Vísir - 01.03.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 01.03.1946, Blaðsíða 6
6 V I S 1 R Föstudaginn 1. marz 1946 l • ? V; • JÞýsska ittntls- söfnunin 200 þtksund krónuf. Þýzkalandssöfnunin nem- ur nú 260 þúsund krónum. Ein veglegasta gjöfin, sem söfnuninni hefir borizt er 10 þús. krónur, frá Kvenfé- lagi Frjálslynda safnaðarins. Nefndinni berast daglega miklar gjafir óg enn eru fjöl- margir söfnunarlistar í um- ferð, svo búast má við að söfnunin nemi nú raunveru- lega nokkuru meira en 260 þúsundum. Byrnes - Framh. af 1. síðu. væri ekki beinlínis bægt að segja að ástandið væri uppörvandi sem stæði, þvi alls staðar rikti mikil tor- tryggni, sem um að gera væri að eyða. Tortryggnin væri að sumu leyti á rökum reist en öðru leyti ekki. Byrnes var bæði skýr og skorinorður í ræðu sinni og lét ekki undir höfuð Ieggj- ast að lýsa ákveðinni afstöðu Bandaríkjanna ef þjóð færi með ágangi á hendur annari. Eldur í Hafnar- firði. í gær kviknaði í húsi á Hamarsbraut 9 í Hafnarfirði. Skemmdir urðu töluverðar af völdu m elds, aðallega á1 cinu lierbergi og’ eldhúsi. Slökkviliðið kom strax á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. KAUPHÖLLIN cr miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. B£ZT AÐ AUGLYSA1VÍSI Ödýr KÖKUFORM Klapparstíg 30. Sími 1884. Fjalakötturinn: Upplyfting. Ný revýa var sýnd í fyrsta sinni bér í Iðnó siðast lið- ið þriðjudagskvöld, svo sem vænta mátti fyrir fullu liúsi áhorfenda. —• Sýning þessi tókst að öllu leyfi vel, en leikstjórnina hafði Indriði Waage á hendi. Mikill fjöldi leikenda tók þátt í sýningu þessari, og þótt þarna væru margir nýliðar á sviðinu var enginn viðvaningsbragur á leikmeðferðinni í lieild. Revýan er létt og lipurlega samin, ádeilulítil en mcira um meinlausa gamansemi, svo sem vera ber. Ljóðin eru óvenjuvel samin, enda mun Tómas Guðmundsson hafa annazt þann þáttinn, en Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðsson óbundna.málið. Ef til vill mætti það eitl að revýunni finna, að þar mor- ar um of af tvíræðum seln- ingum, sem eru frekar Iciði- gjarnar og helzt lil hvers- dagslegar. I revyunni bafa þekktuslu gamanleikarar Reykjavikur aðalblutverkin með höndum og eru þeir allir í essinu sínu. Mætli þar til nefna af bálfu kvenþjóðarinnar Sigrúnu Magnúsdóttur, Auroru Hall- dórsdóttur, Ilelgu Möller og Einilíu Jónasdóttur, en önn- ur kvenhlutverkin eru yfir- leitt veigalítil. Alfred Andrés- son, Haraldur Á. Sigurðsson, Jón Aðils, Jón Leos, Her- mann Guðmundsson, Lárus Ingólfsson og Guðjón Ein- arsson leika aðallilutvcrk karlþjóðarinnar, en auk þess eru mörg hlutverk smærri, sem of langt yrði upp að telja. Áhorfendur skemmtu sér (irýðilega og sjaldan befir meira blómasafn sézt á leik- sviðinu en í leikslok. Keflvíkingar samþykkia af- greiðsiubaBin» Hinn 22. febr. samþykkti trúnaðarráð Verkalýðs- og Sjómannafélagisns í Kefla- vík afgreiðslubann á Reykja- víkurbæ og fleiri. Alls eru það þrír aðilar, sem ekki fá sig afgreidda i Kef'avík. Eru það Skipaút- gerð rikisins og Vinnuveit- endafélag Islands, auk bæjar- ins. Bann þella gengur í gildi 3. marz. til leigu 1 herbergi 16,7x5,7 ~ 95 fermetrar. — 1 herbergi 8,15x5,7 — 46/2 