Vísir - 07.02.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1946, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Fimmtudaginn 7. febrúar 1946 eo clór ^ydmason: . ? í';> . : tf' ■ Eg ætla á rek.net, 1. FYRRl HLUTI Um ]>ær mundir, sem eg kom úr Hala-leiðangrinum með Sindra,.'voru sjóararnir( hér sunnanlands að moka upp síld í reknet á Faxaflóa, þó að karlarnir, sem voru á ( síld fyrir norðan, sæi „ekki kvikindi”, eins og algengastj var að þeir orðuðu það, ])eg-1 ar þeir voru að barma sér ( hver við annan í taltækin á síldarl)átunum. Þetta barst eitthvað í tal, er eg sat hjá ritstjóra Vísis í hans litla allra helgasta við Ingólfsstræti og var að híða eftir passanum, sem heiðurs- mennirnir á lögreglustöðinni voru að semja handa mér til Englandsfcrðarinnar. \jð vorum að reykja tollsviknar Teofani-sígarettur og drekka kóka-kóla — að mig minnir. Eg fór þá að segja ritstjór-J anum frá þrákelkni Harald- ar Böðvarssonar við Faxa-j flóa-síldina annarsvegar og Síldarútvegsnefnd hinsvegar.1 Haraldur og þeir feðgar, — því að Sturlaugur forstjóri sonur hans er honum harla samhendur, — þeir liafa ár- ixm saman lofað Faxasíldina hátt og í hljóði sem hina á- gætustu vferzlunarvöru, og staðið svo að segja einir uppi með það, innlendra manna. Ákveðið að fara. Nú, nú, — eg var að segja ritstjóranum eitthvað um þetta, og lianh segir svo eitt- hvað á þá leið, hvort eg nenni að fara á reknet, þegar eg komi heim úr siglingunni til Englands, — ef eg komi þá nokkuð heim. Eg saup á kóka-kóla-flösk- unni, eða livað það nú var. — Ekki hýr ritstjórinn svo vel, að hann eigi glös. — Og athuga málið á meðan í tvær og hálfa mínútu. „011 ræt“, segi eg svo. „Eg fer á reknet fyrir Vísi, strax þegar eg kem heiiíl aftur.“ „Som sagt, saa gjort“, eins maður, að Vísir gat ekki án mín verið. Komið frá Englandi. Svo sigli eg með Sindra, eins og menn hafa bæði heyrt og séð á prenti, og kem sprangandi inn í hið allra heilagasta hjá ritstj. einn góðan laugardagsmorgun, með neðanviðgerningu við Sindra-pistlana, nefnilega langhunda um Fleetwood og Blackpool og allt þetta nokk- uð, Sigurhjörn dósent og sól- skinið á Atlantshafi. Þessi. tromp læt eg á horðið og ætl- ast til þess að ritstjórinn við- urkenni, að hann sé „bit“ og Þrem dögum eftir að eg kom úr leiðangrinum með Sindra í sumar, brá eg mér upp á Skaga þeirra erinda, að fara „á reknet“ með einhverjum vélbát þaðan, og afla mér fróðleiks um Faxaflóasíldina. Ymislegan fróðleik tókst mér að klófesía, en að öðru leyti var þetta hálfgerð fýluferð. — Verður nú sagt frá „resúltatinu“ laust og fast, satt og logið, í fáeinum greinarstúfum, — í svip- aðri tóntegund og þeir voru, Sindra-pistlarnir. — Th. Á. Hinsvegar hefir Amerikan-1 inn, til dæmis, tekið undir við þá og viljað kaupa síld- ina saltaða. En Síldarútvegs-j nefnd, eða livað hún nú heit- ( ir nefndin, sem ráðið hefir því, hvað menn mættu selja af síld, hefir sagt fussum, svei! Iss! Faxaherring — no good! Má ekki selja Amerík-J ananum. Nema þá að við megum ])væla um það í, nokkra mánuði fyrst. En Haraldur hefir látið cins og liánn hafi ekki haft hugmynd um að til væri nokkrar, nefndir, sem hamlað gæti því ( að hann færi í þennan hand- raða Faxaflóa-gullkistunnar. Hann lætur bátana sína fara rit með reknet „hvenær sem1 hann kemst höndunum“, því að hann hefir sagt mér það í trúnaði, að nóg væri af síld í Flóanum allan ársins hring.! Og hann lætur á hverju ári salta síld í mörg þúsund tunnur. Hitt er honum