Vísir - 23.02.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Laugardaginn 23. febrúar 1946 tínikmjhdi? helyina (janifa 13íá Um helgina sýnir Gamla Bíó sænsku stórmyndina „Gaian“, sem þegar hefur verið sýnd í nokkur kvöld við mikla aðsókn. Myndin er gerð eftir liinni frægu skáld- sögu sænska rithöfundarins Ivar Lo-Johanssons, sem nú er talinn einn fremsti rithöf- undur Svía. Eins og skáld- ■sagan, hefir myndin vakið inikið umtal, þar sem liún hefur verið sýnd. Myndin gerist í Svíþjóð og sýnir flótta æskunnar úr sveitun- um til borganna. Á áhrifa- mikinn liátt eru sýnd örlög ungrar stúlku og ungs manns í höfuðborg Svíþjóðar. Þjóð- félagsvandamál það, sem myndin fjallar um, fyrir- finnst víðar en í Svíþjóð, þvi atburðir eins og þeir, sem myndin sýnir, gerast daglega í flestum stærri borgum heims. Kvikmyndun sögunn- ar þykir hafa tekizt ágætlega, enda aðstoðaði höfundurinn sjálfur við kvikmyndina, og m. a. valdi hann íeikarana í hlutverkin. Aðallilutverkin leika Barbro Kollberg og Sture Lagervvall. Gamla Bíó sýnir einnig um helgina mynd, sem bör i munu án efa hafa gaman af að sjá; nefnist hún „Greta og hundurinn hennar“. 'Ujamarbíó JÞú sBiísSÉá vÉiiéi SSSðSBSSS eÉvsgiiss Tjarnarbíó sýnir tvær xnyndir um helgina. Þú skalt ekki mann deyða (Dust Be My Destiny) er á- hrifamikill sorgarleikur um yandaðan mann, sem er haldinn af ólæknandi sjúk- dómi og vill gjarnan vinna eilthvert góðverk, áður en hann deyr. Hann kemst að því, að slúlka ein, samvizku- laus og gerspillt, hefir náð tangarhaldi á ungum vini hans og komið honum til þess að fremja svik og vill jneð hótunum neyða hann til þess að halda áfram á þeirri ]>raut. Ilann drepur stúlkuna og híður dóms siná" með góðri samvizku. En áður en lýkur sér hann þó missmíði á því að taka sér dómsvald í hend- ur og gefa með þvi hættulegt fordæmi. Um þessar mundir er mik- ill hugur í kvikmyndafiam- leiðendum í Bietlandi að auka og bæta kvikmynda- fi-amleiðsluna til mikilla muna. Virðist svo sem þeim sé faiáð að þykja nóg unl hinn gífurlega gróða, sem rennur ái'lega í vasa kvikmynda- framleiðenda i Hollywood og vilji ná í hann eða a. m. k. hluta af honum. Undanfarin ár hefur starf- að í Bi-etlandi amerískur kvikmyndafranlleiðandi, Max Milder að nafni, og hefur hann sett sér það mark, að keppa við Hollywood i kvik- myndaframleiðslu. Eins og sakir standa eru kvikmyndirnar mjög við- kvæmt alþjóðamál. Undan- fai'ið hafa mjög margar „miðlungs“ kvikmýndir ver- ið framleiddar í Bretlandi, og hafa brezk blöð hrósað þeim á hvert reipi. En hinsvegar, ef góðar kvikmyndir frá HoIIywood hafa verið sýnd- ar þar, hefur verið látið lítið yfir þeim í blöðunum. Þetta kemur framleiðendum í Bandaríkjunum einkennilega fyrir sjónir, þar sem brezk- um kvikmyndum hefur verið vel tekið í Bandai'íkjunum og þeim hrósað í blöðunum þar, þegar þær hafa verð- skuldað það. Max Milder, bandai'íski kvikmyndaframleiðandinn í Bretlandi, kom austur um haf árið 1931 og þá sem fi-amkvæmdarstjóri Warners Brothers kvikmyndafélags- ins í Bretlandi — dótturfé- lags ameríska félagsins með sama nafni. Nú er hann einn- ig framkvæmdarstjóri Asso- ciated British Pictures. Það félag hefur yfir að ráða um 600 kvikmyndahúsum. ASalhlutverkið leikur Tliomas Mitchell, og er leilcur hans með ágætum. Aðrir að- alleikarar eru Geraldine Fitzgei'ald, Jeffi'ey Lynn og Mona Maris. Aukamynd með þessari mynd er atriði úr Julius Caesar eflir Shake- speare, ræður Brulúsar og Antoniusar