fermetri. — 1 herbergi 4|/2x5,7 ,= 2^,6 fermetrar. Allar ‘riánari upþlýsihgár ^éfriaí" í síma 1669. Þrjú innbrot. Þrjú innbrot voru framin í nótt er leið. Eitt innbrotið var framið á mjólkurbúð á Grundarstíg 2 og hafður þaðan á brott poki með fáeinum einseyr- ingum. Annað innbrolið var fram- ið í mjólkurbúð í Tjarnar- götu 4 og stolið þaðan noltk- urum krónum. Þriðja innbrotið var fram- ið í nýlenduvöruverzlun Kron á Skólavörðuslig, en ekki séð að þaðan hafi veriö neinu stolið, enda engir pen- ingar geymdir þar. Togari tekinn í landhelgi. S. I. miðvikudag var b.v. Belgaum tekinn á veiðum í Iandhelgi. Var það einn af nýju varð- bátunum, Njörður, er tók skipið. I gær fóru fram rétt- arhöld í málinu og var skip- stjórinn talinn sekur og dæmdur í 29.500 kr. sekt. Iiann áfrýjaði dómnum. Aðalfundur Kvenfél. Hall- grím$sóknare Aðalfundur Kvenfélags Hallgrimssóknqr var hald- inn aff Röffli 27. fehrúar síff- astliðinn. í stjórn voru kosnar: Frú Þóra Einarsdóttir, formaður, frú Stefanía Gisladóltir, gjaldkeri, frú Anna Ágústs- dóttir, ritari,, og meðstjórn- cndnr, frú Vigdís Eyjólfs- dótlir, frú Þórunn Kolbeins- dóttir og frú Emilía Sig- hvatsrdóltir. Tvær konur, þær Magnea Þorkelsdóttir og Lára Pálmadóttir, ^ báðust undan endurkosningu. •Samþykkti fundurinn að gefa citt þúsund krónur í Þýzkalandssöfnunina. Einn- ig- voru ýmsar ákvarðanir teknar varðandi kirkjubygg- inguna, en á lienni, var byrj- að fyrir áramót. Hagnaður af skemmtunum og fleiru var um 57 Jiúsund krónur á síð- asla ári. Æ&txscrm K. R. K. ’ ■ JLgndsliðsæíing í kvöld kk. IO í Iþrótta'húsi Jóns Þorsteinssonar. K.R.-SKÍÐADEILDIÍT. Skíðamót Reykjavíkur hefst kl. 11 á sunnudaginn við skítSa- skála K. R. á Skálafelli. Keppil- in hefst me'S svigkeppni kvéflila í A- iB- og C-flokkum. Kl. 13 hefst svigkeppni A-floklcs og kl. 15 svigkeppni B-fliokks. — Ferðir til mótstaðanna -verSa á laugardaginn kl. 2 og 6 og'íþá' sunnudaginn kl. 9. Farseðlar sedlir í Verzl. Sport, Austur- stræti 4. — FariiS írá B. S. í. Sœja^réttw Næturlæknir er i læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur í nótt fellur niður sökum ben- sinskorts. Stokkseyringafélagið heldur árshátíð sína að Hótel Borg í kvöld kl. 7,30. Aðgöngu- miðar fást hjá Sturlaugi Jónssyni Ifafnarstr. 15, Verzl Ámunda Árnasonar, Hverfisgötu 37, Gísla Þorgeirssyni, Berþórugötu 23 og eftir kl. 6 á Hólel Borg (suður- dyr).* Háskólafyrirlestur. Dr. Matthias Jónasson flytur 15. fyrirlestur sinn um uppeldis- starf. foreldra í dag kl. 6 e. h. i 1. kennslustofu Hóskólans. Við- fangscfnið er að þessu sinni: Samvinnumöguleikar heimils og skóla. Öllum er heimill aðgangur. Fyrirlesarinn leyfir sér að bjóða kennara sérstaklega velkomna til að hlýða á þetta erindi. Skipafréttir. Brúarfoss er í Reykjavík. Fjall- foss kom til Vopnafjarðar í gær- morgun. Lagarfoss er í Gauta- borg. Selfoss er í Leith. Reykja- foss kom til ísafjarðar 1 gær- kveldi. Buntline Hitch fór frá Beykjavík til New York 20. febr. Empire Gallop er í New York. Anne er 1 Middlesbrough. Lecli ei væntanlcga í Leith. Hjúkrunarkvennablaðið, í. tbl. 22. árg., hefir borizt blað- inu. Er það vándað að efni og frágangi. Efiii þess er þétta:, Nokkrar endurminningar (Anna Loftsdóttir), Minningargreinar um Guðrúnu Haraldsdóttur, Iíeilsugæzla (Jóhann Sæmunds- son læknir), Ársskýrsla, o. fl. Skinfaxi, tímarit U.M.F.