svo hara einskonar aukp-sport, að glíma við „það opinbera“ um það, hvort hann megi selja sína ágætu vöru þeim, sem hana vill kaupa, — j stundum fyrir mun liærra verð cn fæst fyrir Norður- lands-síldina. Þetta hafði eg allt séð út undan mér, þegar eg átti heima á Akranesi, | rétt fyrir stríð og í stríðs- byrjun. •19 go j og Danskurinn segir. Eg hað ritstjórann um hlað og hlý- ant, ruddi ofurlítinn blett á einu horninu á skrifborðinu hans, rak tunguhroddinn út um annað munnvikið og pár- aði Haraldi Böðvarssyni fá- einar linur um það, að mig langaði fjarskalega mikið að komast „á reknet“ með ein- hverjum hátnum hans, og hað hann að liafa það á hak við hægra eyrað á sér, þang- að til eg komi úr siglingunni. Farið að leita passans. En nú var komið að því að eg þyrfti að fara að vekja ])á á lögreglustöðhmi, og vita hvað þgim hefði miðað með að semja passann minn. Þeir höfðu að vísu heðið um 3ja daga frest til þess. En minn tími var svo naumur, að eg hafði ekki getað gefið þeim nema þrjár klukkustundir, og fannst það vera fjandans nóg. Nú var klukkan þrjú, en Sindri átti að sigla kl. 5, og eg átti eftir að fara í hrezka sendiráðið og vissi ekki um afgreiðsluhætti þar. Jæja, — eg kvaddi nú hátt- virtan ritstjórann, þegar við vorum húnir að fá okkur einn, og þann síðasta. Hann óskaði mér sæmilegrar ferð- ar og hað mig blessaðan að fara mér nú ekki að voða 1 útlandinu og reyna að verða ekki af skipinu í Fleetwood. Þetta var nú ekki eintóm lijartagæzka og umhyggju- semi. Nei — óuei. Það vant- aði nefnilega hotninn i Hala- pistlana mína. Og nú var eg orðinn svo frægur ! ’ hláðá- hjóði mér sæti og kóka-kóla, — sígaretturnar lagði eg sjálfur til. -— — Nei, ónei! Hann ýtir neðanviðgerning- unum frá sé’r og segir bara: „Ætlarðu svo ekki á rek- net?“ „Sá er kaldur!“ lmgsaði eg, en upphátt sagði eg: „Má eg anda“? Nú, — og svo skemmti eg mér í tvo daga í Reykjavík — og andaði. A þriðjudaginn rakst rit- stjórinn svo á mig á götu. „Ætlarðu ekki á reknet?“ segir hann og linýtti við á- herzluorðum. „Andaðu rólega“, segi eg fyrst. En svo átta eg mig á því, að þetta er ritstjóri Vís- is, og að eg á talsvert undir honurti, og segi: „Það er þá hezt að fara strax,“ því að mér var eiginlega ekkert að vanhúnaði. Sindra-„gallann“ minn átti eg geynulan í tösku á B.S.R. — Annan farangur þurfti eg eklci mcö’ mér að liafa. Og eg var húinn að hringja til H. B. & Co. á Akranesi, og mátti koma live nær sem mér sýndist. Rennur af mér. Nú er ef til vill farið að síga í þig, minn elskúlegi les- ari, — mér er fjandans sama um það, þó að ritstjórinn sé orðinn ösku-grenjandi vond- ur, — og þú fleygir máske. blaðinu frá þér og segir: „Iss, — eins og Árni Páls- son, — það er til nokkurs að senda svona kall „á reknet“, til þess að útvega manni skemmtilegar og fróðlegar upplýsingár Um ‘blessáða Faxaflóa-síldina, Harald Böðvaysson og káta karla á Akranesinu og allt það, — karlbjálfa, sem ekki getur talað eitt alvöruorð.