Vísir - 01.03.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1946, Blaðsíða 2
2 V 1 S I R Föstudaginn 1. marz 1946 Ok eocíór rnaóon. Það, sem mér varð fyrst fyrir á föstudagsmorgun (7. sept.), þegar eg var búinn að gá til veðurs og ganga úr skugga úm það, að engin Jjreyting væri enn sýnileg á veðurfar'inu, var það, að royna að rifja upp „ganginn“ í þeirri einu veiðiför, sem eg liefi farið „á reknet“. Eg hafði nefnilega farið upp í rúmið aftur. Siðan tók eg að rusla til í heilagarm- inum, en það var nú ekkert áhlaupaverk, því að ofán á þessum minningum lá tíu ára garnalt lag af allskonar .skrani. Þetta var sem sé í septemberbyrjun- árið 1935, en allt það ár og lengur vár eg í Ölafsfirði. Þetta sumar liafði cg verið í vegavinnu við bílveginn (sem nú cr langt kominn) í áttina til Fljóta. Það mátti heita, að cg þekki hvern mann á „Horn- inu“, og þá alla sjómennina, þar á meðal Jón formann Halldórsson, eiím meðal iiinna djörfustu og þrek- mestu formanna þar, en hann átti vélbát, sem hann nefndi Kára Sölmundarsson. Ekki var bátur sá stór, og raunar enginn Ólafsfjarðarbátanna, — hann mun hafa verið nokkuð 'innan við tuttugu smálestir. Ekki man eg held- ur gjörla, hversu mörg net haún fór með í- hverja legu, — þau munu hafa verið tutt- ugu og fimm til þrjátíu. Jón liafði verið með snurpinót á lvára um siunarið og vcitt „í bræðslu“ og fengið góðan afla. Nú voru þeir, Ölafs- fjarðarbátarnir, aðallega að afla sér beitu, með reknet- unum. Hafði Jón heitið mér því, að fara einhverntíma með mig þcgar vel viðraði. Þeir böfðu allir fengið góðan afla, en voru þó allir minni en hér gerast og með færri net. fít skal lialdið. Jón hringir svo til mín í læknisbústaðinn einn morg- un og spyr, hvorl eg geli komið með þeim þann dag. Eg þurfi að hafa með mér „bita“ til eins sólarhrings og búa mig svo sem eg hafi tök á, til sjóferðar. Eg varð glað- ur við, bað íæknisfrúna frænku mína, að geí'a mér eitthvað matarkyns til fcrð- arinnar. Olíukápu og gúmmí- stígvél átti eg, —svo að þetta var allt í himnalagi. Klukkan þrjú síðdegis var lagt frá bryggjunni, og vakti fyrir Jónj að kasta netunum út af Ilaganesvik. Það er all- löng leið, en ekki man cg ná- kvæmlega hversu löng. En þennan dag var bhðskapar veður. Að vísu ekki sólskin, ‘en Ijjart þó og hlýtt, og sjór sléttur. Ekki man eg heldur nákvæmlega, livcnær netun- um var kastað, en það mun hafa verið laust fyrir mið- nætti, því að þess minntist eg, að við vorum vaktir kl. hálf fjögur til þess að draga netin. Ilásetar sjóveikir. Á bátnum voru þrír menn — auk Jóns, formannsins, — og drengur einn á 12. ári, sonur eins hásetans, en liann hafði verið með þeim í hveri legu, frá því þeir byrjuðu reknetaveiðarnar. Hann var algerlega sjálfs sín lierra og stundaði alveg sjálfstæðan bissnes, — sem eg mun. síðarr víkja að. Það þótti mér einkennilegt fyrirbrigði, að tveir háset- aúna gátu ekki á heilum sér tekið sakir sjóveiki, frá því er lagt var frá bryggjunni í Hfti’ninu og þangað til heim var komið aftur og smökk- uðu ekki mat, ,svo að heitið gæti. Báðir höfðu þeir þó með sér hangið kjöt og liart brauð og nörtuðu eitthvað lítilsháttar í það, annað ekki. Þeir höfðu báðir verið með bátnum mörg undanfarin sumur, — roru annars land- menn á vertiðum lijá Jóni Halldórssyni, — og jafnan liafði endurtekið sig sama sagan: alltaf sjóveikir. En snáðinn litli var sprækur og stálsleginn. Netunum kastað. En nú vandaðist málið. Nú á að kasta netunum og sú athöfn er nokkuð óljós. Við