þeim stutta
tíma, sem jafnan er til stefnu hverju sinni.
Þetta veldur þá jafnan vonbrigðum hjá þeiin,
sera keypt hafa miða og vonazt til þess, að
þeir fengju einhvern vinninganna á hinum til-
tekna tíma, sem bregzt svo, þegar ekki er búið
að selja nóg af miðum.
*
Engin þörf Eg býst ekki við, að það gerist
á frestun. nein þörf á að fresta drætti í'þessu.
happdrætti. Ekki sérstalkega vegna
þess, að vinningarnir eru girnilegir, heldur fyrst
og freinst vegna þess, að félagar S.Í.B.S. eru.
svo áhugasamir um velferð samtaka sinna og
þjóðin skilur svo mæta vel, hversu þarft verk
þau hafa tekizt á hendur og eru byrjuð að
lirinda í framkvæmd, að miðarnir munu renna-
út. Þegar S.Í.B.S. hefir barið að dyrum, hafa
menn alitaf brugðizt vel við og svo mun enn-
• *
Þörf inik- Til þess að starfsemi S.I.B.S. nái
ils fjár. tilgangi sínum, er þörf fyrir mikið
fé. Sambandið er þegar búið að ráð-
ast í stórvirki með byggingu vinnuhælisins að
lieykjum, en með þvi er starfsemi þess aðeins
rétt byrjuð. Mörg verkefni eru framundan, sem
ekki mega vera óleyst, ef sambandið á að ná
því marki, sem það hefir sett sér, og fé það,
sein.inn keniur fyrir happdrætti þetta nnin hjálpa
til að ná því marki. Þvi fé, sem menn leggja
til S.Í.B.S., er vel varið.
*
Erindi jarð- Sigurður Þórarinsson jarðfræðing-
fræðingsins. ur flutti erindi í útvarpið ný-
lega og rabbaði um sitt af hverju,
sem fyrir augu hans hefir borið, síðan hann kom
heim til fslands i vor. Drap hann á sitt af hverju,
sem betur mætfi fara og minnlist meðal annars
á það, hvað íslendingum þætti gaman að heyra
lof um sig. Það fannst mér rétt hjá honum, og
það er ekki svo ýkja langt siðan eg birti bréf
frá útlendingi, sem hér liafði verið og þótti fs-
lendingar gráðugir í að heyra sér hrósað.
*
Hrós getur Það getur verið gott fyrir menn,
verið gott. að þeim sé hrósað fyrir slörf sin
eða annað, því að það getur örfað
þá til frekari átaka og afkasta. En menn mega
ekki lcggja hlustirnar við hrósinu einu, þvi að
þá fer þeim ekki ósvipað strútnum, þegar hann
slingur höfðinu niður í sandinn og veit ekki
hvað er að gerast í kringum hann. Gagnrýni
er alltaf nauðsynleg, til þess að halda mönn-
um vakandi og benda á það, sem míður fer,
svo að úr verði hætt.
♦
Félag veit- Veitingamenn eru i dag að stofna
ingamanna. eða hefja stofnun samtaka sin á
milli. Gera þeir það meðal ann-
ars vegna þess, að þeir hafa sætt nokkurri gagn-
rýni að undanförnu á sumuin sviðum, en þeir
telja þá ágalla, sem bent hefir verið á, að kenna
opinberum aðgerðum, sem þeir fá ekki við ráð-
ið. Verður það þá markmið samtaka þeirra, að
fá bætt úr ])ví, sem aflaga er, svo að þeir hafi
belri aðstæður til þess að gegna þeim skyld-
um, sem þeir hafa tekizt á herðar. Er ekki
néma gott eitt um það að segja.
*
Ferðamanna- Við gerum okkur vonir um, að ís-
landið. land geti orðið mikið ferða-
mannaland í framtíðinni. Eitt
skilyrðið er fyrir hendi — náttúrufegurð — en
mikið vantar á, að við getum tekið svo á móti
hinum erlendu geslum, að sæmilegt sé. Það er
mál, sem taka verður til athugunar þegar i stað.
Þeir, sem hafa hugsað sér að hafa atvinnu af
ferðamannastraumnum, eiga að búa sig undir
komu hans sem fyrst, .láta ekki standa á sér,
„þegar kallið kemur“.