Vísir - 29.03.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 29.03.1946, Blaðsíða 7
Föstudaginn 29. marz 1946 V 1 S I R Framh. af 2. síðu. svo að þær renni greiðlega út, en þegar lagt er, stendur stampurinn undir lagningsrennunni („kallin- um"), sem er aftast á skip- inu, stjórnborðsmegin. Rennan er lika oft nefnd „Torfi" eftir Torfa Halldórs- syni (á Þorsteini) alþekkt- um lagningsmanni frá þeim tíma, er rennan var ekki til. — Stamparn- ir eru stjórnborðsmegin, á útstíminu, og færir einn maður þá aftur tii þess, sem við „kallinn" stendur óg bnýlir saman bvert bjöð og bólfærin, sem eru milli bverra tveggja bjóða. Ból- færunum og baujunum er komið fyrir bakborðsmegin og eru þar tveir menn, sem kasta þeim útbyrðis og taka við stömpunum sem læmast. Við erum með. 39 bjóð. Yenjulega eru þau 38, en að þessu sinni befir einu verið bætt við fyrir ráðskonuna. (Á bennar bjóð komu 66 þorskar og ein ýsa). Ráðs- konan sér um matseld fyrir landmennina. Lóðin rennur út svo greitt, að beitan fýkur af suinum önglunum, þegar þeir sveiflast yfir „kallinn" og rignir henni yfir okkur. En það er ekki nema lítill hluti beitunnar, sem fer for- görðum, þvi að vel er beitt „Það er gaman að koma auga á endaduflið." gægist út úr hvílunni, sé eg göngu. Eg f er rétt á ef tir hon- um og er þá farið að grána af degi. Ólafur er kominn i gallann og brátt kemur Sveinn Krislinsson, yngsti maðurinn á bátnum, upp líka og síðan hver af öðrum. Báturinn mjakast hægt og bægt að ljósduflinu og þeir Ólafur og Sveinn innbyrða það. Um það bil koma liinir upp og er þá allt tilbúið til að byrja drállinn. Rélt fyrir aftan framsigl- una, sljórnborðsmegin, stendur linuspilið. Það er mesta þarfatæki, því að lín- unni er brugðið á það og það dregúr hana innbyrðis. Erf- iði sjómannsins er nóg sámt, þólt ckki þuri'i hann að draga línuna með liandafli í þokka- i bót. Á borðstokknum stjórn- þess að fá þau ekki i skrúf- una. Það getur orðið dýrt spaug. Fiskunum fjölgar jafnt og þétt á þilfarinu, þeir eru blóðgaðir með skjótu og snarlegu handtaki og kastað í stíurnar. Fjölunum fjölgar milli þeirra eftir þvi, sem í þeim hækkar, svo að fiskur- inn fljóti ekki út um allt. Það er gaman að sjá til pilt- anna á þilfarinu. Þeir kunna verkið sitt og draga ekki af sér. Hvert sem litið er má sjá báta, sém eru að draga. Einn er svo nærri okkur, að Karli þykir eiginlega alveg nóg um, því að þegar bátar leggja nærri hver öðrum, má alltaf búast við því, að annar hvor fái minni afla, en ef lengra væri milli línanna. Eg tek eftir því, að bátur, sem er fyrir sunnan okkur, Hólmsberg, snýr i öfuga átt, stefnir frá landi, en allir aðrir stefna til lands. Karl segir mér, að hann muni hafa slilið og verður hann þá að fara að næsta bólfæri, til að ná slitna endanum upp. Ef slitið er i myrkri, numdi vera erfitt að finna bólfæri, en við því er séð með því, að sett er út ljósbauja, þegar búið er að leggja megnið af línunni. Eru ljósbaujurnar þvi tvær, sem út eru látnar. og þarna er um bvorki meira böcðsmegin, gegnt spilinu, né minna en 15,600 öngla að Cru þrjú kefli, eitt lárétt og ræða. Það verður nóg eftir. rennur línan eftir þvi, en hin handa þeim gula að narta i, tvö skásett. Eru þau sitt nokkrir önglar verði hvorum megin viðþað lárélta þótt berir. Bátarnir eiga beint af augum stefnu, til þess log gæta þess að linan fari að leggja ckki út af því. og i sömu Þarna við borðslokkinn að ekkert stendur sá, sem goggar fisk- samkrull eigi sér stað. En á inn, þ. e. liann hefir þann þvi vill stundum verða mis- starfa"að reka gogg i hvern brestur flækju. og lendir þá oft í Legið. . Búið er að leggja eftir klukkutima eða um þrjú. Þá tekur við baujuvaktin. Sofa þá allir nema Ólafur háseti. Hann á að sja um það. að sá guli bíti á, meðan aðrir skip- verjar hvílast. Síðasta baujan, sem lálin er útbyrðis, er ljósbauja og er nú lónað í grennd við hana. Um klukkan hálffjögur er eg kominn niður í káetuna, en skipstjórinn fer fram i lúkar og ætlar að þessu sinni að vera í koju Ólafs. Hann gengur úr rúmi fyrir mig. Eg skríð upp í alklæddur, legg aftur augun og ætla mér að sofna þegar i stað, þvi að eg er syfjaður. En svefninn lætur biða eftir sér. Eg er óvanur svona mikilli hreyf- ingu og svo heyrist alltaf í vélihni, þótt hún gangi mjög hægt. Dregið. Einlivern tima hlýt eg þó að hafa sofnað, þvi að eg vakna kl. hálf-sjö. Þegar eg ¦¦; ¦ ai • fisk, sem upp keniur og sveifla honum innbyrðis. Losni fiskur af einhverjum orsökum og komist i sjóinn aftur, svo að ekki næst til hans, er kallað: „Fiskur!" Þá þrífur sá, sem stendur hjá goggmanninum, blóðgar f isk- inn og kemur honum fyrir í stíunum á þilfarinu, langan fiskihaka og reynir að ná fiskinum innbyrðis. Stundum tekst það ekki — eins og til dæmis, þegar eg fer að reyna að gera þelta — en oftast næst þó fiskurinn. Aflinn. Strax í byrjun dráttar sjá- um við fisk. Fyrst kemur ýsa inn fyrir borðstokkinn, siðan þrir þorskar strax á eflir henni. Svo verður örlít- ið hlé, en eftir það kemur fiskurinn nokkurn veginn jafnt og þétt upp úr sjónum, langmest þorskur, fallegir fiskar og margir vænir. Hvert bjóðið af öðru rennur inn fyrir borðstokkinn og bólfæri fyrir hver tvö bjóð. Þegar komið ér að þeim verður að fara gætilega, til Talað. Klukkan hálf níu f er Guðni niður í káetu til að hlusta á veðurfregnir og eg elti. Drállurinn gengur sinn gang uppi, eg get ekki komið að neinu liði, en þykist nú skilja ganginn í þessu, svo að eg legg mig fyrir. Nokkru síðar kemur Karl niður og stillir á bátabylgjuna. Eru þá marg- ar raddir á lofti og rætt um aflabrögð. Þegar eg lít aftur upp á þiljur, hefir hækkað drjúg- um í stíunum og inn fyrir borðstokkinn kemur einhver stærsti þorskur, sem eg hefi séð. Karl segir mér að hann muni vera um 50 pund. Það er nú allt og sumt, en af því get eg séð, að sá hlýtur að hafa verið myndarlegur, sem Karl fékk forðum daga við Eyjar. Um hádegisbilið segir Karl mcr, að búið muni verða að draga um kl. 3,15 og sé mér því óhætt að leggja mig nokkra stund aftur. En piltarnir á bátnum geta ekki lagt sig, þótt þeir hafi vafa- laust margfalt meiri þörf fyrir það en eg. Þeir eru nú búnir að fara í 16 róðra ó- slitið, hafa ekki sofið nema fáeina tíma á hverjum sólar- hring og allar vökusturidirn- ar hafa þeir verið sistarfandi. Já, það er lítill vandi að fara í einn róður! Heimför nálgast. ?Þegar klukkan cr um hálí- tvö sjáum við, að fyrsti Reykjavikur-báturinn er bú- inn að draga. Hann setur á ferð og heldur til lands. Karl skipstjóri hafði heyrt það á tali manna í talstöðvunum, að sumir láta lítið yfir aflan- um. Hjá okkur eru þó horfur á því, að aflinn verði álíka og í síðasta róðri eða um 28 skippund. Karl segir mér nú, að það þyki ekki fiskilegt að draga hratt, draga verði hægara, þegar afli er góður en þegar hann er rýr. Nú eru aðeins eftir nokkur bjóð og á þeim er heldur lítið. „Það hefði verið betra að stima svo sem fimm minút- um lengur, áður en byrjað var að leggja," segir Karl. „En það er ekki gott að sjá þetta fyrir." Þegar fá bjóð eru eftir i sjó, bendir Karl mér á trillu- bát, sem er á leið til Akra- ness og hefir verið að fiska einhvers staðar fyrir utan okkur. „Menn leggja mikið á sig, til að ná þeim gula," segir Karl. „Menn leggja á sig vökur og hætta á allt, enda hafa margir látið allt fyrir hann." Þetta er rétt hjá honum. Sjálfur hefir hann og menn hans orðið að láta sér nægja aðeins fjögurra til fimm klukkustunda svefn i sextíu sólarhringa. Þeirra bátur varð siðbúinn til róðra vegna þess, að verið var að setja nýja vél í hann, en samt hefir hann orðið svo fengsæll, að hann er nú með aflahæstu bátum af þessari stærð. Þeg- ar eg komst þarna með, voru Ásgeirsmenn búnir að fara um 30 róðra, en sumir yfir fjörutíii. Drætti lokið. Úr því að klukkan er orð- in tvö fara bátarnir smám saman að tinast heiinleiðis. Það fer að verða einmana- legra á hafinu umhverfis okkur og tveir siðustu bát- arnir, sem verið hafa í grennd við okkur, eru Jón Þorláksson og Hólmsberg. Eins og eg sagði áðan, hafði Karl sagt við mig, þeg- ar drjúgur spotti var eftir af linunni, að við- mundum verða búnir að draga um klukkan 3,15. Það gengur greiðlega að draga síðustu bjóðin, því að á þeim er ekki mikill fiskur. Þegar klukkan er þrettán mínútur yfir þrjú kemur siðasti öngullinn inn fyrir borðstokkinn og þá er aðeins eftir að bjarga enda- duflinu innbyrðis. Það er komið á þilfarið á þeim tíma, sem Karl hafði sagt, að búið niundi verða að draga. „Það er alltaf gaman að koma auga á endaduflið," segir Karl, „þvi að þá veit maður alltaf, að skammt er eftir." Og þegar þetta langþráða dufl er komið um borð, er þcgar tekin stefna til lands. Aðeins einn bátur er eftir, Skiði, sem er heldur utar en við. Framundan greinum við Jón Þorláksson og Hólms- berg og ræðum um það okkar á meðal, hvort við munum geta komlzt á undan þeim að bryggju. Heimleiðin. Þeir, sem „standa land- slimið" eru Dóri stýrimaður og Sveinn, annar vélamaður. Hinir fara niður til að sofa á leiðinni til lands, því að þeir , eiga vel unnið verk að baki. Mér hafði fundizt bátur- inn velta dálitið um nóttina, meðan baujuvaktin stóð yfir og eins stundum, meðan di'egið var. En mér er sagt, að báturinn hreyfist ekki. Svona er það, þegar við land- krabbarnir koinumst á flot. Við köllum það að vella, þeg- ar báturinn rétt hreyfist um fáeinar gráður. Hann er á austan, þegar við höldum til lands og rétt um tima er allhvasst svo að dálítið rýkur upp á brúna, þegar fyrir okkur verður ó- bilgjörn alda. En þetta er ekkert, fiskurinn. situr kyrr i stiunum og þá er öllu ó- hætt. Við mölum þetta jafnt og þétt til lands, nálgumst heldur bátana tvo, isem á undan okkur eru. En það ætlar sýnilega að verða erfitt að. draga þá uppi. Þegar við erum komnir að baujunni á Akureyjarrifinu, stenzt Dóri þó ekki mátið lengur, ejicur hraðann og ætlar fram úr Jóni Þorlákssyni. Það gengur þó ekki alveg á stundinni, þvi að Jón mjakar sér heldur til bakborða, svo að við verðum lika að vikja til hliðar, til að verða ekki alveg „o'n i 'onum", en svo komumst við fram að honum miðjum og þá er fljótgert að fara fram úr. En þá kemur Guðni upp og minnkar hraðann, þvi að hann vill ekki láta ofbjóða ýélinni sinni meira en þörf er á. Við siglum inn á höfnina og upp að þeim bát, sem fyrstur hafði haldið heim. Það er senn búið ,að kasta upp úr honum og þá er röð- in komin að Ásgeiri. Bát- verjar eiga enn starf fyrir höndum, þvj að þeir eiga eftir að kasta aflanum upp, en eg er óþarf ur við það eins og annað. Eg kveð þá, þakka þeim fjrrir góðar samveru- stundir og fer á land. Nú get eg fengið að sofa heila nótt, en þeir eiga enn í vændum vökur, vosbúð og strit. Sá er munurinn á störfum þess, sem i landi er, og hins, sem slendur í baráttunni við.Ægi og færir mcstan auð i þjóð- arbúið. Eftirmáli. Ég frétti það eflir á, að „við" hefðum verið afla- hæstir þenna dag. „Við" fengum 28 skippund. Það er þá kannske ekki ólánsmerki að hafa blaðamann um borð! I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.