vorum all djúpt af Haganes- vik vestarlega. Netin voru gerð upp aftur í skut á bátn- um. Þar var einn maður,sem greiddi netin úr staflanum. Tveir menn voru á þilfarinu, rétt lijá stýrishúsinu, en fjórði maðurinn hjá belgjun- um, sem voru í haug.rétt fyr- ir framan vélarbyrgið. „Kap- allinn“, sem þeir nefna kað- alinn cða strenginn, sem net- in eru téngd við, og er ærið gildur, var „upp gerður“ framm’á, og var byrjað á því að taka þann endá hans scm ofan á lá og draga hann aftur eftir bátnum, tcngja við hann belg og fyrsta netið, sem síð- an var fleygt í sjóinn en hald- ið í streng, sem var á hinum enda netsins, en á þeim streng var lykkja, sem kað- altauginni á næsta belg var brugðið í gegnum, og hvoru- tveggja, lietinu (þessu fyrsta) og næsta neti, fest við „kaþalinn“ með þeirri taug (en netin eru öll bundin saman) og þannig koll af kolli. Þetta gerðu mennirnir tveir, sem voru á móts við t t styrishúsið, og voru haiTi fljótir, — en eg stóð í dýr- unum á stýrishúsinu. Einn belgur var á milli tveggja neta. Vélin var látin ganga hæga ferð, en stýrið hafði verið sett fast á meðan lagt var, því að ekki var mér trúað fyrir, að halda við það. Þetta er harla ófullkomin lýsing, en þetta virtist allt vera ákaí- lega einfalt, og hefir eflaust verið það sérstaklega vegna Grein þessi er í áfram- kaldi af grein eftir T. Á„ tr biríist 12. februar, er hann var að fara „á rek- þess, hvað véðrið var gott og ládauður sjórinn. Þegar búið var að leggja grillti eg belg- inn i beinni linu, skoppandi á kjölfari „Kára“. Lagzt til svefns. Svo var sofið til klukkan hálffjögur um morguninn. Þá vorum við vaktir og var formaðurinn þá sjálfur búinn. að hita kaffi, sem var sötrað með velliðunar-stunum og kandís-bruðningi. Þegar upp var komið, fannst mér ónotalega kalt. Morguninn var fúll og hryss- ingslegur, — rigningarslitur og dálítil norðangola, sem auðvitað kom rakleitt frá pólnum. Jón sagði mér að koma nið- ur á þilfarið og lijálpa til að hrista úr netunum. Eg kom niður á þilfarið og lijóst til að gera eins og mér var sagt. En þegar til kom reyndist harla litið vera að hrista úr, því að aflinn var sáralítill. Mig minnir þá gizka á, að þeir hefðu fengið 8-10 tunn- ur. Og nú er eg aftur í bobba. Því að eg man ekki gjörla, hvernig’ drættinum var hátt- að. Þó nian eg þetta: Dráttur. Þegar búið var að ná upp fyrsta belgnum og fyrsta net- inu að nokkru leyti, fór einn maður fram á, dró inn „kap- alinn“ og leysti belginn frá honum og netin, jafnharðan og liclgirnir konm upp, en netin voru dregin á kefli, sem fest var á járnum í bakborðs- borðstokkinn. Þvi starfi (að draga inn netin á keflinu) sinnti Jón sjálfur, en tveir menn, auk mín, áttu að „hrista úr“. Stóðum við í röð aftur með borðstokkn- um og studdum við hann bokuin. Eg var í miðju. Nú vík eg aftur að dreng- hnokkanum okkar. Þegar •þyrjað vgr að draga netin, skildi eg fyrst, hvert hans ériiídi vár á batnuhi. Hanu var með háf á löngu en léttu skafti og háfaði síldár, sem hrutu úr netunum í sjóinn. Stamp hafði hann á þilfarinu, sem hann safnaði þessum síldum í,og var liátt í stampn- um að drætti loknum. Þessa iðju hafði liann stundað, frá því er „Kári“ byrjaði rek- netaveiðarnar, og var mér sagt, að það hefði komið fyr- ir, að liann hefði háfað allt að því í hálfa aðra tunnu. Þetta hafði Jón leyft snáð- anum og átti hann þennan afla sinn kvaðalaust. Mér þótti gaman að þessu. Skammarlega lítill afli. En eg er ekki alveg búinn að segja það sem eg ætlaði, um þessa veiðiför