Vísir - 05.11.1945, Side 4

Vísir - 05.11.1945, Side 4
4 V I S I R Mqniidaginn 5. nóveml)cr 104.1 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Mjólkurmálin. Tlrá því er mjólkursamsalan tók til starfa, ™ hefur þráfaldlega verið deilt um gæði og dreifingu mjólkurinnar, í blöðum og á mannamótum. Þótt stjórnendur þessara mála hafi sýnt lítinn skilning á þörfum og vilja almennings í þessu efni, og stundum gert sér beinlínis að leik, að skaprauna neytend- xim, er þó loks svo komið, að enginn mun treystast til að mæla því ófremdarástandi bót, sem ríkjandi er i þessu efni. Þó munu fáir hafa gert sér grein fyrir hvílíks ábyrgð- arleysis hefur gætt í meðferð og dreifingu mjólkurinnar, fyrr en nú, er Sigurður Péturs- son gerlafræðingur hefur gefið félagsmála- ráðuneytinu skýrslu um rannsóknir sínar á gæðum mjólkurinnar, bæði áður en mjólkin íer um vélakerfi mjólkurstöðvarinnar, og einnig er hún kemur út þaðan, og er dreift til neyzlu i mjólkurbúðir bæjarins. Endar hann skýrslu sína á þeim orðum, að cf elcki ycrði bætt um vöruvöndun og vinnslu nijólk- airinnar, verði að svipta mjólkurstöðina löggildingu. Virðist vera djúpt tekið í árinni, en hinsvegar ekki að ástæðulausu. Gerlafræðingurinn getur þess í skýrslu sinni að verulegt magn mjólkur, eða allt að jjremur fjórðu þess rnagns, sem mjólkur- stöðinni berst, sé léleg vara og jafnvel ekki neyzluhæf. Er athyglisvert að versta mjólk- dn er sú, sem^berst úr fjarlægustu héruðun- um, svo sem læknar hafa raunar skrifað um Jíráfaldlega. Þessi mjólk er hinsvegar ekki flokkuð hér við móttöku, heldur aðeins í mjólkurbúum hlutaðeigendi héraða, en því aiæst er allri mjólkinni sullað saman, þannig að mjólkin verður öll jafnléleg vara er hún kemur til neytenda. Er vert að gefa því gaum einmitt í þessu sambandi, að læknar bæjarins bafa hundizt samtökum sín í milli um að koma upp kúabúi, að vísu fyrir sig eina, en í mótmælaskyni gegn meðferð mjólkur- innar áður en hún berst til neytenda. Er auðsætt að slíkt tiltæki er örþrifaráð, en það talar máli sínu til almcnnings, sem verð- ur að fylgja þvi fast eftir að umbætur fáist fyrr en seinna, þannig að mjólkin verði ekki einvörðungu söluhæf að nafninu til, heldur og heilsusamleg neytendum og ])á sér í lagi börnunum, sem fá mjólkina, sem aðalnæringu. Menn búa lengi að bernskunni, og fái þeir lélegt viðurværi og næringarlítið á þeim tíma íefinnar, er hætt við að cftirköstin geti orðið ískyggileg síðar. Lofsvert er að mál þessi hafá loksins verið fekin föstum tökum, og ofannefndur gerla- fræðingur skipaður til að hafa umsjón með jgæðum mjólkur þeirrar, sem ú markaðinn iierst. Er hann lærðasti maður í sinni grein og samvizkusamur vísindamaður, sem fer cftir því einu, sem hann veit réttast og hefur *ýnt, að hann lætur ekki ganga á hlut sinn *er því ber skipta. Stjórnendur mjólkur- .stöðvarinnar munu einnig hafa fullan hug já umbótum, en þegar slíkur skilningur er fyrir hendi, er þarflaust að óttast um árang- ■urinn. Hér er um menningarmál að ræða, sem öllum ber skylda til að greiða úr eftir írekustu föngum, þannig að ekki sé unnt að segja með sanni að þjóðin teygi daglega i sig sóðaskap og ómenningu. ■ Um 300 farþegar til útlanda í október. JÆP 200 í októbermánuði s. 1. fóru 298 farþegar lil útlanda með skipum og flugvélum. Á sama tíma kóni'u 194 til landsins. Hér er miðað við farþega sem fara um Revkjavik, en það eru allir íslénzkir flug- farþegar eða þeir sem liáfa hér viðdvöl og flestir, ef ekki allir, sem ferðast milli landa með skipum. Nú eru örðugleikarnir orðnir svo miklir að komast til landsins, að það virðist vera farið að hafa áhrif á brottflutningana líka. Þeir sem ætla snögga ferð út og koma fljótt heim aftur, hika við að fara vegna þess hvað erfiðlega gengur að komast til baka. Flugvél, sem fara átti til Svíþjóðar í *norgun, fór farþegalaus út og~ mun það eklci hafa komið fyrir áður. Þrátt fyjir þetta verður ekki annað sagt, en að all- miklir fólksflutningar hafi að undanförnu verið milli landa, því að meðaltali hafa 15—20 manns komið eða farið daglega i s. 1. mánuði. Samtíðin, nóvemberhéfljlð, er (nýkomitS út, mjög fjölbreytt og læsileg. Efni: Um framtíð Evrópu eftir dr. Benes. Viðhorf dagsins frá sjónarmiði ^lþdngísinanns efCir Gísla Sveinsson alþm. Ilausttjóð eflir Kjartan J. Gíslason fá Mos- felli. f járnviðjum til dómsdags eftir dr. Björn Sigfússon. „Komdu og sjáðu gullin mín“, smásaga eft- ir Fífil. Reisum veglegt bæjar- bókasafn í Reykjavik eftir Sig- urð Skúlason. íslenzkar mannlýs- ingar III—IV. Æfiágrip merkra samtíðarmanna með myndum. Þeir vitru sögðu. Bókafregnir. Skopsögur o. m. fl. GARCASTR.2 SÍMI 1899 F'ÆtÞl óskusi Reglusamur ungur maður óskar eftir að fá ke}rpt fæði á góðu heimili í aust- urbænum. — Tilboð send- ist hlaðinu, merkt: Fæði, fyrir riiiðvikudagskvöld. KOMU. S.Í.B.S. gefnar 2000 kr. til bókakaupa. Eftirtcildar gjafir hafa Vinnuheiniili S. 1. B. S. bor- ist: í minningu um ófeig Þor- valdsson frá Stað í Hrúta- firði, gefið af síra Þorvaldi Jakobssyni og börnum, og systrum ófeigs,til hóka- kaupa fyrir Vinnuheimilið 2000 kr.. — Frá gamalli konu gefið Vinnuheimilinu á fyrsta starfsdegi þess 500 kr. Þórhildur Magnúsdóttir 100 kr. St, Þ. minningargjöf 100 kr. ónefndur 30 kr. N. N. 20 kr Starfsmenn Lands- isnriðjunnar 500 kr. N. N. áheit 25 kr.'Jóna Þórðardótt- ir 50 kr. Gamalt áheit frá Akranesi -200 kr. S. .1. áheit 100 kr. Hákon Bjarnason 100 kr. A. M. i minningu um Karl Matlhíasson 100 kr. Sigur- björn Stefánsson, Sandgerði 500 kr. Gamalt áheit 25 kr. Gömul samskot frá félögum í U.M.F. Brúin 50 kr. G. M. áheit 20 kr. N. N. Eyrar- bakka, áheit 20 kr. N. N. á- heit 50 kr. S. álieit 25 kr. Reikningar bæjarins lagóir fram. Ngl. lagði borgarstjóri fram reikninga bæjarins á fundi bæjarstjórnar, lil samþgkkt- ar. Borgarstjóri sagði að skukllaus eign hæjarins væri 66Y2 milljón krónur. Á þessu ári varð tekjuafgangur af rekstrarreikningi bæjarins 8V2 milljón og önnur eigna- aukning bæjarins á árinu nam 7,7 milljónum króna. Þessi eignaaukning, 16 millj- ónir króna, er meiri en nokk- uru sinni hefir verið á eihu ári. Tveir bæjarfulllrúar tóku til máls út af reikningunum, þeir Jón A. Pétursson og Steinþór Guðmundsson. Sendiferðabíll til sóftt. Uppl. á sknfstofunni. — Hugdettur Hímalda — Daglega er maður minntur á gildi gam- alla lífssanninda, þau ganga aftur í nýj- um myndum, riýjum búningi, og þótt all- ir kannist ekki við þau undir eins í þess- um breytta ham, þá leynir sér ekki lengi, að aftur og aftur komá i hugann hin spaklegu orð prédikarans, að ekkert sé riýtt undir sólinni. Menn eru að koma og fara, heilsast og kveðjast, strið hefst og stríð hættir, og þó er alltaf einhversstaðar stríð, alltaf verið að berjast út af ýmis- konar hagsmunum, ímynduðum og veru- legum, og sumum tekst að horfa á þetta bjástur á þann hátt, að þeir reka við og við upp kaldhlátur