“ Og eg hið afsökunar. Nú er að renna af mér. Og rétt bráð- um verð eg f jarskalega alvar- legur. En í þessum fyrsta þafetti var það ekki .hægt, vegna þess, að er eg fór að rifja upp fyrir mér, — þeg- ar eg settist niður og ætlaði að fara að vinna úr minnis- blöðunum mínum, — hversu ófyrirgefanltíga fyrirhyggju- laust það var að ana í þessa Akranesferð, einmitt þá (í septemberhyrjun), eins og veðurfari og veðurútliti var háttað, og hvílík endemis fýluför úr þessu varð, gal eg ekki að mér gert að skelli- hlæja að sjálfum mér. Sú er ástæðan til þess, að þessi inn- garigur varð svona í laginu hjá mér. En eg get verið alvarlegur þegar mér sýnist ,og eg skal sýna ykkur það svart á hvítu, því . að reknetaveiðar og Faxasíld og — ja, eg ætlaði að segja H. B. & Co. hætti við það — og allt þáð, þekki eg út og inn, cins og buxna- vasann á skíðabuxunum mín- um, og get um allt þetta tal- að af alvörublöndriúm vís- dómi. En þú verður, minn elskulegi lesari, að taka hlað- ið upp aftur, hafir þú fleygt því í paþpírskörfuna, verður þú að kaupa nýtt* blað, — halda áfram að lesa og vera óþolinmóður, eins og eg varð að vera þolinmóður þá 10 þjáningardaga, sem eg beið á Skaganum eftir síldinni. Ulviðri. Eg tæpti á ófyrirgefanlegu fyrirhyggjuleysi. En ástæðan til þessa fyrirhyggjuleysís var sú, að fórsjónin og ham- ingjan höfðu dekrað svo mik- ið við mig í Sindra-leiðangr- inum, að eg taldi það alveg sjálfsagt, að þessar kerlingar væru húnar að taka mig al- veg að sér, og að hér eftir yrði lífið eintómt skyr og rjómi, eg gæti fengið allt, er eg óskaði mér, þar á meðal gott veður og gæftir, livenær sem eg þyrfti á slíku að halda. * Mér hafði ekki komið til hugar að. lita til veðurs, hvað þá að eg hefði hlustað á veðurfregnirnar. Eg hafði jafnvel ekki veitt því athygli, hvernig veðrið var þennan þriðjudag. Það var ekki fyrr en eg rak hausinn upp fyrir hrúnina á hafnargarðinum á Akranesi, — standandi nötr- andi í ólukkans fimlastigan- um, sem er utan í honum, skimandi eftir hjálp, — að eg tók eftir því, að nú var ein- mitt liúðar-dynjandi hrak- viðri, — og þegar búið var að hjálpa mér upp á garð- inn, þá var þar varla stætt vegna óveðurs. „Það verður ekkert farið á reknet á morgun,“ datt mér í hug. En það hafði eg talið sjálfsagðan hlut, að eg kæmist strax á flot daginn eftir. ; Albertshús. Þegar eg kem á hótelið, lioldvotur frá hvirfli til il.ja, gera þær mér næsta grikk- inn, kerlingarnar, sem eg nefndi áðan. „öll herbergi upptekin.“ Mér leizt ekki á blikuna. En úr þessu rættist betur en á horfðist, því að þegar eg náði tali af forstöðu- konunrii, en hún er dóttir Jóns í Valhöll, tjáði hún mér, að hún mundi geta útvegað mér stofu í næsta húsi. Er það kallað Alberts-hús og að- eins steinsnar frá gistihúsinu. Þurfti eg skamma stund að híða úrslita um þetta, því að stofan var föl, og var mér fylgt á staðinn. Þar tók á móti mér íturvaxin kona og alúðleg, og vísaði mér þegar til vistlegs herbergis uppi á lofti og lét hera upp fyrir mig pjönkur mínar, nefni- lega svefnpokann góða, hans sonar míns, og Sindra-gall- ánn í tösku. Þessi ágæta kona vildi allt til þess gera, að.vel færi um mig þama, og með- al annars kveikti hún upp i miðstöðinni, án þess að eg hæði um það. Og í þessu húsi var hljótt, — en öðru nær var að svo væri á gistihúsinri. „Hjartastyrkjandi“. En mér leið ónotalega og mér var kalt eftir sjóferðina með Víði, svo að eg fór að liitta dr. Árna héraðslækni. Bað hann að hlusta mig og lækna mig. Hann er alltaf sama ljúfmennið: hann hlust- aði mig og sagði „humm“ og skrifaði síðan 23 sentí- metra langt recept, sem eg fór með í apótekið til fröken Proppé. Og þar féklc eg eftir nökkra bið hálfpotts glas af herjans sterkri hjartastyrkj- andi mixtúru, sem cg horg- aði fyrir ellefu krónur með ánægju, þegar eg var búinn að dreypa á vökvanum þarna inni í apótekinu. Nýkomið Svissneskt, Amerískt og Enskt I?ringixm«m frá ■,n ,.,.R3fnar-stræö 4v;., ; ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.