Í., II. tbl. 36. árg., hefir borizt blaðinu. Er það fjöl- þætt að vanda og prýtt fjölda mynda. Efni þess er sem hér seg- ir: Afmælishugleiðingar (Eirik- ur .1. Eiriksson), Skáldið Örn Arn- arson (Stefán Júlíusson), Hrefna (kvæði eftir Hall í Hrauni), Fé- lagaheimili (Þorsteinn Einars- son), íþróttaþáttur (Þorsteinn Einarsson), Héraðsmótin 1945, Ávarp, Minningárorð um Sigvalda Þorsteinsson (Skúli Þorsteins- son), Frá félagsstarfinu, Um bæk- ur, rit send Skinfaxa o. fl. ðdýr kökuíorm og ávaxtaskálar. ¥erzL Ingóliur Hringbraut 38. Sími 3247. óskast til sendi-.. ferða strax, allan daginn, ðinbinid h ,Fío>l>k> m. ó'jÁJ v; Félagsprentsmiðjan h.f. Útvarpið í kvöld. KI. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Stygge Krumpen“ eftir Thit Jen- sen, XVII (Andrés Björnsson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ýmis þjóðlög útsett af Kassmey- er. 21.15 Erindi: Uppruni Tyrkja- veldis (Baldur Bjarnason magist- er). 21.40 Þættir um íslenzkt mál (dr. Björn Sigfússon). 22.00 Frétt- ir. 22.05 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) Panókonsert í A-dúr, K. 488, eftir Mozart. b) Symfónia nr. l, eftir Beetlioven. 23.00 Dagskrár- lok. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Hildur Pétursdótt- ir, Mímisvegi 4, Rvik og Jóhann E. Guiinlaugsson frá Dálvik. Þýzkalandssöfnunin. Ingólfur Egilsson 50 kr. N. N. 50 kr. Magnús Ólafsson 100 kr. E. Kristbjörnsson 100 kr. Kristín og E. 100 kr. Orengirnir 30 kr. Ljósálfar 75 kr. Sig. Þorvaldsson 875 kr. N. N. 100 kr. Jóh. Reyk- dal og starfsf. 1185 kr. N. N. 200 kr. Guðríður Guðmundsd. 50 kr. G. Bjarnason & Fjeldst. og starfs- fólk 510 kr. Ásgeir 25 kr. Tvær systur 70 kr. Þorláku Halld. 50 kr. B. S. 50 kr. N. N. 50 kr. C. V. 30 kr. K. Þ. 100 kr. Björn Björns- son 10 kr. Þórður Sigurjónsson 50 kr. Klæðav. Andrésar Andrés- sonar og starfsf. 3590 kr. Guðm. Hannesson, bæjarf. Sigluf. 500 kr. N. N. 60 kr. Ingibjörg Magnúsd. 100 kr. N. N. 100 kr. M. A. 50 kr. Adda 70 kr. Ó. og G. 500 kr. M. V. F. 500 kr. Hanni og Bjarni Guðm. Vestm. 100 kr. V. G. 50 kr. Ingimundur, Einar, Guðmundur 150 kr. M. B. 200 kr. Pétur Björns- son 50 kr. — í síðustu skilagrein, sem birtist i Morgunbl. þ. 23. ]). m. , stóð Stefón Gunnarsson og starfsfólk kr. 1195, en á að vera Stefáii Gunnarsson og starfsfólk 95 kr. Gunnar Pétursson 200 kr. Gunnar Thorarensen 200 kr. Með kæru þakklæti f. h. framkvæmda- nefndarinnar Jón Sigurðsson, hér- aðsdómslögmaður. KnAAqáta hk ZZl Skýringar: Lárétt: 1 Bólfesía, 6 skip- stjóra, 7 skáld, 9 þyngdar- eining, 10 fngl, 12 ferðisl, 14 drykkur, 10 sund, 17 tala, 19 liúsdýr. Lóðrétt: 1 Það minnsta, 2 tveir eins, 3 úrskurð, 4 narla, 5 ærinn, 8 horfa, 11 sperrt, 13 bókstafur, 15 sjá, 18 tveir eins. Ráðning á krossgálu nr. 220: Lárétt: 1 Krýning, 6 luð, 7 N.N., 9%Pr., 10 lak, 12 afi, 1 tot, 16 áð,M7 lög, 19 trufldj Lóðrétt: 1 Kynlegt, 2 ýl, 3 nú, 4 iðra, 5 greiði, 8 Na, 11 kolu, 13 fá, 15 löf, 18 G.L.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.