og segja, að þetta sé bringrás vitleysunnar, og hollast að reyna að snúast með á réttan hátt og basla við að verða ekki undir í iðunni! Eg fór að velta vöjigum á þennan liátt út af því, að fyrir framan mig eru tvær úgáfur af kvæðum Bjarna Thorarensen. önnur er ljósprentun eftir útgáfu Bók- mcnntafélagsins, sem prentuð var í Kaup- mannahöfn 1847, nú gefin út af Bókfells- útgáfunni, hitt er útgáfa Hins. íslenzka fræðafélags, líka prentuð í Kaupmanna- höfn, árið 1935. Það er gaman að gömlu, ljósprentuðu. útgáfunni, gaman að fá kvæði Bjarna í gömlu „prentfötunum“, það er leiftur frá liðinni öld, það ætti að gera meira af þvi að ljósprenta gamlar og góðar íslenzkar bækur. Bjarrii er alltaf hressilegur, það er góður skóli að kynnast honum, þeir, sem halda að hann sé orðinn úreltur, ættu að fara heim og læra betur! En það er formálinn í útgáfu Fræða- félagsins, sem eg vildi benda þér á að lesa. Það er mikill fróðleikur í honum, og maður skilur kvæði Bjarna og samtíð hans betur, þegar búið er að lesa hann. Eg ætla að tilfæra hér ofurlitla glefsu úr honum, en hún er bara örlítið brot af æviágripinu. „Svo er sagt, að Bjarni hafi byrjað að gera vísur á barnsaldri; hin fyrsta þeirra, sein upp hefur verið skrifuð, sýnir, sé rétt | mcð liana farið, að barnshlustirnar liáfa drukkið í sig með fráhærlegum næinleik óskjljanlega dýrleikasíbylju rímnahátt- anna í Hlíðarendabaðstofu. Mörg íslenzk alþýðuskáld hafa staðnæmzt á þroskastigi, sem ekki er miklu fremra. En Bjarni fékk það hlutskipti að menntast og sigla. Hann kom til Hafnar einmitt sama haust sem Steffens tók að halda þá fyrirlestra, er ruddu rómantíkinni hraut með Dönum. Af dagbók Steingrims hiskups má sjá, að Bjarni hlýddi á einhverja þeirra. Menn hinnar nýju stefnu höl'nuðu liugsjónum l'eðra sinna, nytsemdarleit þeirra og veg- sömun borgaralegra dyggða, en tignuðu í þess stað guðmóð og hugarflug hins inn- blásna skálds. Af dönskum gróðri sproltn- um í þessum sunnanvindi er fyrst að nefna verk Oehlenschlágers, ,en flestöll hin beztu þeirra birtust á Hafnarárum Bjarna. Þess sér víða stað, að Oehlenschláger helur ver- ið eftirlæti hans af nýrri skáldum dönsk- um, eins og Schiller af þýzkum. Af ís- lenzkum skáldskap hafa eddukvæðin ver- ið honum hugstæðust en nánustu l'yrir- rennarar Benedikt Gröndal og Jón Þor- láksson; háðir höfðu notað fornyrðislag við þýðingar á íslénzku (í fótspor þeirra er t. d. fetað með því kvæði, sem hér er nefnt Sigtryggur), og beggja verk höfðu verið prentuð í lærdómslistafélagsritun- um, sem víst er að Bjarni las ungur. Sumt sem Bjarni orti í Kaupmannahöfn og framan af á Islandi er fyrnt, nokkuð að orðfæri, en þó mest að stafseíningu, og gætir þar áhrifa frá þeirri stefnu, sem einkum haí'ði hafizt með Eggert Ólal'ssyni. Kveðskapur Bjarna frá Hafnarárunum sýnir ’glöggt, að hann nam ekki yndi í Danmörku, lieldur saknaði náttúrunnar Iieima, fjallanna, lækjanna og hins tæra lofts. Sjáland virðist honum sviplítið, þrátt fyrir gróðursæld sina og ýfirbragðsþokka, og glaðværð Hafnarbúa kemur honum fyr- ir sjónir sem fánýtur glaumur. Spurning- in hefur sótt á hann, hvað Islendingar hafi horið úr býtum hjá forsjóninni fyrir þuoga lífsbaráttu í hrjóstrugu landi, og lavuiiii hafa lionum virzt það manngildi, sem kuldinn og harkan og návistin við „afl- brunn alheims“ ein fá varðveitt. Þessi hugsun kemur fram í kvæðum hans bæði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.