ú skólahátíð á Róinatorgi eftir víg Caesars. Skólahátíð („Swing It, Magislern“) er sænsk söngva- og gamanmynd, er gerist í menntaskóla. Aðalhlutverkið leikur Alicp Babs Nilsson, hin fræga „swing“-stjarna. Þessi mynd verður sýnd kl. 3, 5 og 7, en fyrrnefnda myndin kl. 9. Allar kvikmyndirnar, sem Milder hefur framleitt í Bret- landi, hafa skilað góðum á- góða. Kvikmyndastofa hans varð fyrir sprengju í einni af loftárásum Þjóðverja á Bret- land og gereyðilagðist. En hann dó ekki ráðalaus. Hann tók sér nýtt liúsnæði á leigu og hóf framleiðsluna af nýju. „Myndir okkar hérna meg- in hafsins“, segir Milder, „standast fullkomlega^sam- keppni við amerískar. Frá tæknilegu sjónarmiði stönd- um við hinum heldur að baki, en þess mun ekki langt að bíða, að það verður bætt. Veikasta hliðin hjá okkur er leikritahöfundarnir. Við ætt- um að senda nokkra af þeim til Hollywood og láta þá kynna sér starfsháttu amer- ísku leikritahöfundanna. Þá mun lítill vandi fyrir brezkar myndir að keppa við þær am- erísku.“ BEZT AÐ AUGLYSA1 VISl Ensk þréhgól Æsþb'sb MLaytssBWB Nýr Rex Rotary rafmagns- fjölritari til sölu. Uppl. í síma 2611 kl. 5—7 í dag. GÆFM FYLGIR hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4. JKrossffótá rsM*'. JJ SKYRINGAR: Lárétt: 1. Höfuð- borg, 8. líffæri, 9. fangamark, 11. þrír eins, 12. tónri, 13.. samkomustaður, 15. lofttegund, 16. neyt- ir, 17. áhalds, 18. þrep, 20. flýtir, 21. samhljóðar, 22. drungi, 24. frosinn, 25. biður, 27. einmitt. Lóðrétt: 1. Jarð- yrkjuverkfærin, 2. ó- samstæðir, 3. þykkni, 4. eins, 5. fé, 6. ó- samstæðir, 7. sígilda, 10. býlin, 12. táli, 14. fálm. 15. mánuður, 19. lofi, 22. þræll, 23. sár, 25. tveir eins, 26. einkennisstafir. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 54. Lárétt: 1. Skreppa, 8. reipa, 10. flá, 12. rok, 14. A.U. 15. Re, 16. sakkaríni, 17. Tn, 18. af, 19, ans, 21. óðu, 22. valur, 25. boðanir. Lóðrétt: 2. Krá, 3. Re 4.' einkasala, 5. P. P. 6. par, 7. ófastar, 9. skeifur, 11. lúann, 13. ornað, 20. svo, 21. óri, 23. að, 24. un. / glpSí ít | Ib 10 /g V V BHl A 10 9 x x V Á D 10 ♦ X X x * G 10 x A x x V x x x x ♦ D G x x x x * x A K ¥ K ♦ Á * K Báðir á hættusvæði. Suður spilar 4 spaða dobl- aða og redoblaða. 1. slagur: Vestur spilar út laufi. Austur tekur með ásnum. 2. slagur: Austur spilar laufi, Vestur trompar. 3. slagur: Vestur spilar tígli, Austur trompar. 4. slagur: Austur spilar laufi, Vestur trompar. 5. slagur: Vestur spilar tígli, Austur trompar. A A x x ¥ G x x x x ♦ —- «?> A D x x x D G 8 K 10 x 9 x x 6. slaginn eiga þeir svo á trompásinn. „Þrir niður“ á hættunni dobl. og redobl. = 1600! Það er ekki alltaf nóg að eiga háslagina. Legan getur stundum verið grálynd. Þrjú grönd er hinsvegar rétta sögnin, en ef litið er á spil S. og N. eingöngu, þá virðist ekki margt vera því lil fyrirstöðu, að fjórir spað- ar vinnist líka. fil úfvegsinaBina. Fiskimálanefnd hefur að undanförnu afl- að tilboða í hjallaefni til fiskherzlu. Þeir útvegsmenn, sem hafa hug á slíku, geta snúið sér til nefndarinnar um upp- lýsingar í þessu efni. Skrifstofustúlka Ábyggileg stúlka getur fengið stöðu á teikm- stofu húsameistara ríkisms sem gjaldkeri, bólcari og vélritari. Byrjunarlaun 6000 kr., hækkandi upp í 8400 kr., auk verðlagsuppbótar. Umsóknir ásamt meðmælum sendist til teikni- stofu húsameistara ríkisins í Arnarhváli, fyrir 5. marz næstkomanai. Húsasneistari ríkisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.