með „Kára“. Á meðan verið var að draga netin birti af degi og og jafnframt stytti upp að öðru leyti og gerði logn. Og þegar albjarF var orðið og sól risin úr sæ, var sýnilegt að þennan dag myndi verða dýrlegt veður. Þegar drætt- inum var lokið sagði Jón, að hann skammaðist sín fyrir að fara með þennan slatta í land, — nú ætlaði hann 'að lóna austur í Grímseyjar- sund og leggja þar næstu nótt. Sér væri andskotans sama, þó að þeir yrðu matar- lausir (ekki var venja að vera úti nema eina nólt), þeir dræpust ekki, þótt þeir fengju ekkert að éta í eitt dægur eða svo. Kaffi væri nóg til og síld gæti þeir soðið sér til matar ef knífaði. En hér var eins og vant er: karl- arnir fussuðu við því, þegar það var nefnt að sjóða síld í matinn. Hins vegar höfðu þeir ckkert á móti því, að liggja úti aðra nótt. Og var siðan haldið austur. Síðari hluta dags vorum við komnir austur undir Grímsey. Veðrið hafði verið dásamlega -fagurt allan dag- inn, — glaða sólskin og jafn- vel hiti talsverður og glamp- andi sléttur sjór. En við höfð- um ekki annað gert, en að flatmaga á dekkinu, sleikja sólskinið og segja lygasögur. Einn maður gætti stýris og vélar, —, eina klukkustund í senn. Mikíð kaffi var drukk- ið, en ckkert étið, því að mat- ur fyrirfannst enginn í bátn- um, — að áliti bátsverja. En þarna voru auðvitað þessar 8-10 tunnur af síld. Og allir voru orðnir svangir. Síld fyrir svanga. £g ympraði þá á því, að soðin væri síld, eins og Jón hafði áður minnzt á. Aftur var fussað, en þó af minni sannfæringu en i fyrra sinn- ið. Og síldin var soðin — í sjó. Og hún var svo ljúffeng, « miiílíiiæa i. ao' að eg torgaði tveimur stór- um síldum og liafði rúg-i brauðssicorpur með. Hinir iiörtuðu í matinn með ólund og bölvuðu beinunum, allir nema Jón, sem lét sér vel líka síldin. Þetta er algengt dæmi. Islendingar vilja yfirleitt ekki sjá sild á sínum borðum. Það er skömm að því! Nú ætla eg ekki að hafa þessa sögu lengri, því að um nóttina gerðist nákvæmlega það sama og nóttina áður, og eg get að svo stöddu ekki bætt um lýsinguna á því. Aftur var aflinn rýr, eða eitt- hvað um 12 tunnur. Við kom. um þannig með röskar 20 tunnur til lands og það var rýrasti aflinn, sem landaður var úr bátum í Horninu þann daginn. En eftir á var mér stritt á því, — í gamni þó, — að eg hefði verið þeim Káramönnum til óheilla i þekáum „róðH“.E>i! Í c >.i „Þú kemst á morgun.“ Eg fór í seinna lagi á fætur þennan morgun, og þegar eg var búinn að fá mér morgun- hressingu á gistihúsinu, fór eg á rangl um bæínn. Eg mæti Jóni Sigmundssyni framkvæmdastjóra Sindra. „Mér er sagt að þú ætlir á reknet,“ segir hann hlægj- andi, „þú hefir ekki fengið nóg af volkinu með Sindra.“ „Nei, ekki nærri nóg,“ svara eg. „En góði, bezti hafðu ekki hátt um reknetin. Þau eru að fara í taugarnár á mér. Mér ætlar ekki að gefa. Og svo stend eg uppi eins og glópur og get engu logið sennilegu.“ „Vertu rólegur, lagsi!“ seg- ir Jón. „Þú kemst út og það á morgun. Vertu viss!“ Alltaf er Jón sami öðling- urinn og nú vildi liann liug- hreysta mig. En ekld vissi eg fyrr að liann væri spá- maður. Þetta kom þó á dag- inn. Þess vegna licf eg ekki þennan pistil lengri. Kökuform, allsk. Kökumót Glervörur, allsk. Plasticvörur, allsk. Pappírservíettur Keiinslu í listsaumi (kunstbroder- ingu) fileringu og knipli, getur stúlka fengið, er vill hjálpa til við morgun- verk. Simi 2460. " 1 H"-L'll ■ MM' « •T)1-11 .(Fcd ;i m 002 ‘